Morgunblaðið - 18.05.1995, Síða 7

Morgunblaðið - 18.05.1995, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 B 7 VIÐSKIPTI Erlendar fjárfestingar í Portúgal HÖFUNDAR ásamt lektorum fyrir framan Fjárfestinga- og viðskiptaskrifstofu Portúgals. Geta Islendingar lært afþeim ? ingarbankann í Helsinki auk þess sem í Danmörku hefur lengi verið starfandi fjárfestingarbanki, FIH. Þessir bankar taka ekki á móti inniánum, en afla sér lánsfjár með útboðum og lántökum hjá erlend- um stórbönkum. Þá er athyglisvert að þegar Vesturlönd fóru að að- stoða fyrrum austantjaldsríkin við að endurskipuleggja efnahag þeirra og atvinnumál eftir hrun kommúnismans var stofnun fjár- festingarbanka í þessum löndum efst á lista. Þess vegna er af og frá að halda því fram að fjárfest- ingarbanki sé úrelt fyrirbæri. Ég hef hvergi rekist á þá skoðun í erlendum fagblöðum um fjármál," segir Bragi. „Hitt er annað mál að fjárfest- ingarlánasjóðir hér á landi eru of margir og þeim þarf að fækka. Ég myndi vilja sjá það gerast neð- an frá en ekki að ofan. Þá hugsa ég til þess að almenn starfsskil- yrði, eins og krafa um lágmarks eigið fé og eiginfjárhlutfall leiði til samruna. Breytt eignaraðild á sjóðum, og bönkum mun ennfremur verða til þess að eigendurnir, hlut- hafamir, mun í tímans rás finna heppilegustu lausnina á samein- ingu þessara lánastofnana." Þáttur verðbréfafyrirtækjanna „Varðandi það hvort þátttaka verðbréfafyrirtækja í skuldabréfa- útboðum hafi leitt til þess að fjár- festingarsjóðir séu óþarfi hafa verðbréfafyrirtækin í raun tekið mest frá bönkunum. f fyrsta lagi hafa þau tekið innlánsfé frá þeim. Verðbréfafyrirtækin starfrækja ýmsa ávöxtunarsjóði og þangað hefur fólk leitað með sparifé sitt, enda ávöxtunin mun betri en fólk fær í bönkunum sem eru með mjög ódýrt fjármagn í formi innlánsíjár. Fjárfestingarl- ánasjóðir hér á landi eru of margir og þeim þarf að fækka. Þá hafa verðbréfafyrirtækin verið að bjóða út skuldabréf sveit- arfélaga' og traustra fyrirtækja sem eru skráð á verðbréfamark- aði. Við erum ekkert öðruvísi sett- ir en bankarnir í því að sumt af þessu hefði komið til okkar í formi útlána. En því fer fjarri að öll útl- ánaþörf fyrirtækja geti verið leyst svona. Það eru tiltölulega fáir aðil- ar sem geta aflað sér lánsijár með svona útboðum þannig að verð- bréfafyrirtækin mæta aldrei nema broti af eftirspurninni. Iðnlána- sjóður hefur átt mikil og góð við- skipti við verðbréfafyrirtæki og ég sé mikla möguleika í framtíðinni á frekari viðskiptum. Þess vegna fer því fjarri að við álítum verðbréfa- fyrirtækin hættulegan keppinaut.“ Samkeppnin Nú erum við að stefna inn á opinn og frjálsan fjármagnsmark- að þar sem samkeppnin ræður ríkj- um. Hjá lánastofnunum má kannski segja að í stórum dráttum gangi samkeppnin út á það að ná sem mestum hagnaði með sem minnstri álagningu á fjármagnið. Hvernig standa ijárfestingarlána- sjóðirnir þar að velli? „Ég sé ákveðin atriði sem eiga að gefa þeim forskot, það er að segja þeim sjóðum sem hafa trausta eig- infjárstöðu, góða viðskiptamenii og eru ekki með slæm útlán á bakinu. Þegar staðan er þannig hefur rekstrarform fjárfestingarl- ánasjóðanna mjög marga kosti umfram rekstrarform banka og sparisjóða. Rekstrarkostnaður sjóðanna er í samanburðinum mjög lítill. Þeir þurfa ekki stórt og dýrt húsnæði né marga starfsmenn eða útibú. Ég kvíði ekki samkeppninni við þessar aðstæður og held að það yrði mjög slæmt ef við næðum ekki að nýta okkur kosti þessa rekstrarforms í framtíðinni. Ég sé fyrir mér að Iðnlánasjóði, Fisk- veiðasjóði og kannski fleirum sterkum fjárfestingarsjóðum verði steypt saman í einn fjárfestingar- banka. Þar yrði rekstrareining sem ætti að geta þjónað atvinnulífinu með mjög hagstæðum lánum og ég held að það sé það sem vinir mínir í bankaheiminum óttast," sagði Bragi. Nú er ákveðinn munur á þeim leiðum sem fjárfestingarsjóðir ann- ars vegar og bankar og sparisjóðir hins vegar hafa til þess að afla fjár. Myndir þú vilja samræmingu þar? „Já bankarnir eru með innlánsfé sem þeir borga lítið fyrir eins og ég sagði áðan. Þegar málin kom- ast á hreyfingu munum við örugg- lega fara fram á að okkur verði heimilað að taka við innlánsfé frá viðskiptaaðilum okkar og ég sé ekki annað en þeir sem vilja jöfnun starfsskilyrða muni samþykkja þessa ósk okkar umyrðalaust,“ sagði Bragi. Er það þá framtíðarsýnin að stærstu sjóðirnir verði komnirsam- an í einn sterkan fjárfestingar- banka með lítilli yfirbyggingu sem lánar til atvinnureksturs og aflar fjár annars vegar með útboðum og hins vegar með innlánsfé við- skiptaaðila sinna? „Stærstu fjárfestingarlánasjóð- irnir afla sér lánsfjár með sölu skuldabréfa á innlendum markaði og með lántökum hjá erlendum bönkum. Þetta verður megin upp- spretta innlánsfjár þeirra í framtíð- inni. Hins vegar væri mjög æski- legt að opna sjóðunum nýja innl- ánsmöguleika og þess vegna er sú hugmynd sett fram að þeir geti teki við innlánum frá viðskiptaaðil- um sínum. Verði það heimilað, þá verða þetta ekki orðin tóm.“ „Það er óvíst hvað núverandi ríkisstjórn ætlar að gera í sjóða- málunum, en í fljótu bragði sýnist mér þar vera svipaðar hugmyndir uppi og hjá fyrri ríkisstjórn. Þar á ég við stofnun hlutafélags um Iðnl- ánasjóð og Iðnþróunarsjóðs annars vegar og Fiskveiðasjóð hins vegar. í framtíðinni átti svo að stefna að því að sameina þau félög. Jafnhliða átti að stofna Nýsköpunarsjóð þar sem stofninn yrði hluti af eigin fé Iðnþróunarsjóðs auk þess sem eitt- hvað kæmi frá Fiskveiðasjóði. Þetta er góður ásetningur.“ Útlánatöpin að baki Þú talaðir áðan um mikilvægi þess að vera með trausta viðskipta- vini. Nú hefur Iðnlánasjóður þurft að afskrifa gífurlega miklar fjár- hæðir í útistandandi skuldum und- anfarin ár. Er sá bati sem kom fram í fyrra varanlegur? „Menn verða að hafa í huga að Iðnlánasjóður er stærsta lána- stofnun iðnaðarins í landinu, að bönkunum meðtöldum. Við erum með einn þriðja af öllum lánum til iðnaðarins og ef við höfum í huga þá erfiðleika sem iðnaðurinn hefur gengið í gegnum þar sem heilu iðngreinarnar hafa lagst af, þá er -það ekkert undanlegt að Iðnlána- sjóður hafi orðið fyrir töpum. Svo kom þessi efnahagslega lægð sem gerði að verkum að ýmsar fast- eignir hríðlækkuðu í verði þannig að tryggingar sem voni góðar urðu vondar." „Sú stefna var tekin hér 1993 að meta útlán sjóðsins af mikilli varkárni til þess að í eitt skipti yrði hreinsað til. Þetta var hægt að gera vegna þess hve staða Iðnl- ánasjóðs er sterk. Það er mjög mikið atriði fyrir lánastofnun að vera ekki með mörg ár í tapi. Þá bilar traustið. Okkur tókst þetta. Jafnframt urðu langþráð umskipti í fyrra þegar hvert fyrirtækið á fætum öðru kynnti reikninga sem sýndu miklu betri afkomu en áður. Ég trúi því að við séum á leið upp úr öldudalnum og þessi stóru útlán- atöp séu að baki.“ Fárfestinga- og viðskipta- skrifstofa Portúgals, In- vestimentos, Comércio e Turismo de Portugal (ICEP), var stofnuð árið 1949 og heyrir undir viðskipta- og ferðamálaráðuneyti Portúgals. Stofnunin hefur það markmið að kynna Portúgal og portúgölsk fyrirtæki erlendis og einbeitir sér einkum að eftirtöldum sviðum •Útflutningi á portúgölskum vör- um og þjónustu. • Beinni fjárfestingu erlendra aðila í Portúgal. • Beinni fjárfestingu Portúgala erlendis. • Kynningu á ferðaþjónustu. • Sköpun ímyndar Portúgals. Tilgangur ICEP er að fullnægja þörfum fyrirtækja sem eru að leita að staðsetningu í Portúgal og fínna heppilega samstarfsaðila. Höfuð- stöðvarnar eru í Lissabon en einnig eru sex útibú staðsett í aðal iðnað- arhéruðum Portúgals. Erlendis rek- ur ICEP fjörutíu og íjórar skrifstofur í þrjátíu og fjórum löndum. Skrifstof- urnar hafa mismunandi hlutverk og fer það m.a. eftir staðsetningu. Þannig einbeita ákveðin útibú sér að ferðaþjónustu, önnur að fjár- málaþjónustu o.s.frv. Öll útibúin hafa sérfræðinga í sinni þjónustu sem veita upplýs- ingar um Portúgal og þarlend fyrir- tæki. ICEP dreifir þannig upplýs- ingum um efnahag, atvinnugreinar, lög og reglugerðir. Portúgölsk stjórnvöld hafa mótað kynningar- verkefni sem ICEP sér um að fram- fylgja. Þetta gerir ICEP með því að aðstoða og koma á sambandi við þá aðila sem fjárfestar þurfa að hafa samband við. Einnig leita þeir uppi erlenda fjárfesta og kynna þeim þá mögu- leika sem landið býður uppá, þann- ig hafa þeir frumkvæði að því að fá fjárfesta til landsins. ICEP hefur einnig útbúið kynningarefni um Portúgal og rekstrarumhverfi fyrir- tækja þar. Þessi stefna Portúgala hefur skilað þeim því að erlend fjár- festing jókst úr $164 milljónum árið 1986 í $4.4 milljarða árið 1992. Hvað gera íslendingar? Á sama tíma og Portúgalir hafa 'lagt mikla vinnu og fjármuni í markaðssetningu á Portúgal sem vænlegum fjárfestingakosti hafa íslensk stjórnvötd ekki lagt mikla Portúgölum hefur geng- ið mjög vel að fá til sín erlenda fjárfesta. Þeir hafa haft opna löggjöf um fjárfestingar er- lendra aðila og reka öflugt markaðsstarf víða um heim með það að markmiði að örva fjárfestingar í Portúgal. Getum við lært eitthvað af þeim? spyrja nemend- ur Samvinnuháskólans í 2. grein úr námsferð þeirra til Portúgal áherslu á að kynna ísland sem vænlegan kost fyrir erlenda fjár- festa. Islensk lög hafa líka allt fram á þennan dag takmarkað mjög að- gang erlendra aðila að íslandi. Til þessa dags má segja að rekstur Markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar, MIL, sé það eina sem íslendingar hafa gert í að laða að erlenda fjárfesta. Tilgangur skrifstofunnar er að kynna fjárfestingamöguleika í orkufrekum iðnaði. Þann 14. mars síðastliðinn var stofnuð sérstök fjárfestingarskrif- stofa viðskiptaráðuneytis og Út- flutningsráðs sem starfar innan Útflutningsráðs. Markmiðið með stofnun skrifstofunnar er að fara af stað með átak til að kynna mögu- leika erlendra aðila til fjárfestinga á íslandi. Á næsta ári hefst átak skrifstof- unnar til að laða að erlent ljármagn til fjögurra atvinnugreina sem eru matvælavinnsla, hugbúnaðargerð, ferða- og heilsuiðnaður og smærri orkuiðnaður. íslensk stjórnvöld hafa með frumvarpi til Iaga um breytingu á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri stigið skref í þá átt að gera erlendum fjárfestum kleift að fjárfesta á íslandi. Með samþykkt þess má ætla að erlendar fjárfestingar aukist, það muni renna styrkum stoðum undir ís- lenskt atvinnulíf og hafa jákvæð áhrif á ríkissjóð. Þó er enn til stað- ar í íslenskum lögum ákveðin hindr- un í fjárfestingum erlendra aðila t.d. í sjávarútvegi og þarf að ganga mun lengra í að afnema þessar hindranir ef takast á að gera ísland vænlegan kost fyrir erlenda fjár- festa. Má læra eitthvað af Portúgölum? Ekki er óeðlilegt að Portúgalir hafi forskot á íslendinga í þessum efnum þar sem þeir hafa áratuga reynslu í að markaðssetja sig. Ar- angurinn sem Portúgalir hafa náð byggir á alþjóðlegum hugsanagangi þeirra og nútímalegum aðferðum til eflingar atvinnulífs í landinu en þeir bjuggu við atvinnuleysi og efnahagslega lægð. Hugsanagang- ur íslendinga hefur staðið í vegi fyrir möguleikum okkar þar sem þjóðin hefur almennt verið á móti erlendum fjárfestingum. Innganga Portúgala í Evrópu- bandalagið, síðar Evrópusamband- ið, hefur einnig haft mikil áhrif á erlenda fjárfestingu, þar sem fyrir- tæki hafa bæði fengið styrki og komist inn á tollfijálsan markað Evrópusambandsins við að koma inn í landið. Þannig má segja að sá árangur sem náðst hefur sé ekki eingöngu vegna góðrar kynningar heldur einnig vegna aðildar þeirra að Evrópusambandinu. Því má ætla að Islendingar muni eiga erfitt með að ná sama árangri og Portúgalir án aðildar að Evrópusambandinu. Kynningarátak Portúgala og sú markvissa vinna að laða að erlenda fjárfesta hefur skilað þeim miklum fjármunum inn í landið. Ef íslendingar hafa áhuga til að fá aukið erlent fjármagn inn í land- ið til eflingar atvinnulífs er nauð- synlegt að veita talsverðu fjármagni til hinnar nýstofnuðu skrifstofu. Gera þarf áætlun um hvernig á að laða að fjárfesta, í hvaða atvinnu- greinar og hvaðan þeir eiga að koma. Stofnun fjárfestingarskrif- stofunnar er skref í þá átt að kynna ísland sem fjárfestingarkost. Von- andi á þessi skrifstofa eftir að sanna gildi sitt og skila auknu fjármagni inn í íslenskt atvinnulíf. Höfundur eru Bergsveinn Ólafsson, Friðrík Tryggvason, Gestur Helgason, Gylfi Gíslnson, Rósa Jennadóttir og Viðar Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.