Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Heitir dansar, ástir og öfund Morgunblaðið/Kristinn TYLER Walters og Julie Janus í hlutverkum Carmen og Don José. Þau eru aðaldansarar við hinn kunna Joffrey-ballett í New York. íslenski dansflokkur- inn frumsýnir Heita dansa í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. A efnis- skránni er meðal ann- ars dansverkið Carmen sem Sveinbjörg Alex- anders, sem starfar í Bandaríkjunum, hefur samið sérstaklega fyrir fiokkinn. Orri Páll Ormarsson hitti Sveinbjörgu að máli en hún er nú stödd hér á landi til að stjóma upp- færslunni. „VERKIÐ er í klassískum stíl í bland við flamengóstíl og samið við tónlist eftir Bizet og Schedr- in,“ segir Sveinbjörg Alexanders sem er stödd hér á landi með það fyrir augum að stjóma uppfærslu íslenska dansflokksins á Carmen, dansverki sem hún hefur samið við samnefnda sögu eftir Prosper Merimée. Verkið er liður í Heit- um dönsum sem frum- sýndir verða í Þjóð- leikhúsinu annað kvöld. „Þetta hefur verið ákaflega spennandi viðfangsefni," segir Sveinbjörg, „enda er Carmen sígild saga um ástir og öfund. Eg velti því lengi fyrir mér hvemig ég ætti að vinna verkið en síð- an hefur þetta þróast smátt og smátt. Ég varð að stikla á helstu atriðum sögunnar en það er alls ekki auðvelt að koma henni til skila í stuttu ballettverki. Ég vona þó að það hafi tekist." Þrá eftir öðrum tilverustigum Auk Carmen eru á efnisskránni verkin Sólardansar, Adagietto og Til Lám. Sólardansar er erótískt verk eftir Lambros Lambrou sem samið er við gríska tónlist. Það hefur verið sýnt víða um Bandarík- in. Adagietto er eftir Charles Czarny við 5. sinfóníu Mahlers og Til .Láru er eftir Per Jonsson við tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar en það var fmmsýnt á menningar- hátíðinni Sólstöfum. Þar mun vera á ferðinni tjáningarfullur dans sem byggist á hrynjandi, tilfínningum og þrá eftir öðmm tilvemstigum. Sveinbjörg Alexanders hefur staðið lengi I eldlínunni. Hún hóf nám hjá Sigríði Ármann en fór síðan í Listdansskóla Þjóðleikhúss- ins. Eftir tveggja ára nám við Royal Ballet School í London lauk hún prófum í meðal annars kennslu og dansskrift. Sveinbjörg var sóló- dansari við hinn heimsfræga Stuttgartballett og var síðan ráðin sem aðaldansari við Tanz Fomm- flokk ópemnnar í Köln. Síðar starf- aði hún þar einnig sem ballett- meistari og sýningarstjóri. Svein- björg hefur dansað í klassískum- og nútímaverkum og danshlutverk hennar em orðin yfír hundrað tals- ins. Þá hefur hún samið og svið- sett balletta auk þess að semja fyrir ópemr, óperettur, söngleiki, leikrit og sjónvarp. „Ég dansa við þig“ íslenski dansflokk- urinn hefur nokkmm sinnum notið krafta Sveinbjargar. Hún fór meðal annars með að- alhlutverkið í „Blind- ingsleik" eftir Jochen Ulrich og Jón Ásgeirs- son árið 1981 en þar var hún jafnframt að- stoðardanshöfundur. Sveinbjörg var hér síð- ast á ferð fyrir átta áram þegar hún stjómaði uppfærslu verksins „Ég dansa við þig“ eftir Jochen Ulrich. Naut sú sýning feikilegra vin- sælda. Sveinbjörg lauk framhaldskenn- araprófum frá Hartford-skólanum í Bandaríkjunum og síðastliðin ár hefur hún starfað sem ballett- meistari og kennari við ýmsa skóla og ballettflokka í Evrópu og Bandaríkjunum. Sveinbjörg starf- ar nú sem kennari og ballettmeist- ari við Listaskóla Virginíu í Banda- ríkjunum. María Gísladóttir listdansstjóri íslenska dansflokksins fór þess á leit við Sveinbjörgu að hún semdi dansverk við Carmen. Leist henni vel á hugmyndina og þar sem vinnuveitendumir í -Virginíu, Helen Harvey og Petms Bosman, sýndu málinu skilning ákvað hún að slá til. Er Sveinbjörg þeim afar þakk- lát en sem ballettmeistari skólans hefur hún veg og vanda af öilum sýningum á hans vegum og á fyr- ir þær sakir jafnan erfitt með að fá sig lausa. Lítill sviðstími Með hlutverk Carmen og Don José í sýningu íslenska dansflokks- ins fara Julie Janus og Tyler Walt- ers sem eru aðaldansarar við hinn kunna Joffrey-ballett í New York. Valdi Sveinbjörg þau úr hópi fjórt- án frábærra aðaldansara í Banda- ríkjunum. Hófu þau að leggja lín- urnar ytra en fáeinar vikur eru síðan þau komu til Íslands. Að sögn Sveinbjargar er það mikill fengur fyrir íslenska ballettunn- endur að fá þessa listamenn hingað til lands. „Það hefur verið stórkost- legt að vinna með þeim. Það er eins og við höfum unnið saman í fjölda ára.“ Margir em um hituna í Þjóðleik- húsinu þessa dagana og fyrir vikið gátu sviðsæfingar ekki hafist fyrr en síðastliðinn miðvikudag. „Við höfum ekki fengið- nema tíu klukkutíma til að æfa Carmen á sviðinu. Það er náttúrulega mjög lítill sviðstími fyrir frumsamið verk,“ segir Sveinbjörg en bætir við að á móti komi að samvinnan við starfsfólk Þjóðleikhússins hafí gengið frábærlega. „Þetta hefur gengið mjög vel þrátt fyrir þennan stutta sviðstíma og ég get farið róleg af landinu þar sem ég treysti fólkinu sem kemur til með að halda utan um sýninguna fullkomlega." Sveinbjörg segir að það sé alltaf gott að starfa með Islenska dans- flokknum. Flokkurinn hafí hæfum dönsurum á að skipa en þurfí hins vegar á fleiri sýningum að halda á ári. Þá lýkur hún lofsorði á nem- endur í Listdansskóla íslands og kveðst hafa haft hug á að nota einhverja þeirra í sýningunni. Vor- prófín gerðu þau áform hins vegar að engu. Jákvætt hugarfar Sveinbjörg unir hag sínum vel í Listaskóla Virginíu en skólinn hefur á skömmum tíma getið sér mjög gott orð. Nemendurnir koma víða að og kröfurnar em gífurlegar. „Námið er mjög strembið en 90% af þeim nemendum sem útskrifast fá vinnu í góðum flokkum og sum- ir verða strax sólódansarar. Nem- endumir em svo góðir að maður gleymir oft að þeir séu nemendur. Þetta er eiginlega eins og að vinna með fullgildum dansflokki." Sveinbjörg segir að kennslan gefí sér mjög mikið. „Það fylgir því mikil ábyrgð að þjálfa þetta unga fólk. Ballettnám krefst mikils vilja, áhuga og einbeitingar. Ætli fólk inn á þessa braut verður það að vera ákveðið því ballett er erfíð listgrein og ferillinn stuttur. Þetta reynir kennarinn að útskýra fyrir nemend- um sínum en það er einnig í hans verkahring að efla sjálfstraustið og fyrirbyggja þröngsýni. Jákvætt hugarfar skiptir nefnilega höfuð- máli í ballett." Sveinbjörg hefur búið erlendis um langt árabil og er ekki á leið- inni heim. Hún er þó boðin og búin til að taka að sér verkefni hér á landi svo framarlega sem hún fær sig lausa. „Mér finnst allt- af jafn gaman að koma til íslands. Ég er búin að vera hérna í tvo mánuði núna en það hefur því miður lítill tími gefíst til að sinna öðru en ballett. Það ætla ég að bæta mér upp með því að koma aftur þegar ég fæ sumarleyfi." Sveinbjörg Alexanders. Helga Magnúsdóttir: „Upphaf" (1994) Vor við Seltjörn Listkynning MYNPUSX Listmunahús Ófcigs MYNDVERK HELGA MAGNÚSDÓTTIR SIGURÐUR ÞÓRIR. Opið virka daga frá 10-18. Laugar- daga 11-16. Lokað sunnudaga. Til 27. mai. ÞAÐ má með sanni segja, að Skólavörðustígur sé að verða að eins konar listhúsagötu, því að stöðugt íjölgar listmunaverzlunum í götunni, sem sumar em jafnframt, eða að hluta til starfandi listhús. Listmunahús Ófeigs hefur starfað á þeim gmndvelli um nokkurt skeið, sýningar þar hafa ekki verið reglu- legar, en sumar í senn sérstæðar og athyglisverðar. Listhús sem slík eru algeng í útlandinu og Ófeigi hefur tekist að skapa einkar hlýlegt andrúm á efri hæðinni þar sem sýn- ingarrýmið er. Fært gamla innrétt- ingu til uppmnalegs horfs og þegar tekst að virkja hið takmarkaða rými þannig að það falli að sýningunum verður útkoman til muna hrifmikil. Um þessar mundir kynnir Ófeigur tvo listamenn, þá Helgu Magnús- dóttur og Sigurð Þóri Sigurðsson, sem þó hafa haslað sér völl og eru alls ekki ókunn. Um er að ræða nokkur ný málverk eftir Sigurð og eru þau flest að grunni til í gamal- kunnum stfl, en þó örlar fyrir nokkr- um breytingum sem geta boðað að nýir landvinningar séu framundan. Forrnin em stærri og skírsk.otanirnar beinskeyttari, jafnframt því sem lit- irnir em safaríkari. það voru einkum vatnslitamyndirnar sem vöktu at- hygli mína og þá helst „Land draumsins“ (9) sem er ákaflega fjör- lega máluð og hinar svífandi mann- vemr lifandi. Helga Magnúsdóttir sýnir einung- is fimm litlar myndir og var ég satt að segja ekki fullkomlega ánægður með hennar hlut. Myndirnar em hálf umkomulausar innan um stærri og litríkari verk Sigurðar, njóta sín naumast og eru mun daufari en margt sem frá þeirri efnilegu Iista- konu hefur komið, og einmitt þess vegna gerir maður meiri kröfur. Þar sem þetta er almenn listkynn- ing, hefði verið æskilegt að búið hefði verið betur að henni með sýn- ingarskrá og öðru tilheyrandi og slíkar kynningar mættu alveg ná yfir tvöfaldan sýningartíma. Bragi Ásgeirsson. TONLIST Scltjarnarncskirkjja KÓRTÓNLEIKAR Selkórinn flutti kórlög frá ýmsum löndum. Selfjarnarneskirkju sunnu- daginn 14. maí 1995. SELKÓRINN hefur starfað í nokkur ár og nú um skeið hefur Jón Karl Einarsson stjórnað kórnum. Efnisskráin var þrískipt, íslensk lög, negrasálmar og ungversk tónlist, öll sungin án undirleiks. Tónleikarnir hófust á fímm íslenskum þjóðlögum, raddsetum af undirrituðum, Sigfúsi Einarssyni og Hafliða Hallgrímssyni og voru Sofðu unga ástin mín, Vögguvísur og Krummi krunkar úti, skemmtilega sungin, sama má segja um Ég veit eina baugalínu, eftir Sigfús Einarsson, þó hraðinn hefði mátt vera minni, því um er að ræða túlkun á söknuði, eða ástarsorg. Tónstaða er ávallt vandamál, einkum í millisterkum söng á hásvið- inu, sem var nokkuð áberandi hjá sópraninum í laginu Sprengisandur, eftir Sigvalda Kaldalóns. Næstu lög, Litla kvæðið um litlu hjónin, eftir Pál ísólfsson, Land míns föður, eftir Þórarin Guðmun'dsson, Smávinir fagrir, eftir Jón Nordal, Ó, undur lífsins, eftir Jakob Hallgrímsson og Faðir vor, eftir undirritaðan vom vel flutt, fallega mótuð þó nokkuð vanti á leik kórsins með styrkleika (dyn- amic). Fjórir negrasálmar voru hressi- lega sungnir, sérstaklega Good news. Tvö lög á efnisskránni voru felld niður án skýringa, og má þar koma til gleymska stjórnands. Þijú ungversk þjóðlög, sérlega skemmti- lega raddsett af Matyas Seiber, voru öll vel sungin og sömuleiðis Salve Regina, eftir Franz Liszt, en kórinn hyggur á ferð til Ungverjalands og því viðeigandi að ljúka söngskránni með þjóðsöngnum, Ó. Guð vors lands, eftir Sveinbjörn Sveinbjörns- son. Kórinn er skipaður góðum sópran- og altröddum en karlarnir em fálið- aðir og hefur stjórnandi auk þess lagt áherslu á veikan söng undir- raddanna, sem gerir yfirhljóminn bjartan. Fyrir bragðið vantar oft meiri „dynamic" í sönginn, á móti léttleikanum, sem er aðalsmerki kórsins, en það sýndi sig í negra- sálminum, Good news, ungversku þjóðlögunum og þjóðsöngnum, að kórinn á til nokkurn „dynamiskan" kraft. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.