Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 4
4 C MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HM í HAIMDKNATTLEIK Erwin Lancforseti IHF Ánægður með nýja fyrirkomu- lagið á HM Ei-win Lanc, forseti alþjóðahand- knattleikssambandsins (IHF) sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri ánægður með hið nýja fyrirkomulag á heimsmeistara- keppninni, það er að segja að vera með 24 þjóðir í fjórum riðlum og láta fjögur eftu liðin komast áfram í útsláttarkeppni. „Eitt af mark- miðum okkar með því að gera þess- ar breytingar var að fá að minnsta kosti þrjár þjóðir frá hverri heims- álfu. Það voru margár efasemdar- raddir sem heyrðust vegna þess- arra breytinga en' ég held að þær hafi sannað gildi sitt. Nú er komið I ljós að fimm af þeim sextán þjóð- um sem leika í 16-liða úrslitunum eru þjóðir utan Evrópu. Þetta sýn- ir okkur og öllum að það var rétt ákvörðun að bjóða þremur þjóðum frá hverri heimsálfu hingað,“ sagði Lanc. Ólafur Schram: Aldrei ánægður nema sé fullt hús Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, var spurður að því hvort hann væri ánægður með aðsóknina á leik- ina og svaraði hann því til að hann væri aldrei ánægður nema þegar húsið væri fuilt. „Samkvæmt okkar áætlunum þá eru áhorfendur heldur fleiri en við áttum von á. Island er lítið land og það eru margir leikir sýndir í sjónvarpinu þannig að við bjuggumst ekki við fullu húsi á alla leiki,“ sagði Óiafur. Aðspurður sagði hann að íslend- ingar hefðu hagnast mikið á mót- inu, bæði handboltalega séð og einnig almennt. „Hvernig peninga- hliðin kemur út vitum við ekki ná- kvæmlega ennþá, við verðum að bíða og sjá hvernig íslenska liðinu gengur í kvöld," sagði Ólafur á blaðamannafundi í gærkvöldi. Guðjón og Hákon dæmaá Asíuleik- unum ISLENSKA dómaraparinu Guðjóni L. Sigurðssyni og Hákoni Sigurjónssyni, hef- ur verið boðið að dæma á Asíuleikunum sem hefjast í Kúveit um miðjan septem- ber næstkomandi og standa yfir í tvær vikur. Þar taka þátt fjórtán bestu hand- knattleikslið Asíu og gefur sigur í mótinu rétt á sæti á Ólympíuleikunum í Atl- anta. Norsku dómurunum Svein Olav Öie og Björn Högsnes hefur einnig verið boðið en að öllum líkindum verða aðeins tvö pör frá Evrópu sem dæma á þessu móti. „Þetta er tvímæla- laust stærsta verkefni sem við höfum fengið ásamt leiknum okkar á heims- meistaramótinu hérna,“ sagði Guðjón við Morg- unblaðið, eftir að hafa fengið boðið. Eins og kunnugt er dæmdu þeir félagar sinn fyrsta leik á heimsmeist- aramótinu á sunnudaginn þegar þeir flautuðu á leik Kúveit og Egyptalands en ekki er enn vitað hvort þeir fái fleiri Ieiki. Þjóðverjar komnir á mikla siglingu Hvít-Rússar áttu aldrei möguleika gegn þeim Morgunblaðið/Árni Sæberg VIGINDAS Petkevícíus, fyrrum landsliðsmaður Sovétríkj- anna og Litháens, er hér kominn í gegnum vörn Hvít-Rússa. Petkevícíus stjórnaði leik Þjóðverja af öryggi og festu í gær, eins og áður í keppninni, og var auk þess mjög ógnandi. lega lélegar, en það átti eftir að lagast hjá Þjóðverjum því þeir lög- uðu varnarleik sinn hægt og síg- andi og í síðari hálfleik var hann mjög góður. Sóknarleikur þýska liðsins var léttur, hraður og skemmtilegur á að horfa. Þar fór hinn stór- skemmtilegi línumaður, Christian Schwarzer fremstur í flokki. Hann er gríðarlega sterkur á línunni og minnir um margt á Geir okkar Sveinsson. Stór og stæðilegur strákur sem aldrei gefst upp og er mjög öruggur. Annars má segja um sókn Þjóðverja að þar hafi all- ir leikið vel, Petkevícíus stjórnaði af öryggi og festu og var auk þess mjögógnandi, hornamennirn- ir voru sprækir, Jan Fegter kom sterkur inn í síðari hálfleik og ekki má gleyma þætti Klaus-Diet- er Pedersens í vörninni. Þar fer svo sannarlega mikill varnatjaxl. Fyrir aftan sterka vörn í síðari hálfleiknum var Thiel sem varði vel þegar vörnin tók almennilega við sér. Sókn Hvít-Rússa var mjög þunglamaleg og það kom varla fyrir að skemmtileg tilþrif sæust,’ en sóknin mjakaðist og Tútskjín skoraði og skoraði og var hér um bil allt í öllu í sóknarleiknum fram- an af. Jakímovítsj skaut talsvert en hann virkaði gríðarlega þungur og í vörninni var hann hreint og beint áhugalaus. Línumaðurinn stæðilegi, Barbashínskí, var eins og nýgræðingur og það lá við að áhorfendur klöppuðu ef hann náði að náði að handsama knöttinn. Þýskaland - Hvfta-Rússland 33:26 Smárínn, þriðjudaginn 16. maí 1995. Gangur leiksins: 1:0, 3:1, 6:3, 6:5, 9:6, 9:8, 12:12, 15:12, 15:13, 17:13, 20:14, 23:15, 28:19, 31:24, 33:26 Mörk Þjóðveija: Christian Schwarzer 7, Vigindas Petkevíeíus 6/2, Jan Fegter 5, Holger Winselmann 5, Jörg Kunze 4/3, Volker Zerbe 3, Stefan Kretzschmar 3. Varin skot: Andreas Thiel 14/1 (þaraf 6 til mótheija), Jan Holbert 3 (þaraf 2 til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Hvít-Rússa: Alexander Tútskíjn 7, Mikhaíl Jakfmovitsj 6/3, Andrej Klímo- vets 3, Konstantín Sharovarov 2, Gennadí Khalepo 2, Andrej Parashchenko 2 Andrej Barbashínskí 2, Júrí Gordíonok 1, Anton Kakízo 1. Varin skot: Alexander Minevskí 7 (þaraf 4 til móthetja), ígor Paprúga 4 (þaraf 2 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Oie og Högsnes frá Noregi. Ekki nógu sannfærandi. Áhorfendur: Um 450. Þetta er besti leikur sem ég hef séð þýska liðið leika lengi, en ég verða að viðurkenna að ég var dálítið mikið taugaóstyrkur fyrir leikinn. Þessi sigur var mjög, mjög ánægjulegur,“ sagði Arno Ehret þjálfari Þjóðverja eftir leikinn. „Leikurinn var mjög mikilvægur, því það er ekki vei séð í heimalandi mínu ef handboltalandsliðið nær ekki langt, og það hefði ekki verið gaman að koma heim eftir ef við hefðum tapað í 16-liða úrslitunum. Sóknarleikurinn var góður hjá okkur í dag en við áttum í nokkrum erfið- ieikum með vörnina framan af, en það lagaðist er á leið og vörnin var orðin góð í síðari hálfleiknum. Aðspurður um „Dauðariðilinn" á Akureyri sagði hann: „Fyrirfram sýndist manni riðlarnir vera mis- þungir, en ég held að úrslitin í dag ‘iSýni að það var ekki neinn „Dauða- riðill", bara „dauðaleikir" þar sem lið eru úr leik ef þau tapa.“ „Ég er alltaf leiður yfir því að itapa, sérstaklega svona mikiivægum Heik, en í dag var sanngjarnt að við ■töpuðum og ég óska Þjóðveijum jgóðs gengis. Þegar við vorum á (Ákureyri fylgdumst við með hinum 'liðunum í sjónvarpinu og við vildum alls ekki mæta Þjóðveijum, en vegna þess að við töpuðum fyrir Egyptum urðum við að mæta Þjóðverjum," sagði Míronovítsj, þjálfari Hvít- Rússa eftir tapið í gær. ÞJÓÐVERJAR áttu ekki ítelj- andi erfiðleikum með Hvít- Rússa í 16-liða úrslitunum í gær. Þjóðverjar, sem léku mjög vel og virðast vera komnir á mikla siglingu, sigruðu 33:26 og munaði þar mestu léttleiki en um leið festa í leik þeirra. j^jóðverjar skoruðu fyrst en Jakímovítsj jafnaði úr víta- kasti. Þetta var í eina sinn í leikn- um sem þýskir höfðu ekki forystu. Holbert byijaði í Skúli Unnar markinu en náði sér Svelnsson ekki vel á strik og skrifar Thiel kom inná þeg- ar staðan var 9:8 og markverðir liðanna höfðu varið eitt skot hvor. Þetta lýsir ef til vill ekki síður vörnum liðanna sem voru hræði- Risaskjár í Laugardalshöllina ÁKVEÐIÐ hefur verið að leigja stóran skjá, 8x8 metrar í þvermál, og setja upp í Laug- ardalshölíinni fyrir úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar á sunnudaginn. Ætlunin er að sýna þá tveggja mínútna kynn- ingarmynd frá japanska bæn- um Kumamoto, þar sem næsta heimsmeistarakeppni fer fram og borga Japanir leiguna fyrir skjáinn. Einnig verður hægt að sýna endurtekningar úr sjónvarpinu á skjánum, þannig að áhorfendur geta séð allt jafn nákvæmlega og þeir séu fyrir framan sjónvarp. Enginn dauða- riðill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.