Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Eigum það til að hrökkva í hlutlausan „MÉR virðist sem við getum ekki spilað góða vörn og góða sókn í sama leiknum. Sóknin var góð framan af en datt niður í síðari hálfleiknum. Við vorum samt inn í leiknum lengst af en einhvern veginn virðist liðið eiga það til að hrökkva I hlutlausan gír og hvorki komast afturábak né áfram. Beggi (Bergsveinn) varði þó vel í síðari hálfleikn- um en það dugði ekki til," sagði Gunnar Beinteinsson sem lék sinn fyrsta landsleik á HM gegn Hvít - Rússum. - Hvað hefurhelst staðið í veg fyrír árangri í keppninni? „Ég veit það ekki, við erum að keppa við atvinnumenn og hvort ástæðan felst í því skal ég ekki fullyrða. Menn virtust líka vera hræddir við að „klikka". Skytturnar hefðu átt að skjóta miklu meira og það má kannski segja það um okkur hina líka, við vorum ekki nógu eigingjarnir. Skytt- ur í öðrum liðum á mótinu eru að skjóta miklu oftar og þó að þau skili ekki alltaf mörk- um halda þær áfram að reyna," sagði Gunnar. Hálfgert andleysi hjá báðum liðunum „ÉG var búinn að fylgjast með skotmönnum þeirra í fyrri hálfleiknum og hvar þeir skutu á markið," sagði Berg- sveinn Bergsveinsson sem kom inn í liðið eftir leikhlé og varði vel. Greinilegt var að Bersveinn var ekki ánægð- ur með vörnina fyrir framan sig en hann vildi hins vegar ekki gefa umsögn um hvað hefði verið að. „Sóknarleikurmn var góð- ur í fyrri hálfleiknum en þá var vörnin hins vegar mun slakari. Handboltalega séð var þetta ekki góður leikur og það var eins og það væri hálfgert andleysi hjá báðum liðunum," sagði Bergsveinn. Morgunblaðið/Gurmlaugur Bergsvelnn Bergsvelnsson HM í HANDKNATTLEIK Bjarki í skyttuhlutverki Morgunblaðið/Júlíus BJARKI Slgurðsson var besti leikmaður íslenska liðsins gegn Hvít-Rússum í gær. Hér sendir hann boltann framhjá einum varnarmanna Hvít-Rússa og skorar eitt af fimm mörkum sínum í leiknum. Uti er ævintýri ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik lauk keppni á heimsmeistara- mótinu í handknattleik í gærkvöldi með því að tapa fyrir Hvít-Rúss- um 23:28 í slökum leik. Þar með er HM-ævintýrið úti hjá okkar mönnum. íslenska liðið vann fyrstu þrjá leikina en tapaði síðustu fjórum leikjum sínum íkeppninni og olli frammistaða þess miklum vonbrigðum. Leikurinn í gærkvöldi var engin undantekning þar á. Strákarnir voru algjörlega andlausir og virtust ekki hafa nokk- urn áhuga á áframhaldi í keppninni. Islenska liðið mætti í fyrsta sinn í keppninni í rauðum búningum í gærkvöldi en það eitt dugði ekki til. Liðið byijaði ValurB. reyndar ágætlega í Jónatansson fyrri hálfleik og skrifar skoraði þá níu af fimmtán mörkum sínum úr langskotum, eitthvað sem ekki hafði sést mikið af í fyrri leikj- um liðsins. Þess ber að geta að varnarleikur Hvít-Rússa var ekki uppá marga fiska. Markvarslan brást hins vegar í fyrri hálfleik eins og hún hefur gert alla keppnina og vörnin var slök. Staðan í hálfleik var jöfn, 15:15. í síðari hálfleik kom Bergsveinn Bergsveinsson í markið og það var fyrst og fremst fyrir frammistöðu Menn enn í sárum Okkur gekk frekar vel til að byrja með en það virtist vanta neista. Þetta er búið að vera vægast sagt hryllilegt hjá okkur og menn líklega ennþá í sárum eftir tapið í gær en því fór sem fór. Við ætluðum að beij- ast til síðasta blóðdropa og reyndum það að vísu en margir eru búnir að spila í um sex hundruð mínutur og eru líklega þreyttir. Miðað við hvern- ig vörnin var í gær, ætluðum við að ná sama „dampi“ en það var erfitt og við vorum of langt niðri og börð- umst ekki nóg. Við jöfnuðum að vísu og vonuðumst til að hrista þá af okk- ur en það gekk ekki upp. Eg er eng- an veginn sáttur við að þetta sé búið hjá okkur en vona að fólk haldi áfram að koma á leikina því það eru geysi- lega skemmtilegir leikir framundan," sagði Bjarki Sigurðsson eftir leikinn í gær, þar sem hann gerði 5 mörk úr 7 tilraunum. Aðspurður um hvort fjölmiðlar hefðu haft áhrif á leikmenn sagði hann: „Ég veit ekki með fjölmiðla, hef reyndar ekki fylgst neitt með þeim. Hluti okkar les eitthvað í blöð- unum én ég hef ekki viljað það þó að ég hafi heyrt ýmislegt og eitthvað líklega satt og rétt,“ bætti Bjarki við og telur að nú þurfi að skoða stöðu íslendinga í alþjóðlegum handbolta. „Ég þori ekki að spá í framtíðina núna. Það þarf fyrst og fremst að setjast niður, hugsa málin og athuga hvar við stöndum í alþjóðlegum hand- bolta ,“ sagði Bjarki. hans að íslenska liðið hékk inn í leiknum þar til tíu mínútur voru eftir og staðan 20:21. Eftir það mátti Bergsveinn ekki við margnum því gestrisni varnarmannanna var einstök. Gestirnir þökkuðu fyrir og áttu auðvelt með að labba í gegnum vörnina til að koma sér í skotfæri. Það stóð ekki steinn yfir steini hjá íslenska liðinu síðustu tíu mínúturn- ar og það varð að játa sig sigrað, 23:28, og þar með var keppni liðs- ins lokið. Bjarki var besti leikmaður ís- lenska liðsins og eins var Júlíus góður í fyrri hálfleik. Sá eini sem hélt höfði í síðari hálfleik var Berg- sveinn markvörður. Meira að segja Geir Sveinsson var ekki líkur sjálf- um sér og er þá fokið í flest skjól. Andrúmsloftið á varamannabekk íslenska liðsins var þrúgandi og endurspeglaði leik liðsins því þar voru menn að jagast hver í öðrum nær allan leikinn. Skyttan Grennadi Khalepo var í aðalhlutverki hjá Hvít-Rússum og eins var Jakimovítsj dijúgur. Þeir fengu að leika lausum hala í sókn- inni og gerðu nánast það sem þeir vildu. íslenska liðið olli miklum vonbrið- um í keppninni og hlýtur landsliðs- þjálfarinn að vera ábyrgur fyrir því. Frammistaða liðsins er einnig mikið áhyggjuefni fyrir handknatt- leiksforystuna og þarf hún nú að stokka spilin upp á nýtt. ísland - Hvíta-Rússland 23:28 Laugardalshöll, HM í handknattleik, leikur um 9. - 16. sæti, miðvikud. 17. maí 1995. Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 3:4, 5:6, 8:9, 9:9, 9:11, 13:11, 14:12, 14:15, 15:15, 16:15, 16:17, 18:18, 18:21, 20:21, 20:23, 21:26, 23:27, 23:28., Mörk íslands: Bjarki Sigurðsson 5, Júlíus Jónasson 5, Ólafur Stefáns- son 3, Gunnar Beinteinsson 2, Jón Kristjánsson 2, Geir Sveinsson 2, Sigurður Sveinsson 2/1, Patrekur Jóhannesson 1, Dagur Sigurðsson 1. Einar Gunnar Sigurðsson lék eingöngu í vörn. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 5/1 (þar af 3/1 aftur til mót- heija). Bergsveinn Bergsveinsson 12 (þar af 6 aftur til mótheija). Utan vallar: 6 mín. Mörk Hvít-Rússa: Gennadi Khalepo 9, Andrei Paratsjenko 6, Mikha- íl Jakímóvitsj 6/1, Míkhaíl Oussatjev 3, Anton Lakizo 2, Andrei Llímo- vets 2. Varin skot: Igor Paprouga 7 (þar af 1 til mótheija). Alexander Mínevskí 6/1 (þar af 2 til mótheija). Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Thomas og Thomas frá Þýskalandi. Áhorendur: Um 2.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.