Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ1995 35 flokk og hreyfingu hafa verið mikil- vægir liðsmenn. Hlutverk Eggerts á þessu sviði varð enn stærra á rík- isstjórnarárum hans eins og fram kom í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins um helgina þar sem þess- ari stöðu hans voru gerð skil og því hlutverki hans að breikka ímynd viðreisnarstjórnarinnar í hugum al- mennings vegna góðra tengsla hans við verkalýðshreyfinguna. Eftir að Eggert lét af þing- mennsku starfaði hann sem fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra og frá 1979 var hann forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Eftir að þau Helga fluttu í Garðabæ kom hann til liðs við Al- þýðuflokksfélag Garðabæjar. í þeim hópi var hann vel látinn og félag- arnir í Garðabæ mátu það mikils að hann var tilbúinn að veita styrk og stuðning og miðla af þekkingu sinni. Voru þau Helga aufúsugestir á samkomum Garðabæjarfélagsins. Það er skarð fyrir skildi hveiju sinni er fyrrum forystumaður hverf- ur af vettvangi. Við þau þáttaskil nú ber hæst þakklæti fyrir allt sem lagt var af mörkum. Alþýðuflokkur- inn í Reykjanesi þakkar Eggert G. Þorsteinssyni störf hans í þágu flokks og þjóðar og vottar ástvinum hans dýpstu hluttekningu á þessari sáru kveðjustund. Blessuð sé minning Eggerts G. Þorsteinssonar. Rannveig Guðmundsdóttir. Handtakið var einstaklega hlýlegt og bar mannkostunum vitni. Margir báru mikið traust til hans og sáu í honum von og bjarta framtíð. Eggert var orðinn ráðherra, þegar ég kynnt- ist honum fyrst og persónuleikinn heiilaði mig. Brosandi og spaugsam- ur, samt með sérstakan áhyggjusvip, þegar málefnin voru erfíð. Staða Eggerts í þjóðfélaginu var nokkuð merkileg. Pólitísk áhrif í Alþýðu- flokknum hafði hann úr verkalýðs- hreyfingunni, samt var hann náf- rændi helstu sjósóknara, aflamanna og útvegsmanna landsins. Hann hafði því persónufylgi um allt þjóðfélagið, ólíklegustu menn töluðu um hann sem einkavin og Eggert var sannar- lega vinur vina sinna. Kjarkmaður, sem hikaði ekki við að láta bijóta á, ef samviska hans bauð honum. Eggert var mikill áhugamaður um flokksstarf Alþýðuflokksins og hafði brennandi áhuga á ýmsum innri málum flokksins. Hann fylgdist glöggt með starfínu í deildunum hér í höfuðborginni og persónulegur metnaður hans var samfara flokks- starfínu, t.d. oft efstur í kosningum inná flokksþing. Ástæðuna fyrir þessu tel ég vera þá, að hann ólst upp í flokknum. Tók þátt í kosningum strax í ungliðahreyfíngunni og varð forystumaður í FUJ og SUJ. Þess vegna var eftirtektarvert hve náið hann lagði sig eftir skoðunum ung- hreyfmgarinnar og á hinn bóginn, hve unga fólkið átti alltaf mikinn talsmann í Eggerti. Hann missti föð- ur sinn ungur og lífsbaráttan buldi á honum. Hann hlustaði og hjálpaði, þegar ungt fólk var að byggja, hann vildi auðvelda verkalýðshreyfmgunni menntunarþáttinn og hann vildi treysta grundvöll atvinnuveganna, þannig að afkoma alþýðunnar væri tryggð og enginn þyrfti að líða skort. Þegar ég barðist í því að stofna Félag áhugamanna um sjávarút- vegsmál á kreppuárunum 1968 og 1969 hvatti Eggert mig til dáða og varð sem sjávarútvegsráðherra fyrsti félagi í hinum fijálsu samtök- um. Auðvitað greindi okkur á um hraða uppbyggingarinnar. Síldin var horfin, atvinnuleysi í landinu og beint lá við að hefja bolfiskveiðar með skutttogurum, en enginn slíkur var til í landinu. Útgerðin var á hinn bóginn lömuð af skuldum og stjórn- völd máttvana af verðhruni og ytri erfiðleikum. Treyst var á álsamninga og þeir björguðu vissulega miklu, en auðvitað sáu allir að það var gullkistan í hafinu, sem' myndi bjarga okkur endanlega. Þessi ár reyndu mikið á Eggert. Atvinnuleys- ið var sem hnífur í hjartastað verka- lýðsforingjans. Sótt var að honum úr öllum áttum og hann talaði um leyniskytturnar í þinginu. Yfírleitt voru þetta mjög erfiðir dagar í Al- þýðuflokknum, sem og fyrir þjóðina alla. Við í áhugamannafélaginu vildum skuttogara strax, útfærslu landhelg- innar í 50 mílur og bætta aflameð- ferð, t.d. með ísun á físki í kassa. Fyrir unga menn í Alþýðuflokkum gat verið mjög erfítt í þá daga að tala máli þessarar uppbyggingar, án þess að það virkaði sem ósanngirni á flokksforustuna, ráðherrana og stjórnvöld. Unghreyfingin var í klípu og við sem treystum á sjávarútveg- inn til skjótrar bjargar vorum í sér- stakri klípu. Ég ræjidi þetta oft per- sónulega við Eggert ojg reyndar við Gylfa og Emil líka. Eg fann þann skilning, sem ég átti von á í röðum forustumanna jafnaðarmanna, en mikið rosalega voru þetta oft erfíð spor. Smám saman kom svo efna- hagsbatinn, skuttogararnir og björt framtíð. En einmitt í svona iðuköst- um og straumröst meiningarmunar fínnst best hvar gullið glóir og heitt hjarta sanns vinar slær. Þá sannast hið fornkveðna, að í mannlegu sam- félagi skiptir fyrst og síðast máli að vera maður. Eiginkonu, börnum, frændum og ástvinum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Algóður guð styrki þau og huggi í mikilli og óvæntri sorg. Kær- um vini og félaga þakka ég dreng- lyndið og stuðninginn í lífínu. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Við andlát og útför vinar míns, Eggerts G. Þorsteinssonar, leitar hugur minn til þess tíma, er ég heyrði hans fyrst getið. Það var að vori til árið 1948, ég var 16 ára gamall og kominn í byggingarvinnu í birgðastöð, sem var verið að reisa fyrir Olíuverzlun Islands hf. í Reykjavík. Þar var fjöldi manns að störfum, einkum verkamenn, iðnað- armenn og námsmenn. Nokkrum vikum áður hafði ég loksins náð lágmarksaldri til að geta gengið í Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík; enda sannfærður jafnað- armaður frá barnsaldri; og lét það ekki dragast! Og þarna frétti ég af ungum múrara, sem ég vissi að var einn helzti forystumaður ungra jafnaðarmanna. Það var Eggert G. Þorsteinsson. Samt kynntumst við ekkert að gagni fyrr en um haust- ið, að félagsstarfið hófst. Síðan hafa leiðir okkar legið saman. Það er því af mörgu að taka, þegar kynnin eru riljuð upp. Þótt Eggert hafi snemma hafið afskipti af verkalýðsmálum, og ungur valizt til formennsku í Múrarafélagi Reykjavíkur, var það tæpast fyrr en með framboðinu á Seyðisfirði, sem hann varð nafn- kunnur um land allt. Þetta var í formannstíð Hannibals Valdimars- sonar í Alþýðuflokknum, haustið 1953, og alþýðuflokksmenn eystra áttu í miklum vandræðum með að koma sér saman um eitt framboð. Lengi vel voru allar horfur á að þau yrðu tvö, en loks tókst að stilla til friðar og fá menn til að sameinast um eitt. Frambjóðandinn, sem varð til þess, að menn slíðruðu sverðin, var einmitt Eggert G. Þorsteinsson. Mér finnst, sem þá hafi hann fyrsta sinni komið fram sem mannasættir, SJÁ NÆSTU SÍÐU Kostuleg sumarútsala í viku STOR útsala á notuðum bílum sem fylgja tveir valkostir af fjórum: Frá föstudegi til föstudags Æ A. M rm . m • Greiðslukjör til 48 mánaða • Visa Euro raðgreiðslur • Jafnvel engin útborgun og fyrsta greiðsla eftir allt að 6 mánuði Opiö til kl. 20 virka daga en á laugardögum frá kl. 10-17 BÍLAHÚSIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.