Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 1
$U#t$MM$Ítíb 1995 MIÐVIKUDAGUR 17. MAI BLAÐ c HSÍ tapar ekkiá keppninni EKKI verður fjárhagslegttap hjáHandknatt- leikssambandi íslands á heimsmeistarakeppn- inni, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, en hagnaður verður hins vegar 20 til 30 miUjónum krónum minni en vonast var til og með það í huga að ísland kæihist í átta liða úrslit. Heim- ildir Morgunblaðsins úr forystu HSÍ herma að í gærkvðldi miðar hafi verið búið að sejja að- göngumiða fyrir meira en 50 miHjónir króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 80 millj- ómim kr. vegna miðasölu. Inni í þeirri (ölu eru tryggingar uppá 40 miHjónh*. íslendingar úr leik eftir stærsta tap í heimsmeistarakeppni frá upphafi „Markmiðin öll farin í vaskinn" „ÞESSI leikur var ekki ósvipaður og sá gegn Sviss; sama ráð- leysið kom upp í sókninni og enginn af leikmönnunum fyrir utan þorði að taka af skarið og því fór sem fór, sagði fyrirliði íslenska liðsins, Geir Sveinsson að leikslokum í gærkvöldi — eftir að íslendingar höfðu verið slegnir út úr heimsmeistara- keppninni í 16-liða úrslitum, af heimsmeisturum Rússa. ;Eftir góðan fyrri hálfleik sáu ís- Morgunblaðið/Sverrir GEIR landsliðsfyrirllðl tekur á móti syni sínum, Arnari Sveini, að leiksiokum í gær- kvöldi. Eiginkonan og móðír- ín, Guðrún Helga Arnars- dðttir er í baksýn. Seinkað um kortér ÁKVEÐIÐ hefur verið að leikir, sem eiga skv. skrá að byrja klukkan 17 hefjistekki- fyrren kl. 17.15, ef ske kynni að hinir fyrri lendi í fram- lengingu, eins og gerðist á tveimur stöðum í gær. lendingar aldrei til sólar í þeim seinni. Staðan í leikhléi var 11:8, en íslendingar gerðu aðeins fjogur mörk í síðari hálfleik og urðu að sætta sig við stærsta tap sitt í heimsmeistara- keppni frá upphafi — 12:25. Geir fyrirliði átti enn einn stórleik- inn en eins og fyrri daginn þá má enginn við margnum. Félagar hans í liðinu náðu sér ekki á strik.' „Það sem drap alveg endanlega í okkur var þessi geysisterka sex núll vörn sem þeir léku í siðari hálfleik. Við komumst ekkert áfram í sókninni og þeir keyrðu yfir okkur með hrað- aupphlaupum. Það vantaði alveg hjá sóknarmönnum okkar að keyra á vörnina og hamra boltann í markið. Nú höfum við tapað þremur leikjum í röð og ég vil meina að markvarslan og vörnin hafí geta verið mikið betri gegn Suður—Kóreu og þar misnotum við mörg dauðafæri og gerum óþarf- lega mikið af sóknarvitleysum. Gegn Sviss hefðum við getað gert mun betur á öllum vigstöðvum. I kvöld er það hins vegar sóknarleikurinn sem klikkaði alveg. Þannig að ef horft er á síðustu þrjá leiki þá hefur okkur tekist að lagfæra vörnina, en sóknar- leikurinn skánar ekkert. Þó að okkur tækist að skora átta mörk í fyrri hálfleik þá var sóknarleíkurinn ekkert sérstakur og í heild var sóknarnýting- in 33%, sem er lélegt. Lavrov var ekkert að verja rpikið meira en okkar markverðir, en hann fékk bara mikið færri skot á sig," sagði Geir. „Fyrir keppnina hafði ég sett mér ákveðin markmið, sem öll efu farin í vaskinn. Nú er bara að setja sér ný markmið og það er níunda sætið. Það verður bara að fara að einbeita sér að því strax í kvöld og alls ekki hengja haus. Nú verður að fara upp á hótel og undirbúa sig fyrir leikin gegn Hvít—Rússum á morgun [í dag] og finna leiðir til þess að leggja þá að velli," sagði Geir Sveinsson að lokum. Morgunblaðið/Sverrir Allt búið! DAVÍÐ B. Sigurðsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins til margra ára, var niðurlútur eftir tapið í gær eins og aðrir aðstandendur liðsins. Þessi mynd er ef til vill dæmigerð fyrir vonbrigðin sem fylgja eftir' miklar væntingar til liðsins; allt búið. Ekki með á OL NÚ er næsta víst að handboltalandsliðið kemst ekki á Ólympíuleik- ana í Atlanta á næsta ári. Sjö efstu þjóðirnar á HM fá þátttökurétt á ÓL og það áttunda einnig, verði ein þeirra sjö' Evrópuþjóða, sem komnar eru í átta liða úrslit hér, Evrópumeistari á næsta ári, því sigur í EM gefur keppnisrétt í Atlanta. Eina von íslendinga um að komast á ÓL er því að sigra í Evrópukeppninni. HM : EGYPTAR EINA ÞJÓÐIN UTAN EVRÓPU í 8-LIÐA ÚRSLITUM / C11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.