Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Lakeshore með þrjár kvik- myndir á prjónunum Hollywood. Variety. LAKESHRE Entertainment, fimm mánaða gamalt fyrirtæki Siguijóns „Joni“ Sighvatssonar, hefur ákveðið gerð þriggja kvikmynda, og þar með kemur óvenjulegur samningur þess við Paramount-kvimyndaverið (Par) til framkvæmda. Siguijón sagði í samtali við Daily Variety að Lakéshore mundi fjár- magna kvikmyndimar að öilu leyti og helminginn af kynningar- og aug- lýsingakostnaði í samræmi við samn- inginn við Paramount. Par fær sýningarrétt innanlands, en Lakeshore erlendis, og filmumar verða eign Lakeshores. Lakeshore hefur frelsi til að ákveða hvaða myndir eru gerðar og Siguijón segir að fyrirtækið hyggist framleiða fyrir kvikmyndaverið um Ijórar kvikmynd- ir á ári, sem hver muni kosta 15-25 milljónir dollara. ' Hefur mikið svigrúm Stofnandi Lakeshores, Tom Ros- enberg, mun hafa náið samstarf með Siguijóni, en hefur veitt honum óvenjumikið svigrúm til þess að stjórna fyrirtækinu. „Joni gerði Propaganda Films að 100 milljóna dollara fyrirtæki á að- eins fimm árum,“ sagði Rosenberg. „Eg er mjög hrifínn af verkefnunum, sem hann hefur valið fyrir Lakeshore á jafnstuttum tíma.“ Höfundur og leikstjóri fyrstu kvik- myndar Lakeshores, 5 milljóna doll- ara myndar sem kallast Box of Mo- onlight, er Tom DiCiIlo, leikstjóri Johnny Suede, sem einnig we kunnur fyrir Living in Oblivion. Hermt er að viðræður um að John Turturro fari með aðalhlutverkið í Box séu langt komnar og myndataka Samningur Sig’iir- jóns Sighvats- sonar við Para- mount kemur til framkvæmda á að hefjast í júlí. Um er að ræða óvenjulega gamanmynd um mann, sem frelsast þegar hann híttir af til- viljun ungan og uppreisnargjarnan dreng. Fyrirtækið hefur einnig ráðið leik- stjóra The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert, Stephan Elli- ott, til þess að stýra gerð 15 milljóna dollara kvikmyndar eftir handriti hans, Eye of the Beholder. Myndin fjallar um spæjara, sem verður ást- fanginn af konu sem er fjöldamorð- ingi. Lakeshore býr sig einnig undir gerð 20 milljóna dollara rómantí- skrar gamanmyndar eftir höfunda rómaðs framhaldsþáttar í sjónvarpi, My So-Called Life. Leikstjóri þátt- anna, Scott Winant, semur kvik- myndarhandrit og leikstýrir. Verkið kallast Till There Was You. Viðræður standa yfir við Jeanne Tripplehorn um að hún fari með aðalhlutverk. Siguijón Sighvatsson á í lokavið- ræðum við Paramount um sameig- inlega framleiðslu 10 milljóna doliara gamanmyndar með Lorne Michaels byggða á rómuðum, kanadískum framhaldsmyndaflokki, Kids in the Hall. Leikstjórinn yrði einn stjórn- enda sjónvarpsþáttarins, Kelly Mak- in, og framleiðsla gæti hafizt eftir tvo mánuði. Lakeshore hefur einnig í bígerð kvikmynd eftir skáldsögunni Now You See Her eftir Whitney Otto, höfund métsölubókarinnar How to Make an American Quilt. Kvikmynd- in Now You See Her fjallar um þijár konur, sem hafa þekkzt síðan í há- skóla og fara í ferðalag í tilefni af því að þær verða fertugar. Handritið er eftir Hanna Weg. Sérstæðar myndir Lakeshore hefur komið á fót sér- stakri deild, sem mun framleiða ódýr- ar kvikmyndir fyrir sérstaka áhuga- hópa, á borð við Red Rock West, og verður deildin undir stjórn Julie Gold- en. Siguijón vinnur einnig að gerð annarrar óvenjulegrar kvikmyndar upp á 4 milljóna dollara ásamt Ros- enberg. Um er að ræða rómantíska gamanmynd, sem kallast Just Look- ing og er með James LeGros og Michelle Forbes í aðalhlutverkum. Banque Paribas tekur þátt í kostnaði af kvikmyndagerðinni, sem er að mestu lokið. Siguijón segir að hann muni ráð- færa sig við framkvæmdastjóra Par- amounts í sambandi við öll verkefni Lakeshore, sem kvikmyndaverið dreifir. „Mjög þægilegt er að vita að framleiðandi á við Sherry Lansing stjómar verinu," sagði Sigurjón. Lakeshore hyggst einnig hasla sér völl í sjónvarpi og margmiðlun, en ekki fyrr en kvikmyndadeildin verður farin að starfa af krafti. Lakeshore er í eignatengslum við Capital Associates, fasteignafyrir- tæki í Chicago upp á einn og hálfan milljarð doilara í eigu Rosenbergs og Terry McKays. Síldarvinnslan hf. Almennt hlutafjárútboð Útgefandi: Sölutímabil: Forkaupsréttur: Nafnverð hlutabréfanna: Sölugengi: Sölutrygging: Söluaðilar: Skráning: Umsjónaraðili útboðs: Útboðs- Síldarvinnslan hf. 16. maí 1995 - 16. september 1995. Hluthafar hafa forkaupsrétt að hlutabréfum félagsins á tímabilinu 16. maí til 7. júni. Þau hlutabréf sem óseld kunna að verða að loknu forkaupsréttartímabili mun félagið selja á almennum markaði frá 12. júní. 56.000.000 2,57 Kaupþing hf., löggilt verðbréfafyrirtæki, ábyrgist sölu bréfanna á genginu 2,57 við lok útboðstímabilsins. Kaupþing hf., Kaupþing Norðurlands hf., Landsbréf hf., Samvinnubréf Landsbankans, Fjárfestingarfélagið Skandia hf., _ Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf., Handsal hf., afgreiðslur sparisjóðanna og Búnaðarbanka Islands. Hlutabréf Síldarvinnslunnar hf. eru skráð á Verðbréfaþing íslands. Sótt liefur verið um skráningu þess viðbótarhlutaljár sem nú er boðið út. Kaupþing hf. og skráningarlýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda. KAUPÞING HF löggilt verdbréfafyrirtœki Kringlan 5. 103 Reykjavik - Sími 91-689080. telefax 91-812824 Vísbendingar um eftirspurn eftir vinnuafli í apríl 1994 og 1995 Forráðamenn 240 fyrirtækja vildu fjölga starfsmönnum um 145 nú í apríl, en í apríl (fyrra töldu þeir að fækka þyrfti um samtals365. SAMDRÁTTUR VOXTUR 135 Byggingarstarfsemi Verslun og veitingastaðir April 1995 itfej Apríl 1994 -45ff3 Onnur þjónustustarfsemi ........—: ......-^^—14S _15p Sjúkrahúsrekstur -201 Atvinnuleysi og laus störf á vinnumarkaði 1985-95 sem hlutfall af mannafla Atv innule ysi-\ A íJ V K i K h j fxj \á A i rL aus st< irf '85 ’86 '87 '88 1989 1990 1991 1992 1993 1994 '95 ASASASASJASJASJAS JAS'JASJASJA Könnun Þjóðhagsstofnunar leiðir í ljós veruleg umskipti á vinnumarkaði Atvinnurekend- ur vilja fjölga fólki um 0,2% Mest þörf á fjölgun í byggingariðnaði og fiskvinnslu á landsbyggðinni ATVINNUREKENDUR í 240 fyrir- tækjum á landinu öllu töldu æskilegt að fjölga um 145 starfsmenn í apríl sem er um 0,2% af áætluðum mann- afla. Hér er um að ræða veruleg umskipti frá sama tíma fyrir ári þeg- ar atvinnurekendur vildu fækka um 365 manns. Þá er þetta í fyrsta sinn frá árinu 1991 sem könnunin leiðir í ljós þörf á fjölgun starfsmanna. Þetta kemur fram í könnun Þjóð- hagsstofnunar þar sem atvinnurek- endur eru beðnir um að meta hvort þeir telji starfsmannafjölda hæfileg- an miðað við umsvif fyrirtækjanna í mánuðinum. Ef fram kom vilji tii breytinga voru þeir beðnir um að meta hversu marga þyrfti að ráða eða segja upp. Af einstökum atvinnugreinum var talin mest þörf á fjöigun í bygginga- starfsemi en þar töldu atvinnurek- endur þörf á 135 manns til viðbótar. Þetta er um 1,6% af áætluðum mann- fjölda í greininni. í fiskiðnaði á lands- byggðinni var talin þörf á að fjölga um 125 manns, sem er um 2% af áætluðum mannafla í greininni á landsbyggðinni. Hins vegar var talin mest þörf á fækkun í iðnaði á höfuðborgarsvæð- inu en þar vildu atvinnurekendur fækka um 85 manns eða sem svarar til um 1,2% af áætluðum mannafla. Fækkunin kemur nær eingöngu fram í málm- og skipasmíðaiðnaði. Á höfuðborgarsvæðinu vildu at- vinnurekendur fækka um 110 manns sem er um 0,2% af áætluðum mann- afla en á landsbyggðinni vildu þeir fjölga um 255 manns eða um 0,9% af áætluðum mannafla. Munar þar mest um fjölgun í fiskiðnaði og bygg- ingarstarfsemi. Framboð sum- arstarfa er um 14.300 í sumar sem er heldur meira en á sama tíma í fyrra. „Þessi könnun bendir í aðalatrið- um til þess að ástandið á vinnumark- aðnum sé hægt og sígandi að batna,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. „Þetta er í fyrsta skipti síðan 1991 sem atvinnurek- endur telja aðstæður vera þannig að rétt sé að fjölga starfsfólki. Allar fyrri kannanir sýndu tilhneigingu til þess að draga saman í starfsmanna- | haldi. Það er í samræmi við það sem annað efni gefur til kynna. Bæði má benda á það að auglýsingar eftir starfsfólki virðast vera fyrirferðar- meii'i heldur en áður og eins virðast vera meiri umsvif víða heldur en verið hefur. Atvinnuleysið er þó enn töluvert mikið og á fyrstu mánuðum þessa árs var það sambærilegt og í sömu mánuðum í fyrra.“ Landsbyggðin að sækja í sig veðrið Þórður sagði það athyglisvert að landsbyggðin væri greinilega að sækja í sig í veðrið - mun meira en höfuðborgarsvæðið. „Mest er eftir- spurnin eftir fólki í fiskiðnaði en það er einnig athyglisvert að byggingar- starfsemi virðist aðeins vera að auka við sig, þó það sé ekki ýkja mikið. Þetta er stór grein og væntanlega kemur helst á vorin fram tilhneiging í þessa áttina. Þegar tölur fyrir bygg- ingarstarfsemi eru skoðaðar fyrir allan tímann hefur ekki áður á þess- um tíma árs frá 1991 verið vilji til að fjölga starfsfólki. < Það er alveg ljóst að samdráttartil- hneigingin er einna mest í þjónustu- greinunum, sérstaklega á höfuðborg- arskeiðinu. Eins eru greinilega erfið- leikar í vissum hlutum iðnaðar og það tengist sérstaklega einni grein, þ.e. skipasmíðaiðnaðinum og málm- smíði. Annars staðar er meira jafn- vægi í eftirspurn sem er í samræmi við það að iðnaður hefur verið að sækja í sig veðrið. Meðal annars hefur útflutningsiðnaður aukið tölu- vert framleiðslu sína.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.