Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 1
tími ársins þegar húseigendur þurfa að huga að viðhaldi eigna sinna /6 •Mikilvægt er að trén í garðin- um séu klippt rétt, svo plantan njóti sín sem best /10 • Þeir, sem ekki vilja láta úða með eiturefnum, geta leitað líf- rænna lausna til að vinna á mein- dýrum /12 ANNATIMINN RUNNINN UPP ÞESSI stóri og rúmgóði heiti pottur er inni í litla húsinu sem Hafþór stendur við. NÚ er mikill annatími hús- og garðeigenda. Huga þarf að því hvernig húsið kom undan vetri, hvort ástæða er til að mála þetta árið, eða hvort grípa á til annarra ráða, s.s. klæðningar. Garðeigendur eru þegar lagstir á fjóra fætur um öll beð, til að huga að gróðrinum og velta fyrir sér hvar og hvernig eigi að setja sumarplönturnar niður. Margir láta ekki þar við silja að lagfæra húsið dálítið, slá blettinn og stinga niður stjúpum. Þeir leggja á sig ómælda vinnu og eignast garð, sem er engum öðrum líkur. Þar er hægt að grilla, sitja í skjólsælli laut eða slappa af í heita pottinum. I Hafnar- firði er óvenjulegur og fallegur garður, sem fyrrver- andi eigandi, Sverrir Júlíusson, vann frá grunni. FUGLAHÚSá tijádrumbi gegnir hlut- verki luktar yfir borði í miðjum garð- inum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.