Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 C 5 HM I HANDKNATTLEIK íslendingar mæta Rússum mr Islenska landsliðið mætir heimsmeisturunum frá Rússlandi í 16-liða úrslit- um HM, sem er nokkuð sem enginn reiknaði með fyrir heimsmeistara- keppnina. Þegar dregið var í riðla í HM 23. júní 1994 í Laugardalshöilinni, sagði Þorbergur Aðalsteinsson: „Við gátum ekki verið heppnari með mót- heija — með sigri í riðlinum leikum við gegn fjórða liðinu í b-riðli.“ Þá var rætt um það að íslenska liðið myndi leika um verðlaunasæti — líklegt var að mótheijarnir yrðu Rússar í undanúrslitum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar — Rússar verða mótheijar íslendinga í sextán liða úrslitum. Morgunblaðið/Bjami DMÍTRÍ Filippov skorar gegn Tékkum. Vanmetum ekki íslendinga segirVladímír Maxímov, þjálfari Rússa Valur B. Jónatansson skrifar Leikurinn gegn íslendingum verður mjög erfiður. Allir áhorfendur verða á bandi íslendinga nema vara- mennirnir í mínu liði sem ekki fá að spila leikinn og það verður ekki nóg til að yfir- gnæfa íslensku áhorf- endurna því þeir eru frábærir," sagði Vladímír Maxímov, þjálfari heims- meistara Rússa um leikinn gegn ís- lendingum í kvöld klukkan 20 í Laug- ardalshöll. Hann sagði að síðast þegar liðin mættust fyrir einu og hálfii ári síðan hafi verið margir góðir leikmenn í is- lenska liðinu. „Þið áttuð marga góða leikmenn þá og eigið það einnig núna. íslenska liðið hefur náð mjög góðum árangri og við munum því ekki van- meta íslendinga." „Það er mjög gaman að leika hand- bolta í fullri íþróttahöll og það hefur skemmtileg áhrif á mann. Það voru fáir áhorfendur í Kaplakrika en ég hef séð það í sjónvarpinu hveming það er þegar ísland er að leika fyrir fullu húsi og ég hlakka til. Allir leik- menn á veliinum eru eins og leikarar í troðfullu leikhúsi. Þegar þú finnur það að áhorfendur kunna að meta það sem þú ert að gera fær leikarinn enn meiri kraft og getur náð góðum ár- angri.“ - Hefðir þú kosið að fá aðra mót- hetja en ísiand í 16-Iiða úrslitum? „Já, við veljum því miður ekki mót- heijana. Við hefðum viljað vinna Tékka með níu marka mun og ná efsta sætinu í riðlinum og vissulega ætluðum við okkur það og þá hefðum við fengið Túnis í sextán liða úrslitum. Það hefði verið mun vænlegri kostur." Hann segist ekki ánægður með fyrirkomulagið í keppninni. „Það hefði verið betra ef aðeins þijú lið kæmust upp úr hveijum riðli og léku síðan sín á milli í tveimur sex liða milliriðlum. Það hefði orðið til þess að betri liðin hefðu getað spilað fleiri leiki og náð þannig upp meiri krafti og fleiri spenn- andi leikjum." Þriðjudag 16. maí: 16-liða úrslit ^ Reykjavfk: Kl. 15.00: Suður-Kórea-Tékkland Leiðin að verðlaunum á HM Kl. 17.00: Sviss-Kúba • Miðvikud. 17. mai: 9 8-liða úrslitflET Reykjavík: T W ki. 20.00: Sviss/Kúba - Spánn/Frakkland {IWssland-lsland j lfs .. ... ... ... . Kópavogur: Kl. 15.00: Króatía-Túnis Rússl./ísland - Þýskal./Hv.-Rússl. Kópavogur: Kl. 17.00: 1 Þýskaland-Hv.-Rússl. Kl. 20.00: Rúmenía-Egyptaland Króatía/Túnis - Rúmenía/Egyptal. Akureyrí: Akureyri: Kl. 17.00: Spánn-Frakkland Kl. 20.00: {Svíþjóð-Alsír Svíþjóð/Alsír - S.-Kórea/Tékkland Föstudag 19. maí: Undanúrslit Reykjavík: Sviss/Kúba - Spánn/Frakkland gegn Rússl./ísland - Þýskal./Hv.-Rússl. Króatía/Túnis - Rúmenía/Egyptai. gegn Svíþjóð/Alsír - S.-Kórea/Tékkland Sunnud. 21. maí: o $' □ Sjö þjóöir tryggja sér farseðil á Olympíuleikana í Atlanta 1996, allar átta ef ein af sjö efstu veröur Evrópumeistari 1996 >a Tapliðin I undanúrslitum leika um þriðja sætið í Reykjavík 21. maí Rússneski Stjörnumaðurinn DmftríFilippov Hlakka til að mæta íslendingum DMITRI Filippov rússneska leikmanninn hjá Stjörnunni hlakkar til að mæta íslendingum í Laugardalshöllinni íkvöld þó svo hann hefði frekar kosið að Rússland hefði sigrað í riðlimum og mætt Túnis. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann byggist við góðum en erfiðum leik. Jónas Tryggvason er aðstoðarmaður Rússanna hér á landi og hann túlkaði sam- talið við Filippov. Auðvitað hefðum við viljað verða í efsta sæti riðilsins og að því stefndum við. Þá hefðum við lent ámóti Túnis, en það sem gert er verður ekki Skúli Unnar breytt þannig að Sveinsson við verðum að skrifar _ sætta okkur við að lenda á móti íslendingum í 16 liða úrslitum,“ sagði Filippov og bætti því við að þetta væri mjög spenn- andi fyrir sig. Kominn á mlnn rétta stað Nú þekkja íslensku leikmenn- irnir þig sem leikstjórnanda með Stjörnunni en þú ert hornamaður í iandsliði Rússa. Hvora stöðuna er skemmtilegra að leika? „Þarna er ég loksins kominn á minn rétta stað, það er hér á ís- landi sem ég er að leika á „röng- um stað“ þó svo ég hafi leikið á miðjunni þegar ég var yngri,“ segir Filippov og brosir. Stórskytt- an Kúdinov skaut því nú að blaða- manni að Filippov væri mjög fjöl- hæfur leikmaður. „Mér finnst mjög gaman að leika, sama hvort heldur er. í horninu eða á miðj- unni,“ sagði hornamaðurinn. Filippov lék síðast í Laugardals- höllinni í vetur, þá með Störnunni gegn KR og þá voru sárafáir áhorfendur en það má búast við fullu húsi þegar íslendingar mæta heimsmeisturunum. Hvernig leggst það í hann? Einbeitingln er algjör „Venjulega veitir maður áhorf- endum enga athygli þegar maður er að leika. Auðvitað heyrir maður hávaðann, en einbeitingin er al- gjör og maður hugsar bara um leikinn. Það má eiginlega segja að hugur manns sé allur við leik- inn en áhorfendur eru svona fyrir utan hann.“ Verðum betrl og betri Þið hafið ekki ieikið eins vei og menn áttu von á, en samt virð- ist vera stígandi í leik ykkar. Er rússneska maskínan að fara í gang? „Það er nú dálítð erfitt að segja til um það. Ég var einmitt að ræða þetta við Viggó Sigurðsson í gær [á sunnudaginn] og hann sagði mér að hann hefði tekið eftir því að rússneska liðið væri að ná upp réttum takti og verða betra og betra með hverjum leikn- um.“ Reyna að leiða mig í gildru Hveija telur þú möguleika ís- lendinga vera gegn ykkur? „Nú ert þú að reyna að leiða mig í gildru. Við verðum bara að sjá til í leikmum sjálfum. Ég á von á góðum leik og ég er viss um að hann verður mjög erfiður fyrir bæði lið.“ Hvernig finnst þér þetta nýja fyrirkomulag á keppninni? „Ég tel að þetta sé ekki alveg rétt fyrirkomulag. í útslátta- keppninni detta út mjög góðar þjóðir, jafnvel án þess að leika illa. Það ættu að vera milliriðlar þann- ig að liðin gætu mæst í þeim, mér finnst ekki að það eigi að refsa liðum þó þau eigi ekki toppleik í hveijum leik.“ Hlakkar þú til að mæta íslend- ingum í Höllinni? „Nú ert þú aftur að reyna að leiða mig í gildru. Auðvitað hlakka ég til að mæta íslendingum hérna. Jafnvel þó mig myndi ekki hlakka til og ekki langa til að mæta ís- lendingum hér þá yrði ég samt að gera það,“ sagði Filippov. ' X'-"t' v - ; §?/'J >’ Þ *' Í'WSÖ1 u PP^ Tveir fyr á Akureyri og aðeins 500 ir einn og í Kópavogi kr. fyrir börn. Þú kaupir einn miða á leiki dagsins f/Í6 liða úrslitum, þar sem hver leikur er úrslitaleikur á 3.900 krónur, en f4rð tvo. Nú er að duga eða drepast. Leikir dagsins: Frakkiand-Spánn kl. 17:00 Svíþjóð-Alsír kl. 20:00 Leikir dagsins: Króatfa Túnis kl 15:00 Þýskaland-Hv.Rússland kl. 17:00 Egyptaland-Rúrilénía k! 20.00 4 N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.