Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ 10 B FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 Öryggisskápamir frá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skápamir sem eru í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. Ul m m J' Bedco & Mathiesen hf Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 565 1000 VIÐSKIPTI -(.if NAD »9 blabib tn Z LU 5 3 —* LU > s 3 Q z ac IXI > JNtinipsiiHbittfe -kjarni málsins! RAÐSTEFNA NÁMSKEIÐ EÐA FUNDiR Á DÖFINNI? I Múlalundi færð þú fundarmöppur, barmmerki (nafnmerki) , óletranir, merkingar og annað sem auðveldar skipulag og eykur þægindi og órangur (DÓtttakenda. Allar gerðir, margar stærðir, úrval lita og óletranir að þinni ósk! Hafóu samband vfó sölumenn okkar í síma 562 8501 eða 562 8502. Múlalundur Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c Símar: 562 8501 og 562 8502. Gúmmíbátaþjónustan skoðar um 40% allra gúmbjörgunarbáta landsins GUMMIBATAÞJON- USTAN er þijátíu ára um þessar mundir. Þar ræður ríkjum Asgeir Þ. Óskarsson. Fyrirtækið spannst upp úr því, að árið 1960 hóf Ásgeir störf hjá fyrirtækinu Grandaveri hf, en aða- leigandi þess var Óli Barðdal forstjóri Seg- lagerðarinnar Ægis, en hann er nú látinn. Fimm árum síðar, árið 1965 keypti Ásgeir fyrirtæk- ið og breytti nafninu þá í Gúmmíbátaþjón- ustuna. Þar fer fram skoðun á um 40% björg- unbáta úr fiskiskipum, togurum, smábátum, fraktskipum og opinna gúmbáta sem eru hluti búnaðar margra skipa. „Ástandið hefur breyst til mikilla muna hin seinni ár og segja má að það sé orðið nokkuð gott. Bæði hef- ur eftirlit verið aukið og bætt, kerfið er skil- virkara og svo eru sjó- menn sjálfir betur vak- andi fyrir þessum hlut- um, enda getur lífið leg- ið við ef öryggismál um borð eru ekki í lagi. Það er Siglingamálastofnun sem hefur umsjón með þessu og fylgir því eftir. Við erum í samvinnu við stofnunina og það samstarf er á góðum nótum,“ segir Ásgeir. Og hann heldur áfram: „Slysavarnarskóli sjómanna er mesta framfaramál sjó- manna á síðustu árum. Fræðsla er undirstaða réttrar notkunar björgunartækja og hafa nám- skeið skólans strax skilað mikl- um árangri. í dag er meðferð HiHSSlBil , , ’i Morgunblaðið/Ámi Sæberg. ÁSGEIR kominn um borð í einn gúmmíbátinn. Lífið getur legið við gúmmibáta um borð í skipum mun betri en var fyrr á árum. Sjómenn eru almennt mjög með- vitaðir um björgunartæki sín. Ég hef eignast marga kunningja meðal sjómanna í gegn um starf mitt og líkar vel samstarfið við útgerðarmenn og sjómenn. Þeir eru heiðarlegir í viðskiptum og tala beint út um hlutina. Maður fær það óþvegið ef þeir eru ekki ánægðir og það er auðvitað allt í lagi.“ I dag eru skoðunarstöðvar fyrir gúmmibáta víða um land til hagræðingar fyrir sjófarend- ur. Auk Reykjavíkur, eru stöðv- ar í Keflavík, Vestmannaeyjum, Neskaupsstað, Akureyri, Isafirði, Stykkishólmi og á Akranesi. Áuk þess að lúta til- skipunum og eftirliti Siglinga- málastofnunnar fara skoðunar- menn reglulega utan á nám- skeið, t.d. til Viking verk- smiðjanna í Danmörku og Zodiac verksmiðjanna í Frakklandi. Nýjungar Hvað segir Ásgeir um þróun björgunarbáta og nýjungar á sviðinu? „Það má nú kannski fyrst geta þess, að íslend- ingar voru fyrstir til að útbúa gúmmíbáta með hanafótafestingu, þ.e. sterkri fangalínu og tók ég þátt í hönnun hennar ásamt Skipaskoðun ríkis- ins undir stkórn Hjálm- ars R. Bárðarssonar sem þá var siglingamála- sljóri. Áður voru bátar með veikri fangalínu og gátu því slitnað frá skip- um í sjávarháska. Þá eru komnir neyðar- sendar í gúmmíbáta og það er einhver merkasta og besta nýjungin sem hefur komið fram. Ég man eftir sérstæðu at- viki sem varð um árið. Eigandi krókabáts sem gerði út á sumrin vildi endilega fá neyðarsendi í bátinn þó svo að það hafi ekki verið skylda á þeim tíma. Hann hefur áreiðanlega fundið eitt- hvað á sér, því síðar fórst þessi bátur og eigandinn með, en börn hans tvö komust í gúmbát og gátu gert vart við sig með neyðarsendinum. Þeim var svo bjargað. í dag eru allir bátar sem fá ársskoðun að fá neyðar- senda í báta sína.“ Vöxtur... Umsvif Gúmmíbátaþjón- ustunnar hafa aukist síðustu ár. f fyrstu voru aðeins 2-3 starfs- menn og fyrirtækið að Granda- garði 13. Síðar byggði fyrirtæk- ið húsnæði ásamt fleirum að Eyjaslóð 9. Þar fer nú starfsem- in fram á tveimur 300 fermetra hæðum. Á fyrstu hæð fer fram skoðun og viðgerð björgunar- búninga og opinna gúmmíbáta, en á efri hæðinni fer fram skoð- un 4 til 25 manna björgunar- báta. Starfsmenn eru og fleiri en áður, nú 7-8 talsins og hafa tveir þeirra, Sigurður Tómas- son og Kristófer Stefánsson, unnið í 16 og 13 ár samfleytt. En hvað ætlar Ásgeir að gera til hátíðarbrigða á 30 ára af- mæli fyrirtækisins? „Fyrst verður haldin vegleg árshátíð og þar fær starfsfólkið afmælisgjafir. Síðan er í vinnslu að færa Slysavarnarskóla sjó- manna gjöf á þessum tímamót- um.“ Goldstai Fyrstu kynni viðskiptavina af r símkerfi, Mest selda símkerfi traust í erl Rúmlega 1200 fyrirtæki og id agsins nýju fyrirtæki eru oftast í gegnum símann. Þau fyrirtæki sem velja Goldstar símkerfin á íslandi GoldStcir stofnanir hafa kosið sunkerfi frá ístel hf. Því ekki að slást í hóp peirra sem skapa starfsmönnum sínum pægilega vinnuaðstöðu. m X fotr* \ frá Istel hf. eru pví ígóðum málum. Gæði, öryggi oggóð þjónusta SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 588 2800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.