Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Yiðhald & ÉM nýbyggingar ’ Láttu okkur gera þér tilboð og við komum þér þægilega á óvart. K.K. Blikk hf - Auðbrekku 23 - S:554-5575 Ingólfur Jónsson - Húsasmíðameistari Sími: 567-0643 og Bílasími: 985-21909 visa ( t- Gæðastj ór nun í nútíð og framtíð Ráðstefna á Akureyri, Sjafnarstíg 3 (Oddfellowhúsinu) 19. mai 1995 Dagskrá Ráðtefnustjóri: Gunnar Karlsson. hótelstjóri og lektor. 12.30 Skráning og ráðstefnugögn afhent. 13.00 Ráðstefnan sett. Dr. Stefán G. Jónsson, forstöðumaður rekstrardeildar Háskólans á Akureyri. 13.05-15.55 Kynning á rannsóknarverkefnum í gæðastjórnun. 13.05 Skipulagning eftir ferlum í þjónustufyrirtaekjum. Lilja Kolbrún Bjarnadóttir. 13.25 Greining á kostnaði fyrirtœkja. Sigurður Steingrimsson. 13.45 Alferðir og ferðaþjónusta, lögin - áhrifin - viðbrögðin. Unnsteinn Ingason. 14.05 Upplýsingakerfl, notkunarmöguleikar í rekstri og gæðastjómun. Smári Kristinsson. 14.25 Hlé. 0 14.35 Gæðakerfi i þjónustufyrirtæki. Jón Skjöldur Karlsson. 14.55 Tryggir ISO 9001 stöðugar umbætur? Hannes Guðmundsson. 15.15 Innra eftirlit í matvælafyrirtækjum. Davið Hjaltested. 15.35 Samningsstjórnun í íslenskri stjómsýlsu. Gísli Hrannar Sverrisson. 15.55 Kaffihlé. 16.30 „Quality for Life - The Promise of the Future". Dr. James Stewart, prófessor Northern Illionois University. 17.45 Ráðstefnunni slitið. Ráðstefnugjald er 2.000 kr. Innifalin eru ráðstefnugögn og kaffiveitingar. Þú kaupir rafmagnsverkfæri fyrir 20 þúsund krónur... ...og færð þennan níðsterka galla í bónus. Atias Copco og AEG sameinaðir verður útkoman alveg einstök gæði. AEG MtUutCopco Gegnum þykkt og þunnt BRÆÐURNIR HORMSSONHF Lágmúla 8, S.553 8820 ÍDAG Farsi Pennavinir FRÁ Ghana skrifar 24 ára stúlka með áhuga á tennis, ferðalögum, íþróttum, tón- list o.fl.: Dora Mensah, Victoria Park, c/o P.O. Box 943, Oguaa, Cape Coast, Ghana. FINNSK 37 ára húsmóðir viil skrifast á við íslenskar mæður. Á þrjú börn, fædd 1986, 1988 og 1992: Riitta Auvinen, Vanhatie, 52700 Mantyharju, Finland. Leiðrétt Lína féll niður Heil línu úr handriti féll niður við setningu fréttar frá fréttaritara Morgun- blaðsins í Eyjafirði um til- raunir um að dreifa sandi yfir snjó á túni. Fréttin birt- ist sunnudagsblðinu, á bls. 4. Setningin hljóðar svo (feitletrað það sem féll út): „Hann sagðist ekki vilja eyðileggja húsdýraáburð- inn með því að breiða hann á snjóinn, sótti því bílhlass ÍTALSKUR 28 ára hag- fræðingur með áhuga á bókmenntum, skák, sögu, menningu og listum Norð- ur-Evrópuþjóða: Andrea Rimondi, Via Valle D’Aosta 17, 40139 Bologna, Italy. JAPÖNSK 28 ára kona með áhuga á ferðalögum, tónlist, útivist, kvikmyndum, sundi o.m.fl.: Mayumi K, 1-9-6 Higashinogawa, Komae, 201 Tokyo, Japan. af sandi og dreifði með þyrildreifara sem ætlað- ur er fyrir tilbúinn áburð." Morgunblaðið biðst vel- virðingar á mistökunum. Rangt föðurnafn í frásögn af heimsókn í bókasafn Vatikansins sem birt var í menningar- og listablaði Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag var Ásdís Egilsdóttir sögð vera Erlingsdóttir. Beðist er vel- virðingar á þessum mistök- um. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapaó/fundið Silfurfesti fannst SILFURFESTI með áföstum skildi fannst á Snorrabraut um helgina. Á skjöldinn er áletrað nafn og fleira. Eigandinn er beðinn um að hafa samband í síma 14706. Reiðhjól tapaðist FJÓLUBLÁTT nýtt Trek-fjallahjól hvarf fyr- ir utan Þjóðarbókhlöð- una fyrir skömmu og var það læst. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 610006 eða 22419. Eyrnalokkur tapaðist GULLEYRNALOKKUR, sem er kantaður, og skorið í hann ítalskt lauf- munstur tapaðist sl. föstudagsmorgun, lík- lega í Ikea, eða Rúmfata- lager. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 96-27875. Kettling vantar heimili ÁTTA vikna gamall, loð- inn silfurbröndóttur fresskettlingur, óskar eftir heimili hjá ábyrgum kattavinum. Uppl. í síma 5532362 eftir kl. 17. Páfagaukur tapaðist HVÍTUR lítill páfagauk- ur flaug út úr glugga í Kolbeinsmýri 5, í sólskin- ið og góða veðrið sl. fimmtudag. Geti einhver gefið upplýsingar um hann vinsamlega hringið í síma 5616215. Fundar- laun eru í boði. SKÁK llmsjón Marjjeir l’étursson HVÍTUR leikur og vinnur Svæðamótin, fyrsta stigið í heimsmeistarakeppni FIDE, standa nú yfir víðs vegar um heiminn. Þessi staða kom upp á svæðamóti I Nikolajev í Úkraníu í viður- eign tveggja úkraínskra stór- meistara. Alexander Oní- sjúk (2.600), hafði hvítt og átti leik, en Vladímir Mal- anjúk (2.605) var með svart og lék síðast 26. — Kh7-g8? Onísjúk fann lag- lega vinningsleið í stöðunni: 27. Rxe4! — fxe4 28. Dxe4 (Svarti riddarinn á e7 á nú engan flótta- reit) 28. - Hf7 29. Rg6! og Malanjúk gafst upp. Hann get- ur ekki valdað ridd- arann á e7 og eftir 29. - Rxg6 30. Dxg6+ tapar hann drottningunni. Úrslitin í Nikolaev: 1-3. Lerner, Kruppa og Malanjúk 7 v. af 9 mögulegum. 4-5. Novikov og Romanishin 6 v. Þrír efstu menn komust áfram á millisvæðamót. Víkveiji skrifar... IANDDYRi Morgunblaðshúss- ins, Kringlunni 1, hefur verið sett upp sýning á ljósmyndum, sem fréttaritarar blaðsins víðs vegar um landið hafa tekið og fengið hafa viðurkenningu og verðlaun af hálfu Morgunblaðsins. Hér eru skemmtilegar myndir á ferðinni og birtust sumar þeirra hér í blaðinu í fyrradag. Myndirn- ar sýna, að menn þurfa ekki að vera útlærðir ljósmyndarar til þess að taka góðar ljósmyndir. Víkveiji vill hvetja fólk til að leggja leið sína í Morgunblaðshús- ið og skoða þessar myndir. Væntanlega verður framhald á slíkum ljósmyndasýningum í and- dyri hússins. xxx 0 IFRÉTTATÍMA ríkissjónvarps- ins á sunnudagskvöid komst þulur svo að orði við kynningu á frétt, að eitthvað væri „komið til að vera“ og einhver hefði „skotið sig í fótinn“. Hvorugt er íslenzka. Hvoru tveggja er engilsaxneska. Þetta er of mikið af því góða. xxx HALLDÓR Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra, upplýsti í DV í gær, að eitthvert svigrúm væri til að auka þorskkvóta. Varla kann Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, honum miklar þakkir fyrir þessa yfirlýsingu. Það er að sjálfsögðu á verksviði sjávarút- vegsráðherra að gera tillögu til ríkisstjórnar um þorskkvótann fyr- ir næsta ár og gera má ráð fyrir, að þær tillögur séu á næsta leiti. Sjávarútvegsráðherra hefur verið í hlutverki boðbera válegra tíðinda á undanförnum árum. Ætli honum fínnist ekki réttmætt, að hann fái þá líka að boða betri tíð, ef hún er í vændum? XXX MFJÖLLUN Víkverja um heimsmeistaramótið i hand- bolta hefur valdið einhverju upp- námi hjá áhugamönnum um hand- bolta eins og bæði hefur mátt sjá í þessum dálki, Velvakanda Morg- unblaðsins og af símhringingum til blaðsins. Víkverji var hér áreiðanlega talsmaður hins þögla meirihluta landsmanna, sem hafa ekkert við það að athuga, að aðrir horfi á handbolta en vilja hins vegar ekki láta handboltaleiki t.d. seinka fréttatíma ríkissjónvarps um einn og hálfan tíma, svo að dæmi sé nefnt. Það er hins vegar athyglisvert að fylgjast með því, hvað hávaða- samur minnihluti kemst oft langt með að kúga þögulan meirihluta. xxx VÍKVERJA hefur borizt eftir- farandi athugasemd frá Gunnellu Jónsdóttur, kynningar- stjóra Islenzka útvarpsfélagsins hf.:„Vegna skrifa Víkverja í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðju- dag vill starfsfólk íslenzka út- varpsfélagsins hf. taka fram að dagskrá Stöðvar 2 hefur í engu verið breytt vegna HM ’95 og þar er engu efni rutt út vegna beinna útsendinga frá handboltanum. Að sjálfsögðu eru heimsmeistara- keppninni gerð skil í fréttum, enda er hér um fréttnæman viðburð að ræða. Guðjón Guðmundsson og Stefán Jón Hafstein fjalla einnig ítarlega um handboltann í 19:19 en eftir það heldur dagskráin áfram eins og ekkert hafi í skor- izt. Víkveiji hefði því betur talað um Ríkissjónvarpið en sjónvarps- stöðvarnar í fleirtölu enda senda þær út nokkuð ólíka dagskrá þessa dagana. Þeir sem una sér ekki við handboltann geta því ótruflaðir haldið áfram að njóta dagskrár Stöðvar 2.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.