Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Rcykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÚRSKURÐ ARV ALD í STJÓRNSÝSLU NIÐURSTAÐAN í kærumáli oddvita núverandi meiri- hluta bæjarstjórnar í Hafnarfirði á hendur fyrrver- andi meirihluta vekur upp ýmsar spurningar um það hvern- ig úrskurðarvaldi í stjórnsýslumálefnum er háttað hér á landi. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs sendu í janúar síðastliðnum kæru til félagsmálaráðherra vegna viðskipta fyrrverandi bæjarstjórnarmeirihluta Al- þýðuflokksins við Hagvirki-Klett hf. í kærunni kom með- al annars fram að talið væri að sveitarstjórnarlög hefðu verið brotin í þessum viðskiptum. Bæjarsjóður hefði geng- izt í almennar ábyrgðir fyrir skuldum Hagvirkis-Kletts, sem síðan hefðu fallið á bæjarsjóð, tryggingar hefðu ekki verið öruggar og bókanir ákvarðana í bæjarráði óljósar. Fyrirtækið er nú gjaldþrota og töldu kærendur að bæjar- sjóður hefði tapað stórfé. Farið var fram á rannsókn á málinu og úrskurð um lögmæti viðskiptanna. Félagsmálaráðuneytinu ber, samkvæmt sveitarstjórnar- lögum, að hafa eftirlit með því að sveitarstjórnir gegni skyldum sínum samkvæmt lögunum og öðrum löglegum fyrirmælum. Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráð- herra vék sæti í kærumálinu, er það kom til kasta ráðu- neytisins. Þorsteinn Pálsson, settur félagsmálaráðherra, vísaði kærunni hins vegar frá. Rökstuðningur ráðherra var sá að efnisatriði kærunnar vísuðu öll til liðinna athafna, „sem augljóslega verður ekki bætt úr með áminningu eða áskorun ráðuneytisins“ eða beitingu annarra úrræða sveitarstjórnarlaga. Jafn- framt kom fram í úrskurði ráðherra að ráðuneytið hefði „ekki almenna og víðtæka heimild til að rannsaka mál- efni sveitarfélags með þeim hætti sem óskað er eftir í kærunni". Hins vegar sagði í úrskurðinum að ávirðingarn- ar, ef réttar væru, gætu varðað við refsilög. í ljósi þessa vísuðu oddvitar meirihlutans málinu til ríkis- saksóknara og fóru fram á að hann gengist fyrir opin- berri rannsókn. Embætti saksóknara hefur nú svarað á þá leið að kæruefnin varði eingöngu ákvæði sveitarstjórn- arlaga, sem ekki hafi að geyma refsiákvæði, og því sé ekki ástæða til lögreglurannsóknar. Staðhæfing í úr- skurði ráðherra, um að ávirðingar geti varðað við refsi- lög, dugi heldur ekki ein og sér sem grundvöllur lögreglu- rannsóknar. Um sé að ræða athafnir pólitískt kjörinna bæjarstjóra og embættismanns, sem starfað hafi á þeirra ábyrgð. Að fenginni þessari niðurstöðu hafa oddvitar núverandi meirihluta ákveðið að láta kæruna falla niður. Þeim er tæplega fært að fara með málið fyrir almenna dómstóia sem einkamál, enda er það ekki þess eðlis. Það snýst þvert á móti um reglur og vinnubrögð í opinberri stjórn- sýslu og ábyrgð stjórnmálamanna á meðferð skattpeninga. Málalokin virðast þýða það að almennir skattgreiðend- ur, sem telja að ekki hafi verið farið með fé þeirra lögum samkvæmt, eru í vonlausri stöðu. Þeim er ekki fært að fá fram efnislegan úrskurð um lögmæti stjórnarhátta sveitarstjórnarmanna, þrátt fyrir lagaákvæði um að fé- lagsmálaráðuneytinu beri að hafa eftirlit með slíku! Niðurstaðan er jafnslæm fyrir þá sveitarstjórnarmenn, sem ávirðingarnar beinast að. Þeir geta ekki fengið klár- an úrskurð um það hvort þeir hafi hreinan skjöld eður ei. í ljósi þessa hlýtur löggjafinn að ræða vandlega hug- myndir, sem settar hafa verið fram á undanförnum misser- um, um sérstakan stjórnsýsludómstól hér á landi. Raunar hefur verið tilefni til slíkra umræðna lengi, enda hefur verið bent á að taumhald með stjórnsýslunni er veikt hér á landi og vantað hefur sjálfstæðan úrskurðaraðila. Slík stofnun gæti meðal annars með úrskurðum sínum styrkt reglur um stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og skapað fordæmi. Nefnd á vegum forsætisráðherra hefur raunar lagt til að settar verði sérstakar reglur um meðferð dómsmála, er snúast um stjórnvaldsathafnir. Jafnframt hefur nefndin reifað hugmyndir um sérstaka og óháða úrskurðarnefnd í sveitarstjórnarmálum, sem yrði ígildi stjórnsýsludóm- stóls á sviði sveitarstjórnarréttar. Niðurstaðan í kærumál- inu í Hafnarfirði sýnir þörfina á að hugað verði að þessum málum hið fyrsta. LÆKNAVISINDI Erfðir stuðla að hjarta- og æðasjúkdómum Prófessor Roger R. Williams er sérfræðingur í erfðafræði hjarta- og æðasjúkdóma Þekktur bandarískur sérfræðingur í erfða- fræði hjarta- og æðasjúkdóma, prófessor Roger R. Williams, segir að íslendingar séu í fremstu röð í heiminum í hóprannsóknum á ýmsum sjúkdómum og í samtali við ?------------------------- Omar Friðriksson segir Williams að mikilla tíðinda sé að vænta þegar niðurstöður nýrrar afkomendarannsóknar Hj artaverndar, um áhrif erfða á hjarta- og æðasjúkdóma, liggja fyrir, sem sérfræðingar um allan heim muni fylgjast vel með. Morgunblaðið/Ámi Sæberg PRÓFESSOR Roger R. Williams ásamt rannsóknarstjórn Hjarta- verndar. F.v. Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir á Borgarspítalanum, Guðmundur Þorgeirsson, formaður rannsóknarstjórnar, Roger R. Williams, Nikulás Sigfússon, yfirlæknir Hjartaverndar og Uggi Agnarsson læknir á Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Á myndina vantar Davíð Davísson, fyrrverandi prófessor, sem á einnig sæti í rannsóknarstiórninni. í HÓPRANNSÓKN Hjartaverndar eru könnuð tengsl erfða og kransæðasjúkdóma. ÞRÓUNIN á Vesturlöndum er sú að æ fleiri eyða timanum einir. Æ fleiri búa einir, horfa á sjónvarp einir, hlusta á tónlist í heyrnartól- unum sínum, taka ekki þátt í neinni félagsstarfsemi, treysta ekki stjórnmálamönnum og treysta heldur ekki öðru fólki. Hvaða áhrif hefnr félags- leg upplausn? Félagsleg upplausn er hugtak sem heyríst æ ofbar nefnt í sambandi við vestræna þjóðfé- lagsþróun. En hver eru áhrif hennar og af hverju stafar hún? Sigrún Davíðsdóttir ræddi þessi efni við Robert D. Putnam prófessor við Harvard. Putnam hefur fengist við rannsókn- ir á áhrifum dofnandi félagslegra tengsla og hefur skrifað um þau efni, svo athygli hefur vakið. RÓFESSOR Roger R. Will- iams, er forstöðumaður deildar sem annast rann- sóknir á erfðafræði hjarta- og æðasjúkdóma við Háskólann í Salt Lake City í Utha í Bandaríkjun- um. Hann var á íslandi fyrir nokkr- um dögum til að veita ráðgjöf fyrir næstu hóprannsókn Hjartaverndar, þar sem sérstök áhersla er lögð á tengsl erfða, áhættuþátta og krans- æðasjúkdóma. Á meðan á íslands- heimsókn Williams stóð flutti hann einnig erindi á fundi með læknum um erfðafræði háþrýstings. Rannsóknarstöð Hjartaverndar er um þessar mundir að ljúka umfangs- mikilli hóprannsókn sem staðið hefur yfir í nær þijá áratugi og í undirbún- ingi er ný hóprannsókn þar sem m.a. verður lögð áhersla á að kanna hvemig erfðum hjarta- og æðasjúk- dóma og áhættuþáttum þein-a er háttað. Williams segist vænta mikils af rannsókn Hjartaverndar og telur að niðurstöður hennar verði merk tíð- indi í læknaheiminum sem sérfræð- ingar á þessu sviði um allan heim muni fylgjast vel með. Áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma algengari í sumum ættum en öðrum Rannsóknir síðustu ára hafa beinst mjög að því að rannsaka hvernig erfðum hjarta- og æðasjúk- dóma er háttað meðal annars í því skyni að geta fundið fýrr á ævinni þá éinstaklinga sem eru í sérstakri hættu að fá þessa sjúkdóma og geta beitt viðeigandi forvarnaraðgerðum í tæka tíð. Prófessor Williams hefur unnið að rannsóknum sínum á erfðum krans- æðasjúkdóma, háþrýstings og blóð- fítu um áratuga skeið en rannsóknir hafa leitt í ljós að ýmsir hjarta- og æðasjúkdómar og áhættuþættir þeirra virðast vera algengari í sum- um ættum en öðrum. Er Williams meðal þekktari vísindamanna á þessu sviði í heiminum. Morgunblaðið spurði Williams hversu mikilvægt það væri að géta rakið þessa sjúkdóma til erfðaþátta á grundvelli upplýsinga um ættartöl- ur sem hafa verið skráðar. Hann sagði að það væri mjög mikilvægt. Hættan á hjartabilun og öðrum æða- sjúkdómum væri að miklu leyti háð arfberum eða genum einstakling- anna. „Stundum er- sagt í gríni að besta ráðið til að forðast hjartaáfall sé að velja sér rétta foreldra. Foreldr- ar hvers einstaklings eru sterkari vísbending um hjartasjúkdóma en nánast nokkur annar þáttur, vegna þess að þeir ráðast að svo miklu leyti af erfðaþáttum," sagði Williams. Hann sagði að einnig væri hafið yfir allan vafa að áhættuþættir í umhverfinu og lífsháttum viðkom- andi einstaklinga hefðu áhrif á tíðni þessara sjúkdóma. „Það hefur til dæmis verið þekkt í mörg ár að salt- neysla getur valdið of háum blóð- þrýstingi, en rannsóknir sem gerðar hafa verið á háþrýstingi benda til þess að það eigi ekki allir sem borða salt sömu hættu á að fá háan blóð- þrýsing. Sumir bera í sér erfðavísa sem valda því að saltneysia orsakar háan blóðþrýsting. Þessir arfberar hálpa okkur við að greina hveijir eru með arfgengt næmi fyrir þessum sjúkdómi. Aðrir eru viðkvæmir fyrir neyslu fituríkrar fæðu og ef þeir hafa arfbera sem valda hættu á of háu kólesteróli í blóði er þeim ráð- lagt að forðast dýrafitu þó þeim geti verið óhætt að borða salt. Margir spyija hvort þetta séu ein- göngu fræðileg viðfangsefni eða hvort þau verði hagnýtanlegt? Mitt svar er þetta; Ef læknirinn þinn seg- ir þér að þú verðir að vera á sérfæði það sem eftir er æfinnar vilt þú áreið- anlega vita liversu öruggt það sé. í dag ráðleggjum við öllum að forðast fituríka fæðu og of mikla saltneyslu, en komið hefur á daginn að þetta er alls ekki nauðsynlegt í öllum tilvik- um. Við getum sagt til um það hveij- ir eiga við sérhvert vandamál að stríða," segir Williams. „í framtíðinni munu þær rann- sóknir sem stundaðar eru á íslandi veita fólki öruggari vitneskju um hvað því sé óhætt að borða. Ég tel að það sé ekki langt undan eða um 5-10 ár. Ástundun líkamsræktar hjálpar svo sumum við að draga úr sjúkdómahættunni. Við munum þannig geta gripið til fyrirbyggjandi aðgerða því lykillinn felst í því að geta prófað næmi einstaklinga fyrir þessum sjúkdómum svo unnt verði að veita þeim rétta meðferð," segir hann. Williams leggur áherslu á sam- starf vísindamanna við læknisfræði- legar erfðarannsóknir og á samvinnu um gagnaskráningu milli erfðafræð- inga og þeirra sem fást við ætt- fræði, því safnað hafi verið gífurlegu magni upplýsinga um ættartölur, sem unnt er að nýta í læknavísindum við að finna og staðsetja erfðavísa sem geta haft áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma. Kynnti hann starfs- bræðrum sínum á Rannsóknarstöð Hjartaverndar umfangsmikla tölvu- skráningu yfir ættartölur í Utah, þar sem skipulega hefur verið unnið að því að rekja ættartölur frá forfeðrum til niðja, sem ná í sumum tiífellum langt aftur í aldir. Markmiðið er að kortleggja eftir því sem kostur hveij- ir eru viðkvæmir fyrir sjúkdómum vegna erfða, þannig að unnt verði að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Benti hann máli sínu til stuðnings á nýlega rannsókn sem gerð var á Norðurlöndunum. Hún náði til rúm- lega 4.000 sjúklinga sem voru með hátt kólesteról og kransæðasjúk- dóma. Var hópnum skipt í tvennt. Annar helmingurinn fékk lyf sem hefur áhrif á kólesteról og kom í ljós að í þeim hópi fækkaði dauðsföllum vegna kransæðasjúkdóma um 35% og hjartaáföllum fækkaði um 44% samanborið við hinn hópinn. „Þetta sýnir að við höfum yfir að ráða lyfja- meðferð, sem getur dregið úr dauðs- föllum og aukið lífslíkur sjúklinga. Næsta viðfangsefni er að hjálpa fólki, sem er með þessa sjúkdóma, með því að rekja ættartölu þess og finna fleiri sem eiga á hættu að fá sjúkdóminn," sagði hann. Williams sagði að einstakt tæki- færi gæfist til þessa á íslandi, vegna þess hversu miklum og kerfisbundn- um upplýsingum íslenskir vísinda- menn hefðu yfir að ráða. Hér á landi hefði verið unnið að umfangsmikilli hóprannsókn í um það bil 30 ár og ættu læknar þess nú kost að beina sjónum sínum að fjölskyldutengslum þessa fólks. Bar hann mikið lof á íslenska starfsbræður sína og sagði að á íslandi væri að fínna einhveija ítarlegustu skráningu sem gerð hefði verið yfir arfgenga kólesterólhækk- un í heiminum. „Eg tel að íslending- ar skari fram úr á þessu sviði,“ sagði hann. Heilbr igðisþj ónustan mun njóLi góðs af í framtíðinni Prófessor Williams var að lokum spurður hvort heilbrigðisyfirvöld sýndu læknisfræðilegum erfðarann- sóknum nægan skilning og þeim möguleikum sem í þeim fælust til að lækka kostnað heilbriðgðisþjón- ustunnar í framtíðinni með fyrir- byggjandi aðgerðum. „Hér er um að ræða nýtt svið og jafnvel vísinda- menn sem stunda þessar rannsóknir eru að byija að átta sig á hvaða möguleikar eru að opnast. Ég tel því að í flestum löndum heims hafi heil- brigðisyfírvöld lítinn skilning á möguleikum erfðafræði fyrir fram- tíðina. Þó virðist ríkja meiri skilning- ur á þessu á Norðurlöndunum," sagði hann. Tók hann sérstaklega fram að íslendingar hefðu um 20 ára for- skot á aðrar þjóðir hvað varðaði tölvuskráningu upplýsinga um heilsufar og sagði að íslenska heil- brigðiskerfið myndi þess vegna njóta góðs af slíkum rannsóknum 10 til 20 árum fyrr en flestar aðrar þjóðir. Prófessor Williams sagðist að lok- um vonast eftir aukinni samvinnu milli háskólans í Utha og íslensku vísindamannanna. „Samvinna er lyk- ill að árangri," sagði hann. RÓUNIN á Vesturlöndum er sú að æ fleiri eyða tím- anum einir. Æ fleiri búa einir, horfa á sjónvarp ein- ir, hlusta á tónlist í heyrnartólunum sínum, taka ekki þátt í neinni félags- starfsemi, treysta ekki stjórnmála- mönnum og treysta heldur ekki öðru fólki. Tímanna tákn segja sumir, aðrir eru stórlega áhyggjufullir yfir þessari þróun. Einn þeirra er Robert D. Putnam prófessor við Harvard háskóla og yfírmaður stofnunar skól- ans um alþjóðatengsl. Hann hefur líka sérlega góðar forsendur, því hann hefur stundað rannsóknir á hvaða þýðingu það hefur fýrir vel- megun og lífsgæði að fólk taki virk- an þátt í ýmiss konar starfssemi og umgangist aðra reglulega. Niður- staða hans er að hvers kyns félags- starfsemi og það sem kalla má fé- lagslega þátttöku sé forsenda vaxtar og velmegunar þjóðfélagsins. Sem stendur vinnur hann að annarri bók, sem á að heita Bowling Alone: Civic Disengagement in America and what to do about it, þar sem keiluspilari, er spilar einn, er tákn fyrir þróunina í átt til að fólk geri hlutina eitt en ekki saman. Fyrir tveimur árum kom út bók eftir Putnam, Making Democracy Work, sem vakti athygli og var mik- ið rædd meðal þeirra, sem áhuga hafa á samfélagsþróun. Meðal ann- ars skipaði breska tímaritið The Ec- onomist bókinni á hillu með klassísk- um þjóðfélagsritum manna eins og de Tocqueville og Webers. Bókin fjallar um Ítalíu og þann mun sem er á velmegun milli Suður- og Norð- ur-ítalíu. Þessi misskipting auðsins þarna hefur lengi verið fræðimönn- um og stjórnmálamönnum mikið umhugsunarefni og þá einnig Put- nam. Niðurstaða hans var að skýr- ingin fælist í því hve ýmiss konar félagsstarfsemi myndaði þéttriðið net gegnum allt þjóðfélagið, allt frá fótboltafélögum til safnaðarstarfs. Með öðrum orðum þá dafnar þjóðfé- lag betur efnahagslega,.ef þegnarnir eru uppteknir af mannlegum sam- skiptum og taka þátt í skipulagðri starfsemi. Minni virkni, aukið vantraust Putnam segir að þessi niðurstaða hafi vakið athygli sína á þessu lykil- atriði og hann því ákveðið á beina sjónum sínum að sínu eigin þjóðfé- lagi, því bandaríska. „Sem banda- rískur þegn hef ég áhyggjur af að æ fleiri eins og dragi sig út úr þjóðfélaginu. Þegar ég var að alast upp á sjötta áratugnum í Bandaríkj- um mátti ganga að því sem vísu að þrír fjórðu hlutar landsmanna svör- uðu játandi spurningunni um hvort þeir treystu ríkisstjórninni. í síðasta mánuði svöruðu aðeins nítján pró- sent landsmanna þessari spurningu játandi. Og þetta er ekkert, sem hefur gerst nýlega og hefur ekkert með að gera hvort forsetinn heitir Bill Clinton eða eitthvað annað, heldur er þetta afleiðing langrar þróunar. Eftir að ég lauk við bókina um Ítalíu, þar sem ég þóttist sjá glögg tengsl hagvaxtar og félagslegrar virkni borgaranna sneri ég mér að því hvemig það hefði þróast -undan- farna þijá áratugi eða undanfarna kynslóð. Við blasti þá stórfelldur samdráttur þátttöku borgaranna á öllum sviðum þjóðfélagsins. Æ færri Bandaríkjamenn neyta kosningarétt- ar síns, þeir tala minna um stjórn- mál en áður, taka minni þátt í ýmiss konar sjálfboðastarfi, sækja kirkju minna en áður, skrá sig síður í verka- lýðsfélög, í foreldrafélög í skólum og í ýmiss konar karla- og kvenna- klúbba. Til dæmis hefur meðlimum í verkalýðsfélögum fækkað um sex- tíu prósent, í foreldrafélögum um fímmtíu prósent og kirkjusókn hefur minnkað um tuttugu prósent. Hér á ég ekki við að þátttaka í hveijum einum og einasta klúbbi hafi minnk- að, en að meðaltali hefur þátttakan minnkað. En það er ekki aðeins að félags- starfsemi hafi minnkað, heldur eyðir fólk minni tíma með öðru fólki en áður. Fólk eyðir einnig minni tíma með nágrönnum sínum. Það er tvisv- ar sinnum ólíklegra að fólk heim- sæki nágranna sína, til dæmis til að spila á spil, en fyrir einni kynslóð félagsleg tengsl eru mælikvarði á lífsgæði á ýmsum stigum. Gæði menntunar minnka ef foreldrar skipta sér ekki af skólunum. Hemill á glæpum er að hluta til undir því kominn að fólk þekkist og fylgist með umhverfi sínu. Þegar umhverfíð verður ópersónulegra og fólk af- skiptalausara aukast glæpir. Þetta eru aðeins tvö dæmi um hvernig stofnanir þjóðfélagsins verða lakari með minnkandi félagslegri þátttöku . og minnkandi tengslum fólks. í stuttu máli hefur bandarískt þjóðlíf rýrnað eftir því sem borgaramir verða afskiptalausari.“ Framlag heimavinnandi húsmæðra vanmetið Þá er komið að spurningunni um hver sé skýringin á þessari þróun og Putnam undirstrikar að það sé ekkert einhlítt svar við henni og sjálf- ur geri hann sér ekki nákvæmlega grein fyrir því. „En það er hægt að nefna mörg atriði, sem vafalaust hafa haft sitt að segja. Mæður okk-' ar, sem voru heimavinnandi fyrir þijátíu árum, sköpuðu gæði, félags- legt framlag með vinnu sinni. En það var ekki tekið með í opinberar hagtölur og því var starf þeirra ekki síðan. Við blasir að öll félagsleg tengsl eru einfaldlega að minnka og hér má þá líka minna á fjölskyldu- tengsl, sem eru undirorpin sömu þró- un og það er ekkert sérbandarískt fyrirbæri, heldur einnig vel þekkt í Evrópu. Samfara minnkandi tengsl- um er svo minnkandi traust á öðru fólki. Fyrir einni kynslóð síðan mátti búast við að tveir þriðju hlutar fólks segðust treysta öðrum. Nú er svarið að tveir þriðju hlutar fólks treysta ekki öðrum. Keiluspil Bandaríkjamanna sýnir þessa þróun í hnotskurn og þess vegna hef ég valið þennan titil á næstu bók mína, sem íjallar um þetta efni. Keiluspil er svo vinsælt tóm- stundargaman að nú er svo komið að fleiri spila keiluspil en kjósa. Keiluspil hefur aukist um 10-15 pró- sent á undanförnum áratug. En keiluspil, sem áður var hópíþrótt er nú að verða einstaklingsíþrótt í vax- andi mæli. Keiluspil í hópum hefur minnkað um fjörutíu prósent. Ég álít að þessi þróun frá félags- legri þátttöku yfir í einyrkju hafi alvarlegar afleiðingar. Ekki bara vegna þess að þjóðfélagið verði kuldalegra og minna um mannlegar tilfinningar, heldur vegna þess að metið að verðleikum. Menn áttuðu sig einfaldlega ekki á hve framlag þeirra var mikilvægt. Með þessu á ég auðvitað ekki við að konur eigi að hypja sig af vinnu- markaðnum og heim. Ég á sjálfur vinnandi dóttur og gleðst yfir því. En þegar á heildina er litið hefur enginn tekið yfir þá vinnu, lagt fram það sem heimavinnandi húsmæður gerðu. Þær sáu að miklu leyti um hin félagslegu tengsl, sambandið við skólana, sjálfboðastarf og annað. Fólk flytur mun meira en áður, sem þýðir að það skýtur ekki eins föstum rótum þar sem það býr og áður var. Þetta grefur undan ná- grannasamböndum. Við þessa þróun bætist að fólk keyrir að heiman á morgnana og kemur aftur heim á kvöldin. Umferðin er meiri en áður og mörg hverfi í bandarískum borg- um eru sundurskorin af stórum um- ferðaræðum. Ýmis atríði efnahagsþróunar hafa grafið undan því að fólk kynnist og hittist. Kaupmaðurinn á horninu hef- ur orðið að láta í minni pokann fyrir risastórum og ópersónulegum versl- unarmiðstöðvum. í atvinnulífínu koma stórfyrirtæki í stað minni fyrír- tækja og leysa upp vinnustaðatengsl starfsfólksins. Ýmiss konar tækni hefur þau áhrif á tómstundir okkar að þeim eyðum við einnig einsömul. Sjónvarpið er gott dæmi um þetta. Það dró fólk heim frá miðbænum og öðrum sam- komustöðúm. Fólk hlustar meir á tónlist en áður, en það gerir það eitt ' og í gegnum heyrnartólin. Leiðin hefur legið frá dansstaðnum niðri á horni, frá kvikmyndahúsinu og leik- húsinu, heim til sjónvarpsins, mynd- bandstækisins, tölvunnar og nú hermiraunveruleikans, þar sem við getum þóst vera með öðrum, en erum í raun ein. Það er hægt að benda á ýmis at- riði, sem geta skýrt þessa þróun í átt til þess að æ fleiri eyði æ meiri tíma einir. En ég verð að segja eins og er að ég hef enga skýringu A reiðum höndum hvernig stendur á minnkandi félagslegri þátttöku. Kannski er þetta arfleifð ’68 kynslóð- arinnar og tilhneigingar hennar til að draga sig út úr samfélaginu. Önnur hlið á þessu er svo vaxandi umburðarlyndi fyrir þeim sem eru öðruvísi, sem kemur fram í orðatil- tækinu enska „live and let live“, að gera það sem maður vill og leyfa öðrum að gera það sama og það hefur vissulega kosti í för með sér. En ég álít að þessi minnkandi áhugi á félagsstarfi og félagslegum tengsl- um sé óheppilegur fyrir sameiginlega hagsmuni þjóðfélagsins. Ef skyggnst er um í heiminum standa Bandaríkin enn frekar vel að • vígi hvað varðar félagslegt traust og félagsstarf. Það eru ekki nema lönd eins og Svíþjóð, Danmörk, Hol- land og Kanada þar sem tengsl al- mennings eru meiri en í Bandaríkjun- um. En miðað við það sem verið hefur, hefur þessu hrakað mikið og það er áhyggjuefni.“ Þjóðarauður afrakstur sterkrar samfélagskenndar í Svíþjóð, þar sem velferðar- þjóðfélagið er brotið til mergjar þessi árin, hafa gagnrýnendur þess iðulega bent á að velferðarþjóðfé- lagið eigi sök á vaxandi áherslu á einstaklinginn í stað heildarinnar og á vaxandi einstaklingshyggju. Grunneining þess sé einstaklingur- inn, ekki heildin og það hafi leitt til minnkandi félagslegrar þátttöku. Putnam segist þekkja þessa um- ræðu, en hann sé ekki sammála því að velferðarkerfið hafi þessi áhrif. Sjálfur sé hann örlítið til vinstri og hallur undir velferðarkerfi, en álíti jafnframt að það veki alvarlegar spurningar. „Við vitum einfaldlega ekki nóg til að álykta að velferðar- kerfið minnki áhuga borgaranna á að taka þátt í samfélaginu og bera hag þess fyrir bijósti. En bæðT Bandaríkin, sem eru án velferð- arkerfis, og Svíþjóð, með sitt vel- ferðarkerfi, hafa búið við líberal- isma. Það er engin tilviljun að ein- mitt í þessum löndum skuli menn hafa áhyggjur af félagslegri upp- lausn, því auður þessara landa er einmitt afrakstur af sterkri samfé^ lagskennd." .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.