Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hitt og þetta Hvalir taldirí Skurðarvélin frá Marel beint í skozka verksmiðju ;. ;j » sumar • HVALIR verða taldir djúpt og grunnt alit í kringum landið í sumar. Jóhann Sigurjónsson, að- stoðarforsfjóri Hafrann- sóknastofnunar, vonast til að talningin verði það ná- kvæm að góður saman- burður fáist við talningu hvala á árunum 1987 og 1989 og breytingar á stofn- stærð hrefnu sérstaklega. Hvalirnir verða taldir allan júlimánuð og jafnvel lengur. Hafrannsókna- stofnun er að ganga frá samningum um leigu á skipum til verksins. Einnig verður notuð flugvél til að telja hrefnur á grunnslóð. Þetta hvaiarannsókna- verkefni er skipulagt af vísindanefnd NAMMCO og er samvinnuverkefni Is- lendinga, Norðmanna og Færeyinga. Hvalir verða taldir við öll löndin á sama tíma. Isberg selur fyrir Geflu • ÍSBERG Ltd. í Hull hef- ur tekið að sér að selja afurðir rækjuverksmiðj- unnar Geflu hf. á Kópa- skeri. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hefur selt afurðir fyrirtækisins und- anfarin ár. Fiskiðja Raufarhafnar hf. sem á aðild að SH á meirihluta hlutafjár í Geflu hf. Pétur Björnsson, fram- kvæmdastjóri ísbergs, seg- ir að ekki hafi komið til tals að taka að sér sölu á afurðum Fiskiðjunnar og hann segist ekki hafa lagt fram hlutafé í þessum fyr- irtækjum. Bendir á að hægt sé leiða fram rök fyr- ir því að þessi sölusamning- ur skili Geflu betra verði en fyrri samningur. ísberg hefur selt fersk- fisk og sjófryst flök, aðal- lega í Bretlandi en einnig í öðrum Evrópuríkjum. Nú bætist. rækjan við. Pétur segir að starfsmenn fyrir- tækisins þekki markaðinn þó þeir hafí ekki verið mik- ið i rækjusölu. ösOsbGsqdo OdOo Nethyl 2 ftrtúnsholti S: 587 9100 Grænt númer: 800 6891 MAREL hf. var að vanda áberandi í Evrópsku sjávarútvegssýningunni í Brussel, en þar lagði fyrirtækið áherzlu á að kynna nýja skurðavél. Vélin vakti mikla athygli og niðurstaðan varð sú, að hún fór beint í verksmiðju í Skotlandi í stað þess að fara á sýningu í Danmörku í byijun næsta mánaðar. „VIÐ erum ánægðir með sýning- una,“ segir Lárus Asgeirsson, mark- aðsstjóri hjá Marel. „Það er meira um áhugaverða gesti en í fyrra. Við erum að sýna skurðarvélina okkar í fyrsta sinn hér innan Evrópusam- bandsins og hún hefur vakið mikla athygli. Fólk flykktist hér að básnum þegar við keyrðum vélina, en við vorum að skera lax ineð roði og öllu og vigtum og sýnum fram á mikla skurðargetu og nákvæmni. Það alveg óhætt að segja að við höfum fengið verulegan íjölda af alvarlegum fyrir- spumum. Við komum til með að vinna nokkuð úr þeim og höfum mikla trú á að þær skili sér í sölu. Einnig má nefna að fyrrverandi starfsmaður í skozku fyrirtæki, sem er með skurðarvél frá okkur, var hér í gær að skoða. Það leiddi til þess að ákveðið var að senda þessa vél beint af sýningunni til Skotlands í verksmiðju þai', en vélin átti að fara á sýningu í Bella Center í Kaup- mannahöfn. Þessi aðili gat ekki beð- ið og við erum því vissulega sáttir við gang mála. Verðum örugglega með á næsta ári Sýningin fer batnandi ár frá ári. í fyrra var lítið um Norðmenn og Morgunblaðið/HG NEYTENDAPAKKNINGAR SH vöktu athygli á Evrópsku sjávarútvegssýningunni. SH leggnr áherslu á neytendavörur Sýndi með dótturfyrir- tækjum sínum í Evrópu SH var eitt þeirra ís- lenzkra fyrirtækja, sem voru með eigin sýning- arbás á Evrópsku sjáv- arútvegssýningunni. SH var þar ásamt dótturfyrirtækjum sínum í Prakklandi, Þýzkalandi og á Bretlandi. Þar var lögð áherzla á kynningu lausfiystra afurða í neyt- endaumbúðum, flök og flakastykki, sem ætluð er fyrir meginland Evr- ópu og sölu, ýmist í smásöluverzlunum eða til veitingahúsa. Skelfískur í neytendaumbúðum var einnig áberandi í sýningarbás Sölumiðstöðvarinnar, auk ýmissa tilbúinna rétta úr þorskblokk, sem unnir eru í verksmiðju IFPL í Grimsby. íslenzkt-franskt eldhús hf. kynnti einnig vörur sínar á sýningarsvæði SH. „Þetta er annars vegar sýning á físki og fískafurðum og hins vegar stefnumót kaupenda og selj- enda,“ segir Alda Möiler, kynning- ar- og þrónarstjóri hjá SH. „Frekar lítið er um að bein ný viðskipti takist á sýningum eins og þessari, en þar geta ný sambönd myndazt auk þess sem eldri sambönd við viðskiptavini eru treyst. Margir frá Suður-Evrópu Að þessu sinni er áberandi hve margt er af fólki frá Suður-Evr- ópu, en töluvert er einnig um þátt- töku frá Norðurlöndunum auk Belgíu, Hollands og Frakklands. Þessi sýning er keppinautur ann- arrar í Bremen, og þýzku fyrirtæk- in halda sig við þátttöku í henni. Það er mikið spurt um físk og fiskafurðir í neytendapakkningum, en minna um fisk til frekari vinnslu, blokkir og heilfrystan fisk. Við höfum mestan áhuga á því að koma neytendavörum okkar á framfæri og leggjum því mesta áherzlu á þær. Þátttakan verður markvissari Við höfum lengst af verið með okkar eigin sýningarbás, en ekki verið með á hinum sameiginlega íslenzka bás. Okkur finnst það eðli- legt að fyrirtæki með svona öflugt eigið markaðsstarf og starfsemi erlendis, eigi bezt heima eitt sér. Með því að standa sér að þátttöku okkar verður hún líka markvissari, en við þurfum að taka tillit tií margra ólíkra markaðssvæða okk- ar, frekar en annarra óskyldra fyr- irtækja með sameiginlegum bás. Þessi sýning er annars vaxandi og nái hún að stækka enn, er ljóst að hún hefur fest sig í sessi á skömm- um tíma,“ segir Alda Möller. Spánverja, mest um Belga og Hol- lendinga. Nú er mjög mikið um Norðmenn hér og menn frá Suður- Evrópu. það eru menn frá Frakk- landi, frá Chile, Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Þessi sýning er að þróast í sömu átt og Boston Se- afood hinum megin Atlantshafins og lofar það góðu. Við hefðum því gjaman viljað sýna meira en við vorum með hérna nú, til dæmis flokkara. Á næsta ári verðum vid örugglega hérna og tökum þessa sýningu mjög alvarlega," segir Lár- us Ásgeirsson. Bjóða nið- ur síldina í Japan SAMKEPPNI á mörkuðum fyrir fiysta sfld er ákaflega hörð. Sölu- menn Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna finna mjög fyrir sam- keppni frá Norðmönnum og Rúss- um sem bjóða síld á lágu verði, ekki síst á Japansmarkaði, og kemur það fram í áberandi áhuga- leysi japanskra kaupenda á við- skiptum. Gylfi Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri markaðsmála hjá SH, segir að lítið sé farið að þreifa á síldarmörkuðunum fyrir næstu vertíð, á það reyni ekki í alvöru fyrr en líður á sumarið. Hins vegar hafi SH fundið rækilega fyrir of- framboði á síld á síðustu vertíð og býst hann við að staðan sé svipuð nú. „Áður vildu Japanir kaupa alla þá fersku og stóru síld sem við gátum útvegað þeim. Núna er áhugaleysi þeirra áberandi, jafnvel þó síldin sé stór og góð,“ segir Gylfí Þór. Þetta kemur fram í verð- inu sem er mun lægra en var fyrir tveimur til þremur árum og er ekki lengur áhugaverðara að fram- leiða sfld fyrir Japan en hinn hefð- bundna Evrópumarkað. Samkeppnin á síldarmörkuðun- um kemur bæði frá ríkisstyrktum sjávarútvegi í Noregi og finna sölu- menn SH fyrir þeim á öllum sínum markaðssvæðum.- Við þetta bætist að fyrir um það bil ári hófu Rúss- ar að veiða síld á ný í Kyrrahafi, sfld sem ef til vill líkist íslensku síldinni hvað mest að stærð, fitu- innihaldi og neyslugæðum. Þessa síld eru Rússar að bjóða í Japan á lágu verði. Gylfi Þór segir að í þessari stöðu sé mikilvægt að halda áfram vöru- þróunarstarfi í sfldarafurðum. Vinna t.d. flök fyrir Japansmark- að, jafnvel roðflett flök, og sjá til með þróunina í heilfrystu sfldinni. Þá sé mikilvægt að nýta vel hinn hefðbundna sfldarmarkað í Evr- ópu. Frystitogarar bíða átekta Ekki telur Gylfi Þór mikla mögu- leika á að hér á landi verði hægt að frysta síld úr Síldarsmugunni. Of langt sé á miðin og íslensku loðnuskipin búi ekki yfir nauðsyn- legri flutningatækni, svo sem sjó- kælitönkum. Þá sé síldin enn of mögur. Á síðasta ári seldi SH 2.000 tonn af frystri síld af erlend- um frystitogunim. Segir Gylfi að eigendur íslenskra togara séu að spá í spilin og telur hugsanlegt að einhverjir þeirra fari á síldarmiðin þegar sfldin verður komin í fryst- ingarhæft ástand.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.