Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA flttqgmiIMbiMfc 1995 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ BLAÐ C FærEvrópa12 sæti í Japan? Þær Evrópuþjóðir sem kom- ast í úrslitakeppni EM á Spáni faraáHMíJapan1997 Tólf Evrópuþjóðir verða meðal þátttökuþjóða á HM í Japan 1997. Álfurnar fjórar eiga allar þrjú sæti á HM'97 eða samtals tðlf. Gestgjafarnir, Japan, eiga eitt sæti víst og hugsanlega Eyjaalfa annað og síðan hafa Egyptar tryggt Afríku eitt sæti til viðbót- ar. Þá eru eftir níu sæti sem koma í hlut Evrópu. Evrópuþjóðirnar tryggja sér ekki sjálfkrafa keppn- isrétt hér á HM í Japan heldur verða það þær þjóðir sem komast í 12-liða úrslitakeppni Evrópumótsins á Spáni sem fara þangað. ísland er þar í riðli með Rússum, Rúmenum og Pólverjum og kemst aðeins efsta lið riðilsins til Spánar þannig að róðurinn gæti orðið þungur hjá íslenska liðinu. HM I HANDKNATTLEIK Þátttöku Islands í HIVI Morgunblaðið/Sverrir ÍSLENSKA landsliðið tapaði fyrlr Hvít-Rússum 23:28 í Laugardalshöll í gærkvöldl og lauk þar með keppni á helmsmelstaramótinu og endáði í 13. - 16. sæti. Eins og sjá má á látbragðl fyrirliðans, Geirs Sveinssonar, er ævintýrið útl og aðal markmiðið náðist ekki — að tryggja liðinu sæti á Ólympíuleikunum í Atlanta á næsta ári. FormaðurHSI Hef ekki missttrú áÞorbergi „SAMNINGUR Þorbergs er runninn út. Hann gilti þar til þátttöku okkar lyki í heims- meistarakeppninni, og rann því út í kvöld," sagði Ólafur B. Schram, formaður Handknatt- leikssambands íslands, við Morgunblaðið eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi, síð- asta leik íslenska liðsins á HM að þessu sinni. „Næstu verkefni liðsins eru í haust, þegar Evrópukeppnin hefst, og nú leggjast menn und- ir feld. Eg vil ekki meina að Þorbergur sé slæmur þjálfari og hann kemur vel til greina sem þjálf ari liðsins áfram. Ég tek þetta sem gerðist ekki sem hans mistök á neinn hátt; fóta- hreyfingar markmanns á ein- hverjum tíma eru ekki hans mál eða undirhandarskot einhvers sóknarmannsins. Ég hef ekki misst trú á Þorbergi," sagði Ól- afur B. Schram. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Rússar kæra RÚSSAR kærðu úrslitin í leik sínum við Þjóðverja í gær. Ástæðan er sú að þegar Börresen og Strand, hinir norsku dómarar leiksins, vísuðu Arno Ehret þjálfara Þjóverja upp i stúku í fyrri hálfleik gleymdu dómararnir að láta taka einhvern þýskan leikmann útaf eins og reglur gera ráð fyr- ir. Nefnd á vegum IHF kemur saman kl. 9 árdegis í dag og úrskurðar um kæruna. Ekki er búist við að neitt verði að gert. A myndinni er Maxímov, þjálfari Rússa, til hægri, en hann fékk að sjá rauða spjaldið í leiknum eins og hinn þýski starfsbróðir hans. „Held að þetta hafi engin áhrif á handboltann" Höggið að tapa í fyrrakvöld í 16 liða úrslitum var mikið og menn settu alla þá orku sem til var í þann leik. Það var því erfitt að rífa okkur upp í morgun og und- irbúa okkur fyrir leikinn gegn Hvít—Rússum. Sóknarleikurinn rúllaði ágætlega í fyrri hálfleik og við gerðum fimmtán mörk sem er mjög gott. í síðari hálfleik gekk ekki eins vel, en við hefðum átt að vera búnir að gera út um leikinn í fyrri hálfleik," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari eftir fjórða tapleikinn í röð á HM — 23:28, fyrir Hvít Rússum í gær- kvöldi. „Við náðum bara ekki nógu góðri ferð á varnarleikinn til þess að það væri mögulegt, því miður." Eftir kraftmikinn sóknarleik í fyrrí háffleik, þá virðast sóknar- mennirnir verða mjög ragir í síðarí hálfleik, hvernig stóð á því? „Þeir bökkuðu mikið og þeir voru ekki nógu ákveðnir í aðgerðum og ég hef enga skýringu á því aðra en að það vantaði meiri kraft í leik- menn til að halda áfram. Leikurinn gegn Rússum kostaði verulega mik- ið og Rússarnir virtust ekkert frek- ar en við vera búnir að jafna sig í leiknum gegn Þjóðverjum í dag [í gær]." Hvaða áhríf heldur þú að þessi slaki árangur hafi fyrír handknatt- leikinn í landinu. „Ég held að þetta hafi engin áhrif á handboltann, þvert á móti þá hefur þetta mót verið glæsilegt og góð auglýsing fyrir handboltann. Það eina sem gerist er að við förum ekki inn á Olympíuleikana og það er náttúrlega sárt því það er skemmtilegasta mót sem hægt er að sækja. Að öðru leyti hefur árang- urinn engin áhrif. HSÍ stendur ágætlega og við eigum mikið af ungum og efnilegum leikmönnum og nú er bara að stefna á Evrópu- keppnina sem hefst í haust," sagði Þorbergur Aðalsteinsson landsliðs- þjálfari að lokum. KIMATTSPYRIMA: ÍA OG KR MÆTAST í MEISTARAKEPPNIKSÍ í KVÖLD / C12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.