Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 1
HANDKNATTLEIKUR Ísland-Rússland í kvöld Allt eða ekkert! Stuðningur þinn skiptir máli. Klukkan átta í kvöld verður sem skiptir máli er að vinna. Miðasalan í Höllinni opnar kl. 10:00. flautað til leiks íslands og Stuðningur þinn á pöllunum Miðaverð er S.900 kr. í sæti og 2.200 kr. Rússlands. í raun skiptir ekki gæti ráðið úrslitum. máli hver mótherjinn er, það Láttu þig ekki vanta! í stæði. Og svo eru 1.200 miðar í stæði nýju viðbyggingunni á aðeins 1.000 kr. ‘Vi Rússar hafa ekki sveiflast upp á við ÞORBERGUR Aðalsteinsson, þjálfari íslenska lands- liðsins, horfði á Rússa vinna Tékka í Hafnarfirði á sunnudaginn, þar sem endaniega réðist hvaða mót- herja íslendingar fá í 16-liða úrslitum. Möguleiki var að fá Rússa, Tékka eða Króatíumenn og Þor- bergur hefði viþ'að annan kost: „Þetta er ekki besti kosturinn af þessum þremur. Liðin voru heldur lak- ari en ég bjóst við fyrirfram. Mér sýnist rússneska lið ekkert hafa sveiflast upp á við í keppninni en maður veit aldrei hvernig undirbúningi þeirra hefur verið háttað,“ sagði Þorbergur eftir leikinn og sagði sína menn undirbúna. „Hjá okkur er allt í þessu fína, andinn í hópnum er góður og við förum í þenn- an leikinn eins og hvern annan,“ sagði Þorbergur. Álfurnar keppa um sæti á HM íJapan Þ AÐ er að fleiru að keppa en heimsmeistaratitli á HM hér á landi því heimsálfumar fjórar, sem AI- þjóðahandknattleikssambandið notar við niðurröðun á sætum á HM, berjast hér um hversu mörg sæti hver þeirra fær á heimsmeistaramótinu í Japan 1997. Álfurnar fjórar eiga allar þijú sæti á HM’97 þannig að þar eru farin 12 sæti og eftir eru 12. Gestgjafam- ir eiga eitt sæti víst og hugsanlega Eyjaálfa annað þarinig að þá era eftir tíu sæti. Evrópa gæti tryggt sér þau öll hér á landi ef Evrópuríki verða í tiu efstu sætunum. Ekki tryggja þær þjóðir, sem verða ' í tiu efstu sætunum, sér þó rétt til að keppa í Jap- an, heldur tryggja þær sæti fyrir sína álfu. Hvaða Evrópuríki það verða sem komast til Japans ræðst í úrslitakeppni Evrópukeppninnar á Spáni næsta ár. Liðin hér keppa einnig um sjö laus sæti á Ólympíu- leikunum í Atlanta á næsta ári. Þar leika 12 þjóðir, gestgjafamir, álfmneistaramir fjórir og sjö efstu þjóðirnar úr keppninni hér. Ef verðandi Evrópu- meistarar tryggja sér einnig rétt á mótinu hér mun áttunda sætið á HM’95 hér á landi einnig gefa Ólym- píusæti. Spánverjarnir dæma í kvöld RÖGNVALD Erlingsson og Stefán Arnaldsson dæma leik Tékklands og Suður-Kóreu í 16 liða úrslitum í dag. Leikurinn verður í Laugardalshöllinni og hefst kl. 15. Það verða spænsku dómararnir Gallego og Lamas sem dæma leik íslands og Rússlands kl. 20 i Höllinni. Eyjólfur vinsæll hjá Besiktas CHRISTOPH Daum, þjálfari meistaraliðs Tyrk- lands segir í viðtali við þýska blaðið Kickera.ð markvörðurinn Raimond Aumann og íslendingur- inn Eyjólfur Sverrisson eigi stóran þátt í að Besikt- as varð meistari. „Aumann var meiddur til að byija með, en kom síðan sterkur til leiks og var besti markvörðurinn í Tyrklandi. Eyjólfur var seinn í gang, en hann er leikmaður sem er mikil- vægur hveiju liði — vinnur vel og getur leikið allar stöður. Eyjólfur er orðinn vinsælasti leikmað- ur liðsins lýá áhangendum þess,“ sagði Daum. ÍSLEIMSKA landslfðiö mætir heimsmeisturum Rússa í Laugardalshöll í kvöld í 16 liða úrslitum heimsmeistara- keppninnar. Það lið sem sigrar heldur áfram í átta liða úrslit en tapliðið leikur um níunda til sextánda sætið. íslensku landslfðsmennirnlr fylgdust með leik Rússlands og Tékklands í Hafnarfirðl á sunnudaglnn og af svip landsliðsmanna okkar að dæma er erfitt verkefni framundan. Frá vinstri eru þeir Jón Kristjánsson, Geir Sveinsson, Dagur Sigurðsson og Júlíus Jónasson. ■ HM í handknattleik / C2-C9 Hvað gerist í kvöld? por0MnWfifotí> 1995 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ BLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.