Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 MINIMIIMGAR t Elskuleg systir okkar, SYSTIR MARIE LIOBA CSJ andaðist í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, þann 12. maí síðastliðinn. Jaröarförin fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, fimmtudaginn 18. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, þeim sem vildu minnast hennar er bent á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. t Móðir okkar, tengdamóðir, amrr langamma, GUÐLEIF PÉTURSDÓTTIR, Týsgötu 4, Reykjavik, lést í Landspítalanum aðfaranött 14. maí. Magrét Ellertsdóttir, Guðbjörg Ellertsdóttir, Örn Ellertsson, Júlíus Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mfn, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN INGIBJARTARDÓTTIR, sem andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, að morgni 12. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 18. maí kl. 15.00. Sesselja Guðnadóttir, Guðmundur Ibsen, Kristín Guðmundsdóttir, Kristján Sigurgeirsson, Dröfn Guðmundsdóttir, Sigurður Magnússon, Þórir Ibsen, Dominique Ambroise og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, JÓN SIGURÐSSON skipstjóri frá Görðum, Ægisíðu 50, verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðju- daginn 16. maí kl. 15.00. Ólöf Jónsdóttir, Þórarinn Friðjónsson, Sigurður Jónsson, Helgi Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Föðursystir okkar, SIGRÍÐUR ÞÓRKATLA GUÐMUNDSDÓTTIR (STELLA) frá Ásbúð f Hafnarfirði, lést 8. maí. Otför hennar verður gerð frá Fossvogskapellu föstudaginn 19. maí kl. .15.00. Fyrir hönd vandamanna, Kristbjörg og Hrefna Sigvaldadætur, Guðrún Kristbjörg Júlíusdóttir. t Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÓSKARSSON, útgerðarmaður, Miðleiti 5, lést í Borgarspítalanum að morgni mánudags 15. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Helga Gfsladóttir, Gísli Már Ólafsson, Aðalbjörg Ásgeirsdóttir, GunnarÖrn Ólafsson, Anna Wolfram Óskar Hrafn Ólafsson, Halla Leifsdóttir, Kjartan Þröstur Ólafsson, Margrét Ingimundadóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Sigurður Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. EGGERT G. ÞORSTEINSSON Eggert G. Þorsteinsson naut alla tíð óbrigðulla vinsælda meðal al- þýðuflokksfólks og trúnaðarmanna Alþýðuflokksins á flokksþingum og í miðstjórn. Mig minnir hann hafi jafnan verið í hópi þeirra sem flest atkvæði fengu við kjör til trúnaðar- starfa í röðum flokksmanna. Og það sem meira var; mönnum bar yfirleitt saman um að þetta væru verðugar vinsældir. Eggert var einfaldlega góður maður, fullur velvildar í garð samferðarmanna og umhyggju fyrir því fólki, sem þurfti á liðsinni að halda. Þessa naut hann í ríkum mæli. Ekki sakaði að hann var hinn vörpulegasti á velli og allra manna alúðlegastur í framgöngu. Áratug- um saman var litið á Eggert sem fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í Alþýðuflokknum. Og þá Verkalýðs- hreyfingarinnar með stórum staf. Eggert var kominn af nafntoguð- um og harðsnúnum sjósóknurum suður með sjó. En fjölskylda hans hafði fært Ægi konungi þungbærar fórnir. Skipið sem faðir hans stýrði fórst með allri áhöfn á stríðsárunum (1940). Sagan segir að Margrét móðir Eggerts hafi tekið af honum loforð um að feta ekki í fótspor föð- urins. í staðinn lá leið hans í Iðnskól- ann þar sem hann lærði múrverk. Það má því segja að byggingariðnað- urinn hafi orðið hans starfsvettvang- ur allt frá því hann stundaði múr- verk, sat lengi í stjórn Húsnæðis- stofnunar ríkisins og var ráðherra húsnæðismála í sex ár, á seinni hluta viðreisnar. Húsnæðismál, vinnu- markaðsmál og málefni þeirra, sem af ýmsum ástæðum þurftu á að halda félagslegri aðstoð, voru honum alla tíð hugstæðust. Þessi áhugamál mótuðu starfsferil hans alian. Eggert óx upp til áhrifa í Alþýðu- flokknum úr röðum verkalýðshreyf- ingarinnar í Reykjavík. Tæplega hálfþrítugur að aldri valdist hann til forystu í Múrarafélaginu í Reykjavík og var samtímis formaður FUJ og síðar SUJ, Sambands ungra jafnað- armanna. Hann var einn þeirra ungu manna sem studdu Hannibal til for- mennsku á átakamiklu flokksþingi 1952. Það hefur hann væntanlega gert vegna þess að hann vildi að kjarabarátta verkalýðshreyfingar- innar setti meira svipmót á stefnu og störf Alþýðuflokksins en verið hafði þá um skeið. í kosningunum 1953 náði hann kjöri sem þingmaður Alþýðuflokksins á Seyðisfirði, þá aðeins 28 ára gamall. Það varð upp- hafið að aldarfjórðungs ferli sem þingmaður og loks ráðherra. Þegar Guðmundur í. Guðmunds- son hætti afskiptum af stjómmálum árið 1965 færði Emil Jónsson, þáver- andi formaður Alþýðuflokksins, sig yfir í stól utanríkisráðherra. Valið um eftirmann Emils sem sjávarút- vegs- og félagsmálaráðherra stóð þá milli þeirra Eggerts og Benedikts Gröndals, sem þá þóttu álitlegastir hinna yngri manna. Eggert varð fyrir valinu með þeim rökum að það myndi styrkja tengsl flokksins og ríkisstjómarinnar við verkalýðs- hreyfínguna. Þessum ráðherraemb- ættum gegndi Eggert í tæp 6 ár og heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- inu að auki, síðasta árið (1970-71) sem viðreisnarstjórnin hélt velli. Á þriðja og seinasta kjörtímabili viðreisnarstjórnarinnar frá 1967 reið mikil kreppa yfír íslenskan sjávarút- veg og þar með þjóðfélagið í heild. Ofveiði reið síldarstofninum að fullu. Við það helminguðust útflutnings- tekjur þjóðarinnar á örskömmum tíma og stór hluti skipastólsins varð verkefnalaus. Viðreisnarstjórnin vann sig hægt en örugglega út úr vandanum og skilaði að lokum góðu búi. En hrun uppistöðu sjávarútvegs- ins á landsbyggðinni, atvinnuleysi og landflótti í kjölfarið og síðast en ekki síst, aðgerðaleysi í landhelgis- málum varð viðreisnarstjórninni að lokum að ijörtjóni. Eftir á að hyggja. undrast maður hversu sjávarútvegs- ráðherrann virtist sigla lygnan sjó í öllum þessum umbrotum. Það lýsir fremur manninum Eggert G. Þor- steinssyni en þeim ytri kringum- stæðum sem við var að fást. Það er frægt í stjórnmálasögunni að undir lok viðreisnarsamstarfsins réð Eggert G. Þorsteinsson því með oddaatkvæði sínu á Alþingi að fella stjórnarfrumvarp, sem þar að auki var flutt af þáverandi formanni flokksins og viðskiptaráðherra Gylfa Þ. Gíslasyni, við atkvæðagreiðslu í efri deild. Þess eru mörg dæmi að stjórnarfrumvörp dagi uppi eða þau nái ekki fram að ganga. Hitt mun einsdæmi að stjórnarfrumvarp falli fyrir atbeina ráðherra og með odda- atkvæði hans, án þess að það varði stjórnarslitum. Þetta einstaka atvik í stjórnmála- sögunni hefur löngum síðan orðið stjórnmála- og fræðimönnum undr- unar- og umræðuefni og sýnist sitt hveijum. Málið snerist um aukið fijálsræði í verðmyndun og afnám verðlagsá- kvæða og var því mjög í anda þeirr- ar stefnu sem Alþýðuflokkurinn fylgdi frá viðreisnarárunum. Ég hef aldrei fengið upplýst hvort þetta var gert af ráðnum hug eða hvort menn þóttust hafa vissu fyrir stuðningi einhverra þingmanna Framsóknar- flokksins, sem myndi nægja til að tryggja málinu framgang. Alla vega varð það ekki stjórnarslitatilefni. Vandséð er hvort stjórnarmyndun hefði getað tekist af þessu tilefni án kosninga og eins er mikil spurn- ing, hvort flýting kosninga um tæpt ár hefði e.t.v. einhveiju breytt um stjórnarmyndun og samstarf flokka í framhaldinu. Alþýðuflokkurinn var í mikilli lægð næstu árin (1971-78). Það var ekki fyrr en með kosningunum 1978 og þá fyrir atbeina nýrrar kynslóð- ar, sem skipaði sér undir gunnfána nútímalegrar jafnaðarstefnu, að flokkurinn náði sér aftur á strik á ný. Þegar hér er komið sögu hafði Eggert G. Þorsteinsson hætt afskipt- um af stjórnmálum og sest á friðar- stól sem forstjóri Tryggingastofnun- ar ríkisins, en því starfí gegndi hann fram á seinasta ár. Þá átti Eggert að baki 40 ára feril sem miðstjómar- maður í Alþýðuflokknum. Líf hans var því alla tíð samofið sögu Alþýðu- flokksins, verkalýðshreyfíngarinnar og þess velferðarríkis sem þessar hreyfíngar hafa byggt upp á undan- fömum áratugum. Árið 1970 þegar Eggert var staddur á norrænum ráðherrafundi í Visby á Gotlandi bar hann gæfu til að bjarga ungum dreng frá drukknun þar í höfninni með snar- ræði við tvísýnar aðstæður. Þessi atburður má heita táknrænn fyrir viðleitni Eggerts G. Þorsteinssonar á hérvistardögum hans; að reyna að verða öðrum að liði og leggja þeim þannig líkn með þraut. Að leiðarlokum vil ég f.h. okkar íslenskra jafnaðarmanna þakka Eggert G. Þorsteinssyni samfylgdina um leið og ég færi eftirlifandi konu hans, Helgu Einarsdóttur, afkom- endum Eggerts, vinum og vanda- mönnum, okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins- Jafnaðarmannaflokks Is- lands. Það er víst óhagganlegt lögmál, að eitt sinn skuli hver deyja. Og það er víst jafnóhagganlegt, að fæstir ráða för í þeim efnum. Oft er það svo, að ferðin var alls ekki tímabær. Það fínnst mér eiga við um Eggert G. Þorsteinsson. Hann Eggert fór einfaldlega allt of snemma. Það er auðvitað skarð fyrir skildi og Eggerts er sárt saknað af vinum og fyrrum samstarfsmönnum. En samt er það svo þar sem heilir menn og traustir voru á ferð líkt og Egg- ert, að þakklætið og virðingin fýrir manninum er sú tilfínning sem á þessum tímamótum er öðru yfir- sterkara. Ég kynntist Eggert ekki fyrr en á seinni árum, þegar hann hafði eig- inlega lokið sínu pólitíska starfi. Ég kynntist honum sem forstjóra Trygg- ingastofnunar ríkisins og átti við hann náið persónulegt samstarf í hálfan annan áratug. Eggert var traustur maður og tryggur sínum hugsjónum og því umhverfi sem hann var vaxinn úr. Hann var jafnaðarmaður og hafði barist fyrir þeirri hugsjón frá fyrstu tíð. Hann var um leið maður verka- lýðshreyfíngarinnar og hélt fram hennar hlut alla tíð. Hann var síðast en ekki síst hinn reyndi stjórnmála- maður, sem kunni að koma fram við fólk og sjá út hvað var mögulegt og hvað ekki í flóknum samskiptum. Þetta var það veganesti sem Egg- ert tók með sér inn í Tryggingastofn- un ríkisins ásamt ríkulegum persónu- töfrum, sem hann miðlaði á sinn hægláta og ljúfa hátt. Oftast var örstutt í kímnina, sem hann beitti óspart til að létta viðfangsefnið og taka grámóskuna út úr hversdags- leikanum. Eggert var maður með hjartað á réttum stað þegar að því kom að veija réttindi bótaþega Trygginga- stofnunar. Á óteljandi samninga- fundum með heilbrigðisstéttum eða fundum um tryggingalöggjöfína eða með tiyggingaráði gat Eggert ein- faldað hin fióknustu mál með dæmi- sögum um Jón og Gunnu, sem voru í hans huga hinir dæmigerðu við- skiptavinir Tryggingastofnunarinn- ar. Það var hans aðferð til að setja reglugerðarákvæði og lagabókstafi í samband við lífíð og raunveruleikann til að rannsaka hvort venjulegt fólk gat komist af með það sem um var rætt. Ég man ekki eftir því þessa tæpu tvo áratugi að okkur Eggert hafi nokkurn tímann orðið sundurorða. Hans aðferð var að standa af sér storminn og bíða og sjá hvort ekki hægðist um, ef eitthvað það var á ferðinni sem hann var greinilega ekki alls kostar ánægður með. Það fylgdi oft starfínu að hann varð að taka á sig ábyrgð á málum, sem voru erfið en þóttu nauðsynleg. Þá reyndi ef til vill frekar á hugrekkið en ánægjuna. Hugrekki var þáttur, sem hafði einkennt persónu Eggerts alla tíð. Það hjálpaði ekki einungis við að bjarga barni frá drukknun á sínum tíma, heldur var þetta þáttur í hans stjómmálalífi sem skapaði honum virðingu og álit langt út fyrir raðir pólitískra samheija. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að kynnast og fá að starfa með manni eins og Eggert G. Þor- steinssyni. Á þessari stundu leitar hugurinn til Helgu og fjölskyklu hans, sem ég votta mína innilegustu samúð. Megi Guð blessa minningu Eggerts G. Þorsteinssonar. Jón Sæmundur Sigurjónsson, formaður Tryggingaráðs. • Fleiri minningargreintir um Eggert G. Þorsteinsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Ástkær maðurinn minn, faðir, sonur, bróðir og mágur, SIGURGEIR SIGURÐSSON, Hverfisgötu 32, Hafnarfirði, lést 13. maí. Inga Björk Dagfinnsdóttir, Jenný Rut Sigurgeirsdóttir, Katrm Sigurgeírsdóttir, Jenný Karla Jensdóttir, Sigurður Sigurgeirsson, Elisabet Sigurðardóttir, Guðjón Guðmundsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Jón Gunnar Baldursson, systrabörn og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.