Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 45 * * Islendingar Olympíu- meistarar 15 ára og' yngri OLYMPIUMEISTARARNIR Bergsteinn Jón Viktor Einarsson Gunnarsson Braga var þá ein eftir og dugði jafntefli til að tryggja sigurinn, en Bragi lét sér það ekki nægja og vann laglega. Lokastaðan: 1. ísland 19 v. af 28 mögulegum. 2. Ungverjaland Wh v. 3. Georgía 17 v. 4. -5. Júgóslavía A og England I6V2 v. 6. Rússland B 16 v. 7. Spánn A 15‘/2 v. 8. -9. Frakkland og Úkraína 15 v. 10.-13. Argentína, Spánn B, Noregur og Holland 141/? Björn Þorfinnsson Einar Hjalti ■ Jensson Bragi Þorfinnsson SKAK Ólympíumót svcita 15 ára og yngri: LAS PALMAS, KANARÍEYJUM, 6.-15. MAÍ ÍSLENSKA unglingalandsliðið sigraði glæsilega á Ólympíuskák- móti barna og unglinga yngri en 16 ára, sem lauk í Las Paimas á Kanaríeyjum um helgina. Sveitin hlaut 19 vinninga af 28 möguleg- um, en Ungverjar urðu í öðru sæti með 17 'h vinning. Sú sveit var sigurstranglegust fyrirfram, var bæði stigahæst og með yngsta stórmeistara heims, Peter Leko, á fyrsta borði. Georgía varð í þriðja sæti og það var eina sveitin frá fyrrum Sovétríkjum sem náði að blanda sér í toppbaráttuna. Rússar sigruðu í fyrra, en nú virðist skort- ur á breidd vera farinn að há þeim og Úkraínumönnum. Sigur íslendinga kom nokkuð á óvart, en sveitin var þó talin sú fimmta sterkasta mælt í stigum. Það var stórkostlegur endasprett- ur sem færði þeim sigurinn, mestu munaði um óvæntan stórsigur á Júgóslövum í næstsíðustu umferð. Við skulum líta á ganginn í loka- umferðunum: 4. umferð: Georgía-Island 3-1. Jón Viktor og Bragi gerðu jafn- tefli, en Bergsteinn og Björn töp- uðu fyrir þessari öflugu sveit. 5. umferð: Noregur-ísland ‘/2-3'/2. Þar með var sveitin komin í gang. Keppinautum strákanna á ótal Norðurlandamótum voru eng- in grið gefin. Jón Viktor, Björn og Bergsteinn unnu, en Bragi gerði jafntefli. 6. umferð: Júgóslavía-Island V2-3V2. Að sögn Haraldar Baldurs- sonar var þetta einhver ótrúleg- asta umferð á skákmóti sem hann hefur orðið vitni að. Bragi mætti vel undirbúinn til leiks, beitti fjög- urra peða árásinni gegn Kóngsind- verskri vörn og vann í aðeins 25 leikjum. Á tímabili leit þó út fyrir að ísland myndi tapa viðureign- inni, að sögn Haraldar. Jón Viktor og Bergsteinn voru báðir með erf- iða stöðu og Björn var peði yfir, en staðan vægast sagt óljós. En allt fór íslensku unglingunum í vil. Bergsteinn hélt örugglega jafntefli eftir gífurlegar þrenging- ar og Jón Viktor og Björn unnu eftir æsispennandi lokamínútur. Þar með tók Island örugga for- ystu. 7. umferð: Ísland-England 2V2- IV2. Öflugustu skákþjóð Vestur- landa tókst ekki að stöðva sigur- gönguna. Jón Viktor vann vel úr betri stöðu þrátt fyrir að hann væri í tímahraki. Bergsteinn tap- aði 0g Björn gerði jafntefli. Skák v. 14. Svíþjóð 14 v. 15. -16. Rússland % og Portúgal 13V2 v. 17.-18. Marokkó og Bosnía 13 v. 19. Kanaríeyjar A IOV2 v. 20. Kanaríeyjar B 10 v. 21. Júgóslavía B 9'/2 v. 22. Lúxemborg 5 v. Árangur íslensku keppendanna var sem hér segir: 1. borð: Jón Viktor Gunnarsson 4‘/2 v. af 7, 64,3% 2. borð: Bragi Þorfinnsson 5 v. af 7, 71,4% 3. borð: Bergsteinn Einarsson 4 v. af 7, 57,1% 4. borð: Björn Þorfinnsson 5V2 v. af 7, 78,6% Einar Hjalti Jensson, varamað- ur, fékk ekki að spreyta sig vegna velgengni félaga sinna. Einar hef- ur verið á mikilli uppleið að undan- förnu, þótt hann sé ekki eins leik- reyndur og hinir. Fararstjóri var Haraldur Bald- ursson, formaður Taflfélags Kópa- vogs og stjórnarmaður í Skáksam- bandi Islands. Ótrúleg velgengni íslands Anatólí Karpov, FIDE heims- meistari, afhenti verðlaunin. í ræðu sem Karpov hélt við það til- efni fjallaði hann mikið um ísland og íslenskt skáklíf sem hann hrós- aði í hástert. Eftir sigur Helga Áss Grétarssonar á HM unglinga 20 ára og yngri í haust og þennan nýjasta árangur er ljóst að íslend- ingar eru komnir á meðal fremstu þjóða heims hvað styrkleika ungl- inga varðar. Það hafa því mynd- ast tækifæri til þess að ísland eignist nokkra af bestu skákmönn- um heims eftir 5-10 ár. En til þess að svo megi verða reynir ekki bara á unglingana sjálfa, heldur líka skákskólann um rétta aðstoð 0g skákhreyfínguna um að skapa þeim hæfileg tæki- færi. Þessir unglingar eiga nú skil- ið tækifæri á alþjóðlegu móti hér heima í sumar eða haust. Það er of langt að bíða eftir næsta Reykja- víkurskákmóti í febrúar 1996. Sigur nýrra aðferða Keppendurnir eru allir nemend- ur í úrvalsdeild Skákskóla íslands. Kennarar í skákskólanum, sem eru stórmeistararnir, hafa löngum gagnrýnt það að unglingarnir fái ekki verðug verkefni, heldur sé lögð ofuráhersla á fjölmörg skóla- og unglingamót á hveiju ári bæði hérlendis og á Norðurlöndunum. Hvort sem það er því eða öðru að kenna hafa þeir ekki haft nægan tíma til að afla sér fræðilegrar þekkingar. Fyrir þetta mót lagði Skákskólinn mikla áherslu á að allur undirbúningur yrði faglegri en áður og unglingarnir létu ekki sitt eftir liggja. Þeir tóku einnig öfluga ferðatölvu með sér, sem Einar J. Skúlason hf. lánaði og Rökver hf. í Kópavogi lagði þeim til fullkomnasta gagnabanka og skákhugbúnað sem völ er á. Að sögn Haraldar kom þetfa að mjög góðum notum. Undirritaður er sannfærður um það að eftir að þessir hæfileika- miklu unglingar eru kornnir á bragðið hvað fræðileg vinnubrögð varðar, verður ekki aftur snúið og þeir halda áfram á sigurbraut. Það átti mikinn þátt í sigrinum að Jón Viktor Gunnarsson réði mjög vel við það hlutverk að leiða sveitina á fyrsta borði. Hann mætti erfiðum andstæðingum og bytjaði illa á mótinu. En í fjórðu umferð þjarmaði hann að geysi- sterkum Georgíumanni, Bak- htadze, sem er heimsmeistari í þessum aldursflokki. Skákinni lauk að vísu með jafntefli, en Jón Viktor sá hvers hann var megnug- ur 0g vann þijár síðustú skákirn- ar. Við skulum líta á öruggan sig- ur á Norðmanninum. Slíkir sigrar eru ómetanlegir í sveitakeppni, skotheld taflmennska á 1. borði gefur félögunum tóninn: Hvítt: Leif Erlend Johannessen Svart: Jón Viktor Gunnarsson Drottningarindversk vörn I. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - b6 4. a3 - Bb7 5. Rc3 - d5 6. Dc2 - Be7 7. cxd5 - exd5 8. Bf4 - a6 9. e3 - 0-0 10. Bd3 - c5 11. dxc5 í slíkum stöðum ætti hvítur ekki að taka spennuna af miðborðinu nema það færi honum einhvem stöðulegan ávinning, en því er ekki að heilsa hér. II. - bxc5 12. 0-0 - Rbd7 13. Re2 - g6 14. Rg3 - He8 15. b3 - Bf8 16. Rd2 - Bg7 17. Hael - h6 18. h4?! - Db6 19. e4 - Dc6 20. f3 - Rf8 21. Kh2? Jón Viktor hefur treyst stöðu sína, en Norðmaðurinn hins vegar lagt út í vafasamar aðgerðir og veikt kóngsvænginn. Hér velur hann kóngi sínum afar óheppileg- an reit og það nýtir svartur sér með því að leppa hvíta riddarann á g3. 21. - Re6 22. Be3 - Dc7! 23. exd5 - Bxd5 24. Be4 24. - Rh5! 25. Bf2 - Df4! 26. Bxd5 Tapar strax, en eftir 26. Kh3 sem var besta tilraunin, vinnur svartur með 26. - Be5! 27. Bxd5 - Rxg3 28. Be3 - Df6 29. Bxa8 - Rd4! 30. Bxd4 - De6+ 31. Kh2 - Rxfl++ 32. Khl - Rg3+ 33. Kh2 - cxd4 34. f4 - Re2! 26. - Dxh4+ 27. Kgl - Rxg3 28. Bxg3 - Dxg3 29. Bxe6 - Bd4+ 30. Khl - Dh4+ og hvítur gafst upp. Afmælismót Kópavogs Fimmtudaginn 11. maí voru lið- in 40 ár frá því Kópavogur öðlað- ist kaupstaðarréttindi. Af því til- efni gekkst Taflfélag Kópavogs fyrir öflugu atskákmóti í Digra- nesskóla. Margir af öflugustu skákmönnum landsins voru á með- al keppenda, þ.á m. þrír stórmeist- arar og þrír alþjóðlegir meistarar. Mótið tók þijá daga, umhugsunar- tíminn var 25 mínútur á skákina og tefldar voru 9 umferðir. Eftir æsispennandi keppni réðust úrslit- in ekki fyrr en á lokamínútunum. Hannes Hlífar Stefánsson vann fjórar fyrstu skákimar og tók for- ystuna með sigri yfir Þresti Þór- hallssyni. Hannes gerði jafntefli við Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson, en Þröstur vann þá báða og náði Hannesi að vinning- um. Þröstur og Hannes fylgdust síðan að og voru jafnir og efstir fyrir síðustu umferð með sjö vinn- inga. Margeir var þriðji með sex vinninga. í síðustu umferðinni náði Karl Þorsteins snemma undir- tökunum gegn Þresti og vann ör- uggiega. Hannes Hlífar fylgdist grannt með og fór síðan að tefla til jafnteflis gegn Andra Áss Grét- arssyni. En sá stíll reyndist ekki henta Hannesi og Andri vann þrátt fyrir að hafa átt mjög lítinn tíma eftir. Það urðu því þrír efstir og jafnir á mótinu. Úrslit mótsins: I. -3. Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Þórhallsson og Margeir Pétursson 7 v. 4. Andri Áss Grétarsson 6 v. 5. -8. Karl Þorsteins, Sævar Bjarnason, Magnús Orn Úlfarsson og Olafur B. Þórsson 5'A v. 9.-10. Jóhann Hjartarson og Bragi Halldórsson 5 v. II. -18. Tómas Björnsson, Halldór G. Einarsson, Áskell Örn Kárason, Ásgeir Þór Árnason, Arnar Gunn- arsson, Júlíus Friðjónsson, Hrann- ar Baldursson og Gunnar Örn Haraldsson 4 'h v. o.s.frv. Skráning í sumarbúðir Skákskólans Eftir ótrúlega velgengni nem- enda í úi-valsdeild Skákskóla ís- lands er vert að minna á að skól- inn er opinn öllum börnum og unglingum sem kunna manngang- inn og hafa áhuga á skák. í sum- ar gefst gott tækifæri þar sem skólinn mun gangast fyrir sumar- búðum í Reykholti í Biskupstung- um dagana 18.-23. júní. Skráning stendur yfir á skrif- stofu skólans alla virka daga frá kl. 10-13 í síma 568 9141 og bréf- síma 568 9116. Margeir Pétursson skólar/námskeið handavinna tungumál tölvur ýmislegt ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Uppl. hjá Sigríði Pétursd. > s. 17356. ■ Enskunám i Englandi ( nágrenni við York í boði. er alhiiða enskunám (2-20 vikur) við virtan enskuskóla. Viðskiptaenska, unglinganámskeið og barnanámskeið (6-12) ára. Fámennir hópar. Fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Skoðunarferðir og íþróttir. Upplýsingar gefur Marteinn M. Jóhannsson í síma 91-811652 á kvöldin. STJÓRNUNARFÍLAGS ISLANDS . OG NYHERJA 69 77 69 <Q> —“•» 62 10 66 NÝHERJI ■ Tölvuskóli í fararbroddi ÖIl hagnýt tölvunámskeið. ' Fáðu senda námsskrána. ■ Tréskurðarnámskeið Fáein pláss laus í maí og júní. Hannes Flosason, sími 554 0123. íulloföinsír&lan Gerðubergi 1, sími 557 1165 ■ Framhaldsskólaprófáfangar Samræmdu prófin, aukatímar Skráning er hafin í matshæfa prófáfanga á sumarönn í kjarnagreinum + sænsku og norsku: 0, 10, 20, 30 áf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.