Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJÚDAGUR 16. MAÍ 1ð9ð 49 BRÉF TIL BLAÐSIIMS 30 milljarða verðmæti brætt í einn milljarð! Frá Árna Birni Guðjónssyni: ÞAÐ er vægast sagt undarlegt að nýtingaraðferðir á Íslandssíldinni skuli ekki vekja athygli í Qölmiðlum. í frétt í Morgunblaðinu sl. föstu- dag var sagt frá því í viðtali að 100 þúsund tonn af Islandssíld gæfu í sölu einn milljarð í mjöli, lýsi, o.s.frv. Þetta vakti athygli mína, ekki síst vegna ástands í atvinnumálum þjóðar- innar og hvatningar undanfarið um aukna verðmætasköpun í þjóðfélaginu. Margsinnis hefur verið bent á að há- marksnýting sé nauðsynleg og þar með hámarksarðsemi sjávarútvegsins. Hver er stefnan? Síld er herramannsmatur og af fjölmörgum talin vera mikið lostæti þegar hún er krydduð og sett í dósir eins og við getum keypt hana hér í verslunum. Eg fór út í næstu búð og kannaði verðið á unnum síldarvör- um. Þar stóð þyngd síldarinnar utan á pakkningunni og eftir að hafa tek- ið nokkrar prufur komst ég að því að verðið var án vsk. 600 kr. pr. kg. Fyrir tonnið fæst því 600 þús. kr., fyrir 1.000 tonn fást 600 milljónir kr., fyrir 10 þúsund tonn 6 milljarðar kr. og fyrir 100 þúsund tonn fást 60 milljarðar króna. Ef tekið er tillit til venjulegra af- falla og miðað er við heildsöluverð án vsk. tel ég að hér séu verðmæti til útflutnings um 30 milljarðar króna. Þarna eru auðæfin. Ef við setjum 4,5 milljarða kr. í markaðsöflun þá eigum við eftir 26 milljarða í söluverðmæti. ★ Ég spyr því, hvernig hefur þjóðin efni á því að fara svona með auðæfin? ★ Hver tekur þessar ákvarðanir um vinnsluaðferðir? ★ Hví er þessum tækifærum sleppt? Hvar er sjávarútvegsstefnan? ★ Núna á lýðveldisafmælinu væri vert að skoða hvað við erum að gera, hvert stefnum við og hveij- ar eru afleiðingarnar? Ef ekki verður hugarfarsbreyting hjá þessari þjóð mun illa fara. Ég óska eftir umræðu um þessi mál. Guð blessi ísland og íslendinga. ÁRNI BJÖRN GUÐJÓNSSON, meðlimur í Kristilegri stjórnmálahreyfingu. Heill Magnúsi Scheving Frá Jóni K. Guðbergssyni: ÞAU ánægjulegu tíðindi gerðust nú í vetur að Magnús Scheving þolfimi- meistari var kjörinn íþróttamaður ársins. Margur góður íþróttamaður- inn hefur hlotið þá virðingu og er skemmst að minnast Sigurbjörns Bárðarsonar sem er þjóð sinni og íþrótt til sóma hvar sem hann fer. Magnús Scheving virðist óvenju vel gerður ungur maður. Hann hefur undanfarið komið í margar félags- miðstöðvar ungs fólks, í skóla og víð- ar þar sem æskufólk kemur saman. Alls staðar er hann aufúsugestur. Fordæmi hans er ungu fólki hvatning til heilbrigðra lífshátta. Lífsgleði hans og nánast þrotlaus orka hafa djúp áhrif á þá sem hann ræðir við. Hann er í rauninni sendiherra heilbrigði og gleði hvar sem hann fer. Full ástæða er til að þakka íþróttafréttamönnum smekkvísi sína og ÍSÍ fyrir að hafa tekið þolfími sem keppnisgrein inn fyrir vébönd sín. Þar á hún heima ásamt öðrum þroskandi íþróttagreinum. JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. Glæsilegt tilboð Heimsferða 13. júní til Kanaríeyja, þar sem þú finnur besta loftslag í heimi á þessum tíma. Afar falleg nýleg smáhýsi á tveimur hæðum með fullkomnum aðbúnaði. Eitt svefnherbergi, stofa, baðherbergi, eldhús og svalir á efri hæð, garður á neðri hæð. Verslun og mótttaka í hótelinu. Bókaðu strax, því aðeins 8 hús eru í boði á þessu frábæra verði. Frá Halifríði Eysteinsdóttur: GRUNDV ÖLLUR Náttúru- heilsufræði er að líkaminn sjálfur leitar heilbrigði og nær því marki með því að losa sig jafnóðum við skaðleg úrgangsefni; Það er undir- staða Náttúru-heilsufræði, að lík- aminn sé sjálf-hreinsandi, sjálf- læknandi og viðhaldi sér sjálfur. Mannslíkaminn er eitt stórkostleg- asta sköpunarverk náttúrunnar. Ekkert jafnast á við hann að krafti, hæfileikum og aðlögunar- getu. Mannslíkaminn leitast stöð- ugt við að vera frískur á sjálfvirk- an hátt og hann er fæddur með allan útbúnað til að viðhalda sér sjálfur. Með alla þessa aðlögunarhæfni líkamans til að viðhalda heil- brigði, megum við ekki gleyma því að það erum við sem nærum þenn- an líkama. „Við erum það sem við borðum.“ Margir hveijir eru með- vitaðir um það sem þeir borða, vegna þess að þeir hafa fengið einhveija fræðslu um það, sbr. íþróttamenn sem ætla sér að ná árangri. Þeir vita það að næringin er aðal eldsneyti líkamans. Þeir undirbúa sig með strangri þjálfun og eru meðvitaðir um hvað þeir láta ofan í sig því undirbúningur- inn felst einnig í næringarríkum máltíðum fyrir keppni. 70% vatn Við þurfum ekki að vera neinir íþróttamenn til að vita það að hollusta í mataræði er aðal lykill- inn að heilbrigðu lífi. Við getum alveg lifað heilbrigðu lífi án strangra æfinga í okkar starfsama lífi en við megum aldrei gleyma því sem við látum ofan í okkur. Ef við lítum aðeins til jarðarinnar, þá er yfirborð hennar 69% vatn og 21% þurrlendi. Ef við hugum að líkamanum þá er hann að minnsta kosti 70% vatn, eins og hjá öðrum spendýrum. Er þá ekki rökrétt að ætla að við þurfum að borða fæðu sem inniheldur allt að 70 hundraðshlutum vatn og þörfn- umst þess efnishlutfalls til eigin viðhalds til að viðhalda heilbrigði? Ensýmin í frumum mannslík- amans eru alveg þau sömu og í jurtum, ávöxtum, fræum, korni Kanaríeyjar - 3 vikur 39.932 Verö kr. m.v. hjón með 2 böm, 2-14 ára, 13. júní. Verð kr. m.v 2 í íbúð. 49.960 GRIMANESA Innifalið í verði: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjóm, flugvallarskattar. Austurstræti 17, Sími 562 4600. og hnetum. Til að viðhalda fæðu- hring náttúrunnar þurfum við þennan lífgjafa, þessi ensým sem eru í frumeindum og sameindum sérhverrar frumu. Hinar 8 nauð- synlegu amínósýrur sem líkaminn þarfnast fást úr nær öllu káli, ávöxtum,' hnetum, tómötum og baunum. Kalk fáum við úr hnet- um, ávöxtum, grænum blaðjurt- um, fíkjum, döðlum, sveskjum, þara, söl og sesamfræjum. Prótín fáum við í ríkulegum mæli í popp- maís, heslihnetum, haframjöli og einnig í heilhveitibrauði, blaðsal- ati, rúsínum og grænkáli. Kol- vetni eru ríkuleg í jurtafæði, aðal- lega í ávöxtum, beijum og græn- meti. Fitu fáum við úr öllum fræj- um og heilkorni, þó mest úr sól- blómafræjum og höfrum. Fita er sá flokkur næringarefna sem gef- ur mesta orku, fitan er einnig nauðsynleg til flutnings fituleys- anlegra vítamína, sbr. A-, D-, K-, og E-vítamína. D-vítamín fáum við þó ekki mikið af úr daglegri fæðu og mæli ég með því að við tökum eina teskeið af lýsi dag- lega, til að nýta til fullnustu allt það kalk sem við fáum úr hinni náttúrulegu fæðu. Jurtafita inni- heldur ekki mettaða fitu eins og í dýrafitu, heldur einómettaðar og fjölómettaðar fitusýrur sem eru mun æskilegri þegar til lengdar er litið. Gæði en ekki magn Ég vil eindregið í þessum skrif- um mínum vekja fólk til umhugs- unar um hvað það borðar. Ef þessi þáttur fæðunnar er í meirihluta, lifir þú væntanléga vel og lengi. Ennfremur vil ég benda á að mat- ur sem búið er að sjóða, geril- sneyða eða steikja, hefur glatað náttúrulegum ensýmum og er því ekki lengur lifandi, því hann hefur’ tapað hinum lifandi næringarefn- um. Þó slík fæða geti haldið mönn- um lifandi, verður það á kostnað heilsu, orku og lífsþróttar. En þér er fijálst að borða það sem þér þykir gott. En taktu eftir því næst, þegar þú raðar á diskinn þinn, hversu mörg prósent af máltíðinni er lifandi fæða! Öll næringarefni sem líkaminn þarfnast - vítamín, steinefni, prótín, amínósýrur, ensým, kolvetni og fitusýrur eru til staðar í ávöxtum og grænmeti. „Og munið að það er ekki magn- ið sem skiptir máli, heldur gæðin.“ HALLFRÍÐUR EYSTEINSDÓTTIR, sjúkraliði, Egilsstöðum: PARTAR Kaplahrauni 11, S. 565 3323 Eigum nýja og .potaða boddýhluti í japanska & evrópska bíla. Húdd, bretti, stuðara, grill, hurðir, hlera, skottlok, rúður. Góðir hlutir — gott verð. Sfldin gæti gefið 2 millj- arða í útflutiiingstekiur N áttúru-iieilsufræði I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.