Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 10
10 C MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ /1 ■ MARK VERÐIR Sviss og Kúbu, Rolf Dobler og Vladimir Rivero Hernandez, bytjuðu vel í viðureign þjóðanna í Laugardalshöllinni í gær. Eftir tíu mínútur var búið að skora samtals 7 mörk en þeir höfðu einnig varið sjö skot. ■ KÚBUMENN voru slakir í fyrri hálfleik, náðu 25 sóknum og 18 skotum að markinu en gerðu aðeins níu mörk, sem gerir 36 prósent nýtingu. ■ KUBUMENN voru einnig heill- um horfnir í vítaköstum. Fengu 7 og tvö enduðu i markinu en fjögur voru varin og eitt fór yfir. ■ MARTIN Setlík, lék sinn 150. landsleik fyrir Tékkland í gær, þegar liðið mætti Suður-Kóreu í gærkvöldi. ■ LANDSLIÐSKONUR hefðu viljað meiri verslun í sölubás sínum í Laugardalshöllinni. Þær selja sælgæti og fleiri á efri hæðinni en segja að of lítið sé af börnum í Höllinni. ■ NANNA Guðmundsdóttir er Ieiðsögumaður Tékkanna á HM. Þegar Tékkar unnu svo Suður- Kóreu í gær varð Nönnu á orði að hún sjálf væri komin í 8-liða úrslit. ■ FRAMLENGJA þurfti tvo leiki í 16-liða úrslitum á HM í gær. Ef ekki nást úrslit með 60 mínútna leik er framlengt í 2x5 mínútur og aftur 2x5 ef það dugar ekki til. Ef enn er jafnt er vítakeppni með 5 skotum frá hvoru liði og síðan bráðabani ef staðan er enn jöfn. Liðin verða þá að leggja fram nöfn 5 leikmanna, sem eiga að taka vít- in svo sami maður taki þau ekki öll. ■ DANA F. Jónsson, myndatöku- maður Sjónvarpsins, eini kvenn- maðurinn í því starfi, var við störf í leik Tékklands og Suður-Kóreu í gær. Hún er frá gömlu Tékkóslóv- akíu og var yfir sig ánægð með sigur Tékklands. ■ BJÖRN Jónsson sér um heldri manna stofuna í Laugardalshöll- inni, þar sem handknattleiksforyst- an hefur aðgang ásamt ýmsum boðsgestum, og hefur í nógu að snúast. Hann hefur verið í Höllinni alla leikina en ekki séð neinn leik þar ennþá - bara í umfjöllun sjón- varpsins eftir 11-fréttir. ■ TÚNIS veitti Króatíumönnum mikla keppni í leik liðanna í Smár- anum í gær. Það er ekki í fyrsta skipti sem Túnismenn reynast Króötum erfiðir. Túnis sigraði Króatíu með einu marki á undir- búningstímabilinu en Króatar svör- uðu með ellefu marka sigri í næsta leik á eftir. ■ SALA á bjór hefur verið tals- verð í Kópavogi að sögn þeirra sem sjá um sölu hans. Bjórinn í Kópa- vogi og Hafnarfirði er seldur á 250 krónur en er hundrað krónum dýr- ari í Laugardalshöll. Að sögn af- greiðslufólks í Kópavogi voru Dan- ir duglegastir erlendra hópa að kneyfa ölið en þeir eru nú famir heim, sem kunnugt er. LEIÐRETTING Þau leiðu mistök urðu í blaðinu f gær að úrslit í leik Ungverja og Túnis voru ekki rétt skráð og því var lokastaðan í A-riðJi ekki rétt. Túnis vann Ungverja 25:24, en ekki öfugt. Lokastaðan í riðlinum birtist því aftur hér, rétt. Fj. leikja u J T Mörk Stig SVISS 5 5 0 0 133: 103 10 S-KÓREA 5 4 0 1 140: 112 8 ÍSLAND 5 3 0 2 119:107 6 TÚNIS 5 2 0 3 110: 125 4 UNGVERJAL. 5 1 0 4 119: 121 2 BANDARÍKIN 5 0 0 5 82: 135 0 HM I HANDKNATTLEIK Morgunblaðið/Árni Sæberg LEIKMENN Egypta höfðu ríka ástæðu til að brosa breitt eftir sigurinn á Rúmenum, og gerðu það. Egyptar eiga greinilega fram- tíðina fyrir sér í handboltanum; þeir urðu heimsmeistarar 21 árs og yngri fyrir tveimur árum, og eru nú komnir í átta liða úrslit. Ulrich Weiler þjálfari Egypta ánægður með sigurinn Tilbúnir í fleira óvænt EGYPTAR gefa ekkert eftir í heimsmeistarakeppninni og í gærkvöidi sigruðu þeir lið Rúm- ena 31:26 í fjörugum leik þar sem þeir náðu yfirhöndinni eftir hlé, komust yf ir snemma í sfðari hálfleiknum og juku síðan for- skotið af öryggi það sem eftir lifði leiks. Þeir mæta Króötum í dag í 8-liða úrslitunum. Egyptar hafa svo sannarlega sýnt að þeir kunna - ýmislegt fyrir sér. Fæstir bjuggust við að þeir næðu langt í þessari Skúli Unnar keppni, en þeir eru Sveinsson jú heimsmeistarar í skrifar keppni leikmanna undir 21 árs og í þessu liði eru fjórir úr því liði. „Ég vissi að Rúmenar væru hræddir við svona ágenga vöm, við lékum nefni- Iega æfíngarleik við þá fyrir stuttu, og það kom á daginn. Það sem skóp þó sigurinn held ég að hafí verið að lið mitt lék besta sóknarleik sem það hefur leikið lengi og það byggðist fyrst og fremst á aga. Menn léku agað, en það hefur stundum viljað brenna við að menn hafi ekki verið nógu agaðir í sókninni," sagði Ulrich Weiler hinn þýski þjálfari Egypta eftir sigurinn og bætti við að sigur- inn kæmi sjálfsagt mörgum á óvart. „Nú erum við tilbúnir í fleiri óvænta sigra. Vöm Egypta, 3-2-1, eða jafnvel 4-2 á stundum, var gríðarlega hreyf- anleg og föst fyrir þannig að Rúmen- ar áttu í miklum vandræðum. „Egyptar höfðu sigurviljann og lið mitt er ekki tilbúið að mæta svona vörn, sem leikur alveg fram á 12 metrana. Skyttur þeirra em einnig góðar. Ég vona bara að lið mitt verði tilbúið að mæta vörn Túnis,“ sagði Vasile Stinga þjálfari Rúmena eftir leikinn. Weiler var ekki á því að sá hand- knattleikur sem Egyptar léku væri kominn í alþjóðlegan handknattleik til langframa. „Við leikum ekki villt- an handknattleik. Við leikum agað í sókninni og þessi vöm er aðeins ein leið til að sigra ákveðin lið. Við leik- um ekki svona vöm á móti öllum lið- um, en gegn Rúmenum hentar hún og þá notum við hana auðvitað," sagði hann. Já, Egyptar leika dálítið öðruvísi handknattleik en menn í Evrópu eiga að venjast. Hann er hraður, agaður en samt dálítið villtur. Hann er einn- ig skemmtilgur á að horfa og umfram allt árangursríkur. Egyptar hafa til dæmis bæði sigrað Hvít-Rússa og Rúmena og það segir sína sögu. Það er vel þess virði að fara og fylgjast með Egyptum. Það er þræl skemmti- legt. Það er gaman að fylgjast með þegar Egyptar skora, þeir fagna svo innilega. Það er einnig gaman að fylgjast með vamarleiknum, sem var góður í gærkvöldi. Það er líka gaman Egyptaland - Rúmenía 31:26 Smárínn, þríðjudaginn 16. maí 1995. Gangur leiksins: 0:1, 1:4, 2:6, 4:6, 8:9, 8:11, 10:11, 10:13, 13:13, 13:14, 14:14, 17:16, 22:20, 24:21, 27:23, 29:24, 31:26. Mörk Egyptalands: Abd Elwareth Sameh 11/2, Mohamed Mohamed Ashour 8, Elattar Ahmed Elmegid 5, Elaksaby Asher Ahmed 2, Gohar Gohar Nabil 2, Sayed Wael Abd Elaty 2, Belal Ahmed M. Hamdy 1. Varin skot: Nakieb Mohamed Mahmoud 8 (þaraf 2 til mótherja), Ibrahim Mo- hamed Mahmoud 7 (þaraf 4 til mótheija). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Rúmeníu: Christian Valentin Zaharia 9/6, Adi Daniel Popovici 4, Eliodor Voica 3, Ion Mocanu 3, Gheorghe Titel Raduta 2, Ciprian Stefan Besta 2, Alex- andru Mihai Dedu 1, Adrian Ghimes 1, Robert Licu 1. Varin skot: Sorin Gabriei Toacsen 7, Alexandru Buligan 2. Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Börresen og Strand frá Noregi. Áhorfendur: Um 200. að fyigjast með þegar þeir fara í vömina því þá þurfa þeir oftast að skipta fjórum mönnum útaf og það er oft mikill handagangur í öskjunni við hliðarlínuna. EGYPTINN Eiattar Ahmed Abd Elmegid stekkur upp en Gheroghe Titel Raduta reyn- ir að stöðva hann. Botnliðin berjast áfram um sætin Leikur um 9.-10. sæti Leikur um 11.-12. sæti Tapliðin úr 16 liða úrslitum: Hafnartjörður: 16-liða úrslit 8-liða úrslit Spánn - Kúba Sviss - Kúba 17. maí, kl. 15.00 Reykjavík: Frakkland - Spánn Reykjavík: Sviss - Frakkland Island - Hvíta-Rússl 17. maí, kl. 20.00 HatnarljörOur: Kj= Island - Rússland Þýskal.- Hvíta Rússl N i/1 17. maí, kl. 15.00 Reykjavík: Þýskal.- Rússland Rúmenía -Túnls /\ Króatía - Túnis ' Cnuntol ___ Di'imanío ' 17. maí, kl. 20.00 Akureyri: S-Kórea - Alsír Egyptal- Rúmenía 17. maí, kl. 17.15 Halnartjörður: Krðatfa -Egyptal. 17. maí, kl. 17.15 m i Tapliö hafa þá lokið keppni * Svíþjóð - Alsír Tákkland - S-Kórea Leikur um 7.-8. sæti 17. mal, kl. 17.15 Akureyri: Svíþjóð - Tékkland ] 17. maí, kl. 20.00 I I I I Undanúrslit Taplið í 8 liða úrsl. Leikur um * Urslita- 3.-4. sæti leikur Taplið í 8 liða úrsl. N Leikur um 5.-6. sæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.