Morgunblaðið - 18.05.1995, Side 8

Morgunblaðið - 18.05.1995, Side 8
8 B FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ TIL LEIGU ÓVENJULEGT SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI TIL LEIGU E R RÚMLEGA 200m2 SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Á 2. HÆÐ í Sl'ÐUMÚLA 2. HÚSNÆÐIÐ E R SÉRSTAKT (ÁÐUR AUGLÝSINGASTOFA) O G GEFUR MIKLA MÖGULEIKA FYRIR HVERSKONAR (SKAPANDI) ÞJÓNUSTUSTARFSEMI. GÓÐ AÐKOMA - NÆG BÍLASTÆÐI. ALLAR UPPLÝSINGAR H J Á Njj R HJF^ SÍÐUMÚLA 2 SÍMAR 568 3250 OG 567 1 1 1 2. Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi ? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. O LANASJOÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIG 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 Murdoch setur stefn- una á margmiðlunina Býst þó ekki við að hún komi til framkvæmda fyrr en eftir 15 til 20 ár á Vesturlöndum o g síðar annars staðar RUPERT Murdoch hefur unnið enn einn sigurinn í keppninni um yfir- ráðin í fjölmiðlaheiminum og að þessu sinni með samningunum, sem tekist hafa milli fyrirtækis hans, News Corporation, og MCI Com- munications, næststærsta fjar- skiptafyrirtækis í Bandaríkjunum. Það sem fyrir Murdoch vakir er að standa sem best að vígi þegar margmiðlunarmenningin geng^tr í garð þótt hann leggi raunar áherslu á, að hugsanlega verði það ekki fyrr en eftir 15 eða 20 ár í Banda- ríkjunum og Evrópu og jafnvel eft- ir hálfa öld víða annars staðar. í samningnum segir, að fyrirtæk- in muni sameinast um að dreifa HÖNNUN GÆDI | Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 5573100 upplýsingum og skemmtiefni til fyr- irtækja og einstaklinga, fyrst í Bandaríkjunum og síðar í Evrópu, og MCI mun kaupa 13,5% hlut í News Corp. fyrir tvo milljarða doll- ara. Murdoch mun á móti fjárfesta í MCI fyrir sömu upphæð þótt það verði líklega gert með öðru en reiðufé. Sterk staða News Corp Staða News Corp. er nú sterkari en nokkru sinni fyrr og ólíkt betri en keppinauta þess á borð við Time Wamer, Tele-Communications og Turner Broadcasting System. Sam- starfsmenn Murdochs hafa líka gef- ið í skyn, að hann hafi áhuga á að eignast eitthvert þessara fyrirtækja að hluta eða öllu leyti og þegar Murdoch lét þau orð falla nýlega, að Ted Tumer, forstjóri Turner Bro- adcasting, væri að komast á eftirla- unaaldur, töldu margir, að hann ætlaði að kaupa 20% hlut Time Wamer í Turner. Slík kaup myndu raunar færa News Corp. upp í hend- umar það, sem fyrirtækið skortir tilfínnanlega, fréttaþjónustuna, en Tumer rekur CNN-sjónvarpsstöð- ina. Dýrkeyptir samningar? Samningurinn milli News Corp. og MCI er ekki ólíkur samningum, sem gerðir hafa verið að undanförnu milli ýmissa fyrirtækja, sem vilja búa sig undir margmiðlunarbyltinguna og tryggja sér ítök sem víðast. Sum- ir þessara samninga hafa þó farið út um þúfur fljótlega af ýmsum ástæðum en það er sameiginlegt með þeim flestum, að annar aðilinn hefur verið tilbúinn til að leggja fram mikið og að sumra mati allt of mik- ið fé til að ná samningi. Það ætti þá við um MCI í þessu tilfelli. í öðru lagi einkennir það þessa RUPERT Murdoch og Bert Roberts greina frá samstarfinu. samninga, að markmiðin með þeim eru fremur óljós og svo virðist oft sem samningsgerðin sjálf hafi skipt meira máli en framhaldið. Hvorki Murdoch né Bert Roberts, aðal- framkvæmdastjóri MCI, gátu svar- að því upp á hvaða þjónustu yrði boðið og hvenær en búist er við, að byijað verði á einhvers konar upplýsingaþjónustu fyrir fyrirtæki í Bandaríkjunum aðeins. Óvissa um markaðinn í þriðja lagi virðast menn trúa því, að þessi nýja þjónusta verði ábatasöm þótt þeir hafi lítið við að styðjast í því efni. Kannanir á því hvað fólk vill borga til dæmis fyrir að fá senda heim kvikmynd um símalínuna á ákveðnum tíma hafa ekki veitt nein ákveðin svör og margir efast um, að þar verði um mjög ábatasaman markað að ræða. Hver sem þróunin verður að þessu leyti þá mun News Corp. hagnast á því að tengjast fjar- skiptaneti MCI og það mun meðal annars tryggja, að væntanlegir við- skiptavinir fái rétta reikninga fyrir afnot af kerfinu og fyrir þá þjón- ustu, sem þeir kaupa. Olíuríkið Líbýa Olíumarkaðurinn Líbýa hefur löngum verið umdeilt, ekki síst HÁSKÓLI ÍSLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN Kerfisbundin hugbúnaðargerð „ESPITI - Software Professional Tutorial“ Efni: Gæði hugbúnaðar. Gæðastjómun í hug- búnaðargerð. Skilgreind ferli í hugbúnaðargerð. Mat á hugbúnaðarferlum. Stöðugar endurbætur. Mælitölur og hagnýtt gildi þeirra. Námskeiðið fer fram á ensku. Tími: 22. og 23. maí kl. 8.30-12.30 og 24. maí kl. 8.30-16.30. Verð: 10.000 kr. Upplýsingar og skráning: Sími: 569 4923 Leiðbeinendur: Prófessor Pasi Kuvaja, Háskólanum í Oulu, Finnlandi, og Adriana Bicego, Etnoteam, Milano, Ítalíu. Þau hafa bæði tekið þátl í BOOTSTRAP-verkefninu og alþjóð- legum stöðlunarverkefnum fyrir hugbúnaðargerð. Námskeiðið er hluti af ESPITI (European Software Process Improvement Training Initiative) verk- efninu á vegum ES. fax: 569 4080, netfang: endurm@rhi.hi.is í seinni tíð stjómar Khadafi, en undir hans stjórn hefur landið sætt viðskiptaþvingunum vegna meints þáttar þess í ódæðisverkum alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka. í fyrri greina um þetta land rekur Guðmundur W. Vilhjálmsson forssögu þessa olíuríkis Landsvæði það, sem nú heitir Líbýa, hefur frá fornu fari verið undir ýmissa stjórn. I fornöld réðu Fönikíumenn þar ríkjum, þá Kar- þagómenn og síðar Grikkir og Róm- veijar. Vandalir réðu eitt sinn svæð- inu, en á miðöldum réðu þar ýmist Egyptar, Túnisíumenn, Spánvetjar eða Maltariddarar. Ottómanar her- tóku Líbýu árið 1551, árið eftir að Jón Arason biskup var hálshögginn uppi á íslandi. Ottómanar réðu lítt við Sanusimenn, ættflokk hirðingja, sem beitti fénaði sínum á lítt gróna græna bletti í sandhafinu. Líbýa var um sinn hluti af ríkinu Tripolitanía ásamt Alsír og Túnis og þaðan hetj- uðu sjóræningjar á kaupför á Mið- jarðarhafi. Komst sá háttur á að kaupför greiddu sjóræningjum um- ferðarskatt til að geta farið í friði. Voru þeir þannig fyrirmynd seinni tíma mafíu. Seint á 19. öld réðust ítalir á Líbýu og eftir sigur á Tyrkjum innlimuðu þeir Líbýu í ítalska ríkið. Ofriður ríkti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.