Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ1995 B 9 VIÐSKIPTI Fíugfélög Mærskpant- ar 6 Boeing 737-500 Seattle. Reuter. MÆRSK-flugfélagið í Danmörku hef- ur pantað sex Boeing 737-500 þotur að verðmæti um 186 milljónir dollara að sögn flugvélaverksmiðjanna. Mærsk á einnig kauprétt á sjö Boeing 737-500 til viðbótar. Afhending á fyrri Boeing 737-500 þotunum sex hefst í ársbyrjun 1996 og afhendingunni verður haldið áfram allt árið. Þoturnar koma í staðinn fyrir Fok- ker F-50 skrúfuþotur Mærsk á innan- lands- og millilandaleiðum og félagið mun að lokum nota Boeing-vélar ein- göngu. Að þessum samningi meðtöldum hafa 93 flugvélar verið pantaðar hjá Boeing-verksmiðjunum í Seattle 1995. Þar með hafa alls verið pant- aðar 3,136 flugvélar af gerðinni Bo- eing-737 og þar af hafa rúmlega 2,700 verið afhentar. Hlutabréf í Boeing hækkuðu um 37,5 sent í 55,.25 dollara í kauphöll- inni í New York. Bílaidnaður Japanskir bíl- aráhá- tollalista Washington. Reuter. BANDARÍSK yfirvöld segja að 100% tollar verði lagðir á 5.9 milljóna doll- ara bílainnflutning frá Japan 20. maí. Ráðstöfunin kemur ekki endanlega til framkvæmda fyrr en 28. júní. Hér fer á eftir listi yfir þá 13 jap- önsku lúxusbíla, sem bandarískir toll- ar verða lagðir á: HONDA: Acura Legend; Acura 3.2 TL TOYOTA: Lexus LS 400; Lexus SC 400; Lexus SC 300; Lexus GS 300; Lexus ES 300 NISSAN: Infmiti Q 45; Infiniti J 30; Infiniti I 30 MAZDA: 929; Millenia MITSUBISHI: Diamante (fjögurra dyra sedan). Stórfyrirtæki í skjóli hafta og ríkisstyrkja STÓRVELDIN tvö í Suður-Kóreu, Samsung og Hyundai, bítast hart sín í milli og bæði hafa þau ós- part leitað inn á svið hvort annars. Samsung hefur hrint af stokkunum fímm milljarða dollara áætlun um bílaframleiðslu og Hyundai er að færa út kvíarnar í rafeindaiðnaðinum. Keppikeflið er að öðlast virðingarheit- ið chaebol, sem þýðir, að um forystu- fyrirtæki sé að ræða, en það vekur athygli, að slagurinn stendur fyrst og fremst um verndaðan heimamark- aðinn. Telja margir erlendir sérfræð- ingar, að það muni geta bitnað á þeim síðar, bæði hvað varðar fjár- hagslegt bolmagn þeirra og sam- keppnisstöðu á alþjóðamarkaði. Samkeppnin milli stórfyrirtækj- anna byggist á metnaði en ekki á því að auka hagkvæmni í efnahagslífinu og þótt Suður-Kóreustjórn hafi marg- lýst yfir, að haldið verði aftur af umsvifum þeirra og útþenslu hafa Samsung og Hyundai farið sínu fram hingað til. Hefur það aftur vakið efa- semdir um, að stjórnvöld ætli að standa við alþjóðlegar skuldbindingar um aukið frelsi í efnahagslífmu en það er í skjóli hafta og ríkisstyrkja, sem stóru fyrirtækin í Suður-Kóreu hafa dafnað. Stórveldisdraumar Samsung stefnir að því að fram- leiða 250.000 bifreiðar 1998 og hefur einnig á prjónunum að stofna flugfé- lag í samvinnu við Kínverja og hugs- anlega einhver fyrirtæki í Bandaríkj- unum og Evrópu. Ráðgert er að fram- leiða hálfleiðara og rafeindavörur í stórum verksmiðjum í Evrópu og Bandaríkjunum og Samsung hefur verið að kaupa upp fyrirtæki eriend- is, meðal annars bandaríska tölvufyr- irtækið AST Research og þýska ljós- myndaframleiðandann Rollei. Hyundai lætur ekki sinn hlut eftir liggja og hefur nú ögrað Samsung á heimavelli þess með miklum áætlun- um um framleiðslu rafeindavara. Þá hefur það einnig lagt drög að nýrri Kóresku risarnir samsung og Hyundai hafa miklar áætlanir á prjónunum og vita að ríkið mun borga ef illa fer stálverksmiðju fyrir 10 milljarða doll- ara. Samsung og Hyundai eru lang- stærst stórfyrirtækjanna 30 í Suður- Kóreu og þau eru Iangstærstu lántak- endur bankanna þar í landi. Skuldir þeirra eru líka gríðarlegar eða þrisvar sinnum meiri en eigið fé fyrirtækj- anna. Gamall hugsunarháttur Forráðamenn beggja fyrirtækjanna hafa oft á orði, að nauðsynlegt sé að auka hagkvæmni rekstrarins til að standast alþjóðlega samkeppni en haga sér síðan þveröfugt við það. Áherslan á stöðuga útþenslu virðist benda til, að þeir séu fastir í hugsun- arhætti áttunda og níunda áratugar- ins þegar fyrirtækin höfðu næstum því ótakmarkaðan aðgang að niður- greiddu lánsfé. Það leiddi til þess, að fjárfest var í alls konar og óskyldum rékstri og áherslan var á markaðs- hlutdeild fremur en arðsemi, Suður-Kórea á aðild að WTO, Al- þjóðaviðskiptastofnuninni, og stefnir að aðild að OECD, Efnahags- og framfarastofnuninni, og ber því skylda til að opna innanlandsmarkað- inn fyrir erlendri samkeppni. Spá því margir, að þá muni syrta í álinn fyr- ir suður-kóresku stórfyrirtækjunum en forráðamenn Samsungs eru hvergi bangnir. Þeir benda meðal annars á, að þegar fyrirtækið fór út í hálfleið- araframleiðslu um miðjan síðasta ára- tug hafi verið spáð illa fyrir því vegna þess tæknilega forskots, sem japönsk og bandarísk fyrirtæki höfðu þá. Nú, einum áratug síðar, hefur Samsung forystuna á þessu sviði. Arangur Samsungs að þessu leyti er raunar veikleiki þess um leið því að það er orðið mjög háð sveiflu- kenndum markaðinum fyrir tölvukubba. Samkeppnin í þessari grein vex stöðugt og nú síðast frá Hyundai. Nýtur velvildar ráðamanna Staða Samsungs og Hyundai er ólík að því leyti, að fyrrnefnda fyrir- tækið hefur mikil ítök meðal ráða- manna í Suður-Kóreu en hitt ekki. Kim Young-sam, forseti landsins, hefur fagnað því sérstaklega, að Samsung skuli ætla út í bílafram- leiðsluna og á síðasta ári var opinbert bann við auknum umsvifum í skipa- smíðum og olíuhreinsun afnumið til að fyrirtækið gæti haslað sér völl í þeim greinum. Hyundai hefur á hinn bóginn verið refsað og gert erfítt fyr- ir með ýmsum hætti enda var Chung Juyung, stofnandi fyrirtækisins, í framboði gegn Kim í forsetakosning- unum 1992. Stjómvóld hafa að vísu slakað nokkuð á gagnvart Hyundai eftir að dregið var úr áhrifum Chung-fjöl- skyldunnar í fyrirtækinu og svo virð- ist sem Suður-Kóreustjórn hafi ákveð- ið að gefa stórfyrirtækjunumm lausan tauminn gegn því, að eignarhald í þeim verði breikkað. Hyundai hefur til dæmis aftur fengið leyfi til að taka lán í útlöndum, sem því hafði verið bannað, og það fær nú aftur að taka lán á lágum vöxtum í ríkisbönkunum. Staðan er nú sú, að Samsung og Hyundai geta ráðist í alls konar rekst- ur í þeirri vissu, að ríkið muni koma þeim til hjálpar ef illa fer. Þau eru orðin ríki í ríkinu og verði þau látin mæta óheftum markaðsöflunum gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau og þar með Suður-Kóreu. -\ samt milli þeirra og Sanusimanna frá árinu 1912 og allt til ársins 1933 er ítölum tókst að „friða" ríkið og var þá Italo Balbo gerður að landstjóra þar. Sama ár stjórnaði sami Balbo hópflugi ítala til Islands og eru marg- ir frímerkjasafnarar þakklátir Balbo fyrir það. Laxness segir frá mannin- um Balbo í smásögu sinni: Offensiva contra gloria della patria, þar sem einn piccolo-drengur á Hótel Borg kemur upp um virðingarleysi íslend- inga fyrir stórmennum samtímans. Balbo var þó dugandi landstjóri og kom upp vegakerfi í þessu landi, sem að 90 hundraðshlutum var eyði- mörk, sandur. Eingöngu strandlengj- an var þá byggð. Frá heimalandinu voru sendir 40.000 ítalir til búsetu í Líbýu, eins og tíðkaðist hjá nýlendu- þjóðum. Komu þeir að blásnauðu landi, sem virtist hafa upp á fátt að bjóða annað en sand og sól og and- stöðu íbúa. Landið varð þó þýðingarmikið í seinni heimsstyrjöldinni, eins og öll Norður-Afríka. Bandamönnum var mikið í mun að hnekkja stöðu mönd- ulveldanna við sunnanvert Miðjarð- arhaf og að tryggja öryggi Súez- skurðarins. Grimmir bardagar voru háðir í brennheitri eyðimörkinni og brunuðu skriðdrekar fram og til baka frá To- bruk í Líbýu til El Alamein í Egypta- landi og var stefnan háð því hvorum vegnaði betur, „eyðimerkurrottun- um" undir stjórn Montgomerry eða herjum möndulveldanna undir stjórn Rommels, en eldsneytisskortur trufl- aði aðgerðir beggja herja. Undir brennandi sandinum, líkum þöktum, lá gnægð olíu. Balbo hafði leitað olíu í Líbýu en árangurslaust. Má ekki gera ráð fyrir því að úrslit stríðsins í Norður-Afríku og mögulega víðar hefðu orðið önnur, ef olíuvinnsla hefði hafist þar 20 árum áður en raun varð á? 1951 fékk Líbýa sjálfstæði og var gert að konungdæmi og varð leiðtogi Sanusimanna konungur og nefndist Idris 1. Bandamenn héldu herstöðv- um i ríkinu. ídris 1. var ekki ham- ingjusamur sem konungur og vildi segja af sér, en þegnar hans vildu ekki fallast á það. Helsta tekjulind Líbýu var, þar til að olían fannst, brotajárn úr hergögnum stríðsins. Þegar olían fannst þar ákváðu Líbýu- menn að veita fjölda olíufyrirtækja, „systrunum sjö", en svo voru alþjóða risaolíufélögin kölluð og jafnframt nokkrum minni óháðum fyrirtækjum leyfi til olíuleitar- og vinnslu, en tíðk- ast hafði í Miðausturlöndum að veita aðeins einni af „systrunum" heimild á hverjum stað. í Líbýu var arðshluti ríkisins, „Go- vernment Take", ákveðinn hluti af markaðsverði í stað ákveðinnar upp- hæðar. Þetta tvennt leiddi til skjótrar uppbyggingar olíuiðnaðar Líbýu. 01- íuleitin gekk ekki slysalaust. Ogrynni af virkum sprengjum lá í eyðimerkur- sandinum. Sprengjusérfræðingar úr her Rommels voru fengnir til að fjar- lægja þær. I apríl 1959 boraði Esso niður á auðuga olíulind og mátti ekki seinna vera, því að Esso var í þann mund að gefast upp við olíuleitina í Líbýu, enda var það félag ekki á flæðiskeri statt hvað hvað hráojíu snertir. Sex árum eftir ríkulegan fund Esso var Libýa orðin sjötti stærsti útflytjandi hráolíu með tíu af hundraði allrar útfluttrar hráolíu. Mest hefur fram- leiðslan þar verið rúmar þrjár milljón- ir tunna á dag. Hráolía Líbýu reyndist mjög góð með litlu magni af brennisteini og fékkst úr henni hátt hlutfall af bens- íni, sem kom sér mjög vel vegna fjölg- unar bifreiða í iðnríkjum. Líbýa lá vel við mörkuðum í Evrópu, þar sem flutningar voru ekki háðir Súez- skurðinum, sem var lokað tveim árum eftir að olíuvinnsla hófst í Líbýu né kostnaðarsömum siglingum suður fyrir Afríku. Deilur við erlendu olíuf élögin í nágrannaríki Líbýu, Egypta- landi, réð Abdul Gammar Nasser ríkj- um, en hann náði stjórnartaumunum, er Naguib herforingi rak Farouk konung. Nasser var á sínum tíma óumdeildur leiðtogi Panarabismans og upp til hans litu þeir, sem vildu sameiningu arabaríkja eða nánara samband þeirra. Nasser kom á arab- ískum sósíalisma, sem svo var kallað- ur. Einn þeirra sem fylgdu fordæmi Nasser var Muammar al Khadafi, sem var fyrirliði ungra liðsforingja, sem steyptu Idris 1. konungi af stóli í byltingu árið 1969. Hann boðaði „íslamskan sósíalisma", byggðan á kenningum Kóransins. Khadafi lét Breta og Bandaríkjamenn loka her- stöðvum sínum og rak hinn fjölmenna hóp ítala, sem hafði sest að í Líbýu nokkrum áratugum áður, heim. Hann lét loka öllum kaþólskum kirkjum og selja eignir þeirra á uppboði. Khadafi var mjög andstæður vest- rænum áhrifum og vestrænum ríkj- um, sérstaklega Bretlandi og Banda- ríkjunum. Hann var iðulega grunaður um að fjármagna aðgerðir hryðju- verkahópa með olíugróða sínum. En auðurinn fékkst með olíuvinnslunni og þar þurfti Khadafi á erlendum fyrirtækjum að halda. Ári eftir að hann komst til valda krafði hann erlendu olíufyrirtækin um 40 senta hækkun á hverja hráolíutunnu, sem fékkst úr eyðimörkum landsins. Verð á tunnunni var þá á markaðnum 4-5 dollarar. Olíufélögin buðu hins vegar 10 senta hækkun. Occidental-olíufélagið bandaríska var í erfiðastri aðstöðu olíufélaganna til að hafna kröfunum. Aðaleigand- inn, Armand Hammer, fæddist í New York borg árið 1898, sonur innflytj- anda frá Odessa í Rússlandi, Júlíusar Hammers, en hann var gyðingur. Júlíus var einn stofnanda kommúni- staflokks Ameríku. Sonurinn, Armand, var hins vegar kapítalisti í húð og hár, einn athafna- mesti fjármálaspekúlant 20. aldar- innar. Hann lauk læknaprófi 21 árs, en hélt þá til Rússlands, klyfjaður lyfjum vegna faraldurs, sem geisaði þar, meðfram til að endurheimta fjöl- skyldueignir, sem kommúnistaflokk- urinn hafði gert uppptækar. Hann varð einkavinur Leníns, sem veitti honum einkaleyfi til framleiðslu og sölu á blýöntum og til annarra kapít- alískra viðskipta, en Lenín hafði ein- mitt þá heimilað takmarkaðan einka- rekstur með svokallaðri NEP-stefnu sinni. Armand Hammer var athafnamik- 111 í Rússlandi, rak m.a. umfangsm- ikla skinnaframleiðslu í Síberíu, hafði einkaumboð fyrir Ford-traktora í Rússlandi o.fl. Þegar Stalín komst til valda þótti Hammer öruggara að hypja sig. Tengsl hans við Kreml voru þó oft mikil. Hann var persónu- legur vinur Mikoyan, Krúsjoff og Gorbatsjoff. Hann var tengiliður milli sjö Bandaríkjaforseta og fimm aðal- ritara í Kreml. Armand Hammer fluttist til Los Angeles 1956, vellauð- ugur maður, sem ætlaði að setjast í helgan stein. Hann hafði komið upp miklu og góðu listasafni, sem bar nafn hans og við það ætlaði hann nú að dútla. En hann var óhemju lyktnæmur á góðar fjárfestingar og stóðst sjaldan góð tækifæri. Occidental-olíufélagið var lítíð gjaldþrota fyrirtæki með olíuvinnslu í Kaliforníu. Þetta fyrirtæki keypti Hammer ásamt skyldum fyrirtækjum og árið 1966 var Occidental orðið risafyrirtæki á mælikvarða olíufyrir- tækja, sem störfuðu eingöngu innan Bandaríkjanna. Árssalan nam þá 700 miljónum dollara. En Hammer vildi að Occidental starfaði einnig utan Bandaríkjanna og þegar boðnir voru út skikar til olíuleitar í Líbýu var það stökkbrettið, sem Occidental þarfnað- ist. Þegar sjálfsævisaga Ármands Hammers kom út í Bandaríkjunum varð hún metsölubók, enda frásögn af óvenju litríkri ævi. I síðari grein segir m& frá sigri Klmdafi á olíufélögunum. Höfundur er forstöðumaður eldsneytisinnkaupadeildar Flugleiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.