Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Aðeins sá sem þekkir þrá Nauða- ómerkilegt dauðatafl K.VIKMYMHI1 Iláskölabíó DAUÐ ATAFLIÐ „UNCOVERED" Vi Leikstjóri og einn af handritshöf- undum: Jim McBride. Aðalhlutverk: Kate Beckinsale, John Wood, Sine- ad Cusack og Art Malik. Ciby 2000. 1994. SÁLFRÆÐITRYLLIRINN Dauðatafl eða „Uncovered“ er ein- hver ómerkilegasta spennumynd sem sést hefur í langan tíma. Hún gerist á meðal Spánveija í Barcelona, sem leiknir eru mestmegnis af einstak- lega tilgerðarlegum breskum leikur- um, og snýst um taflborð í 500 ára gömlu málverki. Það geymir leyndar- dóm um 500 ára gamalt morðmál en í nútímanum eru morð framin a"t í kringum unga stúlku, sem vinnur við að hreinsa málverkið. Reynt er að tengja tímaskeiðin saman með ein- hveijum dulúðugum hætti en andlaus leikstjóm Jim McBride og hræðilegur leikur í bæði aðal- og aukahlutverk- um fær mann oftar en ekki til að hlæja að öllu saman. Myndin gengur sannarlega ekki upp sem sálfræðitryllir. Morðin sem framin eru hafa næsta lítil sálfræði- leg áhrif á stúlkuna, sem hin svip- lausa Kate Beckinsale leikur mest- megnis án þess að gera neitt fyrir hlutverkið. Ekki vekja þau sálfræði- lega spennu hjá áhorfendum því morð eru ekki framin í þessari mynd heldur fínnast lík með reglulegu millibili, sem við eigum að halda að séu morð. Frásagnargleðin er slík að maður þarf að klípa sig í hand- legginn til að minna sig á að hér er um spennumynd að ræða og reyndar hallast maður æ meir að stefnu lög- reglunnar, sem er á því að öll eigi morðin sér eðlilejgar skýringar. Lykilinn að gátunni er að fínna á taflborðinu og til að rýna í stöðuna er fenginn flækingslegur sígauna- piltur, sem á að vera mesti skáksnill- ingur borgarinnar og er sannarlega versti leikari hennar. Hann er ein- hvern veginn hirtur upp af götunni og settur í myndina meira til að hafa með ástarsögu hans og mál- verkahreinsarans en nokkuð annað. Sá kafli er vægast sagt hallærislegur ekki síst út af slæmum leiknum og aukapersónurnar, sérstaklega vin- kona stúlkunnar og ástmaður henn- ar, er afleitt par. Sjálf myndin er afleit á alla lund sem samvinnuverkefni evrópskra og bandarískra kvikmyndagerðarmanna er engan áhuga virðast hafa á hvem- ig til tekst og vinna undir fullkom- lega dáðlausri leikstjórn manns, sem sýnt hefur að hann getur gert svo miklum mun betur. Arnaldur Indriðason TÓNLIST Scltjarnarncskirkja EINSÖNGSTÓNLEIKAR Þuríður Baxter, mezzosópran, Ólaf- ur Vignir Albertsson, píanóleikari, fluttu Ijóðasöngvcrk og aríur. Sel- tjarnarneskirkju laugardaginn 13. maí, 1996. TRÚLEGA er sú þörf að syngja og yrkja sprottin upp af sama stofni í mannssálinni, enda voru skáldin í árdaga, einnig söngvarar og enn í dag syngja menn ljóð sín. Þrátt fyr- ir að Þuríður Baxter hafi ekki stund- að söngnám nema í u.þ.b. 6 ár hefur söngurinn trúlega fylgt henni alla ævi og verið samofínn áhuga hennar á tungumálum og bókmenntum, þ.e. á sviðum, þar sem hún upphaflega leitaði sér menntunar og þroska. Bókmenntir og tónlist eru af einni og sömu listafjölskyldunni og t.d. dæmis er upphaf óperunnar á 15. og 16. öld ekki síður talið til bók- menntalegra afreka ítala, þó síðar skildi þar á milli og að tónskáldin hafi þá reynt að standa sig án góðs texta. Allt hefur þetta eina mynd í lok- in, þó fjölgerðir hæfíleikar valdi því oft, að gengin er leið sem síðar slær fölva á, vegna þeirrar sem ekki var valin. Nýlega hafin söngferð Þuríðar Baxter vitnar um góða hæfileika, því hún syngur vel, túlkar af innlifun en það sem á vantar er örbrot í radd- tækni, hvernig hún tekur tóninn stundum neðan frá og lyftir honum upp, í stað þess að hugsa hann ofan frá og hefur tamið sér of mikið „dim- inuendo“ á endatónum tónhendinga. Fyrri hluti tónleikanna voru ljóða- söngvar eftir Liszt, Schumann, Dvorák, Tsjæikovskí og Strauss og tvö íslensk sönglög við kvæði eftir Halldór Laxness. Vergiftet sind meine Lieder, eftir Liszt, er sér- kennilegt lag og var það mjög vel flutt, eitrað í túikun söngvarans og vel flutt af píanóleikaranum, Söng- urinn, sem móðir mín kenndi mér (Sígaunasöngur nr 4), eftir Dvorák, er byggður á stefi er allir þekkja og þar var flutningur Þuríðar og Ólafs mjög góður og sama má segja um tvö lög eftir Tsjæikovskí, þó það seinna, Nur wer die Sehnsucht kennt, hafi verið sérlega vel túlkað og af djúpri tilfinningu og nær Þuríð- ur oft að túlka ástarsorgina á áhrif- amikinn máta, tilfinningu sem ein- kennir mörg af rómantísku lögunum. í söngverkunum eftir Strauss, Die Nacht og Allerseelen, var tónstaðan svolítið tæp og er knúsuð krómatík- in hjá Strauss, sérstaklega í píanó- undirleiknum, ávallt erfið. Lögin við kvæði Halldórs Laxness voru sérlega fallega sungin. Á seinni hluta tónleikanna, í ar- íum eftir Mozart (Vado, ma dove), Massenet (Va, laisse couler mes larmes), Tsjæikovskí (aríu Pálínu úr Spaðadrottningunni), Bizet (L’amour est un oiseau rebelle) og Rossini (Una voce poco fa), naut Þuríður sinnar góðu raddar, sem er glæsilega hljómandi á öllu tón- sviðunum en það sem á vantar er söngreynsla til að setja punktinn yfir i-ið. Allt um það, þá er Þuríður eftirtektarverð söngkona og voru tónleikarnir í heild vel fram færðir og naut hún til þess ágætrar aðstoð- ar Ólafs Vignis. Jón Ásgeirsson List úr djúpi draumanna __________LEIKLIST F r ú E m 11 í a RHODYMENIA PALMATA Ópera í tíu atriðum fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit eftir Hjálmar H. Ragnarsson við kvæðasyrpu eftir Halldór Laxness. Leikendur og söngvarar: Jóhann Sigurðarson, Edda Heiðrún Backman, Sverrir Guðjónsson, Bene- dikt Ingólfsson, Bryndís Sigurðardóttir, Egill Gunnarsson, Harpa Arnardóttir, Hclga Braga Jónsdóttir, Hinrik Ólafsson, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Skarphéðinn Hjartarson og Valdimar Másson. Hljómsveit: Hallfríður Ól- afsdóttir, Hjálmar H. Ragnarsson, Óskar Ing- ólfsson, Richard Korn og Sigurður Halldórs- son. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Búning- ar: Elín Edda Árnadóttir. Leikmynd: Grétar Reynisson. Dramaturg: Hafliði Arngrímsson. Leikstjóri: Guðjón Pedersen. SÍÐASTA verkefni Frú Emilíu í Héðinshús- inu, a.m.k. að sinni, óperan Rhodymenia Pal- mata eftir Hjálmar H. Ragnarsson, er glæsi- legur endapunktur á árangursríku starfi þessa framsækna leikhúss. Ef einhver hefur haldið að nútímaópera þyrfti endilega að saman- standa af ómstríðum hljómum og tónasamsetn- ingum sem eyra hins „venjulega manns“ ætti erfitt með að henda reiður á, þarf sá hinn sami að endurskoða þá trú sína. Tónlistin í þessu verki er fyrst og fremst falleg, skemmti- leg og vel flutt; sannkallað eyrnakonfekt hjá Hjálmari H. Ragnarssyni. Nú er það ekki mín hlið að dæma tónlistarhlið verksins, en ég get þó ekki stillt mig um að segja að hljómurinn í kórnum var einstaklega þéttur og fallegur, og einsöngvararnir stóðu sig vel. Texti óperunnar er kvæðabálkur eftir Hall- dór Laxness. Bálkurinn samanstendur af kvæðum sem hann orti um sama leyti og hann var að skrifa Vefarann mikla frá Kasmír, og sem hann sló saman í einn bálk og birti í Lesbók Morgunblaðsins 4. apríl 1926. Nafnið Morgunblaðið/Jón Svavarsson. sem Halldór Laxness valdi bálkinum, Phodym- enia palmata, er latneska heitið á söl, og sagð- ist hann velja það nafn „vegna formleysis og óreglu jurtarinnar sem nafnið ber, svo og vegna þragðs af seltu, sætu og joði sem er að jurtinni einsog kvæðinu". Sölin er rauðþör- ungur sem vex neðst í fjöruborðinu, neðansjáv- ar á flóði, og berst upp á land með stór- streymi. Að þessu leyti er sölin skemmtilegt tákn fyrir það sem „vex“ og býr í undirmeðvit- und manna og berst upp á yfirborðið með draumum og öðru álíka streymi. Nafnið á kvæðabálkinum hefur því margar táknrænar skírskotanir til þeirrar stefnu sem Halldór Laxness segir þennan kveðskap sinn vera undir áhrifum frá: Súrrelismans. Ef lýsa ætti þessari bókmenntastefnu í fáum orðum, er hægt að segja að höfundar sem skrifuðu und- ir merkjum hennar hafi leitast við að virkja undirmeðvitundina, drauma sína og hina ósjálfráðu skynjun í verkum sínum. Stefnan er grundvölluð á kenningum Freuds, en einn af helstu forvígismönnum hennar var Frakkinn André Breton. Breton hafnaði þó þeirri kenn- ingu Freuds að draumar marinsins, og annað það sem býr í undirmeðvitundinni, séu afleið- ingar sjúklegra bælinga sem bæri að „!ækna“. Þvert á móti taldi hann að þarna byggi hin eina sanna skynjun, laus undan þvingandi veldi rökhyggjunnar. Það er undir þessum formerkjum sem Hall- dór skrifar umræddan kvæðabálk (og t.a.m. hið fræga kvæði Unglinginn í skóginum). Ár- angurinn er texti fullur af leik og glettum, en þegar allt kemur til alls ekki eins súrrealísk- ur og vænta mátti. Þátt fyrir lausbeislaðan og leikandi texta eru alþekktar bragreglur víða að verki í þessum kvæðum, rím og stuðla- notkun ráðandi. Og þótt Halldór segist hafa slengt saman í einn bálk aðskiljanlegustu kvæðum sem hann hafi ort á tilteknu tíma- bili, er auðvelt að greina í þeim þráð, þótt eklci sé um hefðbundinn söguþráð að ræða. Guðjón Pedersen, og áhöfri hans, nýta sér til fullnustu þennan þráð sem samanstendur af samskiptum karls og konu. Hinir tíu þættir óperunnar snúast allir á einn eða annan hátt um þessi samskipti, og hver og einn lýsir kannski ákveðinni tiifmningu, fremur en atvik- um. Þannig lýsir eitt atriðið ásthrifningu, ann- að höfnun, þriðja reiði, fjórða tælingu o.s.frv. Þessum tilfinningum er skilað í gegnum afar vel heppnað samspil tónlistar og leiks. Sviðssetningin á þessu verki er hugmynda- rík og stílhrein. Rýmið í Héðinshúsinu er skemmtilega nýtt; sviðsmynd, ásamt búning-/ um og lýsingu skapar skemmtilega stemmn- ingu og hæfandi umgjörð um tónlistina. Sér- stök ástæða er til að hrósa lýsingu; skuggar og ljós leika stórt hlutverk í uppfærslunni og auka fagurfræðilega ásýnd óperunnar. Það er ástæða til að óska Frú Emilíu og Hjálmari H. Ragnarssyni til hamingju með þessa sýningu. Ég hvet alla tónlistar- og leik- listarunnendur til að bregða sér í Héðinshús - og svo kannski á kaffihús á eftir; sýningin sjálf tekur ekki nema tæpan klukkutíma í flutningi, en lifir þess lengur í vitundinni. Soffía Auður Birgisdóttir fimmtudaginn 18. maí, kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Osmo Vanska Einleikari: Evelyn Glennie Efnisskrd: Evelyn Glennie Magnus Lindberg: Marea Áskell Másson: Marimbakonsert Claude Debussy: LaMer Miðasala á skrifstofutírna og við innganginn við upphaf tónteika. Greióslukortaþjónusta. Tónlistarskólinn í Reykjavík Frumflutt tónverk í Bústaðakirkju ÁRLEGIR tónleikar tónfræðideild- ar Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir miðvikudaginn 17. maí kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Fluttar verða 14 nýsmíðar eftir 8 höfunda sem allir leggja stund á tónsmíðanám við tónfræðadeild. Að venju kennir margra og ólíkra grasa á þessari uppskeruhá- tíð deildarinnar. Þarna verða ör- stutt verk og löng verk, verk frá því að vera fyrir einn hljóðfæra- leikara upp í það að vera fyrir hljómsveit auk þess að fluttar verða nokkrar raftónsmíðar. Nöfn höfundar eru sem hér seg- ir: Amar Bjarnason, Arngeir Heið- ar Hauksson, Arnþrúður Lilja Þor- björnsdóttir, Einar Melax, Jón Guðmundsson, Kolbeinn Einars- son, Þórður Magnússon og Þor- kell Atlason. Það eru nemendur úr Tónlistar- skólanum í Reykjavík sem sjá um flutninginn en þeir munu njóta aðstoðar nokkurra atvinnumanna. Þá mun sú nýbreytni verða að strengjasveit skólans mun leika Serenötu Tsjækofskys undir stjórn Marks Reedman. Stjórnendur á tónleikum verða auk Marks, Jón Guðmundsson og Örn Óskarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.