Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 B í SYIMIIMGAR Evrópska sjávarafurðasýningin í Brussel „Þetta er orðin alvörusýning“ Evrópska sjávarafurðasýningin virðist hafa fest sig í sessi sem — — helzta sýning sjávarafurða í Evrópu. A þriðja tug íslenzkra fyrir- tækja tóku nú þátt í sýningunni, flest undir handleiðslu útflutnings- ráðs. Hjörtur Gíslason heimsótti sýninguna og ræddi þar meðal annars við íslenzka sýnendur. Morgunblaðið/HG ÍSLENZKI sýningarbásinn á Evrópsku sjávarútvegssýningunni í Brussel var áberandi og á mjög góðum stað í salnum, rétt við aðalinnganginn. VIÐ HÖFUM verið hér á sýningunni síðastliðin þijú ár og þetta er afgerandi bezta árið. Sýningin er orðin alþjóðlegri en áður og að því er mikill styrkur," segir Þórir Matt- híasson hjá Sæplasti á Dalvík. „Við gengum hér frá sölu á kerum til Danmerkur og Bandaríkjanna og fyrirspurnir víða að lofa mjög góðu. Við kynntum hér á sýningunni nýtt ker með sérstakri botnstyrkingu, en það er afrakstur mikillar þróunar- vinnu, og bindum við miklar vonir við þessa nýju gerð. Hún er með sérstyrktum botni með nýrri út- færslu, en við munum bjóða upp á þessa nýju gerð, sem er tveggja „dregara" og aðrar hefðbundar gerðir, sem eru ýmist með tveimur eða þremur „dregurum". Ég á von á því að nýja kerið gangi vel inn á íslenzka markaðinn, en kostir þess eru meðal annars að það skemmist síður við notkun lyftara og fer betur með fiskinn, þegar kerunum er stafl- að,“ segir Þórir. Alvörusýning Rafn Sigurðsson frá íslenzku marfangi, sagði sýninguna góða og fuila ástæðu til þátttöku. Islenzkt marfang kynnti meðal annars grá- sleppuhrognakavíar og nýlega afurð, kavíar úr loðnuhrognum, sem er seld töluvert til Þýzkalands. Annars er rækja snar þáttur í starfsemi fyr- irtækisins og er hún ýmist fryst, niðursoðin eða í legi og lögð er áherzla á fjölbreyttar pakkningar á rækju. „Þetta er alvörusýning, þar sem gestir koma til að gera við- skipti og kynna sér möguleikana," segir Rafn. Súpur og „tarama" Magnús Tryggvason, eigandi Ora hf., kynnti nokkrar nýjar afurðir á sýningunni. Þar má nefna humar-, rækju- og krabbasúpur og „tar- ama“, sem er grískur réttur, álegg unnið úr hrognum. Að auki kynnti Ora hefðbundnar framleiðsluvörur sínar, að slepptri síldinni, „því þar erum við ekki samkeppnisfærir í verði,“ segir Magnús. Hann segir að loðnu- og grásleppuhrogn í glös- um hafi lengi verið aðalútflutnings- afurðin og hafí útflutningur stöðugt aukizt frá því hann var hafinn fyrir 5 árum. Um 55% sölunnar eru nú innan lands en 45% fara utan. Af- kastageta Ora er meiri og því er stefnt að enn meiri útflutningi. „Ég er mjög ánægður með sýninguna, þetta er ekta sýning og við höfum fengið mikið af góðum fyrirspurn- um,“ segir Magnús Tryggvason. Meiri athygli nú Fyrirtækið Formax hefur fram- leitt ljósaborð fyrir fisksnyrtingu í tæpan áratug og var það uppistaða Formax á sýningunni. „Við erum að sýna ljósin í notkun og sanna að þau séu' vatnsþétt," segir Björn Karlsson. „Við höfum fengið meiri athygli nú en _áður, meða! annars frá Englandi, írlandi og Skotlandi. Við sýndum líka færibönd, sem við smíðum mikið af og í ljós hefur kom- ið töluverður áhugi hjá alþjóðlegum fyrirtækjum, sem eru að útvega fisk- vinnslubúnað af ýmsu tagi. Þá höf- um við fengið fyrirspurnir um heild- arlausnir í þróunarlöndunum, en við erum einnig með búnað til gæða- stjórnunar, sem þar er mikil þörf á. Ég er mjög sáttur við þessa sýn- ingu, því við höfum orðið varir við raunverulegan áhuga á vörum okk- ar. Mikið af sýnendum er einnig hugsanlegir viðskiptavinir. Héðan liggur leiðin svo á tækjasýninguna í Bella Center í Kaupmannahöfn, en hér eru matvælaframleiðendur mest áberandi,“ segir Björn. Nýtt fyrirtæki í Brugge Fyrirtækið ICEBE er aðeins fimm vikna gamalt, en það var þó engu að síður með bás á Evrópsku sjávar- afurðasýningunni. Jón Gunnarsson og Guðmundur bróðir hans eiga fisk- vinnslu heima, en í ICEBE. sem er staðsett í Brugge, eru þeir í sam- starfi við Belga. „Við byrjuðum i útflutningi á ferskum fiski að heim- an, en erum -einnig með frystingu í Njarðvíkum. Við teljum okkur þekkja þennan markað nokkuð vel og erum þegar komnir vel áleiðis. Nú eru að fara um 20 tonn af fryst- um fiski utan, en vikulega tökum við um eitt og hálft tonn af ferskum fiski hingað með flugi. Utflutningur á frystum fiski verður undirstaða starfseminnar. Það hefur verið þess virði að vera hér á sýningunni, en við erum fyrst og fremst að selja í verzlanir og fyrirtæki, sem síðan selja inn á veit- ingahús og mötuneyti ýmiskonar. Aðalatriðið er að auka vinnsluvirði fisksins heima, þá fáutn við hærra verð ytra og verðum samkeppnisfær- ari um fiskinn á mörkuðunum heima," segir Jón Gunnarsson. Athyglisverðar fyrirspurnir ÍSBÚ hf. stundar meðal annars útflutning á laxi, silungi og bleikju og fleiru en stundar einnig ráðgjaf- arstörf á alþjóðavettvangi. Tanya Zharov, starfsmaður ísbús, segir að útflutningur á laxi og silungi hafi aðallega beinzt inn á Bretland, en nú sé fyrirtækið að reyna fyrir sér á meginlandi Evrópu. „Við seljum einnig frystan kat'fa og erum að vinna að ýmsum verkefnum á Kamt- sjatka í Rússlandi. Við erum hér til að kynna fyrirtækið almennt, en með höfuðáherzlu á laxinn. Okkur gekk mjög vel á sýningunni og mik- ið var af fólki hjá okkur, einkum fyrstu tvo dagana. Við renndum reyndar dálítið blint í sjóinn til að byt'ja með, en við höfum fengið margar athyglisverðar fyrirspurnir, sem unnið verður úr þegar heim kernur," segir Tanya. Auka breiddina Fiskur hf. í Sandgerði hefur nú stofnað fyrirtæki í Belgíu auk vinnslu sinnar heima. Birgir Krist- insson er einn eigendanna, en fyrir- tækið kynnti meðal annars ferskan fisk, frystan og saltfisk á sýning- unni: „Við reynum að hafa sem mest úrval til að þjóna viðskiptavin- um okkar eftir föngum og auka breiddina. Okkur gekk mjög vel á sýningunni og það kom okkur á óvart hve margir konui til okkar frá Spáni, Italíu og Sviss. Við höfum einnig gert samning við stórmarkað í Frakklandi um sölu á saltfiski í neytendaumbúðum og ferskum fiski og svipaðir samningar standa til við fyrirtæki á Ítalíu og Spáni. Við erum með fiskvinrislu og kæligeymslu í Zeebrugge og þaðan dreifum við fiskinum frá okkur. Auk þess að kaupa fisk að heiman kaup- um við einnig á fiskmarkaðnum í Zeebrugge til að auka úrvalið, en við erum með nokkra menn í vinnu við kaup og sölu á fiski. Útflutning- urinn er nokkuð misjafn eftir mánuð- um, mest um 100 tonn alls, en við höfum nýlega sent út fimm gáma af saltfiski, sern við höfum fengið keyptan hjá SÍF. Fyrirtæki úti á Granda í Reykjavík pakkar saltfisk- inum fyrir okkur, en þessum fiski dreifum við meðal annars á kaupend- ur, sem einnig eru í ferskum fiski. Við erum einnig að reyna að fara nýjar leiðir, renna fleiri stoðum und- ir starfsemina, með því að afla nýrra markaða á Spáni og Ítalíu. Nú eru alltaf fleiri og fleiri að fara í útflutn- ing á ferskum ftski til Evrópu. Við höfum orðið varir við það, að fyrir- tæki hér eru að kvarta yfir því að lélegur fiskur konti frá sumum þess- ara nýju útflytjenda. Það er nauð- synlegt að menn gæti þess að senda aðeins úrvals fisk út. Þannig ná menn góðum viðskiptum og háu verði, en annars er.vóðinn vís,“ seg- ir Birgir. Selttil Uganda „Sýningin héfur reynzt okkur af- burðavel. Við höfum fengið mikið af góðum fyrirspurnum, treyst eldri viðskiptasambönd og á sýningunni gengum við frá sölu á um 150 kerum til Grikklands og Uganda. Við höfum greinilega átt erindi inn á sýning- una, en hún er mjög góður vettvang- ur fyrir okkur. Hingað koma greini- lega yfirmenn fyrirtækja, sem hafa leyfi til að taka ákvarðanir og miklu máli skiptir að komst í beint sam- band við þá. Við erum einnig í góð- um tengslum við alþjóðlega ráð- gjafa, sem vinna víða um heim, meðal annars á svæðum, sent við erum ekki inni á. Eftir sýninguna verður tekin upp aukin samvinna við tvo til þtjá slíka aðila. Margir sýning- argesta eru komnir mjög langt að og hópurinn er breiður. Það skiptir okkur einnig miklu máli að vera með alþjóðalega gæðavottun, ISO 9001, á framleiðslu okkar, en hún er lykill- inn að þessu markaðssvæði. Mörg stór fyrirtæki í Evrópu eru að vinna að gæðamáium sínum og þekkja því til þessarar vottunar," segir Þor- steinn Sigurðsson hjá Borgarplasti. Næsta verkefni Borgarplasts á þess- um vettvangi er sýning í Eistlandi í þessari viku og verðut' það eina íslenzka fyrirtækið þar eftir því sem næst verður komizt. Bleikjan kynnt Landssamband fiskeldis- og haf- beitarstöðva kynnti afurðir félags- manna sinna á sýningunni í Bruss- el. Vigfús Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri, sambandsins segir að vel hafi gengið og erillinn hafi verið svipaður og í fyrra. „Við teljum það mikla þörf að vera hér, en við leggj: um áherzlu á sérhæfðar tegundir. í fyrra var það hafbeitarlaxinn, nú er bleikjan, en sýningin er eins konar upphaf á markaðsátaki fyrir hana. Bleikjan vekur mikla athygli og við erum að vinna úr góðum fyrirspurn- um. Við bjóðum upp á bleikju, sem er tvenns konar, annars vegar með dökku holdi og hins vegar ljósu. Báðar tegundirnar hafa vakið nokkra athygli, en helzti markaður- inn fyrir bleikju hefur verið í Banda- ríkjunum. Við erum að fá viðbrögð frá mörg- um viðskiptavinum, en á þeim geta menn heima séð á hvað beri helzt að leggja áherzlu á í framleiðslunni, sem er að aukast jafnt og þétt. Grundvallaratriði í þessat'i kynningu er að bleikjan er lítið þekkt hér og því hægt að kynna hana sem sérís- lenzka afurð. Hafbeitarlaxinn frá Islandi hefut' einnig vakið verðskuld- aða athygli og hægt hefur verið að greina hann frá eldislaxi og laxi veiddum í net í sjó. Gæði hafbeitar- laxins eru mikil og eftirspurn líka og verðið hærra en á hinum. Þá hefur eldislaxinn einnig vakið at- hygli, en þar leggjum við áherzlu á strandeldi og þann stöðugleika í framleiðslu sem hægt er að ná í því,“ segir Vigfús. Flskrúllur til Danmerkur Útgerðarfyrirtækið Ögurvík hóf fyrir nokkru sölu og útflutning á afurðum eigin frystitogara og tók nú í annað sinn þátt í Evrópsku sjáv- arútvegssýningunni. Indriði H. ívarsson frá Ögurvík segir viðbrögð- in við afurðum fyrirtækins hafa ver- ið mjög góð. „Fyrir utan að hitta fyrri viðskiptavini, hafa mat'gir nýir aðilar víða að óskað viðskipta við okkur. Þá er mikill áhugi á smá- pakkningum sem við seljum fyrir Víði í Garði, en þegar hefur samizt um sölu á þeim til Danmerkur. Ann- ars vegar erum við með eigin afurð- ir, sem eru framleiddar um borð í frystitogurunum Vigra og Frera og hins vegar ýmislegt frá öðrum, svo sem fiskirúllur, rækju og súpur. Þrátt fyrir að mikið af unnum afurð- um sé á sýningunni, höfum við feng- ið mikla athygli. Viðbrögðin hafa verið miklu meiri en við áttum von á og varla komið eyða alla sýning- una. Við gerum því ráð fyrir að stækka viðskiptavinahóp okkar verulega að lokinni sýningunni," segir Indriði. Þátttakan þörf „Okkur hefur gengið mjög vel hér á sýningunni og þátttakan hér er okkur vissuleg þörf,“ segir Ottó Þormar, útflutningsstjóri hjá Plast- prent hf. Plastprent sýndi áprentað- ar plastumbúðir af ýmsu tagi, en fyrirtækið er stærst sinnar tegundar á íslenzka markaðnum og kaupa bæði stóru útflutningsfyrirtækin umbúðir af því. „Fallega prentaðar umbúðir eru orðnar nauðsyn í hinni hörðu samkeppni um sölu sjávaraf- urða. Við höfum því fengið mikið af góðum fyrirspurnum. Útflutning- ur til þessa hefur verið lítill, aðeins um 2% af veltu. Við stefnum á að auka það hlutfall upp í 6, til 8% á fjórum til fimm árum og til þess er nauðsynlegt að vera á sýningum af þessu tagi. Við náum athygli mjög margra og lærum einnig mikið af öðrum hér. Við eigum tilverurétt. á markaðnum hérna sem einn af smærri aðilunum, því við ráðum yfir öllum þáttum, sem þarf til að ná árangri svo sem góðri prentun og hönnum umbúða. Við framleiðum mikið fyrir stóru fyrirtækin heima og erum komnir í alvarlegar viðræður við belgískan plastframleiðanda, sem ekki er með prentun, um að prenta á umbúðir frá honum svo hann geti boðið heild- arlausnir í umbúðum. Þetta er fyrir- tæki, sem er tvöfalt stærra en Plast- prent. Þarísem við höfum mótað þá stefnu að fara í útflutning, verðum við að taka þátt í sýningum. Þó þetta sé hvorki auðvelt né fljótunnið er ég bjartsýnn og við erum í viðræðum við ýmsa aðila, allt niður í Suður- Afríku, en margir segja það sízt verri kost að kaupa umbúðir frá ís- landi en einhvetju öðru landi í Evr- ópu,“ segir Ottó. Skilar sér stöðugt betur Triton hf. sýndi meðal annars ka- víar og þorsklifur, en fyrirtækið flyt- ur út margs konar sjávarafurðir. Öt-n Erlendsson, eigandi fyrirtækisins, segir að vel hafi gengið á sýning- unni. „Þetta skilar sér stöðugt betur eftir því sem sýningunum hjá fyrir- tækinu fjölgar. Sýningargestir eru þá famir að kannast við okkur og stoppa frekar. Þeir sjá einnig að ein- hvet' alvara hlýtur að liggja að baki stöðugri þátttöku. Við erum nú með svipaða línu afurða eins og í fyrra, en kavíarinn og þorsklifurin vöktu mikla athygli. Belgarnir skiluðu sér mjög vel til okkar nú og mikil eftir- spurn er eftir vörum í neytendaum- búðum. Við erum því ágætlega sátt við þessa sýningu og erum strax far- in að huga að því að gera megi bet- ur á næstu sýningu. Þá má ekki gleyma því að hlutur Útflutningsráðs Islands hefur verið okkur íslenzku sýnendunum mjög mikilvægur. Vel hefur verið staðið þar að hlutum og við erutn til dæmis á afgerandi bezta staðnum í salnum," segir Örn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.