Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 6
6 D SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 HÚSID OG GARÐURINN MORGUNBLAÐIÐ """"GIIIA li Léttir 562*6262 leit POKON LÍFRÆNN ÁBURÐUR Það sem blómin þarfnast Lindab Allir fylgihlutir Þakrennukerfið frá okkur er heildar- lausn. Níðsterkt og falleg hönnun. Þakrennukerfi sem endist og end- ist. Verðið kemur skemmtilega á óvart. Gott litaúrval. Umboösmenn um land allt. TÆKNIDEILD ÓJteti -vtNG t'vSSIk, Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík Sími 587 5699 • Fax 567 4699 Lindab ÞAKSTÁL Þak- og veggklæðning í mörgum útfærslum, t.d.: bárað, kantað, þaksteinamynstur ofl. Plastisol yfirborðsvörn klæðn- ingarinnar gefur margfalda endingu. Fjölbreytt litaúrval. Umboðsmenn um land allt. TÆKNIDEILD Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík Sími 587 5699 • Fax 567 4699 ♦ HÚSIÐ FÆRT Í BETRIBÚNING ÓTT margir kjósi að fá fag- menn til að mála húsin, þá eru alltaf einhveijir sem vilja helst gera það sjálfir. Flestir vilja dunda sér við. málningarvinnuna þegar sólin skín, en hafa skal í huga að í mik- illi sól þomar málningin of hratt og loðir ekki eins vel við og ætlast er til. Ef það er sól þegar við ætlum að mála er best að vinna í forsæl- unni. Hins vegar er óhætt að mála í allt að 10 stiga frosti sé veður þurrt. Ýmislegt annað ber að hafa í huga, vilji menn tryggja að verk- ið verði eins vel unnið og kostur er á. Vert er að benda fólki á, að í málningarvöruverslunum vinna sérfróðir menn, sem geta veitt ágætar leiðbeiningar um hvemig skuli bera sig að og hvaða verk- færi og málning hentar best í hveiju tilviki. • Þegar mála á tréverk má ekki slá slöku við við undirbúnings- vinnuna. Grunna þarf vel og vand- lega, bletta þar sem þess er þörf og síðan mála tvær umferðir. Um viðinn jafnt sem steypta fleti gildir að sjálfsögðu sú regla að hreinsa verður burt alla gamla málningu, sem farin er að flagna. Best er auðvitað að þvo veggina með há- þrýstisprautu, sem hægt er að leigja hjá áhaldaleigum. Veggurinn AÐ er því miður ekki rétt sem svo margir húseigendur virð- ast halda, að það sé hægt að rölta út í búð' og kaupa dós með fljót- andi efni, „fúavamarefni", til þess að bera á timbur og þarmeð sé búið að veija hann gegn fúa. Rögn- valdur S. Gíslason, efnaverkfræð- ingur hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, segir að hér sé um útbreiddan misskilning að ræða sem líklega megi rekja til misnotkunar á orðinu „fúavamar- efni“ í gegnum árin. „Nafngiftin „fúavamarefni,, er á íslenskum markaði mjög gjaman notað um vökva sem einkum em seldir til penslunar á timbur og fást í neytendaumbúðum í bygg- inga- og málningarvöruverslun- um,“ segir Rögnvaldur. „Þessir vökvar em í meginatriðum þunn- fljótandi lausnir olíuefna í terpent- ínu, blandaðar ýmsum hjálparefn- um. Fólk talar oft um að „fúa- veija,, þegar þessar lausnir em bornar á timbur, en þar er um að ræða misskilning ef átt er við raun- vemlega vemdun viðar gegn skemmdum af völdum fúa.“ Villandi nafwgHt Rögnvaldur segir að hér sé eðli- þarf hins vegar að þoma vel á eft- ir, áður en málað er. Ef mála á allt húsið í einu er gott að ljúka við þakið fyrst, síðan veggi og loks þakskegg, glugga og hurðir. Þurfi menn hins vegar að reisa stiga upp við húsvegginn til að mála þakskeggið er ágætt að bíða með síðustu umferð á vegg- ina, svo hægt sé að hafa þá lýta- lausa, því enginn vill hafa far eftir stigann á húsgaflinum. • Þegar gluggapóstar em málaðir er mælt með að málningin nái að- eins út á glerið, svo tryggt sé að ekki myndist bil milli glers og ramma. Oft sjást ákafír áhugamál- arar skríða allt í kringum hús sín og líma málningarlímband ná- kvæmlega meðfram póstum, til að hlífa glerinu. Gallinn við þá ná- kvæmni er hins vegar sú, að þegar límbandið er fjarlægt, þá myndast dálítil rifa á milli glers og glugga- pósts og þar á vatn greiða leið inn. Málarameistarar segja gjaman að málningin eigi að kyssa glerið, því þannig er hægt að loka þessum rifum og glugginn endist mun bet- ur en ella. • Fyrst fjallað er um gluggapósta er rétt að benda húseigendum á, að séu póstarnir málaðir mjög dökkum litum, þá endist málningin legra að tala einfaldlega um ol- íubæs eða viðarolíur. Þessar blönd- ur veiti við venjulega notkun, litla sem enga raunverulega vörn gegn fúaskemmdum, þar sem þær nái rétt aðeins að metta timbrið í yfir- borðinu. „Að vísu er hjálparefni, sem eyða sveppum og ýmsum öðr- um gróðri yfírleitt blönduð í þessa vökva, en þau eiturefni eru væntan- lega mismunandi virk gegn fúa- sveppum. Virknin skiptir heldur ekki svo miklu máli þar sem efnin ganga hvort eð er svo stutt inn í timbrið." Umræddar oiíublöndur veija við- inn fyrst og fremst gegn verðun, að sögn Rögnvalds, en ennfremur gegn myglu og skófum á yfir- borði. „Yfirleitt er þarna aðeins um að ræða óbeina vöm gegn fúa, þar sem olíuefnin vernda viðinn að nokkru marki gegn vatni og sprungumyndun. Samt duga þessi svokölluðu „fúavamarefni" jafnvl mjög takmarkað sem vatnsvörn, þar sem bleyta er mikil eða þar sem vatn eða raki liggur langtímum saman að timbrinu," sagði Rögn- valdur. „Þar að auki veðrast olíu- blöndumar tiltölulega fljótt sjálfar og gera lítið gagn eftir þáð. Það verður því að teljast mjög villandi skemur. Það er vegna þess, að dökkir litir draga í sig hita og hitni póstamir mikið springur málning- in. • Húseigendur eru varaðir við að vera of iðnir og mála timbrið allt of oft og smyija allt of þykkt á. Málningin nær þá ekki að anda og þar með er boðið heim hættunni á fúa. Sama regla á reyndar við um steinhús; málningin verður að anda. • Ef mála á steinhús, sem er farið að láta verulega á sjá og sprungur blasa við, þá er ráðlegt að leita til fagmanna, því sprunguviðgerðir eru vandaverk. • Bárujárn, sem til skamms tíma var vinsælasta klæðning á íslensk hús og er enn haft í hávegum, þarf að veðrast áður en það er málað, svo málningin endist sem best. Tveimur árum eftir að húsið er klætt er hægt að huga að máln- ingu. Fyrst þarf að grunna þakið og síðan skella á það tveimur um- ferðum af málningu. Engin ástæða er til að spara hana, því um báru- járn gildir önnur regla en timbur, af augljósum ástæðum. Sérstak- lega er ástæðulaust að spara máln- ingu á þakið, því ef smurt er hressi- lega á það getur sú vinna enst í áratug. að kalla þennan flokk efna „fúa- varnarefni." Sveppadrepandi elnablöndur Fúi orsakast af sveppum sem komast inn í viðinn. Þessir sveppir, sem valda fúaskemmdum, lifa ekki ef rakastig viðarins er undir 18-20%. Rögnvaldur segir að þegar veija eigi timbur gegn fúaskemmd- um, þ.e. þar sem hætta sé á háu rakastigi, dugi lítið annað en svo- kölluð djúpinndreyping eða gegn- dreyping, sem metti viðinn alveg í gegn eða í gegnum tiltekna lag- þykkt, allt eftir kröfum. Notaðar séu sveppadrepandi efnablöndur, svonefnd gagnvamarefni, sem séu ýmis upplausnir í vatni eða líffræn- um leysiefnum, venjulega terpent- ínu. Þessum réttnefndu fúavarnar- efnum er þannig þrengt inn í við- inn, misjafnlega djúpt eftir þörfum og er þetta ýmist gert með undir- eða yfírþrýstingi í tönkum með sérstökum tækjabúnaði. Eftir slíka meðferð er sagt að viðurinn sé gagnfúavarinn eða einfaldlega gagnvarinn. Hér á landi er nú orð- ið nokkur fyrirtæki sem hafa búnað til þess að gagnveija timbur. SAMSKEYTA- LAUS STO- KLÆÐNING STO-utanhússklæðning er samskeytalaus klæðning á hús og hefur verið boðið upp á þessa aðferð hér á landi í 8 ár. Fyrirtækið Veggprýði hf. á Bíldshöfða í Reykjavík hefur umboð fyrir Sto-klæðningu. í upplýsingabæklingi frá Veggprýði er bent á, að steypuskemmdir vegna alkalí- virkni, frosts og raka séu vandamál, sem flestir húseig- endur þekki. Málningin flagni af veggjum, múrhúðun morkni, sprungur myndist og veggir haldi ekki lengur vatni og byiji að leka. Flestir, sem til þekki, séu sammála um að eina varanlega lausnin sé að klæða útveggi að utan og vernda þannig steypuflötinn gegn veðrun. I upplýsingabæklingi Vegg- prýði hf. segir að yfir 100 þús- und fermetrar af útveggjum húsa hér á landi hafi verið klæddir efninu. Alls þeki Sto- efnin 150 milljónir fermetra víðs vegar um heim. í uppbyggingu Sto-klæðn- ingar er notaður grunnur, til að tryggja festu við veggflöt. Síðan er einangrun límc á veggin og negld ef þörg þykir á. Þá er styrktarlag dregið á einangrunina og glertrefjanet lagt í og sléttað yfir. Loks kemur endnaleg áferð, sem er dregin upp á vegginn og púss- uð. Hún er samskeytalaus, veðurþolin og litekta og gefur klæðningunni endanlegt útlit. Hægt er að velja um 300 liti, eða fá kápu með náttúrulegum steinmulningi og með margvís- Iegri áferð og mynstri. Efnið í kápuna er þykkfljótandi og er sprautað á vegginn eða bor- ið á með hefðbundnum múrá- höldum. Kápu þessa má setja beint á vegg ef ekki er þörf á einangrun eða styrktarlagi. ÍMÚR MÚRKERFIÐ ÍSLENSKAR múrvörur hf. bjóða upp á svokallað ÍMÚR múrkerfi. ÍMÚR múrkerfið er án sam- skeyta, gjarnan sléttpússað með sama útliti og múrhúðaðir útveggir. Einnig er hægt að hafa kerfið með hraunaðri áferð, setja á það perlumúr og nota svokallaða steiningu, sem felur í sér að settur er stein- salli í mismunandi litum á kerf- ið, til dæmis úr marmara, kvartsi, basalti og fleiri teg- undum. Aðalsteinn Steinþórsson, framkvæmdastjóri ÍMÚRS, segir kerfið góða lausn á steypuskemmdum og leka- vandamálum eldri húsa. „Nú í vor hefur múrkerfið verið not- að í 10 ár við íslenskar aðstæð- ur og sett á rúmlega 70 þúsund fermetra. Fjölmargar úttektir og góð reynsla af múrkerfinu þennan tíma hafa staðfest að kerfið er veðurþolið og sterkt og hentar því mjög vel við ís- lenskar aðstæður og veðurfar," segir Aðalsteinn. „Þegar það er notað á nýbyggingar er unnt að lækka stofnkostnað útveggja, meðal annars með því að þynna útveggina, minnka járnbendingu og með breyttum vinnuaðferðum. Einnig styttist byggingartími nokkuð þar sem minni skörun verður milli iðnaðarmanna í verkinu." VIÐARVERND ÞAÐ ER EKKIÞAÐ SAMA AÐ FÚAVERJA OG „FÚAVERJA"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.