Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ HUSID OG GARDURINN SUNNUDAGJJR 14. MAÍ 1995 D 11 „Rósir mynda ýmist blóm á greinum sem vaxa á hverju sumri, eða þær blómgast á tveggja ára gömlum greinum. Algeng tegund, Hansarósin, blómgast á greinum sem vaxa sama sumar. Hún er látin bæta 3-7 brumum við sig í vexti á hverju ári, en eldri greinar látnar víkja endrum og ^innum fyrir nýjum og sterkleg- um greinum. Þannig á sífelld endurnýjun sér stað, en reynt að hafa greinarnar ekki of margar, tíl að plantan sé fær um að bera blóm á þeim grein- um sem eftir standa. Hansarósi- on er klippt frá því um áramót og fram á vor. Þá eru rósarunnar sem mynda blóm á tveggja ára greinum, svo sem klifurrósin Flammentanz. Rósin er látin bæta við sig um 30 sm á ári, en þá má ekki fjarlægja all- an tveggja ára við, svo rósin blómg- ist. Rósastilk- ar, sem sumir kalla eðalrós- ir, eru klippt- ar mikið nið- ur, í svona 20 sm hæð. Klippingu er hagað þann- ig, að tekið sé af yfír brumi eða grein sem vísar út, eða í þá átt sem æskilegt er HÉRNA hefur klippingin ver- ið röng. Stubbar, sem skildir eru eftir, bjóða sjúkdómum heim. SÁRIÐ þarf að vera í hæfilegri fjarlægð frá brumi þegar stýft er. Á skýringarmynd a) hefur verið klippt of nærri brumi, á mynd b) of langt frá brumi, en mynd c) sýnir rétta klippingu. talið að grein- in vaxi. Svo eru látnar koma 5-7 greinar, eða stilkar, því yfírleitt nær rósin ekki að bera fleiri blóm utan dyra." Hvernig á að klippa rífsberja- runna? „Það verður að gæta þess að klippa ekki allar greinar ofan af Fyrir garða og sumarhús VORVÖRUR j ÚRVALI MR búðin • Laugavegi 164 Simar: 5511125 • 562 4355 • Fax: 5814450 *__1 Garoaplast Umhverfisvænt, endurunnið plast ™ /^r% PDæstos KROKHALSI 6 SÍMI5671900 • FAX 5671901 tf^ 4 rma JttfflUI blabib - kjarni málsins! rifsinu, því rifsið blómstrar á tveggja ára við." Þola allar plönt- ur að vera fluttar eftir að þeim er fyrst plantað? „Grunnreglan er sú að það er hægt að færa allar plönt- ur á meðan þær eru ungar. Þá þola aspir flutning þótt þær séu orðnar 5-10 metra háar, ef rétt er að farið. Þumalfing- urreglan með lauftré er sú, að á meðan tréð er 1-2 metrar á hæð er oftast hægt að taka það upp og flytja það á einfaldan hátt. Ef það er orðið hærra er betra að rótarstinga. Það er gert með' þeim hætti að ræturnar eru stungnar í sundur allan hringinn, nokkuð frá stofni. Þetta er gert að vori og tréð hefur sumarið til að jafna sig og mynda nýjar rætur innan við sárið. Næsta vor á eftir er svo hægt að flytja tréð." Steinn segir að um barrtré gildi aðrar reglur. „Furur eins og stafa- furan þola illa flutning eftir að tréð hefur náð 1 metra hæð. Stafa- furan er með stólparót, sem vex beint niður og vafasamt að eyða miklu púðri í að hrufla við þeim. Grenitegundir flestar, eins og til dæmis sitkagreni er hægt að flytja þótt trén séu há, til dæmis 3-5 metrar. Munurinn felst fyrst og fremst í rótargerðinni. Plöntur með stólparót þola flutning illa, en plöntur með grunnstæðar rætur þola hann miklu betur. Ef vel og rétt er að staðið er hægt að færa mjög stór tré. Það fer þó einnig eftir aldri trjánna hvort skynsam- legt er að færa þau. Hættan á skakkaföllum eykst eftir því sem tréð er eldra. 30-50 ára tré getur verið hæpið að flytja," segir Steinn Kárason, skrúðgarðyrkjumeistari. SólstofurSvalahýsi eftirþínum óskum, úr viðhaldsfríu efni Smíðum einnig: • Renniliurdir • Renniglugga • Fellihurðir • Glugga • Útihurðir • Skjólveggi o.fl. Ekkert viðhald - íslensk framleiðsla pH Gluggar og Garöhús hi DALVEGI 4 - 200 KÓPAVOGI - ' 0 554 4300 dS pl$nf asalan f Fassvogi Opið kl. 8-19, um helgar kl. 9-17, sími 564-1777 Einstakt tilboð þessa helgi: Aspir í pottum, 100-120 cm., kr120 Nýtt á Islandi: Vefjaræktað birki frá Bæjarstað, Ijóst og íturvaxið. Sýnishorn/verðdæmi: í Garðplöntur, skógar- plöntur, fjölærar plönt- ur, innfluttar plöntur, rósarunnar, stór tré. Einnig garðverkfæri, plöntu- stafir, áburður, trjákurl og kraftmold. 30 I kraftmold kr. 600 Einir Blue Carpet kr. 1.460 Dvergfura kr. 1.360 Sitkagrenibakki kr. 1.560 Ráðgjöf - þjónusta - leiðsö Magnus Magnússon, garðyrkjufræðingur. Auður Jónsdóttir, sölustjóri. Hólmfriöur Geirsdóttir, garðyrkjufræðingur, stöðvarstjóri. Verðskrá og plöntulisti komin út - Sendum um allt land

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.