Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 C 5 HM I HANDKNATTLEIK II H ;. Jmmk Morgunblaðið/Gunnlaugur ARIMO Ehret þjálfarl Þýskalands var rekinn upp í stúku um miAJan fyrri hálf- leik. Hann stelg tvívegis inn á leikvöllinn og það má ekki. Rautt. Morgunblaðið/Gunnlaugur VLADÍMÍR Maxímov þjálfari Rússa var rekinn upp í stúku er 7 mínútur voru eftir af leiknum. Hann steig yfir miðlínuna og það má ekki. Rautt. Þjálfarar í heiðursstúku að er ekki á hverjum degi sem þjálfarar beggja liða i hand- boltaleik eru reknir upp í stúku, en það gerðist í stórleik Rússa og Þjóðvetja í 8-liða úrslitunum í Laug- SSÍEr ardalshöllinni í gær. skrifar Fyrstur fauk Arno Ehret, þjálfari Þjóð- veija og hafði leikurinn þá aðeins staðið í rúmar þrettán mínútur. Ehret mótmælti hressilega þegar Volker Zerbe var vikið af velli öðru sinni, fyrir nákvæmlega engar sak- ir. Ehret steig inn á völlinn og það er bannað — gult. Þetta var strang- ur dómur því það hefði átt að að- vara hann fyrst. Mínútu síðar var annar leikmað- ur rekinn af velli fyrir sömu sakir og Zerbe áður, þ.e.a.s. engar. Ehret endurtók leikinn og nú fékk hann rautt og upp í stúku varð hann að fara. Furðulegt fannst mönnum samt að sjá að þjálfarinn fór í heiðursstúkuna! Vladímír Maxímov þjálfari Rússa fór sömu leið og Ehret, í heiðursstúkuna, fyrir að stíga yfir miðlínuna, en samkvæmt reglun- um er það bannað. Rautt! Maxímov var að mótmæla ótrúlegum leikk- afla dómaranna Börresen og Strand frá Noregi, en þeir höfðu rekið Rússa þrívegis útaf á tæpum fimm mínútum. Rússar höfðu náð að breyta stöðunni úr 7:12 í leik- hléi og í 15:15 þegar hér var kom- ið. Þegar þáttur dómaranna stóð sem hæst breyttist staðan í 15:18 fyrir Þjóðveija. Þjóðverjar þurftu ekki hjálp Það versta við þetta var að Þjóð- veijarnir virtust fyllilega færir um að sigra Rússa, án þess að Norð- mennirnir hjálpuðu þeim við það með eins áberandi hætti og í Laug- ardalshöllinni. Það vakna óneitan- lega ýmsar spurningar vegna þessa leiks. Var það tilviljun að þeir Börres- en og Strand voru látnir dæma leikinn? Svo merkilega vill til að þeir hafa dæmt þijá af sjö leikjum Þjóðveija í keppninni og þar af leik þeirra við Frakka, jafnan og spennandi leik þar sem allt gat gerst. Þjóðveijar unnu 22:21. Var það tilviljun að heldur hall- aði á Þjóðveija í byijun fyrri hálf- leiks þegar þeir höfðu undirtökin, en hallaði hryllilega á Rússa þegar heimsmeistararnir voru að vinna upp muninn í síðari hálfleik? Urmull af mistökum Dómararnir gerðu urmul af mis- tökum. Mistökum sem jafn reyndir dómarar eiga ekki að gera. Það hefur oft verið sagt dómurum til varnar að þeir geri færri mistök en leikmenn og þjálfarar og oftast er það satt og rétt. En í gær höfðu dómararnir vinninginn, enda vildu þeir vera í aðalhlutverkunum og tókst það. Til dæmis sendu þeir engan Þjóðveija útaf þegar þjálfarinn fékk rautt og hvað eftir annað dæmdu þeir-hreinlega rangt. Byij- unin lofaði ekki góðu því Norð- mennirnir ráku einn úr hvoru liði útaf eftir fjórar mínútur. Ástæðan var mjög óljós, en það skal viður- kennt að þeir Torgovanov og Zerbe snertust inn á línunni þegar sá rússneski var að reyna að vinna sér pláss, en slíkt hefur ekki verið brottrekstarsök í handknattleik hingað til. Einn reyndur íslenskur dómari sagði eftir leikinn að á svona stundum skammaðist maður sín fyrir að vera dómari. Vonandi hugsa fleiri dómarar svona, en því miður efast maður stundum því þeir eru ófáir leikimir á stórmótum þar sem svona dóm- gæsla hefur sést, og það merkilega við þetta er að oftast virðist eins og verið sé að koma ákveðnum þjóð- um út úr keppni, eða frekar ákveðn- utn þjóðum áfram í keppninni. Ég var að vona að Islendingar fengju ekki að sjá slíka og þvílíka dómgæslu á HM hér á landi, en því miður er það nú orðið, og það sem særir mig hvað mest er að það skuli vera dómarar frá Noregi sem dæma svona. Dómarar frá Norður- löndum hafa verið þekktir fyrir að dæma hlutlaust, svona allflestir, en miðað við leikinn í gær er það liðin tíð. Sprakk á öllum „ÉG hef enga skýringu á fram- göngu leikmanna minna í dag gegn Króatíu. Þeir gerðu ekk- ert af því sem hafði verið lagt upp og greinilegt var á fyrstu 10-12 mínútunum að liðið hreinlega svaf. Við verðskuld- uðum því að tapa þessum leik,“ sagði Ulrik Weiler, þjálf- ari Egypta | höfðu steinlegið fyrir Króatíu, 30:16, í 8 liða úrslitum í Kapla- krika. Egyptar byrjuðu leikinn mjög illa eins og þjálfarinn sagði og þeir skoruðu aðeins úr einu aí fyrstu tíu upphlaupum sínum. Á sama tíma voru Króatar á mikilli siglingu og komust þeir 6:1 yfir að loknum tíu mínút- um. Egyptar náðu að hresasa lítil- lega upp á sóknarleikinn sinn í framhaldinu og náðu að minnka forskotið í tvö mörk, 9:7, en lengra komust þeir ekki. Króatar bættu í og voru fimm mörkum yfir í ivar Benediktsson skrifar hálfleik, 13:8. í upphafi síðari hálfleiks var greinilegt að Egyptum hafði ekki tekist að taka sig saman í andlitinu og Króatar rúlluðu yfir þá án veru- legrar mótspyrnu. Þegar upp var staðið munaði fjórtán mörkum, 30:16. Króatar voru að vpnum glaðir 'lf&Ilg'UI'Ihli i leiKslok og pjált- ari þeirra, Zovko Zdravko sagði; „Ég er mjög glaður með sigurinn á Egyptum því þeir hafa verið að leika vel á mótinu. Okkur tókst vel til í vörninni og markvarslan fylgdi með og var mjög góð. Ef okkur tekst að leika góða vörn og markvarslan verður jafn góð þá erum við til alls vísir í næsta leik.“ „Svona vandamál og þetta sem kom upp hjá okkur í leiknum í kvöld að leikmenn gera ekkert af því sem fyrir þá er lagt kæmi ekki fyrir hjá landsliði frá Evrópu, það ..ái'agiuirnHWt r leika um 5. - 8. sætið er mjög góður árangur að mínu mati en ég er einn fárra í Egyptalándi um þá skoðun,“ sagði Ulrik Weiler, þjálfari Egyptaland að leikslokum og var mjög óhress með fram- göngu sinna manna. Króatar léku allan tímann sex núll vörn og gekk hún mjög vel gegn hægfara og hugmyndasnauð- um sóknarleik Egypta. Þeir náðu alls ekki að sýna þann skemmtilega leik sem þeir hafa sýnt í keppninni hingað til. Sóknarleikur Króata var mjög hreyfanlegur og léku þeir maður á mann vörn Egypta engin áhrif á sig hafa, enda gáfust þeir hinir síðarnefndu fljótlega upp á að leika hana. Markvörður Króata varði mjög vel. ímájlágTc og félagar hans í Króatíuliðinu áttu ekki vandræðum með að leggja Egypta og tryggja sér sæti í 4 liða úrslitum. Þar leika þeir við Svía og reikna má með því að þar verði mótstaðan melri. Irfan átti mjög góðan leik gegn Egyptum og skoraði átta mörk. Króatía - Egyptaland 30:16 Kaplakriki, 8 liða úrslit - 17. maí 1995 Gangur leiksins: 1:0, 6:1, 9:7, 13:8, 16:10, 21:12, 24:16, 30:16. Mörk Króata: Ifran Smajlagic 8, Goran Perkovac 6, Iztok Puc 5/1, Patric Cavar 4/2, Slavko Goluza 3/2, Alvaro Nachinovic 2, Tomislav Farkas 1, Zvonmie Bilic 1 Varin skot: Valter Matoscvic 20/1 (þaraf 9 til mótheija). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Egyptal.:Gohar Gohar Nabil 5, Gharib Hossam Said 3, Belal Alimed M. Harndy 3/2, Mohamed Mohamed Ashour 2, Abd Elwareth Sameh 1, Abu Elmagd Magdy Abmed 1, E. Aser Aherned 1. Varin skot: Abd Elhamid Aiman Salah 6 (þaraf 2 til mótheija), Nakleb Mohamed Mahmoud 3/1. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Brússel og Van Dongen frá Hollandi og voru þeir þreyttir. Áhorfendur: 100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.