Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 1
FLUG Jóhannes til Atlas Air/4 SfÓDIR Heildsalar í lána- kerfinu /6 FIÖLMIPLUN Murdoch í marg- miðlun /8 VIDSKIPn/AIVINNUUF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 18. MAI 1995 BLAÐ B Intemet I undirbúningi er stofnun hlutafé- lags, Internet á íslandi hf. Til- gangur félagsins er að annast al- þjóðlega tölvunetsþjónustu byggða á Internet-stöðlum, að eiga hlutdeild í alþjóðlegum tölvu- netum og að stuðla að hagkvæm- astri uppbyggingu tölvunets á landsvísu og þróun lausna á sviði tölvunetssamskipta. Ríkisvíxlar 57 gild tilboð, alls að fjárhæð 797 milljónir, bárust í 3ja ára óverð- tryggð ríkisbréf í gær. 16 gild til- boð komu í 3ja mánaða ríkisvíxla, alls 1.879 miHj. Heildarfjárhæð tekinna tilboða í ríkisvíxla er 1.369 iiiiII j., en þar af tilboð frá Seðla- banka 455 millj. á meðalverði samþ. tilboða. Tekið var tilboðum í ríkisbréf fyrir 150 miUj. Meðal- ávöxtun samþ. tilboða í 3ja mán- aða víxla er 7,25% og í 3ja ára ríkisbréf 9,88%. Borgarnes Hlutafélagið Engjaás hf. var stofnað í Borgarnesi fyrr í vik- unni. Eigendur félagsins eru Kaupfélag Borgfirðinga, Mjólk- ursamsalan í Reykjavík, Osta- og smjörsalan og Mjólkurbú Flóa- manna. Fyrirtækinu er ætlað að efla atvinnulíf á staðnum. SÖLUGENGI DOLLARS RIKISFYRIRTÆKI TIL SÖLU Einkavæðing hefur farið fram ... Prentsmiðjan Gutenberg hf. Framleiðsludeild ÁTVR Ríkisskip Ferðaskrifstofa íslands hf. Jarðboranir hf. júní 1992 júní 1992 eignasalahófst1992 ágúst1992 hófst í ágúst 1992 Menningarsjóður eignasala fór fram haustið 1992 Þróunarfélag íslands hf. nóvember 1992 íslensk endurtrygging hf. desember 1992 Rýnihf. desember1993 SR-mjöl hf. desember 1993 Þormóður rammi hf. mars 1994 Lyfjaverslun íslands hf. nóv. 1994 og jan. 1995 M.kr. 85,6 18,9 350,4 18,7 93,0 26,0 130,0 162,0 4,0 725,0 89,4 402,0 Einkavæðing náði ekki fram að ganga .. Steinullarverksmiðjan hf. Brunabótafélag íslands Þvottahús rikisspftalanna Barri hf. Háskólabíó Einkavæðing í náinni framtíð Búnaðarbanki Islands Landsbanki íslands Fiskveiðisjóður íslands Iðnlánasjóður Rafmagnsveitur ríkisins Húsameistari ríkisins Bifreiðaskoðun íslands hf. Steinullarverksmiðjan hf. Stofnlánadeild Landbúnaðarins Kísiliðjan hf. íslenska jámblendifélagið hf. íslenskir aðalverktakar hf. Endurvinnslan hf. Sementsverksmiðjan hf. Áburðarverksmiðjan hf. Póst- og símamálastofnunin Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli Skýrsluvélar ríkisins og ReyKjavíkurborgar I TIÐ síðustu rikisstjórnar var lögð fram áætlun sem gerði ráð fyrir sölu ríkisfyrirtækja fyrir samtals 4 milljarða króna á kjörtímabilinu. Staðreyndin varð sú að heildartekjur af sölu ríkisins á fyrirtækjum og eignum vegna einkavæðinggar nema 2,1 milljarði á kjörtímabilinu. Fyrri ríkisstjórn lagði m.a. fram áætlun um sölu Búnaðarbanka þar sem nauðsynleg lagafrumvörp hafa verið samin og sérstök undirbúnings- nefnd skilaði af sér ítarlegri skýrslu um málið. Helstu ástæður þess að einkavæðing Búnaðarbankans náði ekki lengra eru annars vegar lægð í efnahagslífinu og hins vegar skortur á pólitískum stuðningi á Alþingi. Verkefnið bíður nú þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr og má tvímælalaust telja einkavæðíngu Búnaðarbankans mikilvægasta hlutverkið á sviði einkavæðingar á næstu árum. Flugleiðir hf. rjölga vélum til að mæta aukinni eftirspurn Taka á leigu Boeing 737 vél frá Japan STJÓRN Flugleiða hf. ákvað á fundi sínum á þriðjudag að ganga til samninga við japanska fyrirtækið Diamond Leasing um leigu á einni Boeing 737-400 flugvél. Vélin kem- ur hingað til lands í næstu viku og verður þá tekin til skoðunar í flug- skýli félagsins í Keflavík. Reiknað er með að hún verði tekin í notkun um miðjan júní. Skoðunin er framkvæmd fyrir leigusalann og er því utan leigu- samnings. Hér er um að ræða svo- nefnda C-skoðun sem tekur um þrjár vikur. Þannig skapast viðbót- arverkefni fyrir tæknisvið félagsins og þarf að bæta við 10-15 flugvirkj- um tímabundið af þessum sökum. Meðan á skoðuninni stendur verður sætum í vélinni fækkað til samræm- is við sætafjölda í öðrum vélum fé- lagsins af sömu gerð sem hafa 153 sæti. Bætt við tveimur ferðum til Kaupmannahafnar Flugvélin er leigð til að mæta aukinni eftirspurn á Evrópuleiðum félagsins og til að auka svigrúm við gerð áætlana. Bókanir hafa verið góðar það sem af er árinu og útlit er fyrir mikla flutninga í sumar. Eru bókanir raunar ívið betri en á sama tíma í fyrra og gert er ráð fyrir að þetta viðbótarframboð sæta muni mæta því. Þegar hefur verið ákveðið að bæta við tveimur áætlunarferðum til Kaupmannahafnar á viku eftir að vélin verður tekin í notkun og einni til Osló. í sumar verða 22 ferð- ir á viku til Kaupmannahafnar frá miðjum júní eða allt að fjórar ferðir á dag. Bæði er þar um að ræða farþega á leið til Danmerkur og Hamborgar en einnig farþega sem millilenda í Kaupmannahöfn á leið sinni til annarra áfangastaða. Því til yiðbótar mun leiguvélin verða notuð á leiðinni til Narsarsuak og Syðri-Straumfjarðar á Grænlandi og fleiri áfangastaða. Ráða yfir átta millilandavélum Boeing-vélin er leigð í tæpt ár i upphafi en möguleiki er á að fram- lengja samninginn til allt að fimm ára. Þar með munu Flugleiðir hafa yfir að ráða fimm Boeing 737-400 vélum og þremur Boeing 757-200 vélum. Leiguvélin mun einnig nýtast félaginu í haust þegar aðrar Boeing 737-vélar verða í skoðun. Verið er að fara yfir flugvélaþörf á næsta ári en við blasir að þá þurfi einnig að stækka flotann. í því sam- bandi er m.a. til athugunar að hefja flug til Halifax í Kanada. Fram kom fyrir aðalfund Flugleiða í mars að hugmyndir væru uppi um að fljúga þangað tvisvar í viku en flugið get- ur hafist í fyrsta lagi næsta vor. ,3C 46- i ru I8£ A SÍÐUSTU 5 ÁRUM HAFA UM 1 200 AÐILAR GERST FÉLAGAR í ALVÍB ViLT ÞÚ EKKI BÆTAST í HÓPINN? \&EJ*fs 8,7% ávöxtun frá upphafi. Persónuleg ráðgjöf til sjóðfélaga um lífeyris- og eftirlaunamál. ítarleg ársfjórðungsleg yfirlit. Félagar í ALVÍB vita alltaf nákvæmlega hver inneign þeirra er og hvaða eftirlaunum þeir geta átt von á. Ávöxtun hvers sjóðfélaga er reiknuð út sérstaklega. Inneign í ALVÍB erfist. 1 Aliir geta greitt viðbótariðgjöld í ALVÍB. 1 Þeir sem ekki eru skyldugir til að greiða í annan lífeyrissjóð geta greitt öll sín iðgjöld í ALVlB. 1 Lágur rekstrarkostnaður. 1 örugg eignasamsetning. Afmennur lífeyríss)óðyr VÍB» ALVÍB, er séreígnarsjóður þar sem framJög sjóðféla^ eru eígn hans og færast á sérreíkníng hans- FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAWIARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. , • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Armúla 13a, 15S Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.