Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Evrópu- sambandið Reynsla Finna ANNAÐ Iðnþing hinna nýju Samtaka iðnaðarins var haldið nú á dögunum. Meðal gesta var Dr. Kari Jalas, fastafulltrúi Finna hjá Evrópu- samtökum atvinnu- og iðnrekenda í Brussel. Dr. Jalas hélt erindi um reynslu Finna af veru þeirra í Evrópusambandinu, nú í ríflega 4 mánuði, og kom þar margt fram athyglivert. Fjárfestingar Þorsteinn M. Jónsson. Fyrst lét Dr. Jalas þess getið, að þegar ljóst varð að Finnland yrði fullgildur þátttakandi í sam- félagi Evrópuþjóða, efldist traust á fínnskum efnahag. Það hafði í för með sér að fjárfestingaráform- um í fínnskum iðnaði og viðskipta- lífí var hrundið í framkvæmd fyrr og af _meiri krafti en ella hefði orðið. í sumum tilfellum var ljóst að Finnland hefði ekki orðið fyrir valinu sem fjárfestingarland ef það hefði hafnað aðild. Aukning í fjárfestingum hefur skilað sér í meiri efnahagsbata í Finnlandi en áður var búist við. Nú er reiknað með að hagvöxtur verði um 6 prósent á þessu ári. Þessi niðurstaða varpar skýru ljósi á mikilvægan þátt í ákvarð- anatöku um fjárfestingar. Óvissa um framtíðina getur ráðið úrslit- um um hvort ráðist er í fjárfest- ingu. Mikil óvissa gerir kröfu um meiri ávöxtun og þannig fækkar þeim fjárfestingarkostum sem til greina koma að öðru óbreyttu. Það er augljóslega meiri óvissa sem fylgir því fyrir Evrópuþjóð að standa utan ESB en innan. Enginn veit til að mynda með vissu hvernig rætist úr EES- samningnum og uppi eru rök- studdar efasemdir um áhuga ESB á að sinna honum sem skyldi. ZERO-3" 3ja daga megrunarkúrinn Evrópusambands- aðild mun þannig án efa reynast lyftistöng fyrir erlenda ijárfest- ingu. Erlendir fjár- festar gera að jafnaði miklar kröfur um ör- yggi og góðar fram- tíðarhorfur. Land sem er fullgildur þátttak- andi í samfélagi Evr- ópuþjóða og hefur greiðan og óhindr- aðan aðgang að innri markaðinum er þann- ig álitlegri kostur í augum fjárfesta en land sem stendur utan s 2ERO-.1 FOftTE' Svensson Mjódd, sími 557-4602. Opið virka daga kl. 13-18, laugard. 13-16 Póstv.sími 566-7580. við eða er í óljósum tengslum við það samstarf. Matvælaverð Þótt hagsmunir íslend- inga í samskiptum við Evrópusambandið séu um margt ólíkir hags- munum Finna, segir Þorsteinn M. Jónsson, vegna þess hversu mjög við reiðum okkur á auð- lindir sjávar, má draga margvíslegan lærdóm af reynslu þeirra. í öðru lagi kom fram í máli dr. Jalas að matvælaverð hefur lækk- að verulega eftir að Finnar gerð- ust aðilar að ESB, eins og ráð var fyrir gert. Samkvæmt nýlegri könnun neytendayfirvalda hafði matvælaverð lækkað um 7 prósent að meðaltali um miðjan febrúar. Þegar öll kurl eru komin til grafar er gert ráð fyrir að lækkunin verði um 10 prósent. Verðlækkunin er mjög mismunandi eftir vöruflokk- um. Til að mynda hefur verð á eggjum lækkað um 48 prósent, verð á kjöti og kjötvöru um 13 prósent en verð á mjólkurafurðum hefur lækkað um 3 prósent. Reynsla Finna er í samræmi við niðurstöður þeirra kannana sem gerðar hafa verið hér á landi um þetta mál. 'Fyrir finnsku þjóð- ina, sem hefur þurft að þola mikl- ar þrengingar á undanförnum árum vegna efnahagskreppu, er lækkun matvælaverðs mikilvæg kjarabót. Gera má ráð fyrir að sá aukni kaupmáttur sem henni fylg- ir styrki mjög efnahagslífið og dragi úr hinu mikla atvinnuleysi sem þar hefur búið um sig. Ahrif á ákvarðanatöku í þriðja lagi lét dr. Jalas þess getið að aðildin að ESB hafi ger- breytt aðstöðu Finna til að hafa áhrif á stefnu og ákvarðanir innan ESB í málaflokkum sem varða þá miklu. Staða Finna er í grundvall- aratriðum frábrugðin því sem fyrri fríverslunarsamningar fólu í sér. Nú eru þeir beinir þátttakend- ur þegar ákvarðanir eru teknar í ráðherraráði og hafa möguleika á að beita sér í framkvæmdastjórn- inni og á Evrópuþinginu. Þegar er byijað að ráða Finna til þjón- ustu í stofnunum Evrópusam- bandsins og einnig er ljóst að þeir munu fá nokkrar lykilstöður í framkvæmdastjórninni. Markviss hagstjórn Dr. Jalas gat þess einnig í máli sínu að þau áhrif aðildarinn- ar sem vörðuðu mestu væru ekki skammtímaáhrif, sem fljótlega væru sýnileg, heldur grundvallar- breytingar á viðhorfi og möguleik- um sem kæmu fram á lengri tíma. Til dæmis eru strangar kröfur efnahagssamstarfs Evrópusam- bandsþjóða líklegar til að koma fram í markvissari hagstjórn og meiri stöðugleika í aðildarlöndun- um. Þegar frá líður skilar það sér í auknum hagvexti og betri lífs- kjörum. Finnska þjóðin var klofin í afstöðu sinni til Evrópusam- bandsaðildar fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna, en nú sér þess ekki merki. Þeir sem harðast deildu hafa slíðrað sverðin og efasemda- raddir hafa þagnað. Til marks um víðtæka sátt um Evrópusam- bandsaðild er það, að í kosningum til finnska þingsins nú í mars var málið varla á dagskrá. Niðurlag Þótt hagsmunir íslendinga séu um margt ólíkir hagsmunum Finna, vegna þess hversu mjög við reiðum okkur á auðlindir sjávar, má draga margvíslegan lærdóm af reynslu þeirra. Lækkun mat- vælaverðs, auknar ijárfestingar, áhrif á stefnumótun og ákvarðana- töku og meira aðhald í hagstjóm skila sér til fínnsku þjóðarinnar í aukinni hagsæld. Ef íslendingar næðu fram kröfu sinni um full yfirráð yfír fiskveiðilögsögunni umhverfís landið, eru margir kost- ir sem fylgja fullri þátttöku í sam- félagi Evrópuþjóða umfram það sem EES-samningurinn veitir. Ef íslendingar gerast aðilar að Evrópusambandinu, er þess að vænta, eins og svo oft þegar hart hefur verið deilt um framkvæmdir eða ákvarðanir sem til heilla horfa, að eftir á vildu margir þá Lilju kveðið hafa. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Frá rhbrie m@is- mennt.is FYRIR mörgum árum sagði mér vinur minn, gamall bolsi, að engir væru jafní- haldssamir og Al- þýðubandalagsmenn (sem þá voru reyndar oftast kallaðir kommar í daglegu tali). Þessi orð hans rifjuðust upp fyrir mér þegar ég las grein Guðrúnar Helgadóttur alþing- ismanns þar sem hún fáraðist yfir því að menntamálaráðherra skyldi misbjóða Is- lendingum með því að gefa þeim kost á að senda honum tölvupóst. Ég hafði einmitt tekið eftir þessari frétt og fagnað henni. Einu sinni langaði mig að eiga Ég vildi einna síst vera án tölvunnar minnar, segir Ragnheiður Briem, af öllum tækj- um heimilisins. tal við annan menntamálaráð- herra og hringdi í ráðuneytið til að spyijast fyrir um viðtalstíma. Var mér tjáð að ég yrði sett á biðlista og gæti hugsanlega kom- ist að eftir sex mánuði! Eftir eitt ár hringdi ég aftur til að athuga hvort nafn mitt hefði fallið út af listanum en svo reyndist ekki vera. Þá skrifaði ég ráðherra bréf og var því erindi mínu reyndar svarað nokkrum mánuðum seinna. Þess vegna kættist ég að von- um þegar ég las orð Björns Bjarnasonar og var jafnvel að hugsa um að senda honum póst: Svona eiga ráðherrar að vera! Ég var því miður orðin allrosk- in þegar ég komst fyrst í kynni við tölvur og hef alltaf átt í dá- litlu basli við að tileinka mér þessa nýju tækni. Samt er nú svo komið að ég vildi einna síst vera án tölvunnar minnar af öllum tækjum heimilisins enda nota ég hana meira en öll hin tólin til samans. Þegar mótaldið bættist við jukust þægindin til muna því að nú get ég t.d. haft samband við hann bróður minn, sem býr erlendis, og fengið svar eftir nokkrar mínútur, hvort sem hann er staddur í London eða Kaliforníu. Um daginn vantaði konrektor í MR nafnalista sem ég átti heima í tölvunni minni. í stað þess að ná í listann í Garðabæinn og skila honum niður eftir, sendi ég hann í tölvu- pósti og hann var kominn á áfangastað fimm mínútum eftir að ég kveikti á tölv- unni heima. Ég spar- aði mér 22 km akstur auk fyrir- hafnar og tíma. > Fyrir skömmu þurfti ég að fylla út eyðublað frá Harvardháskóla og var ekki alveg viss um til hvers væri ætlast í einni spurn- ingunni. Ég hefði getað skrifað bréf og fengið svar eftir tvær til þijár vikur en sendi í staðinn fyrirspurn með tölvupósti snemma morguns. Þegar ég kom heim úr vinnunni beið svarið í tölvunni. Þetta eru aðeins örfá dæmi um þau þægindi og tímasparnað sem tölvupóstur veitir notendum. Ýmsir aðrir möguleikar alþjóða- netsins eru svo ævintýralegir að þeim verður varla með orðum lýst. í lokin vil ég taka undir þau orð Guðrúnar Helgadóttur að á þessu skipulagi sé bara einn smá- galli. Til er fólk sem hefur aldrei vanist tölvuskriftum. Það er reyndar ósköp lítið vandamál því að ráðherra bannaði engum að nálgast embættið eftir hefð- bundnum leiðum. Já, og hinn gallinn: Mótald kostar peninga. Gildir það ekki um flesta hluti? Menn verða auð- vitað stundum að neita sér um eitthvað til að öðlast annað eftir- sóknarverðara. Mörgum hefur t.d. gefist vel að spara peninga með því að hætta að reykja. Ja, ég segi nú bara svona. Og nú ætla ég að senda þetta litla bréf niður á Mogga - í tölvu- pósti! Um leið vil ég nota tæki- færið og bjóða nýjan mennta- málaráðherra velkominn til starfa. Ég vona að öll embættis- störf hans verði í jafngóðum takti við tímann og tölvunotkun hans. Höfundur erkcnnari við Menntaskólann íReykjavík. Ragnheiður Briem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.