Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 25
notendaskilum, útliti í tölvuheiminum Forritun sf. Tölvur hf. Tölvubankinn hf. NYHERJI HF. BYÐURTIL SYNINGAR RUMBA/40D - NYHERJI Skré Bitfæra Loja FJutningur Valþœttir Ejölvi Skýringar ----....... - ■ — - — ............................... —— ......................... ]lbb Valþættir tiolvi Skýringar RUMBA fyrlr AS/40C FLUTNINCUn AF rC YFIR A AS/4O0 NÝHErUI RTr SkrS Lfita Valþcttir Skýrlngar ----===========----------I--------------- Volþœtti VolþiEttír: I í*___________1................"fcl STAFIH.TXT ----------------------------1 or.pi \ mm Efnisslcra: c:\rumbac9w Sktar: Etnlsskiar SUfn: k.txt UAUtFI-VL QATZCOVEn OCI SRC QCMDGRC lchorsctsj Irtcmn] dlnfo Grafísk notendaskil á AS/400 Nýherji hf. býður til sýningarinnar „Grafísk notendaskil á AS/400“, dagana 18. og 19. maí. Sýningin verður haldin í Skaftahlíð 24 og stendur yfir frá klukkan 10:00 til 18:00 báða dagana. r ‘v •, ivSdjfjffliHð A sýningunni gefst kostur á að sjá þær miklu breytingar sem eru að verða SÝNINGARAÐILAR J Nýherja hf. munu eftirtalin fyrirtæki sýna grafísk notendaskil í AS/400 hugbúnaði ■'•T'f 'ih Almenna Komid og kynnist áhugaverdum nýjungum í grafískum notendaskilum fyrir AS/400. Allir velkomnir - Adgangur ókeypis NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 569 7700 Alltaf skrefi á undan ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 25 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR KVIKMYNPIR L<augarásbíó HÁSKALEG RÁÐAGERÐ (FALL TIME) * *Vi Leikstjóri Paul Wamer. Handrit Steve Alden og Paul Skemp. Kvik- myndatökustjóri Mark Gordon. Aðal- leikendur Stephen Baldwin, Sheryl Lee, Mickey Rourke, Jason London, David Arquette, Jonah Blechman. Bandarísk. Capitol Films 1994. ÞRÍR vinir á táningsaldri, ný- sloppnir úr vorprófunum, hyggjast sprella með íbúa í syfjulegum ná- grannabæ í Minnesota. Setja á svið morð utan við bankann á aðalgöt- unni. Þeir gátu ekki fengið verri hug- mynd því á nákvæmlega sama tíma ætla tveir atvinnuglæpamenn (Step- hen Baldwin og Mickey Rourke) að Rangir menn á röngum stað ræna stofnunina. Bófamir vita ekki sitt ijúkandi ráð, taka piltana í gísl- ingu þar sem þeir álíta að þeir séu úr öðru glæpagengi. Einn er þvingað- ur til að framkvæma ránið meðan félagar hans tveir eru píndir til sagna. Ræningjunum er enginn leikur í huga og grínið breytist í martröð. Það má með sanni segja að Háska- leg ráðagerð komi á óvart, og það þægilega. Engin stómiynd að vísu en'hún á sína fínu spretti sem lofa góðu fyrir leikstjórann Paui Warner sem hér fæst við sitt fyrsta alvöru- verkefni eftir mikla reynslu á sviði og sem aðstoðarmaður Ed Zwicks (Glory) og Freds Schepisi (Roxanne). Það sýnir sig líka að hann hefur stúd- erað myndir Quentins Tarantino, Johns Dahl og annarra slíkra ágætis- manna af yngri kynslóðinni í Holly- wood. Þessir góðu kaflar, sem flestir snúast í kringum seinheppni strák- anna - áður en alvaran tekur völdin - og makalaust atriði með Sheryl Lee og einum drengjanna úti á akri, Sjálfsfyrir- litning í skáldsögu „EFNIÐ er mannfyririitning eða öllu heldur sjálfsíyrirlitning“, skrifar norski gagnrýnandinn Kjell Olaf Jensen i Arbeidarblad- et (25. apríl) í Ósló um Fyrir- gefningu syndanna eftir Ólaf Jó- hann Ólafs- son sem ný- komin er út hjá Gyldend- al í norskri þýðingu eftir Ólafur Jóhann Jon Ólafsson Sveinbjom Jonsson. Gagnrýnandinn segir að frásögnin einkennist af beiskri sýn á lífið og mennina. Um leið verði söknuðurinn ljós yfir því að geta ekki unnað mönnunum. Hvers vegna svona? Spumingin „Hvers vegna þarf allt að vera svona?“ býr undir að mati Jensens. Svarið við henni gerir Fyrirgefningu syndanna að trylli. „Einföld tæknileg brögð valda því að skáldsagan verður sérstæð “, bætir Jensen við í umsögninni sem er hin lofsam- legasta. Ólafur Jóhann Ólafsson er að dómi Jensens einn af helstu og forvitnilegustu ungu rithöf- undum Islendinga. Stykkishólms- kirkja 5 ára Afmælis minnst með tónleikum Stykkishólmi - UM þessar mundir eru 5 ár liðin frá því að kirkjan í Stykkishólmi var vígð af herra Ólafi Skúlasyni biskup og mun það hafa verið fyrsta kirkjuvígsla sem hann framkvæmdi á biskupsferli sínum. í tilefni þessa afmælis hélt kór Stykkishólmskirkju viðamikla vor- tónleika ásamt félögum úr Jökla- kórnum, én hann samanstendur af félögum úr Grundarfirði, Ólafsvík og Hellissandi. Stjórnandi er Lana Betts, sem hér er tónlistarkennari og hefir æft kór- inn, og undirleikari David Enns, org- anleikari Stykkishólmskirkju. Ein- söngvarar voru Emelía Karlsdóttir og Hjördís Stefanía Guðnadóttir. Fyrri hlutinn voru lög flutt af Stykkishólmskirkjukórnunj sem söng þtjú lög erlend og m.a. Ave verum Corpus eftir Mozart. Þá söng Kvennakórinn tvö lög erlend og söng Hjördís einsöng og undirleik önnuð- ust Lana Betts, sem lék á þverflautu og Ingibjörg Þorsteinsdóttir á píanó. í lok fyrri hluta tónleikanna söng svo karlakórinn þijú lög, m.a. Nú andar suðrið eftir Inga T. Lárusson og aríu úr töfraflautunni eftir Moz- art og þá var hlé á tónleikunum. Kórum vel fagnað Seinni hluti tónleikanna söng Jö- klakórinn ásamt kirkjukór Stykk- ishólmskirkju erlend og innlend lög við mikla hrifningu samkomugesta og voru þeir klappaðir upp og sérstak- lega var gerður góður rómur að því hve vel og samstilltir kórarnir voru. Á eftir söngnum ávarpaði Róbert Jörgensen, formaður sóknarnefndar, kirkjugesti og tónlistarfólkið og þakkaði þessa einstöku stund sem hann kvað myndi lengi geymast í huga þeirra sem þama voru viðstadd- ir. Minntist einnig tilefni dagsins og flutti kveðjur fyrrverandi sóknar- presta, sem ekki gátu komið og ver- ið viðstaddir. Stefán J. Sigurðsson frá Ólafsvík ávarpaði í lokin samkomugesti og þakkaði þeim fyrir að hafa tekið þátt í þessum fagnaði. sanna að hér er alvörubógur á ferð- inni sem á að öllum líkindum eftir að gera góða hluti. Óþarflega subbu- leg ofbeldisatriði, margjöpluð, til- gangslítil afturhvörf og innantómar gaspurssenur með Rourke sýna á hinn bóginn að Warner á margt ólært. Háskaleg ráðagerð gerist á ofanverðum sjötta áratugnum og er endursköpun tímabilsins með ágæt- um og mikið lagt uppúr spaugilegum smáatriðum. Verið að kenna bæj- arbúum á undraverkfærið slökkvi- tæki, auglýsingar um ágæti DDT glymja í eyrum sveitamannanna, o.s.frv. Myndin á sína bestu kafla á gráglettnu nótunum og farið betur hefði hún haldið sig á þeim. Rourke og Baldwin leika sjálfa sig, Lee er óborganleg og strákarnir þrír standa sig allvel. Forvitnileg smámynd sem kemur á óvart og lofar góðu. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.