Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 C MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 ' __________________ HM í HANDKNATTLEIK Þeir hvíldu ÞEIR leikxnenn íslenska liðsins sem hvíldu gegn Rússum, voru Dagnr Sigurðsson, Gunnar Beinteinsson, Bergsveinn Bergsveinsson og Gústaf Bjarnason. Gunnar er eini leik- maður liðsins sem ekki hefur leikiðíHM. Fílíppov fór á kostum DMÍTRÍJ Fílíppov, leikmaður með Stjörnunni, lék við hvern sinn fingur gegn íslendingum — fór á kostum og skoraði tíu mörk. Hann skoraði Ijögur mörk i röð, þegar Rússar kom- ust í 4:7 — eitt úr vítakasti, eitt úr horni og tvö eftir hrað- aupphlaup, eftir að hafa feng- ið knöttinn frá Lavrov, mark- verði, eftir að hann varði — skot af línu og langskot. Treystu Fílíppov full- komlega RÚSSNESKU leikmennirnir treystu Fílíppov fullkomlega þegar hann tók vítaköst, en Iiann skoraði úr íjórum víta- köstum. Þegar hann tók víta- köstin, voru allir aðrir leik- inenn Rússa við vítateigslinu sína. Guðmundur Hrafnkels- son náði að verja eitt vítakast frá Fílíppov, sem fagnaði mörkum sínum i lokin með því að reka upp stríðsöskur. Lavrov skammaði risana LAVROV, markvörður, var ekki ánægður þegar Geir Sveinsson skoraði fjögur mörk af linu í fyrri hálfleik — hann hyóp þá að varamannabekk Rússa og skammaði „stóru“ strákana Grebnev, Pogorelov og Atavin, sem eru allir tveggja metra menn. Já, hann lét þá heyra það, að hann væri langt frá því að vera ánægður. Herforinginn Maxímov ÞAÐ var gaman að fylgjast með þjálfaranum Vladímír Maxímoy, hvernig hann sljórn- aði leikmönnum sínum í vörn og gaf þeim fyrirskipanir í sókn. Maxímov, sem er fyrrum fyririiði landsliðs Sovétríkj- anna, hefur unnið frábært sterf með lið Rússa — gerði þá t.d. að heimsmeisturum i Svíþjóð 1994. „Hann á af- mæli í dag“ MÓKOLLUR, lukkudýr HM, bað áhorfendur að syngja „hann á afmæli í dag“ fyrir Þorberg Aðalsteinsson, landsliðsþjálfara, eftir leik- inn. Hann var 39 ára í gær. Patrekur sá rautt PATREKUR Jóhannesson fékk að sjá rauða spjaldið þegar hann braut gróflega á leikmanni Rússa í hraðaupp- hlaupi, þegar staðan var 12:22. Hann hefur tvisvar fengið að sjá rauða spjaldið í HM. Rússneska rúllettan Hafðu þetta, vinur! Morgunblaðið/RAX DMITRIJ Fílíppov skoraðl tíu mörk gegn íslendlngum arl Þrestl Óskarssynl, markverðl, úr vítakasti. — hér sendir hann knöttfnn framhjá Sigm- Fílíppov skoraðl tíu mörk í leiknum. SÓKNIN, MÖRKIN OG MARKVARSLAN iww • i J—1|— fSLAND ^^RÚSSLAND Mörk Sóknir % Mörk Söknir % 8 16 50 F.h 11 16 69 4 19 21 S.h 14 19 74 12 35 34 Alls 25 35 71 r í. ! Langskot 7 5 1 Gegnumbrot 0 1 Hraðaupphlaup 4 Horn 4 4 1 Lína 3 2 ! Víti 7 8(1) Varin skot (víti) 8(1) 3 i Aftur til mótherja 0 köstum. Rússneska liðið er geysi- lega öflugt — kraftmikið bæði í vörn og sókn. Rússar gátu leyft sér þann munað að kalla skyttuna Dmítríj Karlov á bekkinn, til að hvílast. Þeir breyttu varnarleik sínum í seinni hálfleik, sem varð til þess að sóknarleikur íslenska iiðsins var ráðvilltur og máttlaus. Rússar voru sterkari á öllum sviðum handknattleiksins, það sýndu þeir. Mótspyrnan var ekki svo mikil þegar leið á leikinn, að þeir gátu leyft sér ýmsar kúnstir — undir lokinn lét Maxímov minni spámennina spreyta sig. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um ísienska liðið. Eins og áður var Geir Sveinsson perla liðs- ins. Hann skoraði fjögur stprkost- leg mörk í fyrri hálfleik, en eftir að Rússar hófu að leika flata vörn í seinni hálfleik, var sagt við Geir: „Lok, log og læs — allt í stáli.“ Það er að bera í bakkafullan læk- inn að ræða um sóknarleik liðsins — hann er hrein út sagt lélegur. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson NEI, þetta gengur ekkl svona lengur. Það var ekki mlkll líf á varamannabekk íslands, þegar hrammur „rússneska bjarn- arlns" féll — íslendingar urðu að játa sig slgraöa. ÚTI er ævintýri! Það voru ekki upplitsdjarfir íslendingar sem yfirgáfu Laugardalshöllina, eftir að þeir höfðu enn einu sinni vaknað upp við van- máttarkennd — nú eftir að hafa verið sundurtættir af „Maximov-maskínunni" ógn- væglegu. Rússar hreinlega léku sér að leikmönnum Is- lands, eftir að þeir höfðu veitt þeim harða keppni framan af. Þegar Vladtmír Maxímov, þjálfari Rússa, gaf merki í leikslok að leikurinn vari úti, drap hann á vél sinni. Á Ijósa- töflunni sást árangur hans — 12:25. Rússarhöfðu lagt ís- lendinga að velli með hvorki meira né minna en þrettán marka mun. Sigmundur Ó. Steinarsson skriiar ^etta er _ versta útreið sem ^^landslið íslands hefur fengið í heimsmeistarakeppninni. Stæsta tapið áður, var þeg- ar Danir lögðu Is: lendinga að velli fyrir 34 árum í Karlsruhe, í HM 1961 í V-Þýskalandi, 24:13. Það var sorglegt að sjá til leikmanna íslenska liðsins í seinni hálfleik, þegar „rússneski björninn" var kominn með þá í heljargreypar — þeir gátu engan veginn bjargað sér af vettvangi dauðans. Slíkt var aflið í klóm bjarnarins. Eins og hrammi væri veifað breyttist stað- an úr 10:12 í 11:21. Þegar upp var staðið var þrettán marka mun- ur staðreynd, 12:25. íslenska liðið hafði aðeins skorað fjögur mörk í seinni hálfleik, eftir að staðan var 8:11 í leikhléi. Stemmningin var geysileg í Laugardalshöllinni í upphafí leiks, og þá börðust leikmenn íslenska liðsins hetjulega gegn ofureflinu — sýndu mikinn kraft, en vanmáttur- inn kom strax fram í seinni hálf- leik. Rússneska liðið er geysilega öflugt — með sterka vörn, skipaða hávöxnum leikmönnum. Fyrir aft- an hana stendur markvörðurinn Andrej Lavrov, sem er stórgóður leikmaður. Maðurinn á bak við leik Rússa er meistarinn sjálfur, þjálfarinn Vladímír Maxímov, sem stjórnar sínum mönnum eins og herforingi á vígvellinum — það er stórkostlegt að sjá til hans. Rússneska vörnin er ekki árennileg með risana Oleg Grebnev (2.03 m), Sergei Pogor- elov (1.98 m) og Víatcheslív Ata- vin (2.02), sem eru fljótir að skjót- ast á varamannabekkinn þegar “rússneska sóknarrúllettan“ er sett í gang. Fyrir framan þessa sterku leikmenn leikur „indjána- höfðinginn“ úr Stjömunni, Dmitríj Fílíppov, sem var stöðugt að trufla sóknarieik íslendinga. Hann skaust oft út í horn til að draga andann, en þá fór Oleg Koulechov í hans hlutverk — báðir fljótir leik- menn, sem eru fljótir fram og skora úr hraðaupphlaupum og þá skiptast. þeir á að skora úr víta- Enn vakna íslendingar upp við martröð — nú þegar þeir höfnuðu á rússnesku „Maximov-maskínunnin" Rússland - í sland 25:12 Laugardalshöll, sextán liða úrslit HM. Gangur leiksins: 4:4, 7:4, 7:6, 9:6, 9:8, 11:8, 12:10, 15:10, 15:11, 21:11, 21:12, 25:12. Mörk Rússlands: Dmítrí Fílípov 10/4, Oleg Koulechov 5/3, Serguei Pogorelov 3, Dmítrí Karlov 3, Dmítrí Torgovanov 2, Vasily Kudinov 1, Lev Voronin 1. Varin skot: Andrey Lavrov 8/1. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk íslands:Geir Sveinsson 4, Patrekur Jóhannesson 3, Valdimar Grímsson 2/2, Konráð Olavson 1, Sigurður Sveinsson 1, Júlíus Jónasson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 8/1 (þaraf 3 til mótherja) Utan vallar: 6 mínútur. Patrekur Jóhannesson fékk rautt spjald fyrir gróft brot. Dómarar: Spánverjarnir Gallego og Lamas, sem voru á bandi- Rússa í fyrri hálfleik, en þurftu þess ekki í seinni hálfleik. Ahorfendur: 4.500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.