Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 B 11 VIÐSKIPTI Útskrift hjá Viðskiptaskóla Stjórnunarfélagsins og Nýherja ! i « ALLS 66 nemendur voru úrskrif- aðir frá Viðskiptaskóla Stjórn- unarfélagsins og Nýherja í Reykjavík þann 5. maí sl. Þar af útskrifuðust 12 nemendur úr fjármála- og rekstrarnámi, 16 úr markaðs- og sölunámi og 38 úr almennu skrifstofunámi. Skólinn býður upp á stutt og hnitmiðað starfsnám með það að markmiði að skila eftirsóttum starfskröftum út á vinnumarkað- inn. Kannanir sem hafa verið gerðar á vegum skólans sýna ótvírætt að nám við skólann skil- ar nemendum stórauknum mögu- leikum á skrifstofustörfum að námi loknu, að því er segir í frétt. Skólinn hefst aftur 8. septem- ber nk. Hægt er að velja um þrjá mismunandi tima dags til að stunda skólann, þ.e. kl. 9-12, 13-16 og 16-19. Inntökuskilyrði fyrir almenna námið er að nem- endur séu 18 ára eða eldri, en fyrir fjármála- og rekstarná- mið/markaðs- og sölunámið er krafist framhaldsskólamenntun- ar. AUar kennslubækur eru imii- faldar í skólagjöldum. Skólinn hefur gert samning við íslands- banka um starfsmenntunarlán, en á þann hátt geta nemendur fengið lánað fyrir skólagjöldum til allt að þriggja ára. Sunnudaginn 28. maí nk. standa nemendur og kennarar skólans fyrir opnu húsi í húsnæði skólans, Ananaustum 15, frákl. 13-16. Allir eru boðnir velkomn- ir á meðan húsrúm Ieyfir. Forráðamenn Stjórnunarskólans veittu á dögunum nokkrum nemendum viðurkenningu fyrir góðan árangur. Á myndinni eru f.v. Gunnar M. Hansson, forstjóri Nýherja hf., Hilmar Þór Sigurðsson, Lára Birna Björnsdóttir; Hafdís Hafberg, Dagmar Sv. Ingvadóttir, Ragna S. Óskarsdóttir, skóla- stjóri og Arni Sigfússon, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags íslands. | Hlutverk félags- < kjörinna skoðunarmanna 4 í 4 4 4 : < i l í 4 í 4 4 FYRIR þinghlé fyrir síðustu ára- mót samþykkti Alþingi tvenn lög um bókhaldsmál. Annars vegar voru sett lög um ársreikninga hluta- félaga, samvinnufélaga og stærri sameignarfélaga og hins vegar ný lög um bókhald, en í þeim lögum er einnig kafli um ársreikninga hvers konar félaga, sjóða og stofn- ana, sem ekki falla undir fyrrgreind ársreikningslög. Einnig gildir sá kafli um einstaklinga með atvinnu- rekstur. Margvísleg nýmæli er að finna í þessum lögum sem vert væri að vekja athygli á. Eitt merk- asta nýmælið í lögunum að mínu mati eru ákvæði þeirra um hlutverk og ábyrgð félagskjörinna skoðunar- manna og þýðingu áritunar þeirra á ársreikninginn, svo og stöðu þeirra og hlutverk þegar félög kjósa eða ráða einnig endurskoðendur. Akvæði um hlútverk og ábyrgð fé- lagskjörinna skoðunarmanna, eins og þeir eru kallaðir i lögunum í dag, var ekki til í áðurgildandi lög- um og vissu menn, sem kjörnir voru til endurskoðunarstarfa, oft á tíðum ekki til hvers var ætlast af þeim. Þeir töldu þetta vera óljúfa skyldu sem best væri að leysa á auðveldan og hljóðlátan hátt, einkum þegar talið var að gjaldkeri eða bókari vissi allt sem vita þurfti um bók- hald. Viðkomandi gjaldkeri eða bók- ari skýlir sér svo bak við áritun þessara manna um að allt sé í stakasta lagi. Ný ákvæði í nýsettum lögum um bókhald og ársreikninga er annars vegar fjallað um endurskoðendur, og er þá átt við löggilta endurskoðendur, og hins vegar um skoðunarmenn, en það eru þeir nefndir sem ekki hafa löggild- ingu til endurskoðunarstarfa. Menntunar- eða kunnáttukröfur til skoðunarmanna eru ekki hinar sömu í öllum tilvikum og fer að eftir því hvort um er að ræða félagskjörna skoðunarmenn eða skoðunarmenn sem hafa með höndum endurskoðun- arstörf minni félaga samkvæmt lög- um um ársreikninga. Engin krafa er gerð til bókhaldskunnáttu félags- kjörinna skoðunarmanna, en telja verður að þeir verði að hafa almenna dómgreind til að bera. Til kosinna eða ráðinna skoðunarmanna, sam- kvæmt ársreikningslögum til end- urskoðunarstarfa minni félaga, sem semja ársreikning samkvæmt þeim lögum, er aftur á móti gerð sú krafa að þeir hafi til að bera þá reynslu í bókhaldi og viðskiptaháttum sem með hliðsjón af starfsemi og stærð félagsins er nauðsynleg til rækslu starfans. Þau félög, sem kjósa sér skoðunarmenn úr hópi félagsaðila, geta verið hvers konar félög og Sjónarhorn Félagskjörínn skoðunarmaður skal m.a. kanna hvort stjórn ogþar með talinn gjaldkeri hafi farið eftir ákvörðunum félagsfunda og stjórnar um öflun, ráðstöfun og ávöxtun fjár- muna og önnur atriði er varða rekst- urinn. Guðmundur Guðbjarnason fjallar hér um ný lagaákvæði sem lúta að hlutverki skoðunarmanna. Guðmundur Guðbjarnason hagsmunasamtök sem hafa með höndum ðflun fjár og ráðstöfun þess í tengslum við starfsemi sína og gera félagsaðilum sínum grein fyrir stöðu mála með samningu ársreikn- ings árlega. Þessi félög hafa yfir- leitt þá reglu í samþykktum sínum, þótt ekki hafi verið um lagaskyldu að ræða, að kjósa skuli endurskoð- endur úr hópi félagsmanna og eiga þá við það sem nú er nefnt skoðunar- menn. Sama getur einnig gilt fyrir önnur almenningsfélög svo sem hlutafélög. Fulltrúi félagsmanna Samkvæmt ákvæðum 32. gr. bók- haldslaganna eru skoðunarmenn valdir úr hópi félagsmanna og ber þeim að uppfylla almenn hæfisskil- yrði endurskoðenda. Því mega þeir ekki sitja í stjórn eða fulltrúanefnd félagsins eða gegna stjórnunarstörf- um fyrir það eða vera starfsmenn þess eða á annan hátt fjárhagslega háðir því auk tiltekinna skilyrða um skyldleika við stjórnendur. Félags- kjörinn skoðunarmaður er í reynd fulltrúi félagsmanna sem ekki hafa aðgang að bókhaidi félagsins. í 34. gr. bókhaldslaganna er nú í fyrsta sinn skilgreint hlutverk skoðunar- manns. Með áritun sinni á ársreikn- inginn gefur hann félagsmönnum skýrslu um athugun sína á bókhaldi og bókhaldsgögnum og hvort árs- reikningur gefi skýra mynd af starf- semi félagsins. Skoðun ársreiknings Eins og aður segir er ekki gerð krafa um sérstaka- bókhaldskunn- áttu félagskjörins skoðunarmanns, en áður en skoðunarmaður áritar ársreikninginn ber honum að yfir- fara hann og fullvissa sig um að eignir þær sem þar eru tilgreindar séu raunverulega fyrir hendi. Skal hann kanna bókhaldsgögn og sann- reyna að t.d. bankainnstæður og verðbréf og kröfur séu fyrir hendi, svo og lausafé og fasteignir, ef svo ber við. Þá ber honum að kanna til- vist og uppruna skulda m.a. með athugun lánsskjala og greiðsluseðla. Varðandi rekstrarreikning fer það eftir starfsemi félagsins á hvern hátt gögnum tekjur og gjöld eru sannprófuð. En mikilvægast er það ákvæði að skoðunarmaður skal kanna hvort stjórn og þar með talinn gjaldkeri hafi farið eftir ákvörðunum félagsfunda og stjórnar um öflun, ráðstöfun og ávöxtun fjármuna og önnur atriði er varða reksturinn. Skoðunarmanni ber að gera athuga- semdir ef t.d. einstakir kostnaðarlið- ir reynast ekki vera í samræmi við tilgang félagsins eða ávöxtun fjá- muna hefði getað verið betri, t.d. óeðlilega há sjóðsstaða (peninga- eign) á reikningsárinu o.s.frv. Kom- ist skoðunarmaður að því við athug- un sína að nauðsynlegar upplýsingar vanti í ársreikninginn eða skýrsla stjórnar eða upplýsingar séu vil- landi, eða fyrir liggi atvik sem varð- að geti stjórnendur ábyrgð, skal hann vekja athygli á því í áritun sinni. Félögum ber því að vanda vel val sitt á skoðunarmönnum og gæta þess að ekki verði um hagsmunaá- rekstra að ræða, hvorki sem snýr að skoðunarmanninum sjálfum eða gagnvart stjórnarmönnum. í raun ættu félögin að taka upp í samþykkt- ir sínar ákvæði bókhaldslaganna um hlutverk og ábyrgð skoðunarmanna til frekari áréttingar. Verkaskipting endurskoðanda og skoðunarmanns I lokamálsgrein 32. gr. er það ákvæði að ef félag kýs endurskoð- anda í stað skoðunarmanns, skuli ákvæði laga um löggilta endurskoð- endur gilda um starfsskyldur end- urskoðandans en ekki framangreind skilgreining á hlutverki skoðunar- manns. Starfsskyldur endurskoð- andans koma fram í 1. mgr. 63. gr. ársreikningslaganna, þar sem segir að endurskoðandi skuli endurskoða ársreikninginn í samræmi við góða endurskoðunarvenju og í því sam- bandi kanna bókhaldsgögn félagsins og aðra þætti er varða rekstur þess og stöðu. Það er ekkert því til fyrir- stöðu samkvæmt bókhalds- eða árs- reikningslögunum að jafnhliða kosn- ingu eða ráðningu endurskoðanda fari jafnframt fram kosning félags- kjörinna skoðunarmanna. Þessir tveir aðilar, endurskoðandinn 'og fé- lagskjörinn skoðunarmaður, munu nálgast viðfangsefni sitt út frá sitt hvoru sjónarhorninu; endurskoðand- inn út frá faglegum tölulegum stað- reyndum en félagskjörinn skoðunar- maður út frá efnislegum sjónarmið- um. Það kemur greinilega fram í 4. mgr. 63. gr. laga um ársreikn- inga. í þeirri grein er hlutverk fé- lagskjörinna skoðunarmanna, þegar jafnframt eru kosnir endurskoðend- ur, skilgreint á sama veg og hlut- verk félagskjörinna skoðunarmanna félaga sem ekki falla undir ársreikn- ingslögin og ég lýsti hér að framan. Eftir að almennt varð, sem nú er orðið að skyldu hjá stærri hlutafélög- um og samvinnufélögum, að félög kjósi sér endurskoðendur hefur árit- un félagskjörinna endurskoðenda oft á tíðum einungis verið gerð með til- vísun tif'áritunar endurskoðandans og því í reynd tilgangslaus. Sjálfstæð áritun Með samþykkt laga um bókhald og ársreikninga verður áritun fé- lagskjörinna skoðunarmanna að vera sjálfstæð með hliðsjón af hlut- verki þeirra án tilvísunar til áritunar endurskoðandans. Það er því sorgleg þróun að félög, og þá jafnt hlutafé- lög sem almenn hagsmunafélög, hafa með ráðningu eða kosningu endurskoðanda fellt það niður úr samþykktum sínum að kjósa sér skoðunarmenn úr hópi félagsaðila. Má þar sem dæmi nefna 73. gr. nýsettra laga um fjöleignahús, þar sem ekki er gert ráð fyrir kosningu félagskjörins skoðunarmanns ef endurskoðandi er kosinn. Þess má geta í lokin að félagskjörnir skoðun- armenn, sem og ráðnir eða kosnir endurskoðendur, mega ekki gefa einstökum félagsaðilum eða öðrum upplýsingar um hag félagsins eða greina frá öðru því, sem þeir kom- ast að í endurskoðunarstarfi sínu, utan félagsfundar sem fjallar um reikningsskilin og í skýrslu þeirra eða áritun á ársreikninginn. Höfundur var formaður nefndar sem samdi frumvörp til laga um bókhald og ársreikninga oger fyrrv. skattrannsóknarsijóri. VIÐSKIPTI/ATVINNULIF DAGBOK Endur- menntunar- stofnun Kerfisbundin hugbún- aðargerð: ESPITI - Software Professional Tutorial. 22. og 23. maí kl. 8.30-12.30 og 24. maí kl. 8.30-16.30. Leiðbein- endur: Prófessor Pasi Kuvaja, Háskólanum í öulu, Finnlandi og Adriana Bicego, Etnoteam, Mílanó, ítalíu. Námskeiðið er hluti af ESPITI (European Software Process Improve- ment Training Initiative) verk- efninu á vegum ES. Ráðstefnu- skrifstofa íslands Dagana 25.-27. maí nk. fer fram aðalfundur ADVOC samtakanna. Þetta eru samtök evrópskra lögfræðiskrifstofa i helstu borgum Evrópu og er hugmyndafræði samtakanna í stuttu máli sú, að persónuleg tengsl lögmanna innbyrðis og staðbundin lagaþekking veiti aðildarskrifstofum ADVOC möguleika á að veita áreiðan- lega lögfræðiþjónustu innan velflestra landa Evrópu. Almenna málflutnings- stofan hf. er skipuleggjandi aðalfundaiins svo og nám- stefnu, sem haldin verður í tengslum við fundinn. Á nám- stefnunni verða m.a. flutt er- indi af hálfu Garðars Gísla- sonar, hæstaréttardómara, Sigurjóns Péturssonar, að- stoðarframkvæmdastjóra Sjóvá-Almennra trygginga hf., Les W. Jakobs, banda- rísks lögmanns, sem er með- eigandi að fyrirtækinu Thompson, Hine & Flory í Bandaríkjunum og Magnús- ar Pálssonar, viðskiptafræð- ings og sérfræðings í gæða- stjórnunarfræðum, en yfir- skrift námstefnunnar er „Gæði í lögfræðilegri þjónustu". Fundurinn er skipulagður í samvinnu við Ráðstefnur og fundi í Kópavogi. Um 70 er- lendir gestir koma til landsins í tengslum við fundinn. RÁÐSTEFNUSKRIFSTOFA ... -•-.¦¦¦.¦:¦¦,.¦ v, yix. ISLANDS SÍMI 626070 - FAX 626073

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.