Morgunblaðið - 16.05.1995, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 16.05.1995, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EGGERT G. ÞORS TEINSSON + Eggert Gíslason Þorsteinsson fæddist í Keflavík 6. júli 1925. Hann lést á Landspitalan- um 9. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Eg- gertsson, skipstjóri, f. 4. júní 1905 í Kothúsum í Garði, d. 23. nóv. 1940, og Margrét Guðna- dóttir, f. 12. 1906 í Keflavík, d. 25. sept. 1963. Mar- grét giftist siðar Guðmundi Trausta Haralds- syni. Bróðir Eggerts var Guð- björn, skipstjóri, f. 30. okt. 1927, d. 6. des. 1991. Hálfbróð- ir, sammæðra, er Trausti Grét- ar Traustason, húsasmíða- meistari á Selfossi, f. 18. ágúst 1945. Hinn 10. janúar 1948 kvænt- ist Eggert Jónu Jónsdóttur hár- greiðslumeistara, f. 2. apríl 1922, d. 19. okt. 1981. Börn Eggerts og Jónu eru: Þor- steinn, f. 30. maí 1948, hdl. í Reykjavík, kvæntur Mörtu Ragnarsdóttur; Jón Ágúst, f. 20. ágúst 1953, tollvörður í Reykjavík, kvæntur Þórdísi Helgadóttur; Eggert, f. 4. okt 1956, rafeindavirki í Reykjavík, kvæntur Þórhöllu Magnúsdótt- ur, og Guðbjörg, f. 11. okt. 1958, sjúkraþjálfari i Ósló, gift Gunnari Jónassyni. Eftirlifandi kona Eggerts er Helga Soffía Einarsdóttir, fyrrverandi yfir- kennari við Melaskólann í Reykjavík, f. 22. nóv. 1924. Eggert lauk sveinsprófi í múr- smíði frá Iðnskó- lanum í Reykjavík 1947 og fékk meist- araréttindi í múr- smíði og bygginga- leyfi 1951. Hann var ritari Múrara- félags Reykjavíkur 1949-1952 og for- maður 1953-1959. Hann vann að verkalýðsmálum, sat í nefndum á vegum Alþýðusam- bands íslands og var varaforseti sambandsins 1958-1960. Eggert G. Þor- steinsson gegndi fjölda trúnað- arstarfa fyrir Alþýðuflokkinn og átti m.a. sæti í miðstjórn hans í tæpa hálfa öld frá árinu 1948. Hann var þingmaður Al- þýðuflokksins 1953-1978, sjáv- arútvegs- og félagsmálaráð- herra 1965-1969, sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra 1970-1971. Hann var forseti efri deildar Alþingis 1959 og síðan varaforseti deild- arinnar. Eggert var formaður stjórnar og skrifstofustjóri Hús- næðismálastofnunar ríkisins frá 1961-1965. Árin 1972-1979 gegndi hann störfum fram- kvæmdastjóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Þá tók hann við starfi forstjóra Trygg- ingastofnunar rikisins, sem hann gegndi fram á haust 1993. Útför Eggerts fer fram frá Fríkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. EGGERT G. Þorsteinsson var á marga lund mjög sérstakur maður. Hann var einn þeirra fáu, sem mönnum verður hlýtt til þegar við fyrstu kynni. Viðmót hans, jafnvel við ókunnuga, var þannig, að ekki gat dulizt, að þar fór góðviljaður maður, sem vakti traust og menn vildu gjaman eiga nánari skipti við. Þeir, sem kynntust honum betur, að ekki sé talað um þá sem urðu nánir vinir hans, gerðu sér ljóst, að þar fór sérstakur mannkosta- maður, sem vildi öllum vel, var það í blóð borið að vilja láta gott af sér leiða, ekki af því að hann skoðaði þgð skyldu sína eða í samræmi við einhveija þjóðmálastefnu, heldur einfaldlega af því, að það var í sam- ræmi við eðli hans og alla hugsun. Eggert G. Þorsteinsson lagði stund á iðnskólanám í æsku og lauk sveinsprófi í múrsmíði árið 1947. Þá iðn stundaði hann í nokkur ár. En hjá því gat ekki farið, að slíkum manni, þótt ungur væri, yrðu falin trúnaðarstörf í stéttarfélagi sínu og innan verkalýðshreyfingarinnar. Síðar urðu húsnæðismál starfsvett- vangur hans. Rúmlega þrítugur var hann kosinn í húsnæðismálastjórn, varð fljótlega formaður og nokkru síðar skrifstofustjóri hennar. Egg- ert var fyrst kosinn á Alþingi 1953 og var forseti efri deildar 1959. Þegar Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra viðreisnarstjóm- arinnar, varð sendiherra í Lundún- um 1965 og Emil Jónsson varð ut- anríkisráðherra, tók Eggert G. Þor- steinsson við störfum hans sem sjávarútvegs- og félagsmálaráð- herra. Hann var þá yngstur ráð- herranna. I báðum stjórnarflokkun- um var þátttaka hans í ríkisstjóm- inni talin styrkja hana, vegna tengsla hans við verkalýðshreyfing- una og þess mikla trausts, sem -hann naut þar. Þegar viðreisnar- stjórnin lét af stjóm, gerðist hann framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og síðar, 1979, forstjóri Tryggingastofnunar ríkis- ins. Um feril hins unga múrara, sem lauk iðnnámi sínu 1947, verður það sagt með sanni, að hann hafi verið farsæll. Hvarvetna, þar sem hann starfaði, naut hann vinsælda. Hann átti ekki aðeins vini í flokki sínum, heldur einnig meðal þeirra, sem hann átti ekki samleið með í stjórn- málum. En Eggert aðhylltist jafn- aðarstefnu frá æskuámm sínum. Tveim ámm eftir að hann lauk iðn- námi var hann kjörinn formaður Félags ungra jafnaðarmanna og síðar Sambands ungra jafnaðar- manna. Ári áður en hann gerðist forystumaður ungra jafnaðar- manna hafði hann verið kjörinn í miðstjórn Alþýðuflokksins og átti þar sæti í fjörutíu ár. Eggert G. Þorsteinsson var tví- mælalaust í hópi vinsælustu for- ystumanna Alþýðuflokksins. Hon- um svipaði að ýmsu leyti til þeirra leiðtoga jafnaðarmanna á Norður- löndum og víðar, sem sprottnir voru úr jarðvegi hins almenna manns í þjóðfélaginu, hugsaði eins og hann og talaði það mál sem hann skildi. Traust það, sem Eggert G. Þor- steinsson naut, átti ekki rót sína að rekja til þess, að hann væri lærð- ur maður í þjóðfélagsmálum eða fróður um fjölbreytilegar kenningar í þeim efnum, enda gaf hann aldrei í skyn, að svo væri. En hann hafði hjartað á réttum stað. Og kannske skiptir það mestu máli. Gylfi Þ. Gíslason. Það eru nú liðin tæp íjórtán ár síðan ég var fyrst kynntur fyrir tengdaföður mínum, Eggerti G. Þorsteinsyni. Þegar litið er til baka finnst mér kynni okkar hafa orðið á allsérstæðan hátt. Eggert hafði þá nýlega farið erlendis ásamt eig- inkonu sinni, -Jónu Jónsdóttur, til dvalar á heilsubótarstofr.un á suð- rænum slóðum. Sú ferð tók óvænt- an endi er Jóna andast snögglega. Fáum dögum síðar heilsumst við fyrsta sinni. Eggert var þá þjakaður af sorg og djúpum söknuði, þungur á brún og fámáll. Samverustundir okkar urðu fleiri á næstu mánuðum og smám saman kynntumst við betur og betur enda bjuggum við undir sama þaki í tæpt ár. Mér varð fljótlega ljóst að hér fór maður sem bjó yfir visku og mannlegri hlýju. Oft sátum við saman á kvöld- in og spölluðum um heima og geima en ósjaldan var það Eggert sem sagði frá en ég hlustaði. Ég fékk að heyra óteljandi sögur úr hans margbrotna lífi, sumar oftar en einu sinni og tvisvar eins og gengur, en það gerði ekkert til því það var ávallt gaman að heyra hann segja frá. Húmorinn aldrei langt undan og sannarlega höfum við oft hlegið hressilega saman. En hann kunni líka margar sögur um alvöru lífs- ins. Oft lét hann hugann reika til bemskunnar og uppvaxtaráranna í Keflavík sem ég held að hann hafi litið á sem mjög þroskandi tímabil í lífi sínu og gott veganesti síðar meir. Eitt fannst mér einkennandi í frásögnum hans, að hann var afar lítið upptekinn af sjálfhælni eða sögum sem gerðu hlut hans sem stærstan. Einnig fannst mér áber- andi hvernig hann kom sér hjá því að lasta aðra menn sem hann hafði fyrir hitt á lífsleiðinni, þótt skoðan- ir væm ólíkar. Þekkt mun vera saga um það að Eggert hefði eitt sinn, er hann var staddur í embættiserindum erlend- is, bjargað lífi ungs drengs sem féll fram af bryggju og var nær drukknaður. Egggert mun hafa kastað sér til sunds og bjargað pilt- inum á frækilegan hátt. Aldrei heyrði ég þessa sögu frá honum, en þegar ég bar þetta eitt sinn undir hann þóttist ég finna að hann væri nokkuð stoltur af afrekinu, en eins og honum fyndist ekki ástæða til að tíunda það frekar. Þótt Eggert eigi að baki langan og farsælan starfsferil sem verka- lýðsforingi, alþingismaður og for- stjóri, veit ég að hann hefur ávallt haft til að bera ríka ábyrgðartilfinn- ingu gagnvart fjölskyldu sinni og í mínum huga hefur staða hans sem heimilisfaðir verið síst veigaminni en allar þær ábyrgðarstöður sem hann hefur gegnt um ævina. Um- hyggja hans fyrir bömum og barna- börnum hefur ávallt einkennst af áhuga og hlýju. Söknuður þeirra er mikill. Síðastliðið ár hefur hallað undan fæti, heisufarslega séð og þegar hann fyrir tæpu ári greindist með mein sem vitað var að hægt væri að komast fyrir með skurðaðgerð, var hann aldrei í nokkrum vafa um að velja þann kostinn, þó svo honum væri fullkunnugt um að um veru- lega áhættusama aðgerð væri að ræða. Ég þykist vita að hann hefur átt sína,r erfiðu stundir vegna þessa hina síðari mánuði og þar hlotið góðan stuðning konu sinnar, Helgu S. Einarsdóttur. Sorg hennar er djúp og ég sendi henni mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Vegna búsetu erlendis hin síðari ár hafa fundir okkar Eggerts orðið færri en ég hefði óskað. Fyrir rúm- um tveim vikum heimsótti ég síðast Eggert og Helgu í Garðabæinn. Sátum við saman part úr degi, kíkt- um á ljósmyndir af barnabörnum hans og ræddum eitt og annað tengt fjölskyldunni eins og venjulega. Hann sagði líka nokkrar góðar sög- ur eins og venjulega. Því miður verða sögurnar nú ekki fleiri. Ég bið allar góðar vættir að styrkja þá sem nú eiga um sárt að binda vegna fráfalls hans. Minning hans lifir. Gunnar Jónasson. Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir stóðu, sem festu rætur í íslenzkri jörð, veggi og vörður hlóðu og vegi ruddu um hraun og skörð, börðust til þrautar með hnefa og hnúum og höfðu ungir það takmark sett: að bjargast af sínum búum og breyta í öllu rétt. (Davíð Stefánsson) Þegar ég hef verið að hugsa um hann tengdaföður minn þessa und- anfarna daga síðan hann lést þá sé ég fyrir mér nýlega fermdan strák sem stendur hjá vitanum á Vatnsnesi í Keflavík og vonar og biður um að pabbi hans komi að landi með einhveijum bátnum. Von- ar kannske líka að honum hafi ver- ið bjargað um borð í útlent skip og að hann sé lifandi. En sú von rætt- ist ekki. Ég held að sú reynsla sem Eggert varð fyrir ungur þegar bát- ur föður hans fórst, enginn bjargað- ist og enginn vissi hvað hafði gerst, hafi sett mark sitt á allt hans líf. Hann þurfti að taka ábyrgð, hann gat það og hann gerði það. Þessi ábyrgðartilfinning hefur örugglega orðið til þess að hann var valinn til forustu hvar í hópi sem hann fór. Hann lærði strax að nýta sér lífs- reynslu sína til þess að öðlast meiri þroska, en falla ekki í gryfju sjálfs- vorkunnar .og eymdar. Sú tilfinning sem fyrst kemur upp í huga minn við hið snögga andlát tengdaföður míns er þakk- læti. Þakklæti til hans og hans góðu konu, hennar Jónu, sem einn- ig lést mjög snögglega fyrir tæpum fjórtán árum. Eg var afar kvíðin þegar ég kom með syni þeirra í fyrsta sinn í heimsókn til þeirra. Sá kvíði var ástæðulaus því að mér fannst strax ég vera komin „heim“. Aldrei hefur fallið skuggi á sam- skipti okkar Eggerts, við höfum spjallað margt á undanfömum ámm og ég er fróðari og víðsýnni eftir en áður. Væri mér gert að lýsa Eggerti tengdaföður mínum með einu orði, þá væri það með orðinu umhyggja. Umhyggja hans fyrir fjölskyldunni var takmarkalaus, en hann bar líka umhyggju fyrir öðmm. Þá um- hyggju tel ég að hann hafi sýnt fjölmörgu fólki í störfum sínum. Hér hefur ef til vill verið talað ansi hátíðlega og í alvarlegum tón. Slíkur tónn var þó alls ekki Egg- erts. Hann var mikill húmoristi og kunni ótrúlegan fjölda af spaugileg- um sögum af meðbræðrunum. Mér er ógleymanleg ferð suður í Út- skálakirkju sem við fórum til að vera við jarðarför frænku hans á síðasta hausti. Á leiðinni til baka var farið í svolítinn bíltúr og rifjað- ar upp sögur af fólki og fyrirbær- um. Minni Eggerts var ekkert farið að förlast. Hann þekkti hvem bæ, hvert hús og rakti ættir og sögur af þessu fólki frá því hann var að alast upp og væntanlega frá því fyrir þann tíma líka. Okkur sem í bílnum vom fannst hann yngjast og hressast við ferðina. Eggert átti gott líf, oft mætti hann erfiðleikum en hann lét ekki veraldlegt mótlæti sliga sig. Eggert var mjög beygður þegar hann missti konu sína um aldur fram árið 1981, en öll él birtir upp um síðir. Hann eignaðist góða konu, Helgu Einars- dóttur, sem hann mat mikið. Þau hafa átt saman góð ár og er missir Helgu mikill. Eggert var mikill fjöl- skyldumaður og unni börnumum bamabömunum og barnabörnunum mikið. Það er mannbætandi að hafa orðið vitni að samskiptum þeirra bræðra Eggerts og Guðbjörns, sem lést fyrir fáum árum. Þar fóm tveir sem vom ekki að víla fyrir sér hlut- ina þótt þeir væm ólíkir. Ég votta Helgu, Trausta bróður hans, frændum og vinum samúð mína. Minningin um góðan mann deyr aldrei. Það lýsti þeim sama leiðarstjaman, en lítið er um þeirra ferðir spurt. Allir kusu þeir kjamann, en köstuðu hýðinu burt. Þeir fræddu hver annan á fómum vegi um forna reynslu og liðna stund og döfnuðu á hvetjum degi af drengskap og hetjulund. (Davíð Stefánsson) Marta Ragnarsdóttir. Hann Eddi minn er allur. Vinátta okkar Eggerts hófst sumarið 1984 er hann og móðir mín, Helga Ein- arsdóttir, rugluðu saman reytum og fluttu í húsið sitt að Móaflöt 59. Upphaflega höfðu þau kynnst sem unglingar. Eggert kom til Reykjavíkur til að hefja nám í múr- smíði. Hann dvaldi hjá móðursystur sinni, Ólafíu, og manni hennar, Ein- ari Jóhannssyni, múrarameistara, sem tók hann í læri. Einar var fað- ir móður minnar og Ólafía var seinni kona hans. Þann sama vetur kemur móðir mfn frá Akureyri til föður síns til þess að hefja nám í Kennara- skólanum. Þau dvöldu því einn vet- ur undir sama þaki á Mánagötu 5. Síðan gengu þau hvort sína götu, giftust og stofnuðu fjölskyldur. En þegar bæði höfðu misst maka sína lágu leiðir þeirra saman aftur og þau hófu búskap á Móaflötinni. Þar hef ég og fjölskylda mín verið tíðir gestir og þaulsaetnir. Fyrst vorum við Jóhann bara tvö, þá fæddist Helga Kristín svo Harpa Hrund og loks Jón Atli. Við höfum margt að þakka og margs að minn- ast. Mér var Eggert ákaflega góður og börnunum mínum var hann besti afi. Þau sakna nú Edda síns. Hann var stór þáttur í lífi þeirra og aldrei var komið á Móaflötina án þess að heilsa upp á Edda og alls ekki far- ið án þess að kyssa bless. Ef ein- hver vanhöld voru á kossunum, var kallað eftir þeim. Að lokum langar mig að láta fylgja hér tvö erindi úr ljóði, sem ég fann í minningabók, þar sem Eggert hefur skráð minningabrot um látna ástvini. Hnígur dagur, hallar sól að viði; hvíl nú þreyttur vært í Drottins friði. Eftir lífsins unna starfið þitt inn þig leiðir Guð í ríki sitt. Vertu sæll, þú vinur elskulegi, verkin lifa, þó að holdið deyi. Farðu vel og hvíl nú höfuð rótt. Hjartans þakkir, sofðu - góða nótt. (Á.J.) Blessuð sé minning Eggerts G. Þorsteinssonar. Kristín Björg Jónsdóttir. í dag kveðjum við góðan félaga og einn af sterkustu liðsmönnum Alþýðuflokksins í marga áratugi, Eggert G. Þorsteinsson fyrrverandi ráðherra. Eggert hefði orðið sjötug- ur innan fáeinna vikna. Hann bar aldur sinn mjög vel, var höfðingleg- ur í fasi og bar með sér þann góða þokka sem bæði fylgir reisn og traust. Persónuleg kynni mín af Eggert G. Þorsteinssyni voru ekki náin, ég kynntist honum fyrst þegar hann hóf sambúð með síðari konu sinni Helgu Soffíu Einarsdóttur, fyrrver- andi yfirkennara, sem einnig átti sterkar rætur í Alþýðuflokknum, en meðal annarra trúnaðarstarfa átti hún sæti í stjórn Sambands Alþýðuflokkskvenna um árabil. Þau Helga bjuggu sér fagurt heimili á Móaflöt 59 í Garðabæ og það var ánægjulegt að koma þar og finna hið hlýja og góða andrúmsloft sem þar ríkti. Áður átti Eggert Jónu Jónsdóttur hárgreiðslukonu sem lést árið 1981 og eignuðust þau fjögur börn, Þorstein, Jón Ágúst, Éggert og Guðbjörgu. Það er trú mín að það hafi verið Eggert mikil gæfa að kynnast þeirri öndvegismanneskju sem Helga er og eiga með henni farsæla sambúð nú í rúman áratug. Ég votta Helgu og börnum Eggerts og fjölskyldum þeirra innilega samúð við fráfall hans. Eggert hóf snemma afskipti af félagsmálum og var virkur félagi í þeim samtökum sem hann til- heyrði. Hann var múrari að mennt og gegndi margvíslegum trúnaðar- störfum í verkalýðshreyfingunni. Hann var m.a. formaður í Múrara- félagi Reykjavíkur og varaforseti ASÍ. Eggert G. Þorsteinsson átti langan og giftudijúgan feril í Al- þýðuflokknum. Hann var aðeins 23 ára þegar hann var kjörinn í mið- stjórn flokksins og þar átti hann sæti næstu 40 árin. Hann gegndi formennsku í FUJ og síðar SUJ, var orðinn þingmaður innan við þrítugt. Þingmannsferillinn spann- aði hálfan þriðja áratug og meðal annarra trúnaðarstarfa var hann foseti efri deildar þingsins 1959. Á árunum 1965-71 gegndi hann emb- ættum sjávarútvegs-, félagsmála- og heilbrigðis- og tryggingaráð- herra. Rætur Eggerts lágu í verkalýðs- hreyfingunni og þær rætur skiptu Alþýðuflokkinn miklu. Fyrir jafnað- armannaflokk eru sterk tengsl við verkalýðshreyfingu lykilatriði og þeir einstaklingar sein tengt hafa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.