Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 NBA Shaq fór á kostum SHAQUILLE O’Neal, sem hér á í baráttu viö B.J. Armstrong, fór á kostum með Orlando Magic gegn Chicago í fimmta leiknum í úrslftakeppninni. Orlando vann 103:95 og hefur unniö þrjá leikl. Lakers heldur áfram að koma á óvart Jabbar í heiðurs- flokkinn SJÖ körfuknattleikshctjur komust í „heiðursflokk“ NBA nú í vor og ber þar hæst Kareem Abdul-Jabbar, stigahæsta leikmann NBA frá upphafi. Leikmennirnir Vern Mikkelsen, Anne Dono- van og Cheryl Miller, þjálfar- arnir John Kundla og Alek- sandr Gomelsky ásamt dóm- aranum Earl Strom fengu 18 atkvæði af 24 hjá „heiðurs- flokksráðinu" og komast einnig í „flokkinn" — Hall of fame á ensku. Abdul-Jabbar lagði áherslu á mikilvægi mennt; unar eftir útnefninguna: „Ég ráðlegg ungum leikmönnun. að leggja fyrst og fremst áherslu á menntun,“ sagði Abdul-Jabbar, „margir af bestu leikmönnunum byija feril sinn án þess að skilja mikilvægi menntunar.“ Abdul-Jabbar vann þrjá titla með UCLA háskólanum og sex meistaratitla í NBA deildinni með Los Angeles Lakers og MHwaukee Bucks, áður en hann lauk 20 ára ferli sinum 1989, sem stigahæsti leikmaður allra tíma í NB A. Hann hóf feril sinn undir stjórn John Wooden, þjálfara, í Power Memorial skólanum í New York, sem Lew Alcind- or, en breytti nafni sínu síð- ar, eftir að hafa tekið múha- meðstrú. „Wooden þjálfari sagði alltaf að bestu íþrótta- mennimir væru þeir gáfuðu. Þetta gildir fyrir atvinnu- mennskuna líka, það eru of margir einfarar í umferð.“ Hann lauk ferli sínum í NBA með 38.387 stig og var einnig stigahæstur í úrslita- keppni NBA með 5.762 stig. Hann var einnig eini leik- maðurinn til að hljóta titilinn leikmaður ársins sex sinnum og var 19 sinnum valinn til að leika í stjörnuleik NBA, sem er met. Með Donovan og Miller hafa sjö konur komist á list- ann eftirsótta. „Ég held að fólk sé loks að gera sér grein fyrir mikilvægi kvennak- örfuboltans," sagði Donovan, sem er 2,03 metrar á hæð og fyrrum miðvörður Old Dominion háskólans. Hún leiddi bandariska liðið tíl sig- urs á tvennum Ólympíuleik- um. Miller var framheiji hjá USC i Kalifomíu. Þjálfarinn Kundla og leik- maðurinn Mikkelsen var frægur dúett á sjötta ára- tugnum. Þeir gegndu lykil- hlutverkum hjá Minneapolis Lakers, sem vann NBA deild- ina fjórum sinnum en fyrir eru á listanum þrír leikmenn, þeir George Mikan, Jim Poll- ard og Slater Martin. Kund- era þjálfaði liðið 12 tímabil og vann 1950,1952,1953 og 1954. Gomelsky var driffjöður í sovéskum körfuknattleik Hann stýrði landsliðinu til sigurs í 7 Evrópumótum og tvivegis á heimsmeistara- mótum. Á Óiympíuleikunum í Seoul 1988 batt lið hans enda á sigurgöngu Banda- ríkjamanna og hirti gullið. Strom dæmdi körfuknatt- leik í 32 ár, 29íNBAog þijú ár I gömlu ABA deild- inni. Hann hætti dómgæslu 1990 en lést í júní síðastliðn- um úr krabbameini. LOS Angeles Lakers og meist- ararnir í Houston Rockets náðu að halda sér inni í úrslitabaráttu bandarísku NBA deildarinnar í körfuknattleik með sigrum í framlenginu ífyrrinótt, en bæði lið voru undir 1 -3 fyrir leiki sína. Lakers gegn San Antonio, en Houston á móti Phoenix Or- lando átti hinsvegar ekki ívand- ræðum með Chicago Bulls og hefur nú 3-2 forskot. ISan Antonio var Nick Van Exel hetja Los Angeles Lakers. Hann skoraði úr tveimur körfum úr stór- kostlegum skotum á síðustu sek- úndunum. Fyrst þegar hann knúði fram framlengingu með þriggja stiga skoti þegar 10 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma og á ný er hann tryggði Lakers sigur á síðustu sekúndu framlengingar með öðru þriggja stiga skoti sem fór beint ofan í án þess að snerta körfu- hringinn. „Eg ákvað með sjálfum mér að hanga inni í leiknum," sagði Van Exel sem fagnaði innilega í leiks- lok, en hann gerði 22 stig. „Við erum með ungt.lið sem gafst aldrei upp og okkur tókst að komast á ný inn í leikinn." Lakers náði níu stiga forskoti, 80:71, í íjórða leikhluta en þá brást hittnin gjörsamlega því liðið hitti ekki ofan í körfuna í sjö mínútur á sama tíma og Spurs skoraði tólf stig og komst yfir, 80:83, áður en Van Exel jafnaði. Lakers náði að bæta það upp með síðustu átta stig- unum í framlenginunni. Leikmenn San Antonio höfðu ekki tapað fimm heimaleikjum í röð fyrir þennan leik. Þeir halda þó enn 3-2 forskoti á Lakers og sjötti Ieik- ur liðanna fer fram í Los Angeles á fimmtudagskvöldið. David Robin- son var stigahæstur með 34 scig og tók 17 fráköst fyrir Spurs. „Þegar svona tvö góð lið beijast fyrir lífi sínu - held ég að það verði að taka ofan fyrir þeim,“ sagði Clyde Drexler, leikmaður Houston Rockets, eftir að liðinu hafði tekist að knýja fram sigur 103:97 á Phoe- nix Suns í framlengingu og halda sér inni í baráttunni. Phoenix er enn yfir, 3-2, en missti af góðu tæki- færi til að -komast áfram með sigri á heimavelli og verður nú að fara til Houston í .sjötta leikinn. Hakeem Olajuwon náði að jafna með stökkskoti af fimm metra færi þegar rúmar 8 sekúndur voru til leiksloka. Því var gripið til fram- lengingar. „Ég trúi varla að þetta hafi tekist hjá mér,“ sagði Olajuwon eftir leikinn „nú förum við á heima- völl, tilbúnir í slaginn." Barkley brást Það var eins og hvorugt liðið vildi vinna því leikmenn hittu varlá ofan í körfuna'í fjórða leikhluta. Clyde Drexler, sem átt hefur við veikindi að stríða og spilaði ekki af fullum krafti, hitti þó úr tveimur vítaskot- um í framlengingunni og kom Ho- uston í fjögurra stiga forskot, 101:97. Þriggja stiga skot frá Char- les Barkley og Dan Majerle á síð- ustu tíu sekúndunum geiguðu svo Mario Elie innsiglaði 103:97 sigur Houston með vítaskotum. Hakeem Olajuwon var langbest- ur hjá Houston með 31 stig, 16 fráköst og átti 7 stoðsendingar. Robert Horry gerði 11 stig, þar af 5 í framlengingunni. Kevin Johnson var stigahæstur hjá Phoenix með 28 stig, tók 8 frá- köst og var með 8 stoðsendingar. Charles Barkley var með 17 stig GRANT Hill framheiji Detroit Pist- ons og Jason Kidd bakvörður Dallas Mavericks voru í gær útnefndir nýliðar ársins í NBA-deildinni. Hill og Kidd fengu báðir 43 stig af 105 mögulegum frá íþrótta- fréttamönnum og sjónvarpsmönn- um um öll Bandaríkin. Glenn Robin- son frá Milwaukee sem fyrstur var valinn í háskólavalinu varð þriðji í kjörínu með fimmtán atkvæði. Kidd var í byijunarliði Dallas í og 20 fráköst og A.C. Green tók 20 fráköst. Shaquille í ham Shaquille O’Neal var í ham í Or- lando þegar hann gerði 23 stig, tók 22 fráköst og varði 5 skot, í 103:95 sigri Orlando Magic á Chicago Bulls í úrslitakeppni Austur-deildinni. Með sigri tók Orlando 3-2 forystu en næsti leikur er í Chicago. Fyrrum leikmaður Chicago, Horace Grant var stighæstur Orlandomanna með 24 stig. Michael Jordan var stiga- hæstur hjá Chicago með 39 stig en Scottie Pippen og Toni Kukoc sáust varla, hittu úr 6 af 19 skotum, hvor um sig. Chicago leiddi leikinn með 50:43 í hálfleik en Orlando tók öll völd á vellinum í þriðja leikhluta og skor- aði þijátíu og fimm stig gegn tutt- ugu hjá Chicago. Af öðrum leikmönnum Orlando er það að segja að Dennis Scott gerði 22 stig, þar af þijár þriggja stiga körfur og Anfernee Hardaway var með 19 stig og 11 stoðsending- ar. Hjá Chicago var B.J. Armstrong með_ 18 stig. „Ég og aðrir verðum að taka ofan fyrir Dennis, hann var okkur dijúgur," sagði Grant um Dennis Scott, „þegar hann er í þessum ham við þriggja stiga línuna er erfitt að vinna okkur.“ 79 leikjum í vetur varð fyrsti Dallas- leikmaðurinn til að hljóta þessa nafnbót. Hann skoraði 11,7 stig að meðaltali og var ofarlega á lista fyrir að „stela“ knetti af andstæð- ingum og yfir flestar stoðsendingar. Hill skoraði 19,9 stig að meðal- tali og tók 6,4 fráköst í sjötíu leikj- um sínum fyrir Detroit. Kidd var annar í háskólavalinu fyrir tímabilið, Hill sá þriðji. Grant og Hill ný- liðar ársins í NBA MORGUNBLAÐIÐ 4- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 C 7 • SVÍAR HAFA UNNIÐ ÞRJÚ GULL Á HM • HEIMSMEISTARAKEPPNIN í HANDKNATTLEIK Andrés Kristjánsson er leiðsögumaður Svía og fylgir þeim hvert fótmál Aldrei meiri umfjöllun í Svíþjóð SÆNSKUR handbolti hefur ávallt átt und- ir högg að sækja í samkeppni við aðrar íþróttagreinar en nú ber svo við að umfjöll- un um landsliðið hefu aldrei verið meiri í sænskum Qölmiðlum. Svíar eru um átta milljónir en Andrés Kristjánsson sagði við Morgunblaðið að mikill áhugi væri á beinum útsendingum frá leikjum Svíþjóðar og samkvæmt könn- unum hefðu allt að 900.000 manns liorft á leik í beinni útsendingu. Fjölmargir sænskir fréttamenn fylgja liðinu og fleiri bættust í hópinn eftir riðlakeppnina, þar á meðal Ríkissjónvarpið en leikirnir hafa ver- ið sýndir á Rás 4. Bengt Johansson, þjálf- ari, sagði við Morgunblaðið að áhugi sæn- skra fjölmiðla hefði aukist mikið og væri hreinlega setið um hópinn. Svíar eins og heima hjá sér SÆNSKA landsliðinu líður mjög vel á Akureyri og þakkaði fyrir að þurfa ekki að fara suður fyrr en eftir átta liða úrslitin í gærkvöldi. Þegar Svíarnir hafa æft í Iþróttahöllinni þar sem leikirnir fara fram, hafa þeir skilið æfingafötin sín eftir í bún- ingsklefanum. Hins vegar hefur starfsfólk hússins þurft að færa fötin vegna æfmga annarra liða og hefur þess sérstaklega verið gætt að allt sé sett upp eins og Svíarnir gengu frá hlutunum. Borðhnífur var í klefanum eftir fyrstu æfinguna og taldi starfsfólkið að hann tilheyrði Svíum en þess vegna hefur hann ávallt verið flutt- ur samviskusamlega með fötunum á milli klefa. Svíarnir tóku eftir þessu og höfðu gaman af enda áhaldið ekki þeirra og svo var komið að þeir athuguðu ávallt hvort hnífurinn væri ekki örugglega á sínum stað. Mjog gaman oggagnlegt Andrés Krístjánsson er leiðsögumaður sænska landsliðsins á HM. í því felst að fylgja liðinu eftir hvert fótmál og sagði hann við Steinþór Guðbjartsson að þetta væri mjög skemmtilegt auk þess sem hann lærði mikið og gæti notað margt af því við þjálfunina hjá Irsta í Svíþjóð. Andrés er 37 ára og byijaði að leika með meistaraflokki FH í handknattleik fyrir 20 árum. Lék með mönnum eins og Geir Hall- steinssyni, Birgi Finnbogasyni og Þórarni Ragnarssyni en eftir tvö ár með FH skipti hann yfir í Hauka og var með liðinu til 1980 þegar hann flutti til Sviþjóðar. Hann lék með GUIF í Eskilstuna þar til hann meiddist í undanúrslitum um sænska meistaratitilinn 1986. Næsta ár lék hann með RP í Linköping en fór aftur heim til íslands 1987 og var þar í tvö ár. Fór síðan út og þjálf- aði kvennalið GUIF í tvö ár og síðan karlalið KAIK í tvö ár í 1. deild. í fyrra gerði hann árs samning við Irsta og fyrir skömmu endurnýjaði hann samninginn sem gildir til vors 1997. Andrés er kvæntur Sjöfn Hauksdóttur og eiga þau íjögur börn, Kristján sem er 14 ára, Emmu sem er 10 ára, Hauk sem er átta ára og Petru sem er fimm ára. Ákveðið fyrir hálfu öðru ári Andrés var leiðsögumaður is- lenska landsliðsins á heimsmeist- arakeppninni í Svíþjóð 1993 og skömmu eftir þá keppni var hann beðinn um að taka sænska liðið að sér á íslandi. „Ég hafði átt góð samskipti við HSÍ og einnig við Bengt Johansson, landsliðsþjálfara Svía. Þegar mér bauðst þetta starf hafði ég samband við Eengt og spurði hann hvernig honum litist á að ég yrði með liðinu. Honum fannst það hið besta mál og síðan höfum við verið í sambandi af og til. Hann er mjög skipulagður og ég var honum til aðstoðar við að kortleggja Akureyri, fínna út hvað væri hægt að gera í frítímanum og svo framvegis. Fyrir Bikuben- mótið í Danmörku var sænska liðið í fjögurra daga æfingabúðum í Nyköbing og þá var ég með strák- unum í fyrsta sinn. Síðan fór ég á undan þeim til íslands, tók á móti þeim á Keflavíkurflugvelli og skil við þá á sama stað að keppni lok- inni.“ Öðlast mikla reynslu Andrés sagði að hann hefði feng- ið einstakt tækifæri til að fylgjast með því besta í íþróttinni og það ætti eftir að gagnast sér vel sem þjálfari. „Það er mjög gaman að fá að fylgjast með Heimsmeistarakeppn- inni í svona mikilli nálægð. Ég er með liðinu á öllum æfingmm. fylgist með hvernig farið er í gegnum hin- ar ýmsu leikaðferðir, sé hvernig dæmið er lagt upp hverju sinni og fylgist með öllu sem við kemur lið- inu utan sem innan vallar. Það er mjög gaman að fylgjast með hvern- ig Bengt starfar enda hefur ann óhemju mikla reynslu og hefur náð geysilega góðum árangri. Því er ekki aðeins gaman fyrir mig að fá að fylgjast með heldur Iæri ég mik- ið og get tileinkað mér ýmislegt af því sem Bengt er að gera.“ Svíar hafa vakið athygli fyrir skipulögð vinnubrögð í íþróttum og sagði Andrés að Bengt væri engin undantekning. „Hann vinnur á sérstakan hátt og blandar skemmtilega saman aga og leik. Ég hef ekki orðið var við að í gangi séu sérstakar agareglur en Bengt þekkir leikmennina vel og þeir hann. Þegar hann byrstir sig vita leikmennirnir að nóg er komið en þetta byggist á samvinnu og samstarfi sem hann hefur byggt upp í gegnum árin.“ Andlit þjóðarinnar Svíar eru nánst allst staðar í fremst-u röð í afreksíþróttum og sagði Andrés að mikið væri lagt upp úr framkomu afreksíþrótta- fólksins. „Svíar leggja áherslu á góða framkomu frá unga aldri og lands- liðsmenn eru aldir upp í því að þeir séu andlit þjóðarinnar út á við. Unglingastarfið er mjög vel skipu- lagt og Svíar fylgjast með æ yngri leikmönnum og eru fljótir að finna efnilega leikmenn. Þegar krakkarn- ir eru 14 til 15 ára eru þeir bestu valdir á einstökum svæðum eins og í Stokkhólmi, Gautaborg og á Skáni til að taka þátt í æfingabúðum. Síðan fækkar í hópunum og ungl- ingalandsliðin byija við 16 ára ald- urinn. Þeim er kennt hvernig ætlast er til að spilað sé og sérstaklega er vel séð um þá bestu. Þessir ung- lingar hafa þegar farið í margar keppnisferðir með félagsliðum sín- um til annarra landa og því er fylgt eftir í unglingalandsliðunum. Þá kemur í ljós hveija er hægt að senda í svona ferðir, hveijum er hægt að treysta til að vera andlit Svíþjóðar. Ef krakkarnir fara ekki að settum reglum eru þeir oft settir til hliðar en þeir geta komið inn síðar. Hins vegar er það framkoman sem ræður úrslitum ef tveir jafn góðir menn eru að keppa um eitt sæti.“ AIRaf að bæta og laga Bengt Johansson hefur verið landsliðsþjálfari Svía síðan 1988 og hefur liðið verið í fremstu röð síðan. „Handboltinn hjá honum er mjög kerfisbundinn og hann er alltaf að bæta spilið sem hann hefur verið að þróa undanfarin ár. Hann er með ijölda leikkerfa til að mæta hinum ýmsu varnaraðferðum og sömu sögu er að segja af hraðaupp- hlaupunum. Hann bætir stöðugt við nýjum hugmyndum útfærirbetur, því hann er með marga frábæra leikmenn. Rauði þráðurinn er að hann er góður þjálfari og hefur líka verið heppinn. Hann er óragur við að skipta góðum mönnum út af eins og hér hefur sést og ákvarðanir hans virðast alltaf vera réttar. Hann er mjög góður á bekknum og les leikinn frábærlega. Ola Lindgren hafði nánast ekkert leikið i sókn í keppninni en fékk tækifærið gegn Alsír og sló í gegn, átta mörk í átta skotum og sex stoðsendingar. Hann skiptir óhræddur um mark- mann og þó almennt sé litið svo á að Tomas Svensson sé sá besti hef- ur hann ekki hikað við að láta Mats Olsson spila með góðum ár- angri. Hann lét Robert Andersson inn fyrir Staffan Olsson og dæmið gekk upp og Tomas Sivertsson tók stöðu Pers Carléns gegn Alsír. Bengt nýtur mikillar virðingar í Svíþjóð og á mjög auðvelt með að starfa með þjálfurum í sænsku deildinni þó hann standi fast á sinni skoðun. Hjá honum kemst ekkert annað að en fyrsta sætið og honum hefur tekist að innprenta sama hugsunarhátt í leikmennina. Hann hugsar fyrir öllu en bregður oft út af braut alvörunnar og er mjög skemmtilegur og gamansamur. Hins vegar fara ekki allir þjálfarar í Svíþjóð eftir hans kerfi, eru ekki sammála þessum kerfishandbolta. Redbergslid spilar til dæmis öðru- vísi en liðið varð sænskur meistari fyrir skömmu. En þess ber líka að geta að til að geta spilað eins og hann vill spila verður þjálfari að hafa mjög góða leikmenn.“ Andrés sagði að hvað sig varðaði væri hann hrifnastur af ýmsum sóknarkerfum, sérstaklega sem landsliðið notar gegn 3-2-1 og 6-0 vörnum. „Ég ætla að reyna að nota eitthvað af þessum kerfum hjá Irsta og eins finnst mér útfærsla hraða- upphlaupanna til eftirbreytni." Aldrei dauður tími Iþróttamenn eiga erfitt með að halda einbeitingu í margar vikur í röð en þetta hefur tekist hjá hand- boltaliði Svía. Andrés sagði að skipulagshæfileikar Bengts hefðu þar mikið að segja. „Það er erfitt að vera í keppnis- ferðalagi í margar vikur og álagið er mikið á leikmönnunum. Sú hætta er ávallt fyri hendi að jafnvel ein- hver leikmaður gleymist inni í her- bergi en Bengt sér til þess að það er aldrei dauður tími. Hver dagur Morgunblaðið/Rúnar Þór Sæll og glaður leiðsögumaður ANDRÉS Kristjánsson, sem þjálfar 1. deíldarlið Irsta í Sví- þjóð, er leiðsögumaður sænska landsllðsins meðan á HM stendur hér á landi. Hann er alsæll í því starfi og segist hafa lært miklð. Hér er hann á Akureyri í gær, þar sem Svíarnir hafa leikið, en þeir koma suður yfir heiðar í dag. byijar kvöldið áður en þá er sett upp dagskrá næsta dags með ein- hveiju spakmæli til að skerpa á hugsun leikmanna um hvað þeir eru að gera. Hann gætir þess sérstak- lega að að blanda sman handbolta og afþreyingu í réttu hlutfalli og biyddar alltaf upp á einhveiju óvæntu. Til dæmis skiptir hann mönnum í minni hópa og stjórnar spurningakeppni á milli þeirra. Hann fer með þeim í sund, á hest- bak, í veiði, óg leggur alltaf áherslu á að leikmennirnir einbeiti sér að því sem þeir eru að gera hveiju sinni. Ef menn eru að borða eiga þeir að gefa sér tíma og njóta mat- arins en hugsa ekki um handbolta á meðan. Hann gætir þess að þreyta ekki leikmennina í sambandi við ýmis skyldustörf. Styrktaraðilar vilja til dæmis fá hópmynd og þá er hún tekin í tengslum við eitthvað annað, er ekki sérstakur viðburður. Þetta gerðist hér á Akureyri þegar bæjarstjórnin hélt boð fyrir hópana. Þá mættu Svíar uppáklæddir í boð- ið og umbeðin mynd var tekin við það tækifæri. Sjálfsagt reyna flest- ir þjálfarar að vinna á svipuðum nótum en það er ekki öllum gefíð að takast þetta og það er athýgli- vert að leikmennirnir samþykkja allt sem Bengt leggur á borð. Hann er líka sjálfur að allan tím- ann og er mjög vandvirkur í öllum undirbúningi. Hann liggur yfir víd- eóspólum af leikjum næstu mót- heija, kortleggur mótheijana og er ekki að þreyta leikmennina með löngum töflufundum heldur gefur þeim punkta til að vinna eftir. Þegar alvörustundin nálgast sér hann til þess að leikmennirnir einbeiti sér að handboltanum og engu öðru og hann þarf ekki að kvarta - enginn efast um stöðu hans í sænskum handbolta." úrslita- 1938 1954 1958 1961 1964 1967 keppni Þýskaland Svíþjóð A-Þýská VÞýska). Tékkó. Sviþjóó 1970 1974 1978 1982 1986 1990 1993 Frakkland A-Þýskal. Danlmörk VÞýskal. S»ss Tékkó. Sviþjóó l Gullaldarlið Svía Heimsmeistarar ulanhúss 1948, unnu siltur 1952 og brons 1959 I ' 8 Arangur ovia i nm KEPPNI Lelkir U J T Mörk Sætl 9 1938 3 1 0 2 8:13 3 10 1954 3 3 0 0 56:36 1 1958 6 6 0 0 138:73 1 11 1961 6 5 0 1 89:73 3 1964 6 3 0 3 104:90 2 12 1967 6 4 0 2 118:112 5 1970 6 3 0 3 69:68 6 13 1974 6 3 0 3 111:113 10 1992: SilturáÓL í Barcelona 1994: GulláEM — 1978 6 2 0 4 121:125 8 14 1982 7 2 1 4 159:157 11 1986 7 5 0 2 174:153 4 15 1990 7 6 0 1 176:143 1 í Portúgal 1993 7 6 0 1 166:136 3 16 Samtals: 76 49 1 26 1489:1293 65% Sigmundur Ó. Steinarsson tók saman / Morgunblaðið, AIG Árangur Svía gegn öðrum þjóðum í HM Þjóð Leikir U J T Mörk Danmörk 7 5 0 2 112:101 Rúmenía 7 2 0 5 140:154 Ungverjaland 6 4 1 1 123:109 Tékkóslóvakia 6 4 0 2 104:90 Júgóslavía 5 3 0 2 99:90 Þýskaland 4 3 0 1 60:51 V-Þýskaland 4 1 0 3 64:73 Pólland 4 2 0 2 72:72 ísland 4 3 0 1 76:61 Spánn 3 1 0 2 65:49 Sviss 3 3 0 0 70:52 Alsír 3 3 0 0 75:50 Sovétríkln 3 1 0 2 56:59 A-Þýskaland 2 1 0 1 34:33 Noregur 2 2 0 0 23:17 Frakkland 2 2 0 0 41:29 Japan 2 2 0 0 52:41 Búlgaría 2 2 0 0 52:35 Suður-Kórea 2 2 0 0 63:49 Austurríki 1 0 0 1 4:5 Rússland 1 0 0 1 20:30 Finnland 1 1 0 0 27:16 Egyptaland 1 1 0 0 26:11 Bandarikin 1 1 0 0 32:16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.