Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 8
8 C FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA íuémR FOLX ■ STAN Collymore lék geysilega ve! fyrir Nottingham Forest í vet- ur, en er þó ekki sagður sérlega ánægður með vist- ina þar sem hann Fra Bob vill fá hærri ]aun. í Englandi Honum hefur venð boðinn nyr sammng- ur sem færir honum 10.000 pund í vikulaun — rúmlega milljón kr. — en geri hann sig ekki ánægðan með það tilboð verður hann settur á sölu- listann. Ef svo fer vill Forest fá 8,5 milljónir punda fyrir hann! Það sam- svarar tæpum 860 milljónum króna. ■ COLLYMORE gerði 25 mörk fyrir Forest í vetur. „Aston Villa bauð 6 milljónir punda í hann fyrjr stuttu og við neituðum því tilboði," sagði Frank Clark, stjóri Forest í tilefni þess háa verðs sem hann seg- ist setja á leikmanninn vilji hann fara. ■ TALIÐ er líklegt að verði Colly- more settur á sölulistann komi Li- verpool, Everton, Aston Villa, Manchester City og Sheffield Wed- nesday öll til með að keppast um hann. En spurningin er hve mikið félögin eru tilbúin að borga. Andy Cole er dýrasti leikmaðurinn í ensku knattspymunni sem stendur — Man. Utd. keypti hann frá Newcastle í vetur á 7 milljónir punda. ■ WARREN Barton hefur verið kjörinn leikmaður ársins hjá Wimbledon. Barton er 26 ára og Kevin Keegan, stjóri Newcastle, hefur lýst yfir áhuga á að kaupa hann. Barton eer verðlagður á 3,5 milljónir punda. ■ PAUL McGrath, varnarmaður- inn sterki hjá Aston Villa, sem er orðinn 35 ára, hefur gert samning við félagið til eins árs í viðbót. ■ McGRATH fékk 80.000 pund í vasann — andvirði um átta milljóna króna — er ágóðaleikur fór fram fyrir hann í síðustu viku. Aston Villa mætti þá nágrannaliðinu Birming- ham City á Villa Park. ■ NORWICH, sem féll úr úrvals- deildinni í vor, er að ieita að þjálfara eftir að John Deehan var rekinn. Ray Clemence, fyrrum landsliðs- markvörður Englands, hefur verið nefndur sem líklegur eftirmaður. Hann er nú við stjómvölinn hjá smál- iðinu Barnet og þykir hafa staðið sig vel. ■ ALAN Smith, sem var rekinn úr starfi framkvæmdastjóra hjá Cryst- al Palace sem kunnugt er, fékk greidd 13.000 pund í skaðabætur — andvirði um 1,3 milljóna króna — og fékk að halda Jagúar bifreiðinni, sem félagið hafði lagt honum til, fyrir góða ellefu ára þjónustu. Stuðnings- menn IA og KR í siglingu STUÐNINGSMENN Skaga- manna og KR-inga ætla að fara siglandi með skemmti- bátnum Andreu á leik liðanna í meistarakeppninni á Akra- nesi í dag. Lagt verður frá hvalbátabryggjunni klukkan 18.30 og ef vel tekst til, er ætlunin að standa fyrir slík- um ferðum á leiki Skaga- manna í sumar. Ferðin tekur klukkustund og verður lagt af stað til Reykjavíkur eftir leik. Andrea er skemmtibátur sem notaður er fyrir sjóstang- veiði og skoðunarferðir frá Akranesi. Báturinn er nýkom- inn frá Noregi og tekur 90 farþega. DINO Baggfo, sem seldur var frá Juventus tll Parma fyrir yflrstandandl keppnlstímabll, reynd- Ist nýja félaglnu dýrmætur I úrslltaleikjunum f UEFA-keppninni. Hann geröi slgurmarklð í fyrri leiknum og Jafnaðl I gær — hér að ofan hendlr hann sér fram og skallar knöttlnn í netlð eftlr fyrlrgjöf. Til hliðar er Faustlno Asprilla, kólumbíski framherjinn hjá Parma, með UEFA-bikarinn. Dino Baggio skaut gömlu félögunum reffyrirrass Skoraði aftur og tryggði Parma sigur í UEFA-keppninni ÍTALSKI landsliðsmaðurinn Dino Baggio, sem Parma keypti frá Juventus þegar HM stóð yfir í Bandaríkjunum, hefur heldur betur skotið sínum gömlu félögum ref fyrir rass — hann skoraði jöfnunarmark Parma, 1:1, gegn Juventus í seinni úrslitaleik liðanna í Evr- ópukeppni félagsliða í gærkvöldi og færði liðinu þar UEFA-bikar- inn. Það var einmitt Dino Baggio sem skoraði sigurmark- ið, 1:0, ífyrri leik liðanna. Baggio skoraði mark sitt, 1:1, með skalla af stuttu færi á 53. mín., eftir sendingu frá vara- manninum Roberto Mussi — knött- urinn breytti stefnu af vamarmanni Juventus, áður en hann barst til Baggio, sem kastaði sér fram og skallaði knöttinn í mannlaust mark- ið. Juventus, sem ákvað að leika heimaleik sinn á San Siro-leikvellin- um í Mílanó, þar sem 80.745 áhorf- endur mættu, réði gangi leiksins, en leikmenn voru óheppnir upp við markið og þá varði Luca Bucci, markvörður Parma vel. Hann réð þó ekki við frábært skot Gianluca Vialli á 33. mín. — Vialli spyrnti knettinum með viðstöðulausu skoti upp í markhornið utan úr teig eftir langa sendingu. „Við vorum heppnir," sagði Nevio Scala, þjálfari Parma, eftir leikinn, sem var mjög harður og sjö leikmenn bókaðir — Vialli heppinn að fá ekki að sjá rauða spjaldið. „Leikmenn Parma gáfu okkur fá tækifæri og þegar báðir leikirnir eru teknir saman, þá er sanngjarnt að þeir fari með sigur af hólmi,“ sagði Marcello Lippi, þjálfari Ju- ventus. Liðin mætast aftur á sunnudag- inn og þá þarf Juventus aðeins jafn- tefli til að tryggja sér Ítalíumeist- aratitilinn. Þá eiga þau eftir að mætast tvívegis í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í vor, heima og að heiman. Parma vann sinn fyrsta UEFA-meistaratitil, en félagið varð Evrópubikarmeistari fyrir tveimur árum — vann Anderlecht í úrslitum 1993, en tapaði aftur á móti fyrir Arsenal í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa í fyrra — 0:1 í Kaup- mannahöfn. Liðin voru þannig skipuð: Juventus: Angelo Peruzzi, Ciro Ferrara, Robert Jami, Moreno Torricelli, Sergio Porrini, Paolo Sousa, Angelo Di Livio (Mas- simo Carrera 81.), Giancarlo Marocchi (Alessandro Del Piero 74.), Gianluca Vialli, Roberto Baggio, Fabrizio Ravanelli. Parma: Luca Bucci, Antonio Benarrivo (Roberto Mussi 46.), Alberto Di Chiara (Marcello Castellini 80.), Lorenzo Minotti, Massimo Susic, Femando Couto , Stefano Fiore, Dino Baggio, Massimo Crippa, Gianfranco Zola, Faustino Asprilla. ÚRSLIT Knattspyrna Evrópukeppni félagsliða Mílanó: Juventus - Parma...............1:1 Gianluca Vialli (33.) — Dino Baggio (53.). 80.750. ■Þetta var seinni leikur liðanna og Parma vann samanlagt 2:1. Vináttulandsleikur Tel Aviv, ísrael: ísrael - Brasilía..............1:2 Gadi Bmmer (83.) — Bonny Ginsburg (39. - sjálfsm.), Rivaldo (42.). 27.000. Júgóslavía Bikarúrslit í Bergrad: Rauða Stjarnan - Obilic............0:0 5.000. ■Rauða Stjarnan vann samanlagt 4:0. Frakkland Paris St Germain - Caen............2:0 Alain Roche (41.), Bernard Allou (59.). 10.000. Seaman brotinn DAVID Seaman, markvörður Arse- nal, varð fyrir því óhappi að ökkli hægri fótar brotnaði þegar Arsenal lék vináttuleik í Peking í gær. 40.000 áhorfendur sáu Guo An vinna Arsenal 2:1. Seaman ökkla- brotnaði á 59. mín. þegar hann var að hlaupa með knöttinn inn í víta- teig, þegar hann missteig sig — og missti knöttinn til Lu Jun, sem skor- aði. Seaman var strax fluttur á sjúkrahús, þar sem plastumbúðir voru settar á ökklann — hann verð- ur frá æfingum í tvo mánuði. Charlton velur landsliðs- hóp írlands fyrir EM-leiki Jack Charlton, landsliðseinvaldur írlands, hefur valið 19 ára inn- herja frá Liverool, Mark Kennedy, í landsliðshóp sinn fyrir Evrópuleik gegn Liechenstein 3. júní og Aust- urríki átta dögum síðar. Kennedy kom til Liverpool frá Millwall fyrir tveimur mánuðum. Landsliðshópur- inn er annars þannig skipaður: Markverðir: Alan Kelly (Sheffi- eld United), Pat Bonner (Glasgow Celtic) Varnarmenn: Denis Irwin (Manchester United), Jeff Kenna (Blackburn), Gary Kelly (Leeds), Paul McGrath (Aston Villa), Phil Babb (Liverpool), Alan Kernaghan (Manchester City), Liam Daish (Birmingham), Steve Staunton (As- ton Villa) Miðvallarspilarar: Ray Houg- hton (Crystal Palace), Jason McAte- er (Bolton), Andy Townsend (Aston Villa), John Sheridan (Sheffield Wednesday), Roy Keane (Manc- hester United), Eddie McGoldrick (Arsenal), Alan McLoughlin (Portsmouth), Liam O’Brien (Tran- mere), Ronnie Whelan (Southend), Mark Kennedy (Liverpool) Sóknarleikmenn: David Kelly (Wolverhampton), Niall Quinn (Manchester City), John Aldridge (Tranmere), Tommy Coyne (Mot- herwell), Tony Cascarino (Mar- seille).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.