Morgunblaðið - 14.05.1995, Page 8

Morgunblaðið - 14.05.1995, Page 8
8 D SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 HÚSIÐ OG GARÐURINN MORGUNBLAÐIÐ HÆNUR og hanar eiga fallegt athvarf í þessu litla húsi. Enginn hænsnfugl festist ó filmu við húsið að þessu sinni, enda milt í veðri og fuglarnir ó vappi um allan garð. HAFÞÓR við dyrnar ó útigrillinu. Fyrir utan er steinboró 'þar sem hægt er að setja óhöld og matardiska. I hlöðnum kantinum við hlið hússins er hraunhelbn sem hylur moðpottinn. EFST í garðinum stendur geymsluskúrinn, meó hlöðnum hraunveggjum og torfþaki. VANTAR AÐEINS MIÐASÖLUHÚSIÐ GARÐURINN hjá Hafþóri Krist- jánssyni, íbúa við Hverfisgötu 8 í Hafnarfirði, þykir svo sérstakur að á hveiju sumri kemur fjöldi fólks til að skoða hann. „Ég hef sagt í gamni við fyrri eiganda, Sverri Júl- íusson, að það eina sem hann hafi gleymt að gera ráð fyrir í garðinum sé lítið miðasöluhús við innganginn,“ segir Hafþór. Sverrir Júlíusson bjó í húsinu, sem byggt var árið 1913, í 15 ár og Hafþór segir að hann eigi allan heið- ur af því hve fallegur garðurinn sé, enda var garðurinn verðlaunaður árið 1987. Sverrir bar hraunhellur heim í garð og mótaði hann frá grunni. Þá byggði hann fjögur lítil hús og hýsir eitt þeirra hænur og hana, annað er yfirbyggt útigrill og í því þriðja er heitur pottur. Fjórða húsið er lítill geymsluskúr. Hanagal i Hafnarfirói í hænsnahúsinu, sem að sjálf- sögðu er auðkennt með vindhana, eru átta hænur og tveir hanar. Ekki ætti að væsa um fuglana, því á húsinu er kvistgluggi og vímetsgirð- ing tryggir þeim útivist hvenær sem er, þótt oftast vappi þeir um allan garð. Hanarnir komust í fréttimar fyrir skömmu, þegar frá því var skýrt að nágranni Hafþórs hefði kvartað vegna hanagals kl. 4 að morgni, eða nóttu eins og sumir myndu kalla það. Hafþór segir að Sverrir hafi haldið hænsni í garðin- um í mörg ár og hann erft bústofn- inn þegar hann keypti húsið í vetur. „Ég varð mér úti um tvo nýja hana, sem núna eru árs gamlir og vona að ég geti haldið þeim. Það hefur aldrei verið kvartað áður undan ha- nagali og ég vona að nágrannamir geti sætt sig við það, líkt og við drunur í stórum flutningabílum, sem aka hjá í næstu götu.“ Auk hænsnanna eru á heimilinu kötturinn Rósmundur og tíkin Trýna. Kötturinn, sem Hafþór segir átta ára gamlan og á níunda kílói, unir sér svo vel í garðinum að hann neitaði að flytja með fyrri eigendum. „Sambúðin hér í garðinum gengur Morgunblaðið/RAX VIO húshliðina seytbr lítill lækur niður hraunið. Steinboginn setur skemmti- legan svip ó umhverfið. GARDURINN VID_____ HVERFISGOtin^niAFNARFIRDI FUGLAHÚS yfir steinborði i garðinum miðjum gegnir hlutverki fallegrar luktar. mjög vel,“ segir Hafþór. „Á sínum yngri árum reyndi Rósmundur víst að góma eina hænuna og náði að króa hana áf úti í horni, en fékk svo rækilega á baukinn hjá þáverandi hana, að hann hefur aldrei reynt það aftur. Núna gætir hann hænanna vel, en þær reyna ekki að fara út fyrir garðinn." Grill og moópottur Útigrillið er yfirbyggt, eins og áður sagði og getur grillmeistarinn því staðið í skjóli, en reykurinn af réttunum liðast upp um lofttúðu í þaki hússins. Við hlið grillhússins er hægt að lyfta upp hraunhellu og þar undir er hola, eða moðpottur, svo' það eru fleiri möguleikar á að elda í garðinum en með kolagrillinu. Alltaf heitt i pottinum Heita pottinum er komið fyrir í þriðja húsinu. Veggirnir eru hlaðnir úr hrauni og húsið er með torfþaki. Lítill víkingur situr milli hreindýrs- horna á mæni hússins og býður gesti velkomna. Húsið er lágreist, en strax fyrir innan dyrnar tekur niðurgraf- inn potturinn við. Það er því hægt að slappa af í pottinum þótt veðrið sé ekki eins og það gerist best í Hafnarfirðinum. Lækur vió húsgaf linn Efst í garðinum stendur geymslu- skúrinn, fallegur, hlaðinn hraunkofi með torfþaki. Ýmisleg smærri atriði í garðinum bera handbragði Sverris Júlíussonar fagurt vitni. Við annan húsgaflinn rennur lítill lækur niður hraunhellurnar og að sjálfsögðu vantar ekki steinbogann, eða brúna. Lækurinn er búinn til með því að leiða vatn út úr húsinu. Það myndar litlar tjarnir og eina sýnu stærri neðst. I henni er niðurfalli haganlega komið fyrir, svo yfirborðið helst ávallt jafn hátt. Hafþór segir að yfir veturinn skrúfi hann fyrir vatn- ið og tæmi tjarnirnar, því ella geti vatnið sprengt af sér hraunfarveg sinn þegar frýs. „Á sumrin er gott að hafa rifu á glugganum og hlusta á lækinn seitla niður. Ég hef einnig velt fyrir mér að fá mér dælu, svo lækurinn fossi niður af auknum krafti." Fyrir ofan húsið, við Hverfisgöt- una, segir Hafþór að gróðurinn fái að vaxa fremur villt, en í stóra garð- inum við smáhýsin hlykkjast hraun- stígar og meðfram þeim eru hlaðnir kantar, vel snyrt tré og runnar sem mynda þétt göng' þegar sumarið hefur tekið völdin. Fjölærar jurtir eru algengastar í öllum beðum. Upplýst fuglahús í miðjum garðinum er steinborð og umhverfis það hlaðnir kollar úr hraunhellum. Upp úr borðinu er tijádrumbur og efst á honum er lítið fuglahús. Hafþór segir að fuglarnir leiti nú ekki í húsið til hreiðurgerð- ar, en hann setji í það ljós á kvöldin og þannig sé það í raun lukt yfir borðinu. „Sverrir lagði gífurlega vinnu í garðinn og ég er ákveðinn í að halda honum við. Það verður án efa mikið verk, en vel þess virði,“ segir Hafþór Kristjánsson. Harðgerðar, stórar og fallegar plöntur eru aðalsmerki okkar. Tréogrunnar Lauftré • Skrautrunnar • Barrtré BLÁGRENl. (Picca engelmannuj. BERGHJRA. (Pinus mugo var. rostrata). FJAILAÞÖLL (Tsuga mertensiana). ÍSLENSKUR EINIR. (Juniperus communls). • Ráðleggjum um plöntuval. • Sendum plöntur hvert á land sem er. • Gerum ræktunarsamninga til lengri tíma. • Auðvelt að semja um hagstæð kjör ef um stærri kaup eraðræða. • Biðjið um vandaðan garðræktarbækling með plöntulista. • Nú er komið þriðja veggspjaldið með myndum og upplýsingum um tré og runna. SÆKIÐ SUMARID TIL OKKAR SrJÖRNUGRÖF 18. SÍMI814288 ■ Grófirarstöö án opiuberra styrkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.