Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 10
10 D SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 HÚSID OG GARDURINN MORGUNBLAÐIÐ +- Ódýrt þakjárn ÓDÝRT ÞAKJÁRN og VEGGKLÆÐNING Framleiðum þakjárn og fallegar veggklæðingar á hagstæðu verði. Galvaniserað, rautt og hvítt. TIMBUR OG STÁL HF. Smiðjuvegi 11 - Kópavogi. Símar 554 5544 og 554 2740 • Fax 554 5607. Kaupmenn - ínnkaupastjórar Eigum á lager mikið úrval af leirvörum fyrir garðinn, svalírnar, sólstofuna og pallinn. k&S Fleíra væntanlegt. Helgi Filippusson hf. Tunguhálsi 7,110 Reykjavík, sími 567 1210 Ath.: Opið frá kl. 8-16 mánud. - fimmtud. og kl. 8-13 á föstudögum í sumar GMSIEPH Henta á svalir - verandir og til útstillinga Breidd: 133 cra, 200 cm og 400 cm. Grasteppi abeins kr. 880,- pr. fm. Fagurgræn - gegndræp Má nota úti sem inni allt árið. Við sníöum eftir þínu máli. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. TRJAKLIPPINGAR GOÐURARANGUR MEÐKLIPPUNUM ÞEGAR stoltur garðeigandinn tekur trjáklippurnar í hönd og hyggst fegra og hirða garðinn sinn, þá er ýmíslegt sem hafa ber í huga. Almenn regla við klipping- ar er sú, að klippa á yfir brumi eða grein sem vísar út úr runnan- um, eða í þá átt sem viljinn stend- ur til að runninn vaxi. Þá er áríð- andi að skilja aldrei eftir stubba þegar klippt er, þvi þeir bjóða heim hættunni á sjúkdómum. Steinn Kárason er meistari í skrúðgarðyrkju og veit hvað hann syngur þegar klippa á trén. Hann hefur m.a. gefið út bókina Trjá- klippingar, þar sem farið er ræki- lega í saumana á réttu handbrögð- unum. Hann varð fúslega við beiðni um að veita lesendum af viskubrunni sínum. Steinn segir, að þegar limgerði er plantað, þá sé oftast haft um fet á milli plantna. Plönturnar séu hafðar langsum í limgerðinu, svo þær nái að loka og mynda vegg. Við útplöntun að vori sé klippt eins og þurfi. „Hæðin á plöntunum er þá yfirleitt 30-40 sm á tveggja ára plöntu. Síðan á að snyrta að sumri og vetri. Aðal- klippingin að vori, sem nú er að fara í gang, er miðuð við það að víðitegundir t.d. hækki um 10-15 sm á hverju ári. Hliðarnar eru látn- ar halla inn að ofan, til að hleypa sem mestri birtu inn í og ofan í limgerðið, sem verður þá þéttara." STEINN Kárason, skrúðgarð- yrkjumeistari. EIN af grund- vallareglum við trjáklipp- ingar er sú að klippa ol'an við útlægt brum eða grein. Hvernig á að klippa Hmgerði? Steinn segir að Alaskavíði, sem algengur er í limgerði, borgi sig að klippa 1-3 sinnum að sumri, fyrir utan hefðbundna vorklipp- ingu. „Alaskavíðir launar fyrir sig með minna viðhaldi ef hann er klipptur þannig, að hliðarnar halli svo mikið inn að ofan að aðeins myndist einn toppur. Með því móti þéttist limgerðið betur að neðan. Ef limgerðið er látið byggja sig upp á þennan hátt þá stendur það betur af sér veður, þolir betur snjó og verður þéttara." Hvaða tegundir á fólk að velja, vilji það fljótsprottið limgerði? „Alaskavíðirinn er afskaplega hraðvaxinn og getur hækkað um 1-2 metra á ári. Hann er hins vegar mjög grófur og margir telja að hann henti tæpast sem lim- gerðisplanta, þar sem hann þarf mikið viðhald. Hins vegar er hægt að mæla fremur með afbrigði sem kallast grænn Alaskavíðir í almenna garða. Vilji fólk fá grófari skjólbelti, til dæmis við sumarbústaði, þá hentar brúnn Alaskavíðir ef til vill betur, en hann er grófari en sá græni. Viðjan er einnig fljótsprottin og aðrar algengar tegundir eru birki og gljávíðir. Brekku- víðirinn á vaxandi fylgi að fagna á ný, þar sem hann er seltuþolinn. Þessar tegundir allar getum við notað í ytri kant lóða, því þær þola vind ágætlega og mynda ágæt skjólbelti." Hvernig á að klippa rósarunn- ana í garðinum? ¦¦imgérðisplöntur og trjáplönt- ur með berum rótum á að gróð- ursetja sem fyrst á vorin. Tré og runnar í pottum og trjáplönt- ur með hnaus er hægt að gróður- setja mestallt sumarið, en betra er að skýla þeim eftir útplöntun ef plantað er seint á sumrin, seg- iririúnu ígarðinnþinn . . . sem gróðrarstöðin Mörk hefur gefið út. Þar segir einnig að fjð- lær blóm, hvort sem þau eru ræktuð í pottum eða tekin upp úr reit, sé einnig hægt að gróður- setja allt sumarið. Sumarblóm á að gróðursetja eins Hjótt og veð- ur leyfir og miða jafnframt við veðurþol hinna ýmsu tegunda. Imitið ígarðinn þinn . . .segir einnig nauðsynlegt að undirbúa vel þann jarðveg sem ætlunin er að gróðursetja í. Loft og vatn þarf að geta leikið um moldina eigi plönturnar að ná öruggri rótfestu. Því þarf að stinga beðin vel upp og um leið blanda í jarð- veginn áburði og bætiefnum. Hæfilegur skammtur af áburði á 100 fermetra, auk húsdýraáburð- ar, ætti að vera u.þ.b. 10-15 kíló af blönduðum garðáburði, t.d. biákom, kálkorn eðatrjákorn. Ef um nýjan garð er að ræða er gott að nota einnig 6 kíió af þrí- fosfati og 20 kiló af kalki. Ákjós- anleg bætiefni í raka og kalda mýrarmold er t.d. grófur sandur eða vikur, sem blandast efsta moldarlaginu. í leirkennda mold á að bæta mosa og húsdýraá- burði. Húsdýraáburður bætir raunar alla mold og heppilegast er að stinga hann upp með mold- inni svo hann blandist efsta lag- inu. Nauðsynlegt er að losa um fast undirlag svo ræturnar kom- ist í gegnum það. R^löntur er best að gróðursetja sem fyrst eftir að þær eru keypt- ar, segir í riti Markar. Limgerð- isplöntum, s.s. víði, gijámispii og fjallarifsi á að planta djúpt, einn- igrósum (ágræðslustaðurinn 10 sm niður í moldina). Birki, reyni og fremur stór tré á að gróður- sefja þaiinig að 5-10 smaf stofn- inum séu undir yfirborði jarðveg- arins, en nauðsynlegt getur reynst að binda stórar plðntur upp. Holan, sem gróðursett er í, á að vera það stór að rætur plönt- unnar kuðlist ekki saman. Lim- gerðisplöntur á að gróðursetja í beð, sem eru nokkru hærri en jarðvegurinn umhverfis og þær má ekki gróðursetja þar sem vatn getur safnast að vetri til. Að jafnaði ber að vökva jarðveg- inn þegar búið er að gr óð urselja. Best er að gróðursetja í röku veðri, að morgni eða að kvðldi og koma í veg fyrir að plönturn- ar þorni í sól og þurrviðri. Va- rast ber að selja tilbúinn áburð beint í holur sem gróðursett er í. ¦*egar plöntur eru vökvaðar er best að gera það rækilega, þannig að efstu 20 sm jarðvegar- ins vökni. Með venjulegum vatns- dreifara tekur 1-2 tima að gegn- væta jarðveginn. Ef vökvað er oft og lítið í senn kólnar jarðveg- ur og plöntur að nauðsynjalausu og það dregur út vexti. Gott er að vökva með ylvolgu vatni sé þess kostur. Jarðvegurinn drekk- ur fjjótar í sig volgt vatn en kalt. Ekki ætti að vökva í glaða sól- skini um miðjan dag, heldur að morgni eða kvöldi. Oft ber við að plöntur, einkum þær sem ný- búið er að gróðursetja, eru vökv- aðar þannig að sprautað er yfir þær. Það á hins vegar ekki að gera; það á að vökva jarðveginn en ekki blöð plantnanna. aBíaBMaaagMBEiBiBBiBiagMBBJBn^^ 1 1 1 1 1 I J3 1 1 1 1 1 Helllastevpan Smáiahvammi, Hagasmára 4, Kópavogi HQiUSTEYPAN smArahvammi • *U"535B (á horni Hagasmára og Smárahvammsvegar) Höfum til afgreiðslu áferðarfallegar hellur í öllum helstu stærðum og gerðum. Sexkantur - l-steinn - brotsteinn - hleðslusteinn - lássteinn - kantsteinn Höfum jafnframt hafið sölu á milliveggjaplötum - rörum - keilum - beygjum - greinum - hringjum - sandföngum - þrepum Hagasmára 4, Kópavogi, sími 55-45-125 Hérer Hellusteypan! **s X !w. EIBMBMBMBMBMBMBMBMBMBMBMBMBMBMBMBMBMBMBMBMaMBMBMBMBMBMBMBM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.