Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA SENDINEFNDIR VES-ríkjanna og bandamanna þeirra í Lissabon í gær. Ráðherrafundur Vilja styrkja stöðu VES Lissabon. Reuter. AÐILDARRÍKI Vestur-Evrópu- sambandsins (VES) ákváðu á ráð- herrafundi í Lissabon í gær að fjölga verkefnum sambandsins, þannig að það gæti tekist á við erfiðari verkefni í framtíðinni. Helmut Scháfer, aðstoðarvamar- málaráðherra Þýskalands, sagði að á ráðherrafundinum hefði verið ákveðið að setja á laggirnar stjóm- mála- og herfræðihóp til að sam- ræma hernaðaraðgerðir í framtíð- inni, aðgerðastöð og vísi að leyni- þjónustu. „í ljósi þess hversu mikil þörf er fyrir slíkt, verður VES að undirbúa sig undir hernaðaraðgerð- ir í framtíðinni. Við verðum því að styrkja getu samtakanna til að- gerða,“ sagði Scháfer. Enn mun vera uppi ágreiningur milli aðildarríkjanna um fjármögn- un hinna nýju verkefna en heimild- ir innan VES herma að almennt sé gert ráð fyrir að málamiðlun náist í þeim efnum. Markmiðið hefur verið að gera VES að þeim vettvangi, þar sem ESB-ríkin samræmi varnarmálá- stefnu sína, og þeirri stofnun sem sér um sameiginlegar hernaðarað- gerðir. Til þessa hefur VES hins vegar ekki haft getu til umfangs- mikilla aðgerða. Spánn og fleiri ríki hafa áhuga á að sameina VES og ESB með formlegum hætti, en Bretland hefur staðið í vegi slíkra hugmynda. Ný Evrósveit Italir, Frakkar, Spánvetjar og Portúgalir greindu einnig frá því í gær að þeir hygðust stofna tvær sameiginlegar sveitir, vegna að- gerða í suðurhluta Evrópu. Veður annars vegar um að ræða 10-15 þúsund manna brynvarða sveit og hins vegar flotadeild, vegna að- gerða á Miðjarðarhafinu. Höfuð- stöðvar hersveitarinnar, sem mun bera nafnið Eurofor, verða í Flór- ens. Henni er ætlað að gegna friðar- gæsluverkefnum og ýmsum mann- úðarverkefnum. Áhyggjur af nýjum hættum Fundinn sátu, auk ráðherra að- ildarríkja VES, fulltrúar allra þeirra ríkja, sem eiga aukaaðild eða áheyrnaraðild að VES (þ.á.m. ís- lands) og fulltrúar Austur-Evrópu- ríkja, sem gert hafa samstarfs- samninga við samtökin. í sameigin- legri ályktun allra ríkjanna, 27 tals- ins, er lýst áhyggjum vegna nýrra ógnana við öryggi í Evrópu, einkum vegna óleystra landamæradeilna og tilveru vopnaðra hópa, sem ekki lúti lýðræðislegu valdi. Í ályktuninni er lögð áherzla á mikilvægi Atlants- hafssamstarfsins og kveðið á um að eflt öryggissamstarf í Evrópu eigi að bæta upp núverandi sam- starf við Ameríkuríki, en ekki að koma í stað þess. Danir uppfylla EMU-skilyrði í ár Kaupmannahöfn. Reuter. DÖNSK stjórnvöld spá því að halli á útgjöldum hins opinbera lækki í 17,1 milljarð danskra króna á þessu ári, sem samsvarar 1,7% af vergri þjóðarframleiðslu. í spá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir því að á næsta ári verði hallinn 10,7 milljarðar eða 1% af þjóðarframleiðslu. í fyrra nam hallinn 36,6 milljörðum, sem sam- svarar 3,9% af þjóðarframleiðslu. Ef þetta gengur eftir munu því Danir uppfylla skilyrði Maastricht vegna hins efnahagslega- og pen- ingalega samruna ESB-ríkjanna (EMU) þegar á þessu ári. Skilyrði fyrir því að ríki geti tek- ið þátt í EMU er að halli á útgjöld- um hins opinbera fari ekki yfir 3% af vergri þjóðarframleiðslu. Fiskveiðiviðræður við Marokkó hefiast að nýju Slegizt í spænskum höfnum Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJORN Evrópu- sambandsins og Marokkó hófu í gær fjórðu umferð viðræðna sinna um nýjan fiskveiðisamning, sem heimilar skipum frá ESB-ríkjum veiðar í lögsögu Marokkó. Spenna fer nú vaxandi meðal spænskra fiskimanna, sem eru atvinnulausir vegna þess að gamli samningurinn er útrunninn, og var slegizt í spænskum höfnum í gær er sjó- menn reyndu að hindra innflutning á fiski frá Marokkó. Sir Leon Brittan, sem fer með utanríkisviðskiptamál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, flutti ræðu í Madrid í síðustu viku. „Ég fullvissa ykkur um að ESB skilur hversu mikilvægt þetta mál er á Spáni og mun gera sitt ýtrasta til að ná niðurstöðu, sem þjónar hagsmunum Spánar og ESB sem heildar," sagði Brittan. ERLEIMT Þjóðaratkvæðagreiðsla í Hvíta-Rússlandi á sunnudag Ovanir að líta á sig sem sjálfstæða þjóð Virðast telja framtíðina felast í samruna við Rússland Mínsk. Reuter. HUGSANLEGT er, að kjósendur í Hvíta-Rússlandi hafi endanlega sagt skilið við hugmyndina um sjálf- stætt ríki í kosningunum og þjóðaratkvæðagreiðsl- unni um helgina. Þá voru fjórar tillögur Alexanders Lúkashenkos, forseta landsins, samþykktar með yfir- gnæfandi meirihluta en þær voru um efnahagslegan samruna við Rússland, að rússneskan yrði jafn rétthá hinni deyjandi hvítrússnesku, að tekin yrðu upp ríkis- tákn lík þeim, sem notuð voru á sovéttímanum og loks að þingið yrði leyst upp. Hvíta-Rússland hefur verið sérstakt ríki frá 1991 en landsmenn eiga sér þó enga sögu sem sjálfstæð þjóð ef undan er skilið aiþýðulýðveldið 1918, sem stóð í níu mánuði. Fyrr á tímum skiptu Pólvetjar, Litháar og Rússar landinu á milli sín og nú eftir yfirráð Rússa í 200 ár virðist sem Hvítrússa skorti menningarlegan grundvöll til að líta á sig sem sérstaka þjóð. Einkennum útrýmt I tíð kommúnista var unnið að því leynt og ijóst að útrýma einkennum annarra þjóða en Rússa innan Sovétríkjanna og afleiðingin er sú, að langflestir hafa rússnesku að móðurmáli en hvítrússneskan er aðeins töluð sums staðar til sveita og meðal háskólamanna. Örlögin ráðin? „Hvíta-Rússland mun ekki lifa það af að tengjast Rússlandi á ný. Það mun hverfa inn í það enda er tungumálið það eina, sem við eigum eftir, og örlög þess munu verða ákveðin um helgina," sagði sagn- fræðingurinn og rithöfundurinn Vasíl Bykov í síðustu viku en Lúkashenko forseti er á öðru máli. Hann segir, að þjóðaratkvæðagreiðslan hafi aðeins verið hugsuð til staðfestingar á því, sem tíðkaðist í raun, og Hvíta-Rússlandi muni eftir sem áður verða sjálf- stætt og óháð ríki. „Við munum standa vörð um þjóðerni okkar og koma í veg fyrir, að hvítrússneskan deyi út. Við megum hins vegar ekki gleyma því, að 90% lands- manna tala rússnesku," sagði Lúkashenko. Hörmungasaga Saga Hvíta-Rússlands einkennist af kúgun og hvers konar hörmungum. Landið var bitbein Rússa, Pól- verja og Litháa og fá lönd urðu jafn illa úti í síðari heimsstyijöld. Fjórðungur íbúanna féll, borgirnar voru lagðar i rúst og atvinnuvegirnir eyðilagðir. 1986 dundi síðan ógæfan yfir í líki kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl í grannlandinu Úkraínu en geislavirkt úrfellið meng- aði að minnsta kosti þriðjung Hvíta-Rússlands. Um 10% þjóðarútgjaldanna fara árlega í hreinsunarstarf. Hvíta-Rússland var ávallt íhaldssamasta ríkið í Sovétríkjunum og segja má, að sjálfstæðinu hafi ver- ið þröngvað upp á iandsmenn við hrun Sovétríkjanna 1991. I forsetakosningunum á síðasta ári var helst tekist á um það hvor þeirra Lúkashenkos og mótfram- bjóðanda hans væri meiri Rússavinur. Samyrkj ubúskapur í Hvíta-Rússlandi búa 10,25 milljónir manna, þar af eru 13,2% Rússar, 4,1% Pólveijar, 2,9% Úkraínu- menn og 1,1% gyðingar. Landið er rúmlega 200.000 ferkm og liggur að Póllandi, Litháen, Lettlandi, Rúss- landi og Ukraínu. Höfuðborgin er Mínsk með 1,6 millj. íbúa. Helstu atvinnuvegir eru iðnaður og landbúnaður og er sá síðarnefndi enn að mestu stundaður á sam- yrkjubúum. Flestir tilheyra rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunni en kaþólikkar eru fj'ölmennir auk fylgjenda Austur-kaþólsku kirkjunnar, sem klofnaði út úr kaþ- ólsku kirkjunni. Hvítrússneskan, sem virðist vera að deyja út, er náskyld rússnesku og úkraínsku. Reynt að hindra útbreiðslu ebóla-veirunnar 7 7 látnir í Zaire Genf, London. Reuter. The Daily Telegraph. AÐ minnsta kosti 77 manns hafa látist af völdum ebóla-veirunnar í Suðvestur-Zaire, að sögn Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í gær. Stofnunin hefur ekki fengið staðfest að veiran hafi stungið sér niður í Kenge, sem er miðja vegu á milli Kikwit, þar sem veiran kom fyrst upp, og höfuðborgarinnar, Kinshasa. Kapp er nú lagt á að hindra að veiran berist til Kinshasa. Talið er að nýjasti faraldurinn hafi brotist út í mars er lagður var inn veikur maður á sjúkrahús í Kikw- starfsfólk á heilsugæslu- stöðvum og sjúkrahúsum sem talið er að hafi sýkst vegna snertingar við blóð úr deyjandi eða látnum sjúklingum. Dánartíðni af völdum ebólu er allt að 90%. Fyrr á árinu veiktist svissnesk vís- indakona á Fílabeinsströnd- inni af völdum veirunnar en læknum tókst að bjarga lífi hennar. Reuter STARFSMENN á sjúkrahúsi í Kikwit i Zaire hreinsa sýkt blóð upp af gólfi sjúkrastofu. WHO sendir lið til Zaire it. Talið er að hann hafi smitast af manni sem hafi lagt sér reykt apa- kjöt til munns. Skömmu síðar veikt- ist hjúkrunarfólk á spítalanum. Flest fórnarlömbin hafa verið Talsmenn WHO segjast ekki vita hvemig ástandið í Zaire sé nú þar sem litlar fregnir hafi borist frá einstökum heilsugæslustöðvum. WHO hefur sent ljölda sérfræðinga m.a. frá Bandaríkjunum, Frakklandi og S- Afríku til Zaire til að kanna ástandið. Menem Argentínuforseti sigraði í kosningum á sunnudag Þakkaður mikill árang- ur í efnahagsmálum Buenos Aires. Reuter. ^ CARLOS Menem, forseti Argentínu, bar sigur úr býtum í forsetakosning- um í landinu á sunnudag. Fékk hann tæpan helming greiddra atkvæða en helsti andstæðingur hans rúmlega 30%. Ýmiss konar hneykslismál hafa einkennt stjórnartíð Menems en fréttaskýrendur segja, að kjósendur hafi séð í gegnum fingur sér með þau vegna þess mikla árangurs, sem stjórnvöld hafa náð í efnahagsmál- unum. Óðaverðbólgu hefur verið út- rýmt og hagvöxtur er mikill. Menem fagnaði úrslitunum með því að lýsa yfir, að óðaverðbólgan hefði verið lögð að velli og nú væri komið að því að gera atvinnuleysinu sömu skil. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Juan Domingo Peron, stofn- andi Perónistaflokksins, réð ríkjum í Argentínu en öngþveitið í argent- ínskum efnahagsmálum á síðustu áratugum er ekki síst rakið til hans. Nú hefur það komið í hlut annars perónista að söðla algerlega um, hverfa af braut mikils ríkisrekstrar og taka upp frjálst markaðskerfi. Frambjóðandi Róttæka flokksins fékk ekki nema 16% atkvæða og hefur flokkurinn ekki fengið svo lít- ið fylgi í þá einu öld, sem hann hef- ur starfað. Sá, sem hefur stjórnað efnahags- umskiptunum í Argentínu, er Dom- ingo Cavallo efnahagsráðherra. Nýt- ur hann meiri virðingar en vinsælda en þegar hann tók við embættinu 1989 var verðbólgan 5.000%. Hafði seðlabankinn ekki undán í seðla- prentuninni og algengt var, að stór- verslanir seldu fyrirtækjum seðla- hauga til launagreiðslna með af- slætti. Cavallo tengdi gengí pesósins við Bandaríkjadollara og kvað niður verðbólguna næstum á einni nóttu. Á síðustu fjórum árum hefur efna- hagslífið í landinu vaxið um 34%. Auk þess hefur tekist að draga veru- lega úr áhrifum hersins, fjárframlög til hans hafa verið lækkuð og her- skylda afnumin. Þessi .umbylting hefur á hinn bóginn verið erfið fyrir lífeyrisþega og atvinnuleysið er nú 12,2% eða helmingi meira en þegar Menem tók við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.