Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ HUSIÐ OG GARDURINN SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 D 9 HENGITRE Þ> HENGITRE hafa orðið æ vinsælli undanfarin ár og fjðl- breytni þeirra vaxið. Hengitré eru búin til með hugviti manna, þar sem tveimur skyldum ein- skaklingum (klónum) en ólíkum í útliti er skeytt saman efir kúnstarinnar reglum. Oftast er ódýrari rótarplanta notuð sem stofnplanta, á hana er oftast látin önnur planta í 1,0-1,5 metra hæð með hang- andi útlit. Þannig fæst bein- stofna smátré með lafandi greinum efst á stofninum. Al- gengustu tegundirnar í sölu eru hengibaunatré og hengifjaður- kergi, sem er fíngerðara en fyrrnefnda, en keimlíkt, hengi- seh'a og nú síðustu ár hengigull- regn. Hengigullregn hefur reynst harðgert og blómvUjugt. Einnig er talsvert selt af hengi- skriðmispli, sem er einstofna planta í um 50 sm hæð og með hengiskriðmispiUinn græddari þar ofan á. Hafa þessar plöntur reynst nettar garðplöntur en þrífast best á skjólgóðum og sólríkum stöðum. SKRIÐLÆGAR VÍÐIPLÖNTUR Þ- mVALUD er að nota skrið- ulan víði tíl að loka yfirborði jarðvegs og draga þannigúr foki sem og arfamyndun. í dag er hægt að kaupa mikinn fjölda slíkra plantna og sem dæmi um það eru jarðlægur eða skriðull loðvíðir - karlplantan er nær eingöngu í sölu vegna gulra rekla á vorin. Breiðuvíðir - verður eins og þétriðið teppi eða lágvaxin og breið þúfa. Japansviðir - er með langar renglur og óreglulegan vöxt. Grasvíðir - er örsmár íslenskur víðir. Netvíðir - er alveg flatur og hefur fallegt blaðverk. Skriðvíðir - nettur brúskur Einnig eru aðrar áhugaverð- ar um metra háar víðitegundir eins og reklavíðir - með fallega rekla á vorin. Orravíðir - getur lagst alveg undan snjónum. Myrtuvíðir - heldur skrælnuðu laufinu allan veturinn. Bjartvíð- ir og Lappavíðir - mjög ljósar víðitegundir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SUMARBLÓMIN ? ÞAÐ fer að koma að því að tímabært sé fyrir f ólk að selja niður sumarblómin. Úrvalið í verslunum er að aukast þessa dagana og allir eiga að geta fundið eitthvað við hæfi. Hér má sjá hluta úrvalsins sem kom- ið er Höfundur er píanóleikari. í Blómaval. Gardena...fyrir gróður og garðaí Sama skaftið fyrir fjölmörg áhöld! %$ w\ \jír^X\ L/ EL IN l\ íHj Heimilistæki hf. ^¦f"^ SÆTÚNI 8 • SÍMI: 569 1515 Er auðvelt að fínna sumarbústaðinn þinn? Það er stefna RARIK að veita sem besta þjónustu með þarfir og óskir viðskiptavina sinna að leiðarljósi. Forsenda þess að unnt sé að * þjóna eigendum sumarbústaða sem skyldi er að auðvelt sé aðfinna íiltekinn bústað og komast að honum. Erindið getur verið að leggja heimtaug, lesa af mæli eða koma til aðstoðar ef eitthvað fer úrskeiðis. Greiður aðgangur er ekki síst aðkallandi þegar þörf er á skjótri viðgerðarþjónustu. Því mælumst við til þess að eigendur sumarbústaða merki greinilega bústaði sína sem og götuheiti og númer. Þannig tryggja þeir að okkar menn komist rakleiðis á staðinn. Umsókn um heimtaug Umsókn um heimtaug þarf að berast með góðum fyrirvara, en að jafnaði eru heimtaugar aðeins afgreiddar að sumarlagi. Um- sóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar í Reykjavík, á umdæmis- skrifstofum okkar og útibúum. Hafðu vinsamlega samband við þá skrifstofu okkar sem þér hentar best. Starfsfólk okkar veitir þér fúslega allar nánari upplýsingar. b k RARIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.