Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ1995 BLAÐ EFIMI 3 Evrópska sjávar- útvegssýningin í Brussel Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 Vinsældir síldar- innar á undan- haldi í Þýskalandi Greinar 7 Þórður Hjartarson NÝJAR PAKKNIIMGAR •ÍSLENZKAR sjávarafurðir notuðu Evrópsku sjávarútvegssýninguna í Brussel meðal annars til að kynna nýjar pakkningar, heildstæða línu í neytendapakkningum í fyrsta súm opinberlega. Björn Þór Jónsson, starfsmaður hjá skrifstofu Iceland Seafood í Frakklandi, er hér með nýju pakkningarnar á sýningabás íslenzkra sjávarafurða. íslenzku sýnendurnh* voru nú fleiri en nokkru sinni fyrr og voru ánægðir með árangurinn. ¦ Þetta er orðin alvörusýning/B2,3,5. Aukið ráðherravald og gjald fyrir kvóta Boston - Bandarískur sjávarút- vegur er í ólestri og víða er talið að það sé að verða of seint að bjarga fiskimiðum. Fyrir Bandaríkjaþingi liggur nú frumvarp þar sem tekið skal á þessum málum með því að herða fiskveiði- löggjöf, sem meðal annars mun auka ráðherravald í fiskverndarmálum og leyfa gjaldtöku fyrir kvóta. Bandaríkjamenn vilja herða fiskveiðilöggjöf Auðlindanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í síðustu viku strangari útgáfu af hinni svoköll- uðu Magnuson-löggjöf um stjórnun fiskveiða og verndun fiskistofna, sem sett var fyrir tuttugu árum. Ráðherra veitt víðtæk völd „Sjávarútvegur okkar er í jafn slæmu ef ekki verra ástandi nú en hann var fyrir 20 árum," sagði Gerry Studds, þingmaður frá Massachusetts, við fréttastofuna AP. Sjávarútvegur í Massachusetts og nærliggjandi ríkjum er að hruni kominn vegna ofveiði og í lok síðasta árs var sett bann við veiðum á stórum svæðum á Georgsbanka. Hin endurskoðaða löggjöf hefur ver- ið í vinnslu í tvö ár og verður nú lógð fyrir þingið. Þar verða viðskiptaráð- herra veitt víðtæk völd til að fyrirskipa verndun og uppbyggingu fiskistofna þegar svæðisbundin ráð, sem eiga að stjórna veiðum á hverjum stað, hafast ekki að. Frumvarpið myndi einnig veita vald til að kyrrsetja báta þegar of margir eru við veiðar og leyfa gjaldtöku til að fjármagna kvótakerfi á hverjum stað. Að auki yrðu slegnir varnaglar gegn hagsmunaárekstrum í hinum svæðisbundnu eftirlitsráðum og ýta undir að í þeim sitji fleiri aðilar, sem ekki eigi hagsmuna að gæta í sjávarút- vegi. 16% af lans kastað fyrir borð Helsta markmiðið með frumvarpinu er að sögn Dons Youngs, formanns auðlindanefndarinnar, að berjast gegn ofveiði og sóun þegar fisktegundum, 'sem ekki hefði verið ætlunin að veiða, væri kastað fyrir borð. „Ég veit að sjómenn geta veitt hrein- an afla," sagði Young, sem er repúblik- ani frá Alaska. „En allt of oft hafa þeir enga hvatningu til þess." Hann sagði að á botnfiskvertíðinni ¦ í Norður-Kyrrahafi árið 1993 hefðu verið veidd 375 þúsund tonn af fiski, sem ekki var ætlunin að veiða. 16% heildaraflans hefði verið kastað fyrir borð og oft hefði þar verið um að ræða tegundir sem bannað væri að veiða. Fréttir Hvalir taldir við Island í sumar • H V ALIR verða taldir djúpt og grunnt allt í kring- um landið í sumar. Jóhann Sigurjónsson, aðstoðarfor- stjóri Hafrannsóknastofn- unar, vonast til að talningin verði það nákvæm að góður samanburður fáist við taln- ingu hvala á árunum 1987 og 1989 og breytingar á stofnstærð hrefnu sérstak- lega./2 Skurðarvélnrtil Skotlands • MAREL hf. kynnti nýja skurðarvél á Evrópsku sjáv- arútvegssýningunni í Bruss- el. Vélin vakti mikla athygli og niðurstaðan varð sú, að hún fór beint í verksmiðju í Skotlandi í stað þess að fara á sýningu í Danmörku í byrjun næsta mánaðar./2 Bjóða niður síldina í Japan • SAMKEPPNl á mörkuð- um fyrir frysta síld er ákaf- lega hörð. Sölumenn Sölu- miðstöðvar hraðfrystihús- anna finna mjög fyrir sam- keppni frá Norðmönnum og Rússum sem bjóða síld á lágu verði, ekki síst á Jap- ansmarkaði, og kemur það fram í áberandi áhugaleysi japanskra kaupenda á við- skiptum./2 Fiskvinnsla á ný í Hólminum • FISKVINNSLA er hafin á ný í Stýkkishólmi eftir nokk- urra ára hlé. Allur bolfisks- afli sem á land berst hefur verið fluttur burtu til vinnslu annarsstaðar. Það hefur mörgum þótt slæm þróun og fundist sárt að sjá á eftir aflanum og þeirri vinnu sem fylgir fisk- vinnslu./7 Mjöltankar á Eskifjörð • STJÓRNENDUR Hrað- frystihúss Eskifjarðar hafa ákveðið að byggja í sumar fjóra mjöltanka við loðnu- verksmiðju fyrirtækisins, fyrir alls um 3.600 tonn af mjöli. Fyrirtækið á í erfið- leikum með að geyma af- urðii nar þar til rétta sölu- tækifærið gefst. Kostnaður við f ramkvæmdina er áætl- aður 150 miHjónir kr./8 Markaðir Aukin veiði Atl- antshafsþorsks • BÚIST er við að þorskafli úr Atlantshafi verði 1.235 þúsund tonn á þessu ári, að- eins meiri en á síðasta ári. Þorskaflinn jókst nokkuð á síðast ári miðað við árið 1993 er hann komst í sögulegt lág- mark. Aukningin hefur eink- um orðið hjá Norðmönnum og Rússum en á móti hefur þorskafli Kanadamanna úr Atlantshafi nánast þurrkast út. Þorskafli Evrópusam- bandsríkja er nú orðinn meiri en Islendinga sem komnir eru niður \ 4. sætið. Þorskafli úr N- Atlantshafj 1981-95 2,5 milljónir tonna -———— Aðrir Rússjand Noregur 81 '85 Fjórðungur hvítfiskaflans Botnfiskafli úr N- Atlantshafi 1981-95 —-----——— 2,5 m. t. '372! Í355; Karfi 360 .385 ... :.._ 20 367 385 Ufsi 307 325 1,5 ; Ýsa i?3 i$.M,0 402 362 ¦%&': 248 I Þorskur i-0,5 1992 1993 1994 1995 • AÆTLUÐ er aukning í veiðum á öllum helstu botn- fisktegundum í Norður-Atl- antshafi, nema karfa. Heild- arafli þessarra tegunda hefur verið nálægt 2,1 til 2,3 millj- ónir tonna á ári undanfarin ár. Þessi afli er um fjórðung- ur af öllum hvítfiskafla heims. Friðrik Pálsson, for- sljóri SH, vakti athygli á því á aðalfundi sölusasmtakanna á dögunum að mest af þessum fiski kemur fram í heims- versluninni, ekki síst þorsk- aflinn, þar sem lítil neysla er eða hefur verið innanlands í þeim ríkjum sem veiða mest. Þó segir hann að búist sé við að neyslan aukist eitthvað í Rússlandi./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.