Morgunblaðið - 14.05.1995, Page 15

Morgunblaðið - 14.05.1995, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ HÚSID OG 6ARDURINN SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 D 15 MYNSTRUÐ OG LITUÐ STEINSTEYPA MÓTUÐ Á STAÐNUM HALLDÓR Bárðarson og Ellert Jónsson við sýnishorn af stimplaðri steypu. DÆMI um ólík mynstur og liti stimpluóu steypunnar. MINNA VIÐHALD OG BETRI ENDING „MEÐ stimplaðri steypu losnar fólk við hvimleitt illgresið, sem alltaf skýtur upp kollinum í rauf- um á milli steinhella og flísa. Steypan er varanlegri frágangur en hellur, því hún er 10 senti- metra þykkt og járnbent eða fí- berbætt. Hún sígur til dæmis ekki undan bílum í innkeyrslum. Kostnaður við að leggja stimplaða steypu er svipaður og við vandaða hellulögn, en steypan er alltaf eins og ný,“ segja þeir Halldór Bárðarson og Ellert Jónsson, sem reka fyrirtækið Hellu- og varma- lagnir sf.. Hellu- og varmalagnir hafa einkaleyfi á lagningu mynstraðr- ar og litaðrar Bomanite-steypu á höfuðborgarsvæðinu, að undan- skildum Hafnarfirði og Garðabæ. Steypuna er hægt að leggja alls staðar þar sem annars eru settar venjulegar stéttar. Þegar steypa á stétt er sama undirbúningsvinna unnin eins og fyrir hellulögn. „Undirlagið er eins og ef óskað er leggjum við hitalagnir undir stéttina,“ segja Halldór og Ellert. „Svo er steypan, sem er mun sterkari en gengur og gerist í gangstéttum, lögð út og sléttuð. Að því búnu er litarefni og kvarsi stráð í, en kvarsið styrkiryfir- borðið enn frekar. Að þessu loknu eru stimpluð í þau mynstur, sem hver og einn vill. Steypan er látin harðna í 1-2 daga, en að því búnu er hún þvegin, látin þorna vel og loks borin á bónhúð, sem lokar yfirborðinu og gefur mikinn gljáa. Ef steypan er búnuð á 1-2 ára fresti þaðan í frá helst hún eins og ný, en sumir kjósa að vísu að láta hana veðrast. Mjög einfalt og ódýrt er að endurnýjua bón- húðina. Þá má einnig benda á, að ef fólk vill skipta um lit á stétt- inni, þá er auðvelt að gera það.“ Halldór og Ellert segja að góð reynsla sé komin á stimpluðu steypuna hér á landi. „Jafnt fyr- irtæki sem einstaklingar hafa nýtt sér þetta. Þannig hafa verið steypt bílaplön við fyrirtæki og heimahús, steypt gólf í sýningar- sölum fyrirtækja og í sólstofum heimila. Steypan hentar einnig ágætlega ofan á gamlar og ljótar stéttir, ef þær eru ekki mikið sprungnar. Þá er hægt að setja þynnra lag af steypunni en ella og verðið lækkar.“ Viðmiðunarverð stimplaðrar steypu er 3.500-4.000 krónur á hvern fermetra, eftir stærð flat- arins sem lagður er. FEGRIÐ GARÐINN OG BÆTIÐ MEÐ SANDI OG GRJÓTI SANDUR SIGURSTEINAR VÖLUSTEINAR HNULLUNGAR Þú færð sand og allskonar grjót hjá okkur. Við mokum þessum efnum á bíla eða í kerrur og afgreiðum líka í smærri einingum, traustum plastpokum sem þú setur í skottið á bílnum þínum. Eftir 3. júní verður síminn 577-2000 BJÖRGUN HF. SÆVARHÖFÐA 33 Sími 871833 Afgreiðslan við Elliðaár er opin: Mánud.-fimmtud. 7:30-18:30. Föstud. 7:30-18:00. Laugard. 8:00-17:00. Opið í hádeginu nema á laugardögum. í vor verður gróðrarstöðin full af úrvalsplöntum, sem bíða eftir að komast í garðinn þinn: v 0 Garðrósir 0 Skrautrunnar 0 Limgerðisplöntur 0 Berjarunnar 0 Fjölærar plöntur 0 Sumarblóm 0 Matjurtir ....og að sjálfsögðu 0 Dahlíur og petuniur GRÓÐRARSTÖÐIN GRÆNAHLÍÐ Furugerði 23, við Bústaðarveg, 108 Reykjaví,. sími 553 4122. f Þörimgamjöl bætir jarðveginn og gerir grasið Þörungaverksmiðjan h.f. Fæst í gróðurverslununt og á bensínstöðvum ESSO. §omani& MYNSTURSTEYPA Mynstruð og lituð steinsteypa - MótuS á staðnum Verkfakar: Reykjavík, Kópavogur, Álftanes, Seltjarnarnes, Mosfellsbær: Hellu- og varmalagnir sf. ■v. 985-32550 oe 985-21882. Hafnarfjörður, Garðabær: Ómar Ástþórsson. hs. 92-12047. vs. 989-65567. Suðurnes: Trausti Traustason. .9. 92-11753 oe 985-42926. Austurland: Malland hf.. s. 97-88131 Akureyri: Magnús Gíslason. s. 96-21726. Siglufjörður: Tómas R Óskarsson. s. 96-71824. Þórshöfn: Trésmiðian Þórhöfn hf.. .r. 96-81200. Húsavík: Múrverk sf.. ,v. 985-33801. M9505

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.