Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MYNDIN er tekin eftir að starfsmenn BT tölva höfðu breytt yfir skilti við verslunina þar sem áður stóð Bónustölvur. Bónustölvur verða BT tölvur Jóhannes í Bónus hugsar sér einnig til hreyfings gegn Bónus Radíó Eigandi Heilsuhússins gagnrýnir Hagkaup fyrir „hugmyndastuld “ FORRAÐAMENN Tæknivals hf. hafa ákveðið að breyta heiti Bónustölva tímabundið í BT tölv- ur í framhaldi af Iögbanni sem sýslumaðurinn í Reykjavík sam- þykkti á mánudag á notkun fyrr- nefnda heitisins. Er nú beðið eft- ir því að Bónus höfði mál fyrir héraðsdómi á hendur Tæknivali til staðfestingar lögbanninu. Rúnar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Tæknivals hf., seg- ist vænta þess að héraðsdómur muni kveða upp sinn dóm í mál- inu í haust sem verði Tæknivali í hag. Um leið og lögbanninu verði aflétt muni fyrirtækið taka upp heitið Bónustölvur að nýju. Rúnar bendir á að allir lögfræð- ingar sem fyrirtækið hafi ráðg- ast við séu á einu máli um að Tæknival sé í fullum rétti að nota þetta heiti enda komi það fram hjá Vörumerkjaskrá að eig- endur Bónus hafi ekki einkaleyfi á þvi. Þá hafi ýmis önnur fyrir- tæki eins og Bónus Radíó, Bón- usvídeó og Bónusborgarar notað þetta í mörg ár án þess að at- hugasemdir hafi komið fram. Síðan hafi Bónus-heitið verið notað í Noregi í mörg ár. „Mér sýnist að Jóhannes í Bónus sé kominn úr hlutverki Hróa hattar í hlutverk fógetans. Ein ástæðan fyrir þessum viðbrögðum hans gæti verið sú að fyrirtækið hafi ætlað að fara sjálft út í sölu á tölvum,“ sagði Rúnar. Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, staðfesti að hann hefði ekki fengið Bónus-nafnið skrá- sett hjá Vörumerkjaskrá. „Við- skiptavildin sem við höfum skap- að þessu nafni á sex árum er réttarins ígildi. Við eigum 500 úrklippur úr blöðum þar sem rætt er um Bónus. Núna eru aðr- ir að reyna að hagnýta sér það.“ Varðandi það hvers vegna hann hefði ekki gert athuga- semdir fyrr við notkun Bónus- heitisins sagði Jóhannes að Bón- us Radió og Bónustölvur væru fyrstu fyrirtækin til að hagnýta sér það á smásölumarkaði. Ef niðurstaðan yrði jákvæð í dóms- málinu gegn Bónustölvum yrði með sama hætti farið fram á lög- bann á nafnið Bónus Radíó og þess krafist að það verði aflagt. Sömu rökin giltu í því máli. Hins vegar hefði fyrirtækið ekki séð ástæðu til að amast við því að Bónus-heitið væri notað hjá ein- yrkjum á allt öðrum markaði en Bónus starfaði á. „Mig myndi ekki langa til að setja fyrirtæki á stofn og stela grunninum frá öðrum. Mér finnst það ansi langt gengið þegar fyrirtæki eins og Tæknival og Radíóbúðin þurfa að standa í þessu. Þetta villir um fyrir neyt- endum. Þarna eru fyrirtæki að reyna að næla sér í viðskiptavild sem við höfum skapað.“ Jóhannes sagði ekki rétt að hann ætlaði sjálfur út í sölu á tölvum en ef málið gegn Bónus- tölvum tapaðist myndi hann hik- laust gera það og benti á að fyrir- tækið væri þegar byijað að selja sömu vörur og Bónus Radíó hefði á boðstólum. MIKIL gagnrýni kemur fram á starfshætti Hagkaups í bréfí sem Orn Svavarsson, eigandi Heilsu hf., sendi stjórn Húsfélagsins Kringlunnar og verslunareigend- um í Kringlunni. Heilsa hf. rekur verslunina Heilsuhúsið í Kringlunni og í bréfi sínu gagnrýnir Örn hvernig for- svarsmenn Hagkaups stóðu að samkeppni við þá verslun. Hann segir í bréfínu að þegar byggjend- ur Kringlunnar óskuðu eftir Heilsuhúsinu til samstarfs í þeirri nýju verslunarsamstæðu, hafi meðal ágætis verið tíunduð fjöl- breytni verslana og kostir þess að þurfa ekki að vera í samkeppni við samskonar verslanir í bygging- unni. Nú hafi Hagkaup útbúið svo nákvæma eftirlíkingu af Heilsu- húsinu í matvöruverslun sinni að viðskiptavinir Heilsuhússins spyiji unnvörpum hvers vegna þeir hafi opnað útibú í 50 metra fjarlægð frá þeirri verslun sem fyrir sé. Kaupfélag Húnvetninga skilaði liðlega 100 þúsund króna hagnaði á síðasta ári samanborið við um 17 milljóna tap árið áður. Afkom- an batnaði í fiestum deildum auk þess sem fjármagnskostnaður lækkaði milli ára. Heildarvelta félagsins var því sem næst hin sama í fyrra og árið áður eða um 470 milljónir króna. Þar af nam sala dagvörudeildar 171 milljón og hélt hún hlut sínum í flestum vöruflokkum. Sala í byggingarvörudeild nam alls um 130 milljónum og dróst saman um 4% milli ára. Rekstur Esso-skálans var svipaður og árið áður og nam salan þar um 98 milljónum. Hins vegar gekk rekstur Vilko afar vel því salan jókst úr um 13 milljónum í 17 milljónir eða um 28%. Sérstak- lega hefur gengið vel að selja vöffluduft sem kom á markað í „í sjálfu sér hefði mér fundist ástæðulaust að vekja athygli stjórnar á þessari framkvæmd nema -fyrir það hvernig að henni var staðið,“ segir í bréfinu. „Sam- starfsaðila mínum í Kringlunni þótti við hæfi að senda tvo menn í nokkrar vikur samfellt til að skrá hjá sér vöruval okkar glas fyrir glas, pakka fyrir pakka, rekka fyrir rekka og kóróna þessar at- hafnir með því að fímm manna sendinefnd undir forystu forstjóra fyrirtækisins gerir úttekt á Heilsu- húsinu og forstjórinn gefur ábend- ingar um að svona vilji hann hafa hlutina, nákvæmlega eins og hér sé.“ Stórlega ýkt „Hvorki við né aðrir höfum einkarétt á því að versla með til- teknar vörur,“ sagði Óskar Magn- ússon, framkvæmdastjóri Hag- kaups, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við bréfi Arnar. „Við upphafí ársins 1994. Þá nam sala í útibúinu á Skagaströnd um 16 milljónum sem er svipuð niður- staða og árið 1993. Kaupfélag Húnvetninga verður 100 ára þann 16. desember nk. í ársskýrslu segir að félagið hafi gengið í gegnum mikla erfíðleika á liðnum árum. Eftir endurskipu- lagningu og með aðhaldi og að- gæslu hafí tekist að bæta afkomu þess, þó ennþá sé staða þess erfíð. Afkoman hafi markast af stöðu landbúnaðar í héraðinu og aukinni samkeppni í verslun með batnandi samgöngum. Horfur eru taldar á bættri afkomu ef ekki verði miklar breytingar á ytra umhverfi svo sem launum og fjármagnskostn- aði. Eigið fé nam í árslok alls um 36 milljónum en skuldir eru sam- tals tæplega 258 milljónir. höfum sjálf orðið að sæta því að einhveijir hafi haft áhuga á hlut- um sem við höfum verið að gera og horft til þeirra í sínum verslun- arrekstri. Það er ekkert við því að segja.“ Óskar sagði að það væri talið nauðsynlegt að Hagkaup byði þessar heilsuvörur og að þær hefðu meira eða minna fengist þar áður. Hins vegar hefði þessi vöru- flokkur verið efldur upp á síðkast- ið. Vörurnar væru nú á einum stað í versluninni, en það kæmi til vegna ákveðinna skipulagsbreyt- inga. „Því er ekki að leyna að Örn rekur þarna giæsilega verslun og við gátum ekki látið hjá líða að ganga að minnsta kosti framhjá glugganum hjá honum. Við Iitum til Heilsuhússins, en lýsingarnar á því hvernig það var gert eru hins vegar stórlega ýktar,“ sagði Ósk- Ríkið býður útgistingu innanlands RÍKISKAUP hafa boðið út alla gistingu innanlands fyrir ríkis- stofnanir og ríkisfyrirtæki. Stefnt er að þvi' að gera rammasamninga við gististaði um allt land sem gilda munu í tvö ár. Ráðgert er að samn- ingarnir taki gildi næsta haust og verður þá hætt að greiða ríkis- starfsmönnum dagpeninga vegna gistingar en þess í stað verður sá kostnaður settur á reikning. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Ástgeirssonar, verkefnisstjóra hjá Ríkiskaupum, var ferðakostnaður ríkisins innanlands 433 milljónir króna árið 1993. Reiknað er með því að um 40% þeirrar fjárhæðar megi rekja til gistingar þannig að heildarumfang ötboðsins gæti numið rúmlega 170 milljónum. Við val á samningsaðila verður í senn litið til verðs, gæða, þjón- ustu, aðbúnaðar og mats á gistiað- stöðu. Gististaðir þurfa að uppfylla margvíslegar kröfur um aðbúnað en þeim er skipt í almennan flokk og betri flokk. Batnandi afkoma hjá Kaupfélagi Húnvetninga Afkoman / járn- um á síðasta ári Er samstarf bankanna í kjaramálum á enda? Tap á rekstri VSÍ í fyrra Árgjöld aðildarfé- laga drógust saman SVERRIR Hermannsson, banka- stjóri, segist vel getað hugsað sér að samstarf bankanna í samningum við starfsfólk sitt hafí runnið sitt skeið á enda, enda þótt ýmsir verka- iýðskappar séu komnir í lið með yfirvöldum bankanna að semja við fólkið. Þetta kom fram á fundi starfsmanna Landsbankans í Há- skólabíó í gær þar sem útibúum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur. Sverrir sagði Landsbanka vera í betri færum að leysa innri vanda- mál stofnunarinnar hvort heldur þau lytu að kaupi eða kjörum eða öðrum þeim þáttum sem þessi viða- mikla starfsemi hvíldi á. „Eg trúi að með þeim hætti næðum við sam- an um betri úrlausnir til bættra kjara því auðvitað fer það saman að við bætum afkomu bankans og bætum kjör fólksins," sagði Sverrir. Mæta þarf aukinni samkeppni Halldór Guðbjamason, banka- stjóri sagði í ávarpi sínu að fyrirsjá- anlegt væri að vaxtamunur myndi minnka vegna aukinnar samkeppn; sem m.a. kæmi fram í auknum ósk- um viðskiptavina um tilboð í vexti útlána. „Samhliða því verður að tryggja að viðskiptamenn sem ekki eru komnir út á tilboðsmarkaðinn njóti sambærilegra kjara hjá bank- anum og þeir sem slíkra tilboðs- kjara njóta. Þrátt fyrir að bankam- ir hafi nú þegar farið að laga sig að nýjum viðskiptaháttum og geri í auknum mæli kröfu til þess að þjónustutekjur standi undir hærri kostnaðarhlutdeild em þjónustu- tekjur Landsbankans af nýjum og eldri þjónustuþáttum ekki nema 51% af vaxtamun hans. Þetta hlut- fall þarf nauðsynlega að vaxa.“ Þá sagði Halldór samkeppnina taka á sig ýmsar myndir. „Einn af okkar stærri samkeppnisaðilum virðist ekki vera búinn að gera upp við sig hvort hann ætlar að vera í alvöru samkeppni á sviði fjármála eða hvort hann ætlar fyrst og fremst að stunda samkeppni á vettvangi sem mestrar íjölmiðlaumræðu. A þeim vettvangi hefur ekki verið rætt um verð og þjónustu heldur hefur rógurinn verið í fyrirrúmi. Nýir aðilar í samstarfí við erlenda aðila hafa boðað samkeppni á sviði gjaldeyrisviðskipta auk þess sem Póstur og sími er farinn að skil- greina sig sem innlánsstofnun og boðar aukin gjaldeyrisviðskipti á pósthúsum. Þessari samkeppni þurf- um við að mæta og með öllum til- tækum ráðum tryggja að bankinn haldi sinni sterku markaðshlutdeild í þessum viðskiptum." TAP varð á rekstri Vinnuveitenda- sambands íslands á seinasta ári sem nam um 2,7 milljónum kr. samanborið við 5,8'millj. kr. hagn- að á árinu á undan. Megin ástæð- an er sú að tekjur sambandsins af félagsgjöldum hafa dregist saman en árgjöld aðildarfélaga minnkuðu úr um 72,5 millj. kr. á árinu 1993 í 71,3 miilj. á seinasta ári. Súpa seiðið af gjaldþrotahrinu liðinna ára Fram kom í máli Þórarins V. Þórarinssonar, framkvæmda- stjóra VSÍ, á aðalfundi sambands- ins í vikunni, að ástæður þessa væru annars vegar minni tekjur vegna breytinga sem gerðar voru í fyrra þegar ákveðið var að lækka svokallað veltuhámark sem ár- gjöldin eru miðuð við og hins veg- ar væri sambandið enn að súpa seiðið af gjaldþrotahrinu liðinna ára. Rekstrargjöld hækkuðu um 9% á milli ára eða um 7 millj. kr. og var meginástæða þess útgjöld vegna 60 ára afmælis sambands- ins. Fram kemur í efnahagsreikn- ingi Framkvæmdasjóðs VSÍ að útistandandi árgjöld numu um 6,8 millj. kr. á seinasta ári samanbor- ið við 393 þús. kr. fyrir árið 1993. í máli Þórarins kom fram að gert sé ráð fyrir því að reksturinn verði í jafnvægi á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.