Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 C 5 aviví1" ■ ■ "K,aT* Jr _ ■■ aora okcvpi- mtd fy rirJL \ (*i( innasnl ;i I lol«-l l.-ju oti i Mjórlíl: Miiit n IV|>-i OjH' l -il- öl ;i iióön mtöí. Gildir ekki meö öörum tílboöum Tilboðín qilda sun fim. til 31 rnai '95 HM I HANDKIMATTLEIK Markvarslan mikilvæg Margt hefur brugftist hjá íslenska landsliðinu í keppninni og hefur sænski landsliðsþjálfarinn skýringar á ýmsu sem miður hefur farið. „Ég sagði fyrir keppnina að ef íslenska liðið ætlaði sér langt yrði markvarslan að vera í lagi. Geir Sveinsson hefur leikið mjög vel á lín- unni og mörg mörk hafa komið úr hornunum en liðið verður líka að skora af níu metra færi. Eins verða íslendingar að treysta leikstjórnand- anum en það hafa verið skiptingar í þeirri stöðu.“ ari Evrópumeistara Svía, segist, í samtali við Steinþór Guð- bjartsson, ekki vera að öllu leyti sammála þeim hugmyndum Anatolís Evtútsjenkos um breyt- ingar á handboltaregl- unum, sem hann setti fram í Morgunblaðinu á laugardaginn var. Sjónvarpað til 30 landa frá íslandi SJÓNVARPSÁHORFEND- UR í 30 löndum geta séð bein- ar útsendigar frá HM hér á Iandi og hafa umsvifin aldrei verið eins mikil í sambandi við heimsmeistarakeppni í handknattleik. Árið 1990 var sjónverpað til 18 landa, 1993 til 24 og núna til 30. „Hand- bolti er að breytast úr því að vera Evrópuíþrótt yfir í að vera alþjóðleg íþrótt,“ sagði Erwin Lanc forseti alþjóða- handknattleikssambandins (IHF) á blaðamannafundi í gær. Hann sagði einnig að nú væri HM í handbolta kom- ið I hóp þeirra móta sem sýnt væri einna mest frá. Áhorfend- um fjölgar FORRÁÐAMENNIHF voru einnig ánægðir með áhorf- endur og sögðu að rúmlega 33.000 manns hefðu mætt á þá 60 leiki sem fram hafa farið og það þýddi að um 650 manns að meðaltali hafi séð hvern leik. Þeir bentu á að það væri um 10% íslensku þjóðarinnar. Sóknunum fjölgar ÞAÐ eru að meðatali 52 sókn- ir í leik á HM hér á landi en voru 46 í Svíþjóð 1993. Fjöldi marka er svipaður og var í Svíþjóð en meiri áhersla virð- ist nú lögð á hraða því i riðla- keppninni voru 24% marka gerð eftir hraðaupphlaup, og er það nokkru meira en verið hefur. Fram- kvæmdin til fyrirmyndar LANC sagði að öll fram- kvæmd við HM hér á landi væn til mikillar fyrirmyndar og ítrekaði þakkir sínar og hamingjuóskir tíl fram- kvæmdanefndarinnar og allra íslendinga. Bengt Johansson, þjálfari Svía, segirreglurnarekki vandamál sjálfa. Á laugardaginn fóru þeir til dæmis í sund og síðan í ferðalag, keyrðu að Goðafossi, fóru á hestbak og í vélsleðaferð og síðan fóru níu leikmenn út á sjó að veiða en þeir komu með tæplega 100 kg afla að landi eftir tveggja tíma túr. Þetta var svo vel heppnað að þeir fóru aftur út á sjó í fyrradag. „Við erum mjög ánægðir og ég er sérstaklega kátur með það að við skulum vera hér á Akureyri. Um- hverfið er róiegt og við höfum haft nóg að gera. Hótelið er gott og pláss- ið nóg sem gerir okkur mögulegt að styrkja liðsandann sem mest við get- um. I svona keppni er mikiivægt að dreifa huganum og það hefur okkur tekist. Við gerum það sem við vilj- um.“ Robert Hedin fór og kom Margir hailast að því að D-riðillinn á Akureyri hafi verið sá sterkasti í keppninni en Svíar ætluðu sér efsta sætið og þeim tókst að ná því. „Þetta var erfitt gegn Spáni því mótherjarnir léku mjög góða vörn. Ég hafði hugsað mér að láta Robert Hedin spila en hann spilaði í Þýska- Evtútsjenko sagði m.a. að leikur- inn væri ekki nógu hraður og ástæða væri til að takmarka tímann í hverri sókn. Nefndi 45 sekúndur í því sambandi og að sókn hæfist hjá markmanni eftir hvert mark frekar en að byija á miðju. Eins vildi hann afmarka leiksvæðið þannig að menn mættu aðeins veijast á ákveðnum stöðum. Bengt var ekki sammála að öllu leyti. „Gott lið verður að skora innan 20 sekúndna. Þess vegna má vera regla um að sókn megi ekki standa lengur en í 45 sekúndur en þetta er ekki vandamál. Hins vegar er ég ósáttur við að markvörður hefji sókn eftir að hafa fengið á sig mark. Þá er kominn annar leikur, leikur eins og íshokkí. Hins vegar vil ég að klukkan Sé stöðvuð í vítaköstum og aðeins þá. Þessi regla er í Svíþjóð og hefur gefist vel en leikurinn leng- ist um 20 mínútur fyrir vikið. Eins er ég hlynntur því að eftir að komið er fram yfir miðju megi ekki kasta boltanum aftur á eigin vallarhelming en að sjálfsögðu getur markvörður- inn tekið þátt í spilinu, hlaupið um allan völl ef vill. Ég get alveg sam- þykkt mínútu leikhlé í hvorum liálf- leik en að öðru lejái er ég sáttur við leikinn eins og hann er. Þetta er handbolti og handbolti á að vera handbolti, körfubolti á að vera körfu- bolti og íshokkí íshokkí. Með fram- farir í huga er betra að þróa leikinn innanfrá og varast ber að i-ugia sam- an íþróttagreinum." Svíar afslappaðir Svíar mættu sterkir til leiks og allt hefur gengið eins og þeir helst vildu. Þeir hafa tekið lífinu með ró og nýtt frítímann til að rækta sig Olsson ekki með Svíum í EM? M ATS Olsson, markvörður Svía, segir í viðtali við sænska blaðið GT að hann sé að hugsa um að vera ekki með í Evrópukeppni landsliðs, sem fer fram á Spáni í júní 1996, eða tveimur mánuð- um fyrir Ólympíuleikana í Atlanta „Það er brjálæði að vera með tvö stórmót með svo stuttu millibili. Það er erfitt fyrir lið að toppa tvisvar á svo stuttu tímabili. Þetta er of mikið af því góða og leikmenn verða að velja og hafna. Það er orðið of mikið um stórkeppni í handknattleik. Það er hætta við þvi að fólk missi áhugann á handknattleik, þegar stórmótin eru orðin svona mörg," sagði Olsson, sem segir að Svíar eigi að senda B-lið sitt I Evrópu- keppnina, þannig að A-liðið getí undirbúið sig sem best fyrir Ólympiuleikana. Per Olav Söderblom, sem tekur við formennsku sænska hand- knattleikssambandsins í haust, segir að Svíar ætli að leggja tíl að Evrópukeppnin á Spáni verði i janúar eða febrúar. Morgunblaðið/Rúnar Þór BENGT Johansson, þjálfar! Evrópumeistara Svía, stjórnar sínum mönnum í leik á Akureyri. landi á laugardag og kom ekki fyrr en skömmu fyrir leik [á sunnudag]. Hefði hann verið með hefði sóknin gengið betur hjá okkur því hann er mjög góður gegn 6-0 vörn. En ég er mjög hreykinn af Robert Anders- son. Hann sat á bekknum í 45 mínút- ur en lék síðasta stundarfjórðunginn og stóð sig mjög vel.“ Afríkuliðin á óvart Bengt sagðist hafa séð úr nokkr- um leikjum heimsmeistarakeppninn- ar í sjónvarpinu en ekki væri mikið á þeim að græða. „Liðin hafa ýmist verið mjög góð eða slök en best er þegar jafnræði er með þeim. Þess vegna er ekki hægt að segja leikmönnum að horfa á góðan eða slæman leik heldur er það þjálfarans að vega og meta væntanlega mótheija og segja síðan leikmönnunum frá liveiju þeir megi búast við. Þetta er ástæðan fyrir þvi að við horfum ekki lengur en 10 mínútur á hvern leik í sjónvarpi." Undirbúningurinn fyrir leikinn gegn Alsír í gærkvöldi var þannig að tveir sænskir þjálfarar, sem voru staðsettir í Reykjavík fyrri hluta keppninnar, kortlögðu alsírska liðið fyrir Johansson. Hann fór síðan yfír upplýsingarnar með þeim og þjálfar- inn undirbjó leikmenn sína í fram- " haldi af því. Sterkir einstaklingar Eins og oft hefur komið fram eru Svíar með valinn mann í hveiju rúmi. Bengt Johansson sagði að almennt hefðu menn staðið undir væntingum og sumir verið frábærir. „Pierre Thorsson náði sér ekki á strik í fyrri leikjum en var mjög góður gegn Spánveijum. Erik Hajas lék á mjög háu piani en aðrir voru ekki eins góðir og gegn Egypta- landi. Hins vegar voru allir góðir í vörninni og markvarslan hjá Mats Olsson var frábær sem er mikið atr- iði fyrir liðið." Má ekki rugla hand- bolta saman við ís- hokkí og körfubolta Bengt Johansson, þjálf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.