Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 14; MAÍ 1995 HUSIÐ OG GARÐURINN MORGUNBLAÐIÐ ^PkógarpIöntur henta vel fyrir sumarbústaðalöhd eða opin íand- svæði og eru ákjósanlegar sem landgræðsluplöntur. ¦ Birki er mjög harðgert og hent- ugt til ræktunar á flestum landsvæð- um. ¦ Lerki er mjög duglegt í rýrum jarðvegi. Það hentar betur inn til landsins en út með sjó. ¦ Furur eru harðgerðar og þrífast víðast hvár inn til landsins og hentar rýr jarðvegur þeim vel. ¦ Greni er gott til ræktunar, sér- staklega í frjóum og rökum jarð- vegi. Greni vex sæmilega nálægt sjó. ¦ Alaskaösp er harðgerð og þarf svipuð ræktunarskilyrði og birki, en þrífst síður nálægt sjó. ¦ Víðir er mjög hentugur sem frumgróður og sumar víðitegundir þrífast vel nálægt sjó, t.d. brekkuvíð- ir og trötlavíðir. %& róður þarf að gefa áburð á hverju vori. I fróðleiksbæklingn- um I garðinn þinn . . segiraðí venjulegan garð þurfi 6-10 kíló af blönduðum áburði á hverja 100 fermetra. Áburðinum á að strá jafnt yfir allan garðinn. Með því að láta greina jarðveginn hjá Rannsóknarstofnun landbúnað- arins er hægt að fá örugga vís- bendingu um áburðarþörfina. Ráðlegt er að gera þetta í nýjum garði og á 4-5 ára fresti þaðan í frá. Classica glerskálinn fyrir íslenska veðráttu. Heildverslunin Smiðshús, Álftanesi, E. Sigurjónsdóttir, Sími 565-0800. Garðeigendur Trjáplöntusalan hafín. Birkí t mörgum stærðum. Dornrósir, baunatré og fleira. Gróðrarstöðin Skuld Lynghvarnrni 4, Háfnarfirði, Sími 565-1242. HUSEIGENDUR - HUSFELOG Er komið að viðhaldi og viðgerðum eða er húsið ópússað að utan? Við skoðum og gerum tilboð þér að kostnaðarlausu. Látið fagmenn vinria verkið. Greiðslukjör VISA - EURO. V H.H. VERKTAKI - S. 565 - 3452 LÖAlf ÉR KÖfAXH ódýnhértM a sva ogíflúffrwía^-T- Grensásvegi 18 Sími 581 2444 AÐ RÆKTA GARÐINN SINN GARÐYRKJUFÉLAG íslands er 110 ára gamalt um þess- ar mundir, en það var stofnað 25. maí 1885. Stofnendur voru ýmsir heldri borgarar í Reykjavík sem höfðu áhuga á að sýna fram á að hægt væri að koma upp fallegum görðum hér á landi. Fyrsti formað- ur félagsins var Schierbeck land- læknir, sem átti garðinn þar sem nú er styttan af Skúla fógeta, en elstu tré í þeim garði eru frá tíð Schierbecks. Annar hvatamaður að stofnun Garðyrkjufélagsins var Árni Thorsteinsson sem þá átti garðinn á bak við Hressó í Austur- stræti. Nú, 110 árum eftir stofnun Garðyrkjufélags íslands, er for- maðurinn Sigríður Hjartar. Hún segir að strax í upphafi hafi félag- ið farið að gefa út ýmis konar fræðslurit, enda hafi markmiðið með starfseminni verið að sýna fólki fram á að það væri hægt að rækta fallega garða hér á landi, og kennsla þar að lútandi. „Innan félagsins rúmast síðan ýmis konar minni áhugahópar," segir Sigríð- ur. „Þannig er Garðyrkjufélagið að mörgu leyti grunnurinn að starfi Skógræktarfélagsins, enda er hér um að ræða grein af sama meiði." 6flugt félagsstarf Garðyrkjufélagið hefur starfað óslitið frá árinu 1885 og eru félag- ar nú um 3.500 talsins um allt land. Ársgjaldið er 1.800 krónur og meðal þess sem félagsaðild felur í sér er 200 bls. ársrit með fjölmörgum greinum um hinar aðskiljanlegustu greinar ræktun- ar. Þá er sendur út sérstakur pönt- unarlisti yfir haust- og vorlauka þar.sem yfirleitt er um að ræða meira úrval en í verslunum. „Við í félaginu erum oft fyrst til að prófa nýjar tegundir og síðan taka verslanir við að selja þær þegar komin er reynsla," segir Sigríður. Auk þessa er gefinn út frælisti fyrir félaga með yfír 1.000 teg- undum sem hægt er að panta. Sigríður segir að fjölmargir félag- ar Garðyrkjufélagsins safni fræj- um í eigin garði, hreinsi og sendi félaginu. Þannig viti fólk að við- komandi fræ þoli íslenskar að- stæður. Að lokum eru gefin út fréttabréf 5-8 sinnum á ári með ýmiskonar árstíðabundnum frétt- um. Þá eru haldnir 4-5 fræðslu- fundir árlega í Reykjavík sem að sögn Sigríðar eru mjög vel sóttir. „Svo má nefna það sem við köllum árshátíðina okkar," segir Sigríður. „Þá tökum við fyrir /Morgunblaðið SIGRÍÐUR Hjartar, formaður Garðyrkjufélags íslands segir að eitt helsta markmið félagsins sé að miðla fræóslu og opna augu íslend- inga fyrir möguleikum til ræktunar. ákveðið hverfi á höfuðborgarsvæð- inu þar sem félagsmenn fara í garðaskoðun hjá nokkrum félags- manna sem hafa garða sína opna. Þetta er mjög vinsælt og venjulega eru 6-800 félagsmenn á ferð á milli garðanna til þess að skoða." Þjénusta Þarf fólk að eiga stóra og fal- lega garða tilþess aðgerast félag- ar í Garðyrkjufélagi Islands? „Nei, ertu frá þér. Það eru allir velkomnir. Fólk þarf ekki einu sinni að eiga kaktus inni í stofu," segir Sigríður. „í félaginu er sam- ankomið fólk sem hefur áhuga og yndi af garðrækt. Það er allt og sumt." Garðyrkjufélag Islands rekur skrífstofu á Frakkastíg 9 sem er opin frá kl. 14-18 tvo virka daga í viku, mánudaga og fimmtudaga. Að auki er skrifstofan opin frá kl. 20-22 á fimmtudagskvöldum. Starfsmenn skrifstofunnar reyna eftir megni að svara spurningum sem þangað er beint, en vísa ella á aðila sem hafa fagþekkingu á viðkomandi máli. Að sögn Sigríðar er það drjúgt sem fólk nýtir sér þessa þjónustu. Á skrifstofunni er líka bókasafn þar sem fólk getur komið og lesið sér til um ákveðin mál sem snúa að garðyrkju. Vegleg af maelisbók í tilefni þess að nú í maí eru 110 ár síðan Garðyrkjufélag ís- lands var stofnað, verður gefin út vegleg bók á vegum félagsins. Bókin heitir Garðurinn. Hugmynd- ir að skipulagi og efnisvali og eru höfundar hennar landslagsarki- tektarnir Auður Sveindóttir og Fríða Björg Eðvarðsdóttir og Anna Fjóla Gísladóttir, ljósmynd- ari. „Þær eiga allan heiðurinn af efnistökum bókarinnar, við gefum hana bara út," segir Sigríður. Garðurinn. Hugmyndir að skipulagi og efnisvali, er að sögn Sigríðar fyrsta bókin sem gefín er út á Islandi sem er eingöngu helguð garðinum og skipulagi hans. „Eitt helsta markmið Garð- yrkjufélagsins hefur frá upphafí verið a.ð miðla fræðslu og opna augu íslendinga fyrir möguleikum til ræktunar. Margir lesa sér til í erlendum tímaritum og bókum um garðrækt, en þá vaknar spurning- in hvemig eigi að standa að verki við íslenskar aðstæður. Til að bæta úr þessu gaf félag- ið út Skrúðgarðabókina, sem kom fyrst út árið 1967 og svo aukin og endurbætt 1976. I þeirri bók var höfuðáherslan lögð á gróður- inn sjálfan þó einnig væri fjallað um skipulag garða og hvernig staðið skyldi að verki. I þessari bók er efnistökunum snúið við þar sem aðallega er fjallað um hönnun \garðsins, fjölbreytni í skipulagi og efnisvali eru gerð góð skil og fjallað er um endurnýjun gamalla garða." Margt fleira er að finna í bók- inni, meðal annars er þar stiklað á stóru í sögu garðlistarinnar og sýnt á skemmtilegan hátt að er- lendir straumar í ^garðlist hafa einnig haft áhrif á Islandi. í bók- inni eru 340 litmyndir auk fj'ölda teikninga. GARÐPLÖNTUSALAN BORG Þelamörk 54, Hveragerði, - eihnig inngangur austan EDEN, sími 98-34438. Gleðilegt sumar Við viljum afsala okkur forræði yfir fjölda runna, trjáa, blóma og garðskálaplantna á verði, sem kemur þægilega á óvart. Ótrúlegt úrval, samtals um 600 tegundir. Verið velkomin til okkar. P.s. Sendum um allt land. ðuniai-blóm ætti að hafa í garð- inum þar sem þau geta glatt aug- að og einnig til fyllingar í stein- hæðum og beðum meðp fjölærum jurtum og skrautrunnum. Til er fjöldi fallegra tegunda sem getur prýtt garðinn allt sumarið og margar tegundir henta einnig litl- um garðgróðurhúsum. Athugið að sumarblóm þurfa flest sóla og frjóanjarðveg. E. kki ætti að bera tilbúinn áburð á í rigningu og ekki soiþi hann á blautt gras eða blautar plöntur. Áburðinn á að bera á í þurru veðri, annars getur hann brennt gróður- inn. Húsdýraáburður er góður, einkum í nýja garða, en með hon- um á að jafnaði að nota tilbúinn áburð. Gamall húsdýraáburður er bestur, en plöntuleifar og hvers konar lifrænn úrgangur er líka góður áburður og bætir samsetn- ingu jarðvegarins. Þess vegna er einnig gott að hafa safhhaug í garðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.