Morgunblaðið - 18.05.1995, Side 4

Morgunblaðið - 18.05.1995, Side 4
4 B FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Síldarvinnslan hf. í Neskaupsstað býður út 56 milljóna króna nýtt hlutafé á genginu 2,57 Áætlar að hagnast um 73 milljónir í ár SíLDARVINNSLAN hf. í Nes- kaupstað hefur boðið út nýtt hlutafé að nafnvirði 56 milljónir króna. Bréfin voru boðin á genginu 2,57 á fyrsta söludegi á þriðjudag en miðað við það er söluandvirði þeirra um 144 milljón- ir króna. Tekið er fram í útboðslýs- ingu að gengi bréfanna geti breyst á sölutímabilinu ef breytingar verði á markaðsaðstæðum. Hluthafar hafa forkaupsrétt að hlutabréfum félagsins á tímabilinu 16. maí til 7. júní 1985. Þeir hlut- hafar sem ekki nýta sér forkaups- réttinn geta framselt hann að hluta eða öllu leyti. Þau hlutabréf sem kunna að verða óseld að loknu forkaupsréttartímabili mun félagið selja á almennum markaði frá 12. júni. Hlutafénu verður ráðstafað til að fjármagna að hluta fyrirsjáan- lega endumýjun á þurrkurum í fiskimjölsverksmiðju félagsins. Það hyggst skipta eldþurrkurum út fyrir lághitaþurrkara sem gera kleift að framleiða svokallað há- gæðamjöl. Slíkt mjöl er hæft til fiskeldis og gert er ráð fyrir að þannig aukist verðmæti þess um 10-15%. Áætlað er að fjárfestingin sem nemur samtals um 320 millj- ónum skili sér til baka á sjö til níu árum. 11 þúsund tonn af norsk-íslensku síldinni Síldarvinnslan er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og rekur frystingu, fiskimjölsverk- smiðju, saltfiskverkun og síldar- verkun sem aðalstarfsemi í landi og gerir út fimm skip. Einnig rek- ur félagið skipasmiðju, vélaverk- stæði, rafmagnsverkstæði og bíla- verkstæði. Veltan á síðasta ári nam alls um 2,7 milljörðum. Eigið fé nam í árslok alls um 594 milljónum Hugsanleg gjaldtaka fyrir veiðiréttindi talin einn af áhættuþáttun- um í rekstri fyrirtækis- ins samkvæmt útboðslýsingu af um 2.756 milljóna heildareign- um þannig að eiginljárhlutfall var 22%. Innra virði hlutabréfanna var í árslok 2,7. Reksturinn hefur skilað hagnaði undanfarin þijú ár. í útboðslýsingu félagsins er að finna ýmsar upplýs- ingar um rekstrarhorfur félagsins á þessu ári þ.á m. rekstraráætlun. Þar er gert ráð fyrir að hagnaður yfirstandandi árs verði 73 milljónir sem yrði mun lakari afkoma en á síðasta ári þegar hagnaður nam alls 119 milljónum. Þetta skýrist m.a. af miklum endurbótum á Beiti NK 123 sem fram fara í Póllandi um þessar mundir. Áætlað fram- legðartap vegna þessa er um 25 milljónir króna. Gengið var frá útboðslýsingu áður en veiði hófst úr norsk- íslenska síldarstofninum sem hefur verið drjúg búbót fyrir Síidar- vinnsluna það sem af er. Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri segir að fiskimjölsverksmiðja félagsins hafi tekið á móti um 11 þúsund tonnum af síld til bræðslu á tíu dögum. Brúttóverðmæti þessa afla sé um 90 milljónir króna. „Ef áframhaldið verður jafngott er auðvitað Ijóst að það mun hafa jákvæð áhrif á afkomuna,“ sagði Finnbogi. Gjald fyrir veiðiréttindi hugsanlegt Jafnframt er í útboðslýsingu að finna kafla um áhættu þar sem fjallað er um áhrif sveiflna í veiði úr einstökum stofnum svo og sveiflur á verði afurða. Styrkur Síldarvinnslunnar í þessu tiiliti er hversu dreifð veiðin er á ólíka stofna. Þá er getið um áhættu vegna fiskveiðistjórnunar og um það segir: „Mikil verðmæti eru fólgin í aflaheimildum Síldarvinnsl- unar hf. Það myndi því hafa tölu- verð áhrif á rekstur félagsins ef kvótakerfið yrði afnumið. Einnig er hugsanlegt að samhliða vexti fiskistofna og batnandi hag út- gerðarinnar muni gjald fyrir veiði- réttindi í einhverri mynd verða tek- ið upp. Það mun þó ekki hafa í för með sér grundvallarbreytingu á núverandi fyrirkomulagi við fisk- veiðar.“ Finnbogi sagði aðspurður að með þessu væri ekki verið að viður- kenna að greiða ætti leigu fyrir kvótann. „Það er ein mesta ógnun við heilbrigðan rekstur sem hægt er að hugsa sér að vita aldrei við hvaða starfsskilyrðum hægt er að búast. Hluti stjórnmálamanna hef- ur viljað taka upp eitt kerfi þennan daginn og annað kerfí hinn daginn sem þýðir það að ekki er hægt að skipuleggja reksturinn fram í tím- ann. Einn af áhættuþáttunum er því hugsanlegar breytingar á fisk- veiðistjórnuninni. Með þessu ákvæði erum við að segja að við trúum því ekki að kvótakerfinu verði breytt í grundvallaratriðum þar sem ljóst er að ekkert annað kerfi getur stuðlað að þeirri auknu hagræðingu í fiskveiðum og fisk- vinnslu sem nauðsynlegt er að vinna áfram að. Hins vegar er bent á það að hugsanlegt sé að einhvers konar leigugjald gæti komið á fiskveiðamar í framtíðinni samhliða batnandi afkomu t.d. í því skyni að jafna sveiflur í grein- inni.“ Gengí hlutabréfa í Síldarvinnslunni hf. á Neskaupstað frá 8. nóv. 1994 3,2 20% jöfnun og 6% arður Nóv. ’94 Des. Jan. ’95 Feb. Mars April Hluthafar Hlutafé (nafnverð), kr. Samvinnufél. útgerðarm. 81.868.464 Bæjarsj. Neskaupstaðar 35.197.800 Lífeyrissj. Austurlands 24.863.256 Olíuverslun íslands hf. Draupnissjóðurinn hf. Burðarás hf. Olíusamlag útvegsm. Tryggingamiðstöðin hf. Hafnarsj. Neskaupst. Lífeyrissj. verslunarm. Sameinaði lífeyrissj. Hlutfall Auðlind hf. ísl. hlutabréfasj. hf. Sæplast hf. Finnbogi Jónsson Hlutabréfasj. VÍB hf. Lífeyrissj. Hlíf Lífeyrissj. lækna Lífeyrissj. Norðurlands Sigfinnur Karlsson Aðrir hluthafar 21.912.000 16.279.355 9.000.000 6.733.738 5.280.000 ■ 2,00% 4.402.200 | 1,67% 4.317.600 11,64% 4.092.000 11,55% 4.065.000 11,54% 3.672.443 11,39% 3.391.200 11,28% 1.763.043 | 0,67% 1.417.800 | 0,54% Hluthafar Síldar- 13» ooo 10,50* virnislumar hf, 1.320.000 j 0.50% * . . —!*“ "rsss* 1.131.600 | 0,43% 33.104.111 12,54% Jóhannes Einarsson er orðinn framkvæmdastjóri hjá fr agtflugfélaginu Atlas Air Keypti réttar flug- vélar á réttum tíma Jóhannes Einarsson JÓHANNES Einarsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri hjá Cargolux, situr ekki með hend- ur í skauti þrátt fyrir að vera kominn á eftirlaun hjá félaginu eftir langan starfsaldur. Daginn eftir að hann lét af störfum hjá Cargolux í febrúar var hann komin til starfa hjá bandarísku flugfélagi, Atlas Air, sem sér- hæfir sig í leigu á fragtflugvél- um. í byrjun mars var hann síð- an kjörinn formaður alþjóð- legra samtaka fyrirtækja sem kaupa, selja og leiga fragtflug- vélar, International Society of Transport Aircraft Trading (ISTAT). Jóhannes hóf sinn starfsferil sem verksmiðjustjóri hjá Coldwater Seafood í Maryland í Bandaríkjunum árið 1956. Sex árum síðar lá leiðin til Loftleiða og síðar Flugleiða þar sem hann gegndi starfi framkvæmda- stjóra. Á þessum árum tók hann fyrir hönd íslensku félaganna þátt í uppbyggingu Cargolux uns hann gerðist framkvæmda- stjóri þróunarsviðs félagsins árið 1978. Hefur keypt og selt 70 flugvélar í starfi sínu hefur hann haft á sinni könnu kaup og sölu flug- véla, leigu flugvéla, eldsneytis- kaup, tryggingamál, viðhald o.fl. Tímarit Cargolux, Cargo- lines, fór lofsamlegum orðum um feril Jóhannes- ar hjá félaginu þegar hann lét af störfum í febrúar. Þar er skýrt frá því að hann hafi verið einn af frumkvöðlunum hjá Car- golux og átt stóran þátt í því að koma félaginu gegnum mestu þrengingar þess hér á árum áður. Síðan er vikið að einu viðamesta verkefni félags- ins á seinni árum sem var fjárfesting í nýjum Boeing 747-400F fragflugvélum. Cargolux fékk afhenta fyrstu vélina sem fram- leidd var af þessari gerð frá Boeing-verksmiðjunum í nóvember 1993 og önnur vélin kom til félagsins mán- uði síðar. Félagið fær þriðju vélina í byijun árs 1997 og á síðan kauprétt á tveimur til viðbótar. Fjárfestingin í vél- unum þremur nemur alls um 500 milljónum dollara eða um 32,5 milljörðum króna. Hér er um að ræða stærstu og afkastamestu fragtflugvélar sem framleiddar hafa verið í heiminum. „Ef hann hefði ekki þrýst stöðugt á Boeing-verk- smiðjurnar er hugsanlegt að B747-400 hefði aldrei verið smíðuð. Cargolux er eina flugfélagið sem hefur kynnst eiginleikum þessar- ar fullkomnu fragtvélar. Þegar önnur flugfélög taka sínar eigin 400F-vélar í notkun á næstu árum munu þau kynnast þeim kostum vélarinnar sem Jóhannes Einarsson sá strax í upp- hafi,“ segir tímaritið Cargolines. Jóhannes hefur annast viðskipti með um 70 flug- vélar fyrir Cargolux á sín- um ferli og setið í stjórnum átta annarra fyrirtækja. í samtali við tímaritið segir Jóhannes að mesti árangur hans hafi verið að kaupa réttar flugvélar á réttum tíma. „Það er mjög mikilvægt að skipta út tækjum á réttum tíma. Það virðist erfitt að sannfæra fólk um að hér sé á ferðinni tæknibylting og ef þú tekur ekki þátt í henni verður þú undir í samkeppninni.“ Ort vaxandi umsvif hjá Atlas Jóhannes er nú einn af fram- kvæmdastjórum Atlas Air og annast málefni félagsins í Evr- ópu. Hann er búsettur í Mónakó en er jafnan á ferð og flugi um allan heim vegna starfa sinna. En hvers konar fyrirtæki er hér um að ræða. „Atlas Air er banda- rískt flugfélag með sjö Boeing 747-200 fragtflugvélar og flýgur eingöngu fyrir önnur flugfélög," sagði hann í samtali við Morgun- blaðið. „Núna flýgur félagið fyr- ir China Airlines, KLM, Varig, Aerolines Argentinas og Luft- hansa. Það ráðgerir að vera komið með tíu vélar í lok ársins. Flugreksturinn er í New York en höfuðstöðvamar í Golden Colorado fyrir utan Denver. Við höfum ekkert sölukerfi. Mitt starf felst í því að hafa samband við önnur félög, kynna flugfé- lagið og leita eftir framtíðar- samningum.“ Jóhannes er fyrsti Evrópubú- inn til að taka við formennesku þjá ISTAT, alþjóðlegum samtök- um fyrirtækja sem kaupa og Ieigja fragtvélar. „Það er haldin ráðstefna einu sinni á ári þar sem farið er yfir málefni fyrir- tækja í sölu og leigu flugvéla. Við ráðgemm að hafa eina ráð-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.