Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ I felum DÝRIÐ á myndinni hefur slæma samvisku. Lesið t.d. nokkur ævintýri Grimm-bræðr- anna, Grimmsævintýri, þar kemur þetta dýr stundum við sögu og gerir ekki alltaf góða hluti. Skyggið svæðin þar sem þið sjáið móta fyrir skepnunni. Notið blýant, þá er auðveldara að gera leiðréttingar. 0g ef allt um þrýtur er lausn að finna einhvers staðar í biaðinu. HÚN Berglind Jónsdóttir, 6 ára, til heimilis í Úthlíð 11 í Reykjavík, tússaði þessa mynd af hundinum Skara, vini sínum. Skari blessaður dó fyrir stuttu. Berglind mín, ég er viss um að Skari yrði mjög ánægður ef hann sæi myndina þína af honum. Mikið hefur hann verið falleg- ur. Það er hann að minnsta kosti á myndinni þinni ... og blóm- in. Lyktin af þeim er góð - ah! segir Skari kallinn og þefar af þeim. Þakka þér hjartanlega fyrir, unga stúlka. Tísku- sýning í Ó, HVÍLÍK litadýrð! Arney Ágústsdóttir, 4 ára listakona frá götu á Akureyri sem heitir Ránargata og húsinu þar sem er númer 17, bjó til fallega mynd af tveimur prinsessum á göngu í sól- skininu í flottu kjólunum sín- um. Af hveiju er verið að birta myndir af tískusýningum úti í heimi í sjónvarpi og dag- blöðum þegar stúlkur eins og þú, Arney, gerið miklu fallegri kjóla en þessir út- lendu klæðskerar? Núna hafa Myndasögur Moggans heldur betur slegið öðrum fjölmiðlum við með því að birta þessa fallegu kjóla hannaða (fínt orð yfir að teikna og búa til) af ungri telpu norður í landi. Myndasögur Moggans þakka kærlega fyrir heiður- inn. REGLURNAR eru MJÖG flóknar í þessum leik. Þið hafið nákvæmlega 1 mínútu (60 sekúndur) til þess að virða myndina fyrir ykkur. Svona, ekkert svindl, ég sagði eina mínútu. Að henni liðinni hyljið þið myndina og skrifið niður þá hluti sem þið munið eftir. Að því loknu berið þið saman það sem þið skrifuðuð og það sem er á myndinni. Minnisleysi? Neeei, er það nokkuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.