Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 10
10 C ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ SIGLINGAR Dennis Conner hefur tapað Ameríkubikarnum tvisvar úr landi Nýsjálend- ingar sigruðu glæsilega NÝSJÁLENSKA þjóðin er í sig- urvímu eftir sigur skútustjór- ans Peter Blake og áhafnar hans á Svartagaldri í Ameríku- bikarkeppninni í skútusigling- um. Hann bar sigurorð af bandaríska skútustjóranum Dennis Conner sem verður þar með eini Bandaríkjamaðurinn sem tvisvar tapar bikarnum, eftirsóttustu verðlaunum sigl- ingaíþróttarinnar, úr landi. Jim Bolger forsætisráðherra sagði að réttast væri að gefa þjóðinni allri frí til að fagna áhöfn Svarta- galdurs þegar hún kæmi heim eftir röska viku með Ameríkubikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem Nýsjálend- ingar vinna hann. Heima fyrir var sigri Blakes jafn- að við ódauðleg afrek tveggja nýsjá- lenskra íþróttamanna; þeirra Sir Edmund Hillary sem kleif tind Ever- est-íjallsins fyrstur manna árið 1953 og Peter Snell þrefalds ólympíu- meistara í 800 og 1500 metra hlaup- um 1960 og 1964. Catherine Tizard landsstjóri sagði t.a.m. að þjóðin væri stoltari nú en nokkru sinni frá því Hillary kleif Everest. Urslitin eru þeim mun athyglis- verðari, að skútan Svartigaldur varð fyrst í mark fimm kappsiglingar í röð og þurfti því ekki að sigla oft- ar, en gert var ráð fyrir allt að níu siglingum í úrslitaeinvíginu, og að sigur félli þeim skútustjóranum í skaut sem fyrr fengi fímm vinninga. I öllum tilvikum náði hún forystu á fyrsta legg og hafði forystu við hveija einustu bauju. Að forkeppn- inni meðtaldri vann Blake 42 kapp- siglingar af 43. Conner játaði ósigur sinn og hrós- aði Nýsjálendingum fyrir fag- mennsku og drengskap. „Við gerð- um okkar besta og áhöfnin mín getur borið höfuð hátt. Við gátum ekki gert betur,“ sagðí hann. Bætti hann því við að ósigurinn 1983 hefði verið beiskur og eftir á að hyggja teldi hann að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þau úrslit. Annað væri upp á teningnum nú, hann ætti ekki eftir að þurfa naga sig í handarbök yfír úrslitunum, nýsjá- lenska skútan hefði verið hraðskreið- ari og áhöfn hennar aldrei gert minnstu mistök. í lokaeinvíginu stóðu hvorki Conner né Blake við stýrið, heldur létu það stýrimönnum sínum eftir, Paul Cayard og Russell Coutts, en gegndu öðru starfí um borð. Conner stritaði á vindum eftir að falur gaf sig og Blake hélt um stórskautið og stjómaði þannig stórsegli. Gífurleg eftirvænting hefur ríkt í Nýja Sjálandi undanfamar vikur og eftir að úrslitaeinvígið hófst sýndu mælingar á sjónvarpsáhorfí, að jafn- an vom 85% þjóðarinnar límd við sjónvarpið í þá hálfu fímmtu klukku- stund sem hver kappsigling tók. Öll þjóðin fylgdist með lokasiglingunni í beinni útsendingu, á sunnudags- morgni að staðartíma í Nýja Sjá- landi, að undanskildum þeim þús- undum sem flugu til San Diego síð- ustu dagana til að styðja við bakið á sínum mönnum þar. Kindur á rauðum sokkum Dæmi um áhugann fyrir keppn- inni er, að eftir að Peter Blake ljóstraði upp að hann hefði alltaf verið í sömu rauðu sokkunum í for- keppninni, þar sem hann vann allar kappsiglingar utan eina, seldust um 400 þúsund pör af rauðum sokkum í Nýja Sjálandi á einni viku. Var rauðum sokkum flaggað eða þeir hengdir upp á öllum hugsanlegum Reuter RUSSELL Coutts stýrimaður á Svartagaldri tekur við Ameríku- bikarnum, eftirsóttustu verðlaunum skútusiglingaíþróttarinn- ar, eftir að hafa lagst að bryggju í San Diego. og óhugsanlegum stöðum. Fóru jafnvel sögur af bændum sem settu kindur í rauða sokka. Fyrst var keppt um Ameríkubik- arinn, 70 sentimetra háa silfur- könnu 1851 eða fyrir 144 árum. Fór keppnin nú fram í 29. sinn. í úrslitaeinvíginu 1983 tapaði Conner bikarnum í fyrsta sinn úr landi, til Ástralíu. Endurheimti hann könn- una í næstu umferð. Búist er við að keppnin fari næst fram við Auck- land í Nýja Sjálandi sitthvoru meg- in við áramótin, 1999 og 2000. KORFUKNATTLEIKUR / NBA „Utlitid orðið svart“ NewYork 1:3 undirgegn Indiana þráttfyrirað hafa verið betra liðið „ÞAÐ er ekki hægt að neita því að útlitið er nú orðið svart,“ sagði Pat Riley, þjálfari New York Knicks, eftir að lið hans tapaði fyrir índiana Pacers, sem hefur unnið þrjá leiki, en New York einn í baráttu þeirra í 2. umferð úrslitakeppni NBA. Leikmenn New York, sem yfir- spiluðu Indiana íþremur fyrstu leikjunum, en klúðruðu tveimur þeirra, náðu sér ekki á strik — töpuðu 98:84. „Þrátt fyrir þetta munum við komast áfram," sagði John Starks hjá New York. ess má geta að ekkert lið sem hefur verið undir 1:3 hefur náð að komast áfram í undanúrslit síðan 1980, en þess má Fra geta að aðeins fjór- Gunnari um sinnum í sögu Valgeirssyni NBA frá 1968, hefur / Bandaríkjunum lið náð að vinna upp 3:1 forskot. Hollendingurinn Rik Smits var bestur hjá Indiana — skoraði 25 stig, tók tíu fráköst og hann hefur náð að halda miðheijanum Patrick Ew- ing niðri. „Við erum reyndari og öruggari nú heldur en í fyrra jiegar við töpuðum fyrir New York. Eg hef trú á því að við getum klárað dæm- ið núna,“ sagði Smits. Reggie Miller, sem skoraði fjórar þriggja stiga körfur, skoraði 21 stig. Ewing skoraði 25 stig fyrir New York. Meistararnir töpuðu heima Meistarar Houston Rockets unnu Phoenix Suns heima, 118:85, á Iaug- ardaginn, en máttu síðan þola tap, 110:114, á sama stað á sunnudag- inn. Hakeem Olajuwon skoraði 35 stig fyrir heimamenn í fyrri leikr.um og 38 stig í þeim seinni og þá skor- aði Clyde Drexler 22 stig. Charles Barkley skoraði aðeins fimm stig fyrir Phoenix í fyrri leiknum — öll úr vítaskotum, en hann hitti ekki úr neinu af tíu skotum sínum utan af velli. Barkley skoraði aftur á móti 26 stig í seinni leiknum, en þá átti Kevin Johnson stórleik og skoraði 43 stig. Sigurinn var ótrúlegur fyrir Phoenix, þar sem liðið var fimmtán stigum undir um miðjan þriðja leik- hluta og sex stigum undir þegar þijár mín. voru til leiksloka. „Við lékum rétt nægilega vel til að vinna, en við þurfum að leika betur til að slá út meistarana," sagði Barkley og Johnson sagði: „Við ætl- uðum okkur sigur hér í Houston, til að geta guiltryggt okkur sigurinn á heimavelli. Það að við náðum að snúa leiknum okkur í vil undir lokin, gerir gæfumuninn." Rodman settur í bann Dennis Rodman var settur í bann hjá San Antonio Spurs, eftir fram- komu hans í leik gegn Los Angeles Lakers á föstudaginn, er hann mót- mælti því að vera tekinn af leikvelli með því að fara úr skónum, vefja handklæði um höfuð sér og leggjast á gólfið við hliðina á varamanna- bekknum. Eftir fund leikmanna með þjálfara, var ákveðið að láta Rodman ekki leika á sunnudaginn. Þrátt fyrir það náðu leikmenn Spurs sigri, 71:80, en þeir töpuðu á föstudagskvöldið, 92:85. David Robinson átti stórleik — skoraði 26 stig og tók hlutverk Rod- mans í fráköstum, tók 22 fráköst. „Við unnum þennan leik á frábærri vöm — vorum ákveðnir að gera allt til að koma í veg fyrir að Lakers byijaði vel. Það tókst og nú getum við gert út um viðureign okkar við Lakers á heimavelli á miðvikudaginn. Ég vona að Rodman leiki þá með okkur,“ sagði Robinson. Spurs leiðir 3:1. Chicago vann Michael Jordan skoraði 26 stig og Scottie Pippen 24 þegar Chicago Bulls lagði Orlando Magic 106:95. Heimamenn byijuðu með látum og náðu mest sautján stiga forskoti í fyrri hálfleik, 55:38, en staðan í leik- hléi var 59:48. Orlando náði að minnka muninn í fjögur stig áður en Toni Kukoc skoraði þriggja stiga körfu, 98:91, fyrir Chicago þegar 1,30 mín. var til leiksloka. Kukoc átti stóran þátt í sigrinum — skoraði þrettán stig, átti níu stoðsendingar, tók sjö fráköst og „stal“ knettinum fjórum sinnum. „Toni var lykillinn að sigri okkar — hann skoraði mikil- vægar körfur á réttum augnablik- um,“ sagði Jordan. SIGURÐUR Jónsson, fyrirliði ÍA, með farand- og eignar- bikar og umslag með með 100 þúsund krónum, sem voru sigurlaunin. Skagamenn unnu Lrtlu bik- arkeppnina SKAGAMENN sigruðu FH 3:2 eftir framlengingu í úrslitum Litlu bikar- keppninnar sem fram fór á Akra- nesi á sunnudaginn. í upphafi síðari hálfleiks var Alexander Högnasyni vikið af leikvelli fyrir brot og Skaga- menn voru þvf einum færri eftir það. Jón Erling Ragnarsson kom FH yfir á 51. mín., Sigursteinn Gíslason jafnaði úr víti fímm mín. síðar og Kári Steinn Reynisson kom ÍA í 2:1 á 75. mín. Hörður Magnússon jafn- aði á 87. mín. en Stefán Þórðarson gerði sigurmark ÍA þegar þijár mín- útur voru eftir af framlengingunnni. Skagamenn mæta KR-ingum í meistarakeppni KSÍ á Akranesi kl. 20 á fimmtudag. Fjórir leikmenn ÍA verða þá í leikbanni; Stefán Þórðar- son, Sturlaugur Haraldsson, Kári Steinn Reynisson og Zoran Milj- ikovic. Juventus á beinni braut JUVENTUS heldur sínu striki í átt til meistaratignar á Ítalíu að loknum 4:0 sigri á Genúa á laugardag. Á sama tíma lagði Parma Barí 1:0. Juventus hefur sjö stiga forskot á Parma þegar þijár umferðir eru eft- ir. Þessi lið, sem mætast í síðari úr- slitaleik Evrópukeppni félagsliða annað kvöld, eigast aftur við á laug- ardag í deildinni og með sigri þá getur Juve tryggt sér titilinn eftir níu löng ár. Sigri leikmenn Parma minnka hins vegar þeir forskot Ju- ventus í fjögur stig og þá gætu loka- umferðirnar tvaér orðið spennandi. Roberto Baggio opnaði marka- reikning Juventus úr vítaspyrnu gegn Genúa og kjölfarið komu mörk frá Fabrizio Ravanelli, Króatanum Robert Jarni og Gianluca Vialli og þar með var sigurinn tryggður. Miðvallarleikmaðurinn Stefano Fi- ore gerði eina mark Parma í naumum sigri þeirra á Barí. Bremen áfram á topnum Efstu lið þýsku knattspyrnunnar lögðu bæði andstæðinga sína um helgina. Werden Bremen sigraði Stuttgart 4:1 og Borussia Dort- mund bar sigurorð af Bochum 3:1. Bernd Hobsch kom leikmönnum Bremen á bragðið á 37-. mín gegn Stuttgart og í kjölfarið sigldi annað mark Werden Bremen í höfn og það gerði Marco Bode. Staðan 2:0 í leik- hléi. Á 49. mínútu bætti Hobsch við þriðja marki Werden Bremen eftir mistök markvarðar Stuttgart. Thomas Schneider minnkaði mun- inn fyrir Stuttgart en það var eng- in miskunn hjá Magnúsi og Mario Blaser innsiglaði sigurinn með sínu átjánda marki á tímabilinu, ellefu mínútum fyrir leikslok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.