Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 9
+ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 C 9 HM I HAIMDKNATTLEIK vft-Rússi omulagid aíSovét þátt í heimsmeistarakeppninni í fyrsta sinn og það er ánægjulegt að vera með í því. Ég finn samt engan mun á því að spila fyrir Hvíta-Rússland, Rússland eða Sov- étríkm en ég sé mun á handboltan- um. Ég hefði viljað hafa áfram eitt sameiginlegt lið því það hefði verið sterkara og vænlegra til árangurs." Betra kerfi heima Jakímovítsj kann mjög vel við sig hjá Teka og segir að Rússar haldi vel hópinn í Santander. „Það er gott að leika með Talant Dujshebaev og auk þess eru nokkr- ir rússneskir knattspyrnumenn í Santander. í allt erum við um 10 leikmenn og fjölskyldurnar halda hópinn," sagði Jakímovítsj en hann og kona hans eiga sjö ára son. Hann sagði að allt væri gott á Spáni. Fólkið vinalegt, veðrið ágætt og handboltinn skemmtilegur en þó væri munur á uppbggingunni frá því sem hann átti að venjast í Minsk. „Heima er uppbyggingin þannig að leikið er í sex liða riðlum í borg- unum en á Spáni er þetta ein stór deild. Undirbúningurinn er því öðruvísi en ég kann betur við kerf- ið heima, það er betra.“ Jakímovítsj er gríðarlega sterkur og þekktur fyrir skothörku. Hann hefur gert 32 mörk í fimm leikjum á Akureyri og er 10. markahæsti leikmaður heimsmeistaramótsins að riðlakeppninni lokinni en auk þess er hann með 22 stoðsendingar skráðar og er í fjórða sæti í mörkum og stoðsendingum. Hann er samt ekki alveg sáttur við frammistöð- una og segist sennilega vera á nið- urleið eftir glæstan feril. „Þetta hefur gengið vel hjá mér og ég hef lagt mikið á mig. Ég hef alltaf gætt þess að æfa vel, halda mér í góðri líkamlegri æfingu, því annars gengur dæmið aldrei upp. En ég held að ég hafi náð toppnum og héðan í frá er það aðeins brekk- an. Hins vegar ætla ég mér að spila eins lengi og ég get og næ vonandi að vera með toppliði í þijú til fjögur ár til viðbótar. Ef ég held heilsu getur vel komið til greina að leika í lægri deildum eftir það en það er ómögulegt að segja hvað gerist." í háskólanámi í Minsk Jakímovítsj segir að fjölskyldan hafi setið á hakanum í Minsk en hún sé miklu meira saman á Spáni. „Við erum nánast saman á hveijum degi og ég hef mikinn frítíma. Ég á mér ekkert sérstakt áhugamál en finnst gaman að taka í spil, spila gypta marka forystu til leiksloka, en síð- ustu mínútumar vora æsispennandi. Þetta var einn skemmtilegasti leikurinn í riðlinum og sannar að ekki er alltaf hægt að bóka úrslitin fyrirfram. HvíÞRússar voru hnípnir í leikslok en Egyptar að sama skapi ofsakátir og þökkuðu áhorfendum stuðninginn. Þjálfari Hvít-Rússa, Spartak Míronovítsj, sagði á blaða- mannafundi eftir leikinn að sigur Egypta hefði verið sanngjarn og það eru orð að sönnu. billjard og lesa njósnasögur, En svo er ég líka í námi. Ég byijaði í íþróttaháskólanum í Minsk fyrir sjö árum og les utanskóla en geri ráð fyrir að útskrifast eftir ár. Þetta hefur gengið upp og ég hef staðist prófin. Ég hef ekkert gert nema spila handbolta og því verð ég að hafa einhveija menntun til að geta farið í annað þegar ég hætti að spila. Hins vegar sé ég mig ekki fyrir mér sem kennara. Ég er frek- ar hræddur við að fara út í kennslu og held að ég hafi ekki nauðsynlega hæfileika í starfið en það er'ljóst að ég verð að gera eitthvað.“ Kem kannski aftur Jakímovítsj fór til Reykjavíkur í gær. Hann var ánægður með dvöl- ina á Akureyri og sagði að fátt hefði komið sér á óvart í keppninni nema einna helst framganga Túnis og Alsír. „Alþjóða handboltinn er ekki eins góður og hann var fyrir skiptingu Sovétríkjanna og Evrópu- þjóðirnar eru ekki eins sterkar sem sést á því að þær era að tapa fyrir Afríkuþjóðum. En þrátt fyrir áföll hefur farið vel um okkur og kannski kem ég aftur til Akureyrrar í haust. Við erum í Evrópukeppni bikarhafa rétt eins og KA og það yrði gaman að dragast gegn íslensku bikar- meisturunum." Morgunblaðið/Rúnar Þór MIKHAÍL Jakímovítsj slakar á fyrlr brottför frá Akureyri í gær. „Kannskí kemur ég aftur í haust,“ sagöi „Jakinn", en lið hans, Teka, er í Evrópukeppni bikarhafa eins og KA. Sænska lestin brunar áfram AKUREYRI EVROPUMEISTARAR Svíþjóð- ar voru með besta liðið í sterk- asta riðlinum, D-riðli, og eru sjálfsagt með öflugasta lið keppninnar. Reyndar brugðust skytturnar gegn Spánverjum en Bengt Johansson, þjálfari, var ósmeykur við að skipta mönnum út af og breiddin var til staðar. Svíar voru fjórum mörkum yfir íhléi, 14:10, og náðu mest fimm marka for- ystu en unnu sfðan 23:21 eftir mikla baráttu undir lokin. Það hefur verið gaman að sjá til Svíanna á Akureyri og þeir vissu til hvers þeir voru komnir. Eftir jafnan fyrri hluta fyrri hálfleiks kom frábær tæp- lega fimm mínútna kafli hjá Evrópu- meisturunum sem gerðu fjögur síðustu mörk hálfleiksins, þar af Steinþór Guöbjartsson skrífar frá Akureyri Richardson með Frökk- um gegn Spánverjum JACKSON Richardson lék ekki með Frökkum gegn Þjóðverjum á sunnudag en hann var með liði sínu á æfingu í íþróttahöllinni á Akureyri í gær og verður með gegn Spánveijum í dag. Mikil barátta hefur yfirleitt einkennt leiki þessara þjóða og má fast- lega gera ráð fyrir hörkuviðureign hjá þeim í dag. Frakkarnir komu til Akureyrar um hádegið í gær og fóru nánast beint í höllina. Einn leikmaður liðsins meiddist eftir að hafa rekist á auglýsingaspjald í Kópavogi og óskaði franski þjálf- arinn eftir því að sambærilegt skilti í höllinni á Akureyri yrði varið til að koma í veg fyrir að umrætt atvik endurtæki sig. Alsírmenn komu einnig norður í gær en þeir mæta Svíum í kvöld. Alsír kom á óvart í riðlakeppninni og sendi Dani heim en eflaust verður róðurinn erfiðari gegn Evrópumeisturunum. tvö þegar þeir voru einum færri. Spánveijar voru mjög öflugir í byijun og þeir komu sterkir til seinni hálfleiks. Svíar voru hálf kærulausir í sókninni, Staffan Olsson hitti illa og Per Carlén var mistækur á línunni. Robert And- ersson skipti við Staffan um miðj- an hálfleikinn og stóð sig vel en menn Svía voru hægri hornamað- urinn Pierre Thorsson sem gerði sex mörk úr sex skotum, og Mats Olsson, sem var frábæri í markinu og varði hvað eftir annað einn gegn einum. Þetta var besti leikurinn á Akureyri til þessa og Spánveijar léku vel. 6-0 vörn þeirra var gífur- lega þétt, Fort varði vel og sóknar- leikurinn með Urdiales, Dujsheba- ev og Garralda í aðalhlutverkum var yfirleitt markviss og ógnandi. Hins vegar gerðu þeir fleiri mistök en Svíar undir lokin og máttu sætta sig við tap. Irarte, þjálfari Spánar, var ánægður með sína menn og sagði að þeir hefðu leikið vel gegn frá- bæru og vel skipulögðu liði Svía. Spánveijar hefðu lært mikið af þessum leik sem kæmi liðinu til góða í næsta verkefni. Johansson var einnig ánægður með sína menn. Hann sagði að þetta-hefði verið mjög erfiður leik- ur en leikmenn sínir hefðu staðist álagið og verið frábærir í lokin. Hann var samt ekki alveg sáttur við sóknarleikinn en sagði erfitt að eiga við vörn Spánveija. Pierre Thorsson var að sjálf- sögðu himinlifandi og sagðist helst vilja fá Rúmeníu í 16-liða úrslitum en Mats Olsson sagði aðalatriðið að Svíþjóð hefði sigrað. Lökustu liðin kvöddu Kveðjuleikur Brasilíumanna og Kúveita á Akureyri var átaka- lítill. Þetta voru langslökustu liðin í riðlinum og höfðu ekkert í hinar þjóð- irnar ijórar að gera. Hins vegar settu lið- in mikinn svip á keppnina, ekki síst Kúveitar. Þeir Stefán Þór Sæmundsson skrífar frá Akureyrí sigruðu líka frekar auðveldlega, 24:21. Fyrri hálfleikur var dapur. Bras- ilíumenn skoruðu fyrsta markið en tóku sér síðan hlé í 11,30 mín. Kúveitar komust í 4:1 og þá hvíldu þeir sig í 10,30 mín. Staðan í leik- hléi var 9:6 fyrir Kúveit. Mun meira var skorað í seinni hálfleik, sem var býsna líflegur enda íjölmargir áhorfendur komnir í Höllina. Sigur Kúveita var aldrei í hættu. Mark- vörður þeirra, Yousef Alfadhli, stóð sig vel svo og hornamaðurinn Wale- ed Alhajraf. Þar með er þátttöku Kúveita og Brasilíumanna á HM lokið. Fyrsti leikur Há- kons og Guðjóns ÍSLENSKU dómararnir Guðjón Sigurðs- son og Hákon Siguijónsson dæmdu sinn fyrsta leik í heimsmeistarakeppni á Ak- ureyri sl. sunnudag. Frumraun þeirra fólst í því að stýra leikmönnum Brasilíu- manna og Kúveita eftir settum reglum og þeir tóku hlutverk sitt greinilega al- varlega, vísuðu átta leikmönnum af velli og dæmdu fjölmörg vítaköst. Ef til vill má segja að þeir hafí verið full smámuna- samir og sumir dómar orkað tvímælis, en þegar öllu er á botninn hvolft komust þeir ágætlega frá leiknum. Egypti nefbrotnaði JÁRNKARLARNIR í Iiði Hvít-Rússa, Jakímovítsj, Khalepo og fleiri eru harðir viðkomu og það fékk leikmaður Egypta- lands, Abd Elwareth Sameh, að reyna á sunnudag. Hann lenti í samstuði við varn- armann og varð að fara af velli með blóðnasir. Fljótlega kom I ljós að hann var nefbrotinn. Egyptar misstu ekki móðinn þótt skyttan þyrfti að hætta leiknum því þeir eiga marga góða menn og leystu dæmið vel. Magnus Wislander meiddist MAGNUS Wislander meiddist í leik Sví- þjóðar gegn Spáni og var talið að hann hefði brákað rifbein en ekkert slíkt kom fram á röntgenmyndatöku í gær. Hins vegar var leikmaðurinn bólginn og verk- irnir miklir en Bengt Johansson, þjálfari Svía, sagði við Morgunblaðið að Wisland- er yrði sjálfur að ákveða hvort hann spilaði með gegn Alsír í kvöld eða ekki. Wislander er gríðarlega mikilvægur hlekkur í Evrópumeistaraliði Svía og spilið snýst mest um hann. Þrátt fyrir að hafa meiðst á 13. mínútu kom kapp- inn aftur inn á síðar í leiknum og lagði sitt af mörkum en vissulega hafði þetta áhrif á hann. Hann gerði fjögur mörk í átta tilraunum en alls hefur hann gert 20 mörk og átt 30 stoðsendingar í leikjum Svíþjóðar á Akureyri. Evtútsjenko ánægður HINN litríki þjálfari Kúveita, Anatoli Evtútsjenko, var ánægður með sigurinn á móti Brasiliu, dómgæsluna og dvölina á Akureyri. „Minir menn lögðu sig alla fram og ég er ánægður með úrslitin. Ég var mjög sáttur við dómara leiksins, sem er meira en ég get sagt um dómgæsluna í heild. Ég vil nota tækifærið til að þakka Islendingum fyrir gestrisni þeirra og hlýtt viðmót. Állt skipulag var eins og best verður á kosið og íslendingar geta verið stoltir,“ sagði Evtútsjenko. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.