Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 10
10 ÞKIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðstefna um Leonardó- áætlun Evrópusambandsins Margir huga að námsgagnagerð LEONARDÓ áætlun Evrópusam- bandins hefur verið formlega hleypt af stokkunum. Agúst H. Ingþórsson, forstöðumaður Landsskrifstofu Leonardó, sagði að mikill hugur væri í mönnum og segist hann hafa vitneskju um 15 hugmyndir að verk- efnum í tengslum við áætlunina. Margir ieiti eftir samstarfsaðilum í öðrum Evrópulöndum vegna verk- efna á sviði námsgagnagerðar. Ágúst sagði að 170 fulltrúar skóla, stofnana, fyrirtækja og stjórn- valda hefðu sótt ráðstefnu um áætl- unina og færri komist að en vildu. Hann sagði að Leonardó áætlunin hefði verið kynnt fyrir gestum og þrír fyrirlesarar hefðu gert grein fyrir verkefnum á einstökum sviðum. Hellen M. Gunnarsdóttir, frá HÍ, talað um reynslu íslendinga af sam- starfí háskóla og atvinnulífs um starfsþjálfun og tæknimenntun. Lise Fogh, frá Petra skrifstofunni á Dan- mörku, talaði um samstarf um starfsmenntun á framhaldsskóla- stigi og John Moore, frá Force skrif- stofunni á írlandi, um samstarf á sviði endurmenntunar og starfsþjálf- unar í atvinnulífinu. Leonardó nær til allra sviðanna. Á ráðstefnunni kom fram að ekki hefði verið mikið um beina þátttöku fyrirtækja. Ágúst tók undir að áhugi væri fyrir því að fyrirtæki tækju meiri þátt í þróunarstarfi. Hins veg- ar benti hann á að fyrirtæki tækju töluverðan óbeinan þátt í áætlun- inni, t.d. vegna starfsmanna sem fengið hefðu starfsþjálfun í gegnum áætlunina. Hann sagðist hafa orðið var við mikinn áhuga í framhaldsskólunum. „Ég held að samstarfið gæti orðið mikil iyftistöng fyrir þá því þeir hafa verið aðþrengdir varðandi fjár- mögnun við námsgagnagerð. Þeir sjá því þarna tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og fá svolitla aðstoð við að byggja upp nám í beinni tengingu við atvinnulífið." Samstarf skóla og atvinnulífs Sigmundur ' Guðbjarnarson, stjómarformaður Sammenntar, kynnti Sammennt-samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla og hlutverk hennar í framkvæmd Leonardo áætl- m s % X g /?isbQ^ ATH. IM'YTT SÍMANÚMER 588 55 30 Fasteignasala, Suðurlandsbraut 10 Ábyrgð - Reynsla - öryggl Hllmar Valdimarsson. SÍMAR 687828 og 687808 BÚLAND Vorum að fá í sölu fallegt 200 fm endaraðhús ásamt 25 fm sérb. bílsk. 2ja herb. JÖRFABAKKI Vorum aö fá í sölu glæsil. 2ja herb. 65 fm íb. á 2. hæö. Parket. Nýtt eldh. Suöursvalir. Einstaklega falleg eign. V. 6 m. HRAUNBÆR Góð 2ja herb. 56 fm íb. á 1. hæö. Stór- ar svalir. Laus. V. 4,6 m. SNORRABRAUT Glæsil. 2ja herb. 64 fm íb. á 7. hæö. Fráb. útsýni. íb. fyrir 55 ára og eldri. 3ja herb. KRUMMAHÓLAR 3ja herb. 85 fm íb. á 2. hæö auk bílskýl- is. Laus. V. 5,9 m. UÓSHEIMAR 3ja herb. 85 fm íb. á jarðh. Góð suöur- verönd. ASPARFELL Vorum aö fá í sölu sérl. fallega 90 fm íb. á 7. haað f iyftuh. auk bílsk. Suöursvalir. RAUÐARÁRSTÍGUR Glæsil. 4ra herb. 102 fm íb. á 4. hæö í nýl. lyftuh. Bílskýli. HRAUNBÆR Falleg 5 herb. 103 fm endaíb. á 3. hæö. Þvottah. og búr Innaf eldh. Tvennar svalir. ÁLFASKEIÐ Mjög góö 4ra-5 herb. 115 fm endaíb. á 2. hæö. Tvennar svalir. Bilskúr. Hagst. verð. Skípti ó minni eign mögul. ENGIHJALLI Glgesil 4ra herb. 100 fm íb. á 5. hæö. Parket. Tvennar svalir. Verö aöeins 7 m. HÁALEITISBRAUT Glæsil. 4ra-5 herb. 122 fm ib. á 1. hæð auk bilskúrs. FREYJUGATA Vorum aö fá i sölu 5 herb. 132 fm ib. á 1. hæð. 40 fm bflsk. TJARNARGATA Vorum 8ð fá i sölu 7 herb. hæö og ris f stelnh. samt. 121 fm. GRUNDARSTÍGUR Til sölu nýl. 112 fm mjög sérstök íb. ásamt bflskúr og bílakýll. Tvennar svalír. SELJ ABRAUT Mjög góð 170 fm íb. á tveimur hæðum. 5 svefnherb., 2 baðherb. Bflskýli. Skipti á minni eign mögul. Hagstætt verð. Sérhæðir BREIÐVANGUR - HF. Falleg 154 fm sérh. ásamt 30 fm bflsk. HOLTAGERÐI Vorum aö fá í sölu góöa 114 fm efri sérhæð í tvíbhúsi. 34 fm bílsk. LAUG ARNESVEGUR Vorum að fá i sölu neöri sérh. ásamt kj. samt. 125 fm. 3-4 svefriherb. Mikið endurn. eign. Bílskúr. Einbýli — raðhús HULDUBRAUT Til sölu nýtt parh. með innb. bílsk. samt. 216 fm. Hús sem býður upp á mikla möguleika. GRAFARVOGUR Glæsíl. 197 fm endaraðh. með innb. bflsk. SKÓLAGERÐI Glæsil. parhús á tveimur hæðum um 160 fm auk bílskúrs. 4 svefnherb. Sól- stofa. Verð 13,5 m. Hilmar Valdimarsson, Brynjar Fransson lögg. fasteigna- og skipasali. Morgunblaðið/Arni Sæberg HVERT sæti var skipað áhugasömum ráðstefnugestum. unarinnar. Hann nefndi m.a. hvað hægt væri að gera til að efla sam- starf fyrirtækja og skóla og taldi að virkja mætti hina ýmsu klúbba, t.d. Rótarý-, Lions- og Kiwanis- klúbba, til að kynna starfsgreinar í skólum. „Fyrirtækin ættu einnig að taka virkan þátt í gerð fræðsluefnis sem væri aðgengilegt í formi bækl- inga og myndbanda. Þá væri við hæfi að fyrirtækin styrki skóla þá sem mennta starfsmenn þeirra, en þar koma oftast við sögu fleiri en einn skóli.“ Eldri borgarar miðli reynslu Hann sneri sér að þvi loknu að hlut skólanna. „Mikilvægt er að nemendur fái fræðslu um íslenskt atvinnulíf en slíkt efni má flétta inn í námsefni með ýmsum hætti og gera það þannig áhugavert. Hér væri t.d. unnt að virkja starfsgreina- klúbba. Þá er vert að geta þess að erlendis hafa eldri borgarar, fólk sem komið er á eftirlaun, myndað klúbba og samtök sem hafa það að markmiði að starfa með skólum og veita þeim af reynslu sinni á hinum ýmsu sviðum," sagði Sigmundur. Hann lagði áherslu á að samstarf atvinnulífs og skóla þyrfti sífellt að rækta því markmiðið væri að auka samkeppnishæfni einstaklinganna sem leiddi til aukinnar samkeppnis- hæfni þeirra fyrirtækja og stofnana sem þessir einstæklingar muni starfa hjá. „Við verðum að láta þekk- inguna vinna fyrir okkur í auknum mæli og virkja bæði vísinda og tækni til að auka samkeppnishæfni þjóðar- innar á öllum sviðum. Hér kemur Leonardó-áætlunin vissulega að góðu gagni ef við nýtum tækifærin sem þar bjóðast." 4 frábær fyrirtæki Pakkaflutningar Til sölu hraðflutningsfyrirtæki með pakka og bréf innan Stór-Reykjavíkursvæðisins. Bíll fylgir. Starf fyrir tvo. Laust strax. Hárgreiðslustofa Nú ætla stelpurnar að selja fínu hárgreiðslustof- una sína sem þær voru nýlega búnar að endur- innrétta. Frábær staðsetning. Blómabúð í vesturbænum til sölu staðsett við umferðargötu í verslunarhúsi. Það er fátt skemmtilegra en að vinna innan um ilm- andi blóm og fallegar gjafavörur og eiga fyrirtæk- ið sjálfur. Vefnaður og fataverslun Staðsetn. er í stórri verslunarmiðstöð. Flytur all- ar vörurnar inn sjálfur. Sanngj. verð. Laus strax. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRI RTÆKI ASAUtra SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON, framkvæmdastjori KRISTJAN KRISTJÁNSSON, loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Hafnarfjörður - einstakt tækifæri Góð 3ja herb. íb. óskast í skiptum fyrir 5 herb. úrvalsib. Nýtt eldhús. Öll sameign eins og ný. Frábært verð. Einstakt tækifæri. Skammt frá KR-heimilinu Mjög góð, sólrík 4ra herb. íb. tæpir 100 fm á vinsælum stað með góðum lánum. Skipti möguleg á minni íb. Góð íbúð - lækkað verð I þríbýlishúsi við Barðavog. Rúmgóð kjíb. 2ja herb. Sérinng. Laus fljótl. Ásett verð kr. 4,9 millj. Tilboð óskast. Stór sólrík endurnýjuð 3ja herb. íb. á 3. hæð við Grundarstíg. Nýtt parket. Nýtt gler. Langtíma- lán um kr. 4,0 millj. Tilboö óskast. í nágr. Menntaskólans v. Sund Leitum að góðu raö- eða einbýlishúsi með rúmg. bílskúr. Skipti mögu- leg á minni úrvals eign. Nánar á skrifstofunni. í Norðurbænum í Hafnarfirði óskast gott einbýlishús eða raðhús. Traustur fjársterkur kaupandi. AIMENNA FASTEIGNASAUH LAUGAVEG118 SlMAR 21150-21370 500 al- sælutöfl- ur seldar á viku ALSÆLA er ekki notuð af venjuleg- um fíkniefnaneytendum heldur af krökkum sem ekki eru í neinum efn- um, að sögn Ólafs Guðmundssonar hjá forvamadeild lögreglunnar í Reykjavík. Ólafur segist hafa óljósar hug- myndir um að í Reykjavík séu ekki færri en 500 alsælutöflur seldar á viku. Nú virðist vera offramboð á efninu því verðið fari lækkandi. Hann segir að hass sé það efni sem mest sé notað og aukist notkun þess hægt og rólega. Næst á eftir komi amfetamín en af því hafi verið stöðugt framboð síðustu sex til sjö árin. Þegar skortur sé á hassi sé boðið upp á amfetamín í staðinn. Kókaín sé alltaf hægt að fá en það sé tlýrt og ekki aðgengilegt fyrir venjulegan götuneytanda. Hann segir nóg af LSD hafa verið á markaði síðustu tvö árin og tals- vert virðist vera um fólk sem tilbúið sé til að nota það. Alsæla að koma aftur Helsta breytingin sem hafi orðið á fíkniefnamarkaðinum sé tilkoma alsælu. Fyrir tveimur til þremur árum hafi komið nokkur alsælu- bylgja en menn hafi talið hana vera að fjara út. „Og ég hélt síðasta vetur að við værum lausir við alsælu en í sumar kom umræðan um hana 'upp aftur og hefur verið að aukast stöð- ugt. Eg sá ástæðu til að fara til land- læknis og vara við henni,“ segir Ólaf- ur. í kjölfarið gerði landlæknisemb- ættið sérstaklega grein fyrir hætt- unum sem stafa af neyslu efnisins. „Fólk virðist almennt engan áhuga hafa á fíkniefnum. Það les fréttir um stórar haldlagningar en hefur ekki áhuga að öðru leyti fyrr en einhver í ljölskyldunni uppgötvast sem neyt- andi og það eru alltaf fleiri og fleiri sem lenda í því. Þess vegna verður umræðan meiri og meir því þetta er töluvert stór hopur sem er að fikta og stór hópur í daglegri neyslu,“ segir Ólafur. 300 sprauta sig á hverjum degi Hann segir að áætlað hafi verið að 300 manns sprauti sig með ein- hveiju efni á hveijum degi og ljóst sé að me’ðalaldur ngytenda sé að lækka. Á meðferðarheimilinu Tind- um hafi meðalaldur þeirra sem þang- að komi lækkað úr 16 í 15 ár á þeim tíma sem heimilið hefur starfað. Auk þess hafi komið í ljós að unglingar séu yngri þegar þeir fbytja að neyta fíkniefna en áður var talið eða 13, 14 ára. ------» » ♦------ Dalverk sf. fær Grens- ásæðina INNKAUPASTOFNUN Reykjavík- urborgar hefur tekið tilboði Dalverks sf. í endurnýjun Grensásæðar. Fyrir- tækið átti lægsta tilboðið, 27.697.920 krónur eða 96,62% af kostnaðaráætlun. Fjögur tilboð bár- ust í verkið. Undirverktakar Dalverks sf. eru Öm Oddgeirsson og Viðar Þorkels- son í pípusuðu en einnig mun Suðu- list aðstóða eftir þörfum. Malbikun- arvinna verður á vegum undirverk- taka en ekki er endanlega frágengið hvort Loftorka Reykjavík hf. eða Hlaðbær-Colas hf. sjái um þann verk- þátt. Aðrir verktakar sem gerðu tilboð í verkið voru Klæðning hf. með 110,25% af kostnaðaráætlun; Grétar Sveinsson með 112,17% og Sig- urverk hf. með tilboð sem var 68,75% yfir kostnaðaráætlun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.