Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 12
12 D SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 HUSIÐ OG GARDURINN MORGUNBLAÐIÐ LIFRÆNAR VARNIR.GEGN MEINDYRUM TÓBAK, ÞANG, KÚAHLAND OG JURTASEYÐI HLEDSLU &KANT STEINAR SKIPTAR skoðanir eru um hvort úða á garðinn til að eitra fyrir ýmsum meindýrum. Ef fólki er illa við ýmis eiturefni, sem not- uð eru til slíkra úðana, er engin ástæða til að sitja með hendur í skauti og horfa á meindýr éta garðinn upp til agna, því ýmsar lífrænar varnir standa til bóða. í bókinni Trjáklippingar eftir Stein Kárason eru néfnd ýmis ráð gegn meindýrum, en algengust þeirra eru fiðrildalirfur, svokallað- ir haustfetar og ýmsar blaðlúsa- tegundir. Þá getur ranabjalla, sem er áþekk járnsmiðum, valdið skaða á rót og laufblöðum. Best er að klippa trén áður en úðað er, því meindýrum fækkar með færri greinum. Meðal þeirra mörgu ráða, sem Steinn gefur í bók sinni, eru m.a. að nota seyði af klóelftingu gegn ýmsum sveppasjúkdómum, til dæmis riðsvepp og rótarhálsrotn- un. Notaður er einn bolli af elfting- unni í 4 lítra vatns og soðið í 20 mínútur. Kældur vökvinn er síðan notaður til vökvunar og úðunar. Vökvinn verkar einnig fyrirbyggj- andi við sáningu. Gegn blaðlús og öðrum skordýr- um sem sjúga er notað seyði af stórunetlu. Notaður er einn bolli af netlu, 4 1 af sjpðandi vatni hellt yfir og ícældur vökvinn notaður til úðunar, einkum á neðra borð blaða. Tókakslög má einnig brúka gegn blaðlús. Þá er einn pakki af píputóbaki soðinn í 15 mínútur í 3 1 af vatni. Að því loknu er tóbakið sigtað frá og allur vökvi kreistur vel úr því. Lögurinn er svo bland- aður með vatni í hlutföllunum 1 hluti tóbakslögur á móti 9 hlutum vatns. Þangvökvi, sem fæst í verslun- um, hefur einnig gefist vel gegn blaðlúsum og er notaður í hlutföll- unum 1 á móti 200-400. Þegar þangvökvi er notaður má búast við að þurfa að endurtaka úðun á 10 daga fresti yfir vaxtarskeiðið. Auk þess að verka sem lúsafæla inni- heldur þangvökvinn aragrúa snefil- efna og annarra næringarefna sem nýtast plöntunni til viðurværis, bæði með úðun og við íblöndun í vökvunarvatn á hefðbundinn hátt. Notkun þangvökvans eykur einnig frjómyndun og frostþol plantna og þær verða harðgerðari. Við langvarandi notkun þang- vökvans dregur úr sveppasýking- um og ásókn meindýra. Kúahland, 1 hluti á móti 10 hlut- um vatns, hefur verið notað gegn blaðlús með úðun og hlandfor og kúamykja hefur verið notuð kring- um rótarháls kálplantna sem vörn gegn kálmaðki. LITRÍKU ólfarnir hjá Gróðurvörum eru úr pbsti, en þeir ómáluðu eru úr leir. ,Verðið á ólfunum á myndinni er fró um 1.000 krónum uppíum 6.000. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞESSAR styttur og ker eru úr jórnbundinni steinsteypu og fóst í Gróðurvörum. Verðið er á bilinu 3.000 og upp í 1 5.000 krónur. Hlutirnir þola að standa úti allt órið. Við eigum ávallt á lager hellur, þrep, kant- og hleðslusteina í ýmsum stærð- um og gerðum. Hellur í gangstéttir, bilastæði, innkeyrslur, leiksvæði, úti- vistarsvæði o.fl. Hleðsluefni í úrvali til ýmissa nota. Þrepin og kantsteinninn henta hvar sem er. STÉTT Hyrjarhöfða 8,110 Reyfcjavfk - Sfmi 686211. ALFABYGGÐIGÖRÐUM SIFELLT fleiri garðeigendur vefja þá leið að nota styttur í ýmsu formi til þess að punta upp á garða sína. Helst er um að ræða styttur í formi álfa, annaðhvort úr leir eða plasti, og einnig er algengt að sjá stytt- ur úr járnbundinni steypu sem þola að standa úti allan ársins hring. Þá eru kerin alltaf vin- sæl. Álfastyttur geta sett skemmtilegan svip á garða yfir sumartímann þegar allt er í blóma. Þær eru venjulega í skærum litum eins og sést á meðfylgjandi myndum og fást i mismunandi stærðum. Morgun- GARÐASKRAUT blaðið skoðaði álfa hjá tveimur verslunum, Blómavali og Gróð- urvörum sf. Annars vegar er um að ræða plastálfa, sem þá eru fylltir af sandi, og hins vegar leirálfa. Algengt verð á álfum er frá 1.000 krónum, þá eru þeir mjög litlir, og upp í 6-7.000. Álfarnir eru til nokkuð dýrari, en þá eru þeir orðnir töluvert stórir og myndarlegir. Þeir stærstu fara alveg upp í rúmar 18.000 krón- ur, eins og einn vígalegur sem náðist á mynd í Blómavali. Styttur og ker úr járnbund- inni steinsteypu er líka vinsælt í garða. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta úrvalsins hjá Gróðurvörum. Ódýrustu stytt- urnar og kerin eru á um 3.000 krónur og dýrustu kosta 15.000. Flestar eru undir tiu þúsundum. Samkvæmt upplýsingum frá Gróðurvörum er von á nýrri sendingu í byrjun júní þegar fólk verður búið að ganga frá hagnýtum hlutum eins og að bera á áburð og þess háttar og fer að huga að því að skreyta garðana. Svo var einnig með Blómaval, sem á von á leirstytt- um alveg á næstu dðgum. 1-----------i----------^---------- —-—-_-¦ .---------- , i...... £ % ¦*% SfelL, V* J • h' ' 1 " ^j ¦ Fellihurð úr álprófílum Algluggar Álhurðir Rennihurðir Fellihurðir Glerveggir Sólstofur Gróðurhús Framleiðum allar gerðir áleininga, hurðir og glugga. Bjóðum vandaða vöru á verði fyrir þig. Við komum á staðinn, tökum mál og sjáum um uppsetningu. Ekkert verk er of lítið og ekkert of stórt. Leitið tilboða Finestra - m®Mn§ Skútuvogi 4,124 Reykjavík, S. 581-2140, Fax 568-0380 Báruplast úr 1,5 mm höggþolnu Acryl plastgleri. B Q 16 mm Sólarplast í gróðurhús og sólskála ásamt festingum Sólarplast og Báruplast er úr tæru Acryl plastgleri sem er með gott rispu- og verðuþol, upplitast ekki, þolir mikið snjó og vindálag. Acryl plastgler hleypir í gegn sólargeislum og veitir góða hitaeinangrun. Háborg - fegf HÉR sést sýnishorn af álfastyttum og kerum sem fóst í Blómavali. Stytturnar eru úr þlasti, en leirstytt- urnar koma h verslunina síóar í mánuðinum. Alfarnir á bekknum kosta fró l .000 krónum og upp l l .000, en stóra styttan í bak- grunninum lcostar rúmlega l 8.000. Veróið á kerunum fyrir framan bekkinn er fró tæpum 700 upp í 1.600 krónur. Skútuvogi 4, 124 Reykjavík, S. 568-7898, Fax 568-0380 Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni máhim!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.