Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 1
[BRAMPARARt |.-:" -' . . [ÞRAUTIRJ Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 17. MA11995 EGHEITIAnnaKatrín. Ég les alltaf Mynda- sögurnar, sem mér finnst mjög skemmtilegar. Ég er 4 ára og leikskólinn minn heitir Kópasteinn. Ðeildin mín heitir Steinholt og ég á afmæli 18. ágúst. Mér finnst skemmtílegast að lita, hjóla á nýja tvíhjólinu mínu og að fara í barbí. Anna Katrín Guðdísar- dóttir, Skjólbraut 10,200 Kópavogi. Kærar þakkir, Anna Katrín mín, fyrir bréfið og myndina sem fylgdi með. Það er alltaf gaman að fá fréttír af ykkur, krakk- ar mínir, hvað þið eruð að gera dags daglega. Nú þegar sumarið er komið, eruð þið væntan- lega meira á ferð og flugi. Gaman væri að fá t.d. ferðasögur frá ykkur. Ferðin þarf ekki að vera löng til þess að hún sé fréttnæm. Það getur veríð stórt ævintýri að fara út í guðs græna náttúruna, sem er 811 að vakna til lífs- íns eftir vetrardvalann. Þið þurfið ekki að leita langt yfir skammt. Hvað er tU dæmis að gerast útí i garðinum heima hjá ykk- ur? Nú þegar skólunum er að Ij úka er ekki vanþörf á að halda skrifhendinni (þeirri vinstri eða hægri) við og skrifa nokkrar línur á blað á milli þess sem þið hoppið og skoppið um við- anvöll. Þá er sagan öil! sagði einhver - en það þarf nú ekki að vera þannig. Þið getíð búið til sðgur alveg endalaust ef þið vUjið og gaman - mjög gaman væri að fá eitthvað af því sem þið eruð að hugsa sett á blað og við birtum það fyr- ir fleiri þúsund forvitna, fróðleiksfúsa lesendur gamla góða Moggans, þeim til gagns og gamans. Krakkar, það sem þíð eruð að gera á hverjum einasta degi, í hverri ein- ustu viku, á hverju ári er ekki bara eitthvað sem enginn kærir sig um að vita. Þið, ég, við og allir aðrir skipta rnáli! Og þess vegna skiptir máli hvað þú ert að gera, hvernig þér Iíður, hvað þú ert að hugsa. Tjáið ykkur með blýanti, penna eða tðlvu, teiknið, skrifið. Það er ótrúlega gott og gefur mikið. Gangi ykkur vel og leyf- ið öðrum (okkur) að njóta þess með ykkur. KÆRU Myndasögur. Mig langar að eignast pennavinkonu á aldrinum 8-10 ára, sjálf er ég 8 ára. Áhugamál: Frímerki, servíettur og nælur. Sigurbjörg Ruthoffritz Artúni 12 800 Selfoss Hæ, hæ, Moggi. Ég óska eftir pennavini, sem er á aldrinum 11-13 ára. Sjálfur er ég að verða 12 ára. Áhugamál mín eru frí- merki, fjallgöngur og margt fleirá. Baldvin Vigfússon Hlíðartúni 6 270 Mosfellsbær Prinsessan sem svaf í heíla öld EINU sinni var kóngur. Hann átti stóra höll. Hann átti dóttur sem hét Lísa. Lísa missti málið fyrir tveim árum. Þá spurði kóngurinn læknana. Þeir sögðu að hún þyrfti að sofa í heila öld. Þá myndi hún fá málið aftur. En ef það gengur ekki, þá sko fáið þið á baukinn. Og eftir eina öld kom málið aftur. Lena Snorradóttir, 7 ára, Kvisthaga 10, 107 Reykjavík, kærar þakkir fyrir frábæra sögu og mynd. Prinsessan er alsæl af myndinni að dæma. Hver ætli þetta sé annars á myndinni í hægra horninu? Draumaprins- inn? Hver veit! LITALEIKUR ÁRÍÐANDIATHUGASEMD KRAKKAR! Það kom ekki fram í síð- ustu Myndasögum hver skila- fresturinn er í litaleiknum Afmælisveisla með LEGO og Kjörís. Skilafrestur er til 24. maí næstkomandi. Athugið það, tuttugasta og fjórða maí. Það er eitt annað. Þegar þið sendið okkur myndir í litaleikjunum stingið þið stundum öðru efni með í umslagið, ósk um pennavini, efni í Skiptimarkaðinn, teikn- ingum eftir ykkur og fleira. EKKI setja annað efni en það er varðar viðkomandi litaleik í umslag merkt litaleiknum. Ef þið setjið annað efni með í umslagið, er hætta á að það efni fari forgörðum. Setjið annað efni í sér umslag merkt Myndasögunum. Ef þið munið ekki heimilis- fang okkar er það alltaf að finna á forsíðu Myndasagna Moggans, efst til vinstri. Innilegar þakkir fyrir sýndan skilning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.